Bændablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 15. júlí 1997 Bœndablaðið 9 Æðarbændur í Revkhólasveit Bændablaðið leitaði fregna hjá Eiríki Snæbjörnssyni bónda á Stað í Reykhólasveit um dúntekju á sl. vori og fleira fróðlegt. Eiríkur kvað þetta ár allgott dúnár, vorið þurrt framan af en úrkomusamara í lokin, en það er ekki síst mikil úrkoma á vorin sem spillir dúninum. Veruleg aukning varð á dúntekju á þessum slóðum á sl. ári og þykir gott að halda því magni , í ár. Æðarvarp á Stað og í Árbæ í Reykhólasveit er sameiginlegt og nytja þeir Eiríkur og Þórður Jónsson í Árbæ varpið saman til helminga. Eiríkur hreinsar hins vegar dúninn fyrir þá og aðra sem þess óska ásamt því að selja æðardún milliliðalaust til útlanda, bæði til ýmissa Evrópulanda og Japan. Á nýliðnu vori gerðist það að óvenjumikið var um mink. Við venjubundna leit fundust um 70-80 dýr í hreppnum, miðað við um 50 dýr í fyrra, en eftir að henni lauk hafa komið fjölmörg útköll til leita og þannig veiðst önnur 70-80 dýr. Eiríkur á Stað annast þessar veiðar, en hann er sá eini á þessum slóðum sem er með minkaveiði- hunda. Reykhólahreppur, sem jafn- framt er eini hreppurinn í Austur- Barðastrandasýslu, er án efa með mestu æðarhlunnindi allra sveitar- félaga á landinu. Ströndin er um 223 km, um 300 - 400 eyjar á Breiðafirði tilheyra landjörðum í hreppnum og um 40 ár renna þar til sjávar. Minkur og annar vargur á sér þar því kjörlendi. Hvítingar (albínóar) koma fyrir meðal margra dýrategunda (og manna). Sl. fimm ár hefur í varpi Eiríks og Þórðar verið flekkótt æðarkolla sem hefur gefið alhvítan dún. Dúninum af þessari kollu hefur Eiríkur haldið til haga, mest til gamans frekar en að hann sé sérstök söluvara. Auk þess hafa sést í varpinu tvær kollur með hvítan haus, en dúnn þeirra er eins á litinn og annar dúnn./ME Eiríkur Sncebjörnsson, Stað, Reyk- hólasveit, með hvíta œðardúninn og þann venjulega til saman- burðar, en hvít œðarkolla hefur komið í sama hreiðrið í nokkur ár. Smáauglýsingar Hestakerra Til sölu ný hestakerra fyrir tvö hross. Tveir öxlar. Létt og lipur. Upplýsingar í síma 552 8500. Dráttarvél Til sölu IMT dráttarvél, 65 hö, árg. 1986, 4x4. Vélin er í góöu lagi. Upplýsingar í síma 552 8500. Mjólkurkvóti Til sölu 66 þúsund lítra framleiðsluréttur í mjólk. Tilboð óskast. Upplýsingar í sima 483 4449 og 893 9814. Dráttarvél Óskað er eftir MF MK203 til niðurrifs eða stýrismaskínu úr slíkri vél. Uppl. í síma 433 8826. Verðlaunaliafar f.v. Þriðja sœti samanlagt, Gjafar frá Felli,faðir Brynjar frá Ketilsstöðum, móðir Skjóna frá Bláskógum, standandi Einar Arnason, eigandi Gjafars. Knapi er Valbjörn Pálsson. Annað samanlagt, Geisli frá Gilsá, faðir Hrannar frá Höskuldsstöðum, móðir Hnýsa frá Gilsá. Standandi er Lárus Sigurðsson eigandi Geisla og knapi er Marietta Maissen. Hér eru þau Aðalsteinn Árnason, eigandi Perlu frá Breiðdalsvík, og knapinn Júlía Sandström. Perla er undan Glœði frá Hafsteinsstöðum og Dömu frá Voðmúlastöðum. Perla var dœmd hafa bestu byggingu og jafnframt mestu hœfileika. Þvífékk hún að sjálfsögðu fyrstu verðlaun fyrir samanlagt. Fyrir skömmu efndi Hrossa- ræktarfélagið Baugur til ræktunarkeppni á mótssvæði sínu við Gilsá í Breiðdal. Baugskeppnin er ræktunar- keppni þar sem félagar í Baugi koma með unghross til byggingardóms og fimm vetra trippi bæði til bygging- ardóms og hæfileikadóms. Veitt eru verðlaun fyrir bestu byggingu, bestu hæfileika og fyrsta, annað og þriðja sæti fyrir samanlögð stig fyrir hæftleika og byggingu samanlagt. Auk þess fá allir þátttakendur viðurkenning- arskjöld með nafni viðkomandi hests. Hrossaræktarfélagið Baugur var stofnað árið 1988 í Breiðdal. Félagssvæði þess er Breiðdalur og „nágrenni" Markmið félagsins er meðal annars ræktun reið- hrossa, stuðla að því að félags- menn grunnskrái öll sín hross í skráningarkerfi BÍ (Feng) og