Bændablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 1
T 13. tölublað 3. árgangur Þriðjudagur 15. júlí 1997 ISSN 1025-5621 Ný reglugerð um mjólk og mjólkurvörur ísk Bænda- samtahanna um Mn var ekki sinnt „Áform um að breyta reglu- gerðinni í þá átt sem raun ber vitni voru kynnt formanni BÍ á fundi í landbúnaðarráðu- neytinu. Ari lét bóka mótmæli við fyrirhuguðum breytinum en þau voru ekki tekin til greina," sagði Sigurgeir Þor- geirsson, framkvæmdastjóri BÍ í tilefni af því að ný reglu- gerð um mjólk og mjólkur- vörur tekur gildi um áramótin. „Breyting reglna um frumutölu byggir á hæpnum forsendum hvað varðar núverandi ástand og okkur fannst ótækt að flýta breytingunni án þess að fara betur yfir málin. Spurningin er um það, hvað er raunhæft að fara hratt í þessar breytingar." Eftir að reglugerðin hafði borist BI til umsagnar fóru stjómir BÍ og Landssambands kúabænda yfir drögin. „Enn fórum við þess á leit við landbúnaðarráðuneytið að það beitti sér fyrir frestun á setningu hennar þar til tími hefði unnist til að hafa frekara samráð um efni hennar. A það var ekki hlustað,“ sagði Sigurgeir. „Við óttumst að þau tímamörk sem reglugerðin setur séu óraunhæf og sérstaklega að undanþágu- heimildin sé of þröng, en það breytir ekki því að nú verða allir að leggjast á eitt, ráðunautar og dýralæknar við að aðstoða þá bændur sem eiga við vandamál að stríða. Baráttan við frumutölu hefur borið árangur en tíminn er of skammur." Sjá nánar á bls. 8 Bœndablaðsmynd: Jón Eiríksson Einn þeirra dugnaðarbœnda sem býr blómlegu búi við Hrútafjörð er garðyrkjubóndinn Hulda Einarsdóttir. Hún ásamt jjölskyldu sinni rekur sauðfjárbú en sérgrein Huldu er ylrœktin sem hún hefur starfrœkt í átta ár, með áherslu á sumarblóm og matjurtir. „Við erum aðeins tveir garðyrkjubœndur hér íbáðum Húnavatnssýslum, ég og Ólöf í Skrúðvangi á Laugarbakka og engin á Vestfjörðum, svo mér gengur vel að selja framleiðsluna,“ sagði þessi hressi garðyrkjubóndi sem var í önnum við afgreiðslu plantna með starfsfólki sínu þegar Bœndablaðið sótti hana heim ígróðurhúsið á Reykjum./JE Skrifstofur Bændasam- takanna verða lokaðar frá 26. júlí til 10. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Hægt verður að fá upplýsingar og koma nauðsynlegum skilaboðum um skiptiborð samtakanna í síma 563 0300. Þá er þess að geta að Bændablaðið kemur næst út 2. september. Auglýsingar þurfa að hafa borist fyrir kl. 17 miðvikudaginn 27. ágúst. I\lýr forstöOu- maOur Að- fangaeftirlitsins Ólafur Guðmundsson aðstoð- arforstjóri Rannsóknastofnun- ar landbúnaðarins hefur fengið leyfi frá RALA til að gegna starfi forstöðumanns Aðfangaeftirlitsins. Ólafur er settur til eins árs og tók við starfinu 1. maí síðastliðinn. Aðfangaeftirlitið starfar sam- kvæmt lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáð- vöru. Það er sjálfstæð stofnun og heyrir beint undir landbúnaðar- ráðuneytið. Það hefur eftirlit með framleiðslu, geymslu og sölu á fóðri sem ætlað er búfé sem haldið er til matælaframleiðslu og sölu- fóðri annarra dýra, svo og alla sáðvöru, tilbúinn áburð og önnur jarðvegsbætandi efni. Markmiðið er að tryggja bændum og öðrum notendum fullnægjandi vöru í samræmi við vörulýsingar og kröfur til landbúnaðarafurða um hollustuhætti. Aðfangaeftirlitið er til húsa í aðalbyggingu RALA á Keldna- holti. Sími er 577 1010, fax 577 1020 og heimasíða á internetinu er http://www.rala.is/adfang. Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar Ástæða fil að óttast unt gæfii framleiðslunnar „Afkoma bænda hefur verið í sviðsljósinu í langan tíma og flestum er ljóst að núverandi starfsgrundvöllur þeirra er með öllu óviðunandi. Kjör bænda, sem um þessar mundir eru að jafnaði talin vera um eða undir fátæktar- mörkum, koma í veg fyrir eðlilega endumýjun tækja, búnaðar og aðstöðu og valda um leið at- gervisflótta úr landbúnaðinum. Hvort tveggja getur haft alvar- legar afleiðingar í för með sér fyrir samkeppnishæfni landbúnað- arins á komandi ámm og mjólkur- iðnaðurinn er þar engin undan- tekning," segir Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkur- samsölunnar í nýútkomnu frétta- bréfi MS. Þá segir í fréttabréfinu að um- ræðan á nýlegum aðalfundum af- urðastöðva í mjólkuriðnaði beri það með sér að bændum er í vax- andi mæli ljós sú ógnun sem að steðjar en þegar meðalaldur fjósa á Suðurlandi sé orðinn 30 ár og nýbyggingar fjósa heyri til undan- tekninga sé Ijóst að alvarleg stöðnun ríki í aðbúnaði fmmfram- leiðslunnar. „Þegar endumýjun er í lágmarki og bændur að auki famir að drýgja tekjur sínar með margþættum störfum utan bú- rekstursins er ástæða til að óttast um gæði framleiðslunnar, bæði í bráð og lengd. Við óbreyttar að- stæður er afar erfitt að tryggja fyrsta flokks framleiðslu og fylgja þróun og framförum í landbúnaði nágrannaríkjanna." Guðlaugur segir það því miður blasa við að þrátt fyrir talsverða hagræðingu í búrekstri á undan- fömum ámm vanti mikið upp á að eðlilegt samræmi hafi verið á milli tekna og gjalda. „Þeim vanda sem nú hefur safnast upp verður vart ýtt úr vegi nema til komi í senn breytt verðlagning til bænda og mun hagkvæmari búrekstur þeirra." Þrátt fyrir að búum hafi fækkað og rekstrareiningar stækkað telur Guðlaugur að bænd- ur þurfi að koma með mun rót- tækari hætti til móts við umsamd- ar hagræðingarkröfur. „Margir telja að til þess að búreksturinn skili framlegð sem staðið getur undir nauðsynlegri endumýjun þurfi meðalbústærð hérlendis nánast að tvöfaldast. Umtals- verðar breytingar sýnast því óum- flýjanlegar á næstu ámm og von- andi finnast ásættanlegar leiðir til þess að renna nýjum stoðum undir mjólkurframleiðslu í sveitum,“ segir Guðlaugur. - Sjá nánar leiðara á bls. 4. ■f

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.