Bændablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 15.07.1997, Blaðsíða 22
22 Bœndablaðið Þriðjudagur 15. júlí 1997 Frá Framleiðsluráði Fyrsta reynsla sænskra og finnskra bænda af ESB í ræðu sem finnskur hagfræð- ingur flutti hjá norsku hag- þjónustunni fyrir skömmu er að finna upplýsingar um áhrif ESB aðildar á landbúnað í þessum tveimur löndum. Það ber þó að hafa í huga að staða landbúnaðar í þessum tveimur löndum var nokkuð ólík fyrir inngöngu þeirra í ESB. Stuðningur (mældur með aðferðum OECD) var mun minni í Svíþjóð en í Finnlandi (PSE 51% á móti 67% árið 1994). Áhrif á verð afurða til bænda voru þannig mun meiri í Finnlandi. Milli áranna 1993 og 1995 lækkaði verð á mjólk í Finnlandi um 25%, nautakjöti um 33%, svínakjöti um 51% og eggjum um 68%. I Svíþjóð hækkaði hins vegar verð á mjólk og um 3%, um 6% á eggjum en lækkaði um 10% á svínakjöti og 11 % á nautakjöti. Tekjutap ftnnskra bænda vegna þessara verðlækkana var bætt með umfangsmiklu stuðningsfyrir- komulagi sem að hluta til var fjár- magnað af fmnska ríkinu og hins vegar af ESB. Framleiðslan hefur því ekki breyst mikið, sem hann skýrir einnig að hluta til með því að bændur hyggist "bíða og sjá til". Hvað þróun landbúnaðar í Finnlandi eftir árið 2000 áhrærii sér hann ýmis teikn á lofti en stækkun búa samhliða mikilli fækkun þeiira telur hann fyrir- sjáanlega. A móti koma þó "stofnanalegar" og fjárhagslegar ástæður sem vinna gegn mögu- leikum fmnskra bænda til að stækka bú sín. Fjármagnsþörfm til að stækka búin þannig að þau Umsjón: Erna Bjarnadóttir verði af svipaðri stærð og gerist t.d. í Danmörku sé veruleg. Árið 1995 voru finnsk kúabú að meðal- tali með 14 kýr á móti 47 í Dan- mörku og spáð er að meðalbústærð þar árið 2005 verði 100 kýr. Til að styrkja stoðir finnsks landbúnaðar nefnir hann að til þurfi að koma aukin sérhæfing og áhersla á þær afurðir þar sem Finn- ar eru helst samkeppnishæfir við aðrar þjóðir (s.s. malt bygg). Þá nefnir hann hrein matvæli og um- hverfisvænar framleiðsluaðferðir og að leggja þurfi áherslu á há- gæða afurðir. Síðast en ekki síst þurfi svo að koma til vel skipulögð markaðssetning á þessum afurðum innan Finnlands og ESB. Kannanir sýna að finnskir bændur eru fremur svartsýnir á framtíðina með þá vitneskju að stuðningur muni áfram fara lækk- andi, aðfangaverð kunni að fara hækkandi og framtíð landbúnaðar- stefnunnar sé óráðin eftir árið 2000. OECD undirstrikar nauðsyn á merkingu matvæla / skýrslu OECD er jjallað um gceði og hollustu matvœla m.a. í Ijósi notkunar vaxtarhormóna, erfðabreyttra dýra og plantna og uppruna matvœla. Vísindalega þekkingu skortir oft á áhrifum á neytendur (m.a. af kúariðu) og umhverfið. Því er áhersla lögð á nauðsyn rannsókna, ráðgjafar og miðlun upplýsinga. I Ijósi þessa er einnig sagt að gefa þurfi meiri gaum að upplýsingagjöf til neytenda hvað snertir efnainnihald matvœla, framleiðsluaðferðir og uppruna.________________________________________________________________________________________________________________________________ Áhrif verkfalls Dagsbrúnar á sölu mjúlkurafurða Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hafa unnið úttekt á áhrifum mjólkurverkfalls. Verkfallsáhrifm eru fyrst og fremst samdráttur í sölu ferskra mjólkurafurða, metin sem ígildi 0,7 millj. lítra mjólkur á tímabilinu maí '96 til aprfi '97. Við þann út- reikning eru notaðir nýir stuðlar um samsetningu mjólkur sem framkvæmdanefnd búvörusamn- mat á sölu mjólkurafurða. inga hefur samþykkt til nota við í júní hefti MS-Frétta kemur Raunsala Raunsala með Verkfallsáhril metin nýjum stuðlum (með nýjum stuðlum) Fita 98,2 millj.ltr. 99,4 99,7 millj.ltr Prótein 101,2 millj.ltr 101,8 102,6 millj.ltr Fx0,25 + Px0,75 100,5 mlllj.ltr 101,2 101,9 millj.ltr fram að sölusamdráttur á MS svæðinu í maí nemi a.m.k. 1 - 1,5%, mestur í nýmjólk eða um 5,4% m.v. sama tíma í fyrra. Ljóst þykir því að langtímaáhrif verk- fallsins verði umtalsverð. Með nýrri reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum (nr. 411/1997) hefur heildargreiðslumark mjólkur verðlagsárið 1997-1998 verið ákveðið 102 milljónir lítra. Kornskurðarvél Stór baggapressa G. SKAPTASON s. 552 8500 og 893 4334 Rakstrarvél Diskasláttuvél lOII^I I IQJ Z279 Rúllubindivél

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.