vera aðili að hrossaræktarsambandi. Það var árið 1989 að Pétur Behrens kom fram hugmynd um ræktunarkeppni sem félagsmenn í Baugi tæku þátt í. Upphaflega voru keppnisreglumar þannig að ef félagsmaður taldi sig hafa í höndunum efnilegt trippi, þá lagði hann í sjóð ákveðið árgjald á hveiju ári, í fjögur ár frá fæðingarári. Færi svo að þátt- takandi teldi sig þurfa að hætta Dómararnir Anna Bryndís Tryggvadóttir, ráðunautur, og Hallgrímur Þórhallsson frá Brekku í Fljótsdal. þátttöku var það hægt en það sem greitt var, var óafturkræft. Sjóðnum var síðan skipt þannig: 10% rynnu til félagsins til að standa undir kostnaði en af- gangurinn skiptist þannig 50% fyrir fyrsta sæti, 30% fyrir annað sæti og 20% fyrir þriðja sætið. Allir þátttakendur fá viður- kenningarskjal. Þegar trippið væri fjögurra ára skyldi það tamið og því riðið til dóms og verðlaun afhent í samræmi við úrslit. Þetta peningasjóðskerfi var skiljanlega þungt í vöfum þar sem halda þurfti utan um inn- borganir fjögurra árganga í einu og var því horfið til þess að hafa eitt skráningargjald sem rann í sjóð sem deilt var út á sama hátt og áður. En félagsmönnum þótti þetta vera of kostnaðarsamt sér- staklega ef þeir ætluðu að sýna fleiri en eitt hross. Var svo komið að þetta virtist hamla þátt- töku. Því var gripið til þess ráðs að hafa eingöngu sýningargjald sem standa skyldi undir kostnaði við keppnina. Fyrir tveimur ámm síðan var ákveðið að trippin skyldu sýnd fimm vetra í reið en ekíri fjögurra eins og áður. Keppni þessi hefur hvatt ræktendur á svæðinu til þess að temja affakstur sinnar ræktunar og koma henni á framfæri, enda vantar oft síðustu skrefin í hrossaræktinni þ.e. tamningu og markaðssetningu./Myndir og texti: AS/Hlíðarenda. Hrossaslátrun í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum Fyrirhugað er að slátra hrossum úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslum fyrir Ítalíumarkað í ágústbyrjun á Hvammstanga. Verðið er u.þ.b. 70 kr. á kíló. Flutningsstyrkur verður greiddur samkv. reglum Fél.hrossabænda. Þeir.sem vilja koma hrossum að, skrái sig á skrifstofum búnaðarsambandanna. Notið símsvara ef enginn er við. Þar er einnig tekið á móti pöntunum fyrir sláturhross síðar í sumar og haust. Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga. Leiðrétting I Bændablaðinu þann 18. júní s.l. birtist grein vegna verkefnisins Handbók ráðunauta í hópvinnu- kerfinu Lotus Notes. I þeirri grein er rangt farið með að Félag bú- fræðikandidata í samvinnu við Bændasamtökin vinni að þessu verkefni. Rétt er að Hagsmunafé- lag héraðsráðunauta hefur haft frumkvæðið að verkefni. Hags- munafélagið útvegar einnig fjár- magn í þessu skyni, sem stendur undir launum undirritaðar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Maríanna Hugrún Helgadóttir Notaðar dráttarvélar BÚÍjÖFUR MF 3060 Turbo 1989 4x4 90 hö 4000 klst. Trima 1640 MF 390T 1990 4x4 Trima 1220 2300 klst. MF 135 2x4 árg. 1967 með moksturstækjum MF 3080 4x4 1988 m/frambúnaði kr. 2.000.000 kr. 1.550.000 kr. 200.000 kr. 2.000.000 MF 240 2x4, árg. 86 með tækjum. MF 390 T 2x4, árg. 96, með Trima, 300 vst. Case 895 2x4, árg. 95, 600 vst. Case 4230 4x4, árg. 95, með Veto F15 Same Astor turbo 1992 4x4 70 hö 1500 klst. Mallux kr. 1.580.000 Ford 6810 4.4 1990 Trima 1620 kr. 2.000.000 Ford 4610 2x4 1983 kr. 450.000 Fendt 309 LSA 4x4 árg. 1984 Fendt tæki fram PTO kr. 1.700.000 Deutz m/grind 1962 kr. 150.000 Valmet 465 2x4, árg. 95 kr. 1.450.000 Zetor 7045 4x4, árg. 82, nýr mótor. kr. 200.000 IMT 549 2x4, árg. 87 Zetor 7745 4x4, árg. 88, Alö 640, 1700 vst. Pöttinger sláttuvél N4 Daglega bætast við notaðar vélar. Kannaðu því hvort við eigum ekki vélina fyrir þig! Rúlluplast á góðu verði BÚIJÖFUR Krókhálsi 10,110 Reykjavík, sími 567 5200, fax 567 5218, farsími 854 1632

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.