Bændablaðið - 30.09.1997, Síða 2

Bændablaðið - 30.09.1997, Síða 2
2 Bændablaðið Þriðjudagur 30. september 1997 Blóð úr fylfullum hrvssum fundið fé fyrir bændur! „Aukin framleiðslugeta verk- smiðjunnar og tryggur vaxandi markaður veldur því að við viljum stækka söfnunarhópinn okkar verulega. Fram að þessu höfum við aðallega safnað í Landeyjum og nágrenni en nú viljum við fara út um allt land. Fyrir blóð úr bestu hryssunum getum við borgað um tíu þúsund krónur. Það kæmi mér ekki á óvart að með auknu þróunarstarfi og fjölgun afurða úr blóðinu, færi verðið upp í 15 - 20 þúsund krónur fyrir bestu hryssurnar, innan ekki alltof margra ára,“ sagði dr. Hörður Kristjánsson framkvæmda- stjóri ísteka hjá Lyfjaverslun ís- lands hf. í samtali við Bænda- blaðið. Hörður sagði ísteka vera að búa til nýjan útflutningsiðnað á íslandi þar sem hátækniaðferðum væri beitt við að breyta hágæða land- búnaðarafurð í eftirsótta markaðs- vöru sem væri vel samkeppnisfær út í hinum stóra heimi. Bændur víða um land hljóta að sjá sér hag í að skipta við okkur og við viljum hvetja þá til að hafa samband sem fyrst svo hægt sé að vanda undir- búning fyrir söfnun hjá þeim á næsta sumri. í sumar létu 15 bændur taka um þúsund hryssum blóð en PMSG hormón er notað til Gamla skráningarvélin kvödd! Á myndinni eru tölvuritararnir Jóhanna Lúðvíksdóttir (t.v) og Dagný Þorfinnsdóttir í tölvudeild Bœndasamtakanna að skrá síðustu fœrslurnar á IBM 3742 skráningarve'lina, en hún hefur þjónað samtökunum í 17 ár nú í september. Samkvœmt heimildum Bœndabiaðsins er slík ve'l hvergi lengur í notkun hérlendis og þó víðar vœri leitað. Þegar vélin kom á markað var um byltingu að rœða í skráningaraðferðum þar sem áður var notast við gata- spjöld. Guðlaug Sigurjónsdóttir, sem vinnur sem fjármálafulltrúi hjá Framleiðsluráði, og starfaði sem tölvuritari hjá Búnaðarfélaginu á þeim tíma sem skráningarvélin kom í Bœndahöllina, sagði í viðtali við Bœndablaðið "að geysilegt hagrœði hefði verið með tilkomu vélarinnar miðað við eldri skráningaraðferðir". I dag hafa PC-tölvur, sem tengdar eru AS/400 fjölnotendatölvu Bcendasamtakanna, leyst þessa gömlu skráningarvél af hólmi, sem enst hefur mun lengur en nokkur þorði að vona. /JBL Endurskoðun laga um brunatryggingar Viðskiptaráðherra hefur skipað nefnd til að endurskoða gild- andi ákvæði um tilhögun brunabótamats. Stjórn BÍ barst bréf frá nefndinni þar sem viðruð er sú hugmynd að breyta eða afnema skyldu hús- eigenda til þess að hafa hús- eignir brunatryggðar. í bréfinu er rætt um tvær leiðir. Annars vegar að aðilum í atvinnu- rekstri verði það í sjálfsvald sett hvort þeir hafi brunatryggðar þær húseignir í eigu þeirra sem nýttar eru ■{ atvinnurekstrinum. Hins veg- ar hð eigendur atvinnurekstrarhús- næðis geti óskað eftir undanþágu frá brunatryggingarskyldu og að undanþágan verði háð samþykki viðkomandi sveitarstjómar og veð- hafa, ef einhverjir eru. Óskað er eftir því að skriflegt álit stjómar Bændasamtakanna á þessum hug- myndum berist nefndinni fyrir 1. október nk. Framkvæmdastjóra var falið að svara erindinu í samráði við for- mann og leggja áherslu á það að stjóm Bændasamtakanna telji bmnabótamótið óeðlilega hátt hjá bændum og geri kröfu um að það verði lagfært. Af þeim kostum sem gefnir em í hugmyndum nefnd- arinnar telji stjómin hins vegar þann kostinn álitlegastan að skyldu- trygging verði afnumin með öllu. að samstilla gangmál t.d. hjá kúm, ám og gyltum. Hver hryssa getur gefið blóð í allt að sjö vikur og framleiðslan er mest á miðju tímabilinu en utan þess tíma er hormónaframleiðslan of lítil til að blóðtaka borgi sig. Blóðsöfnunartímabilið er í níu vik- ur og hefst í lok júlí. Þá er best að folinn sé settur í stóðið um mánaðamótin maí-júní. Þannig lendir mesta PMSG framleiðslan hjá hryssunum, ömgglega innan söfnunartímabilsins. Blóðið er flokkað í fimm verðflokka eftir gæðum. Algengast er að hryssum sé tekið blóð fimm sinnum og er gmnnverðið fyrir það tæpar fimm þúsund krónur sem hækkar ef gæði blóðsins em meiri. „Ræktendur em í auknu mæli að koma inn í blóðsöfnunarhópinn en þeir sjá sér hag í að fá allar hryssumar fylprófaðar vikulega og geta þannig fylgst nákvæmlega með því hvemig folamir þeirra standa sig án þess að það kosti þá nokkuð aukalega. Einnig geta þeir séð hvort og jafnvel hvenær hryssa hefur misst fóstur. Áhættan af því að hryssur látist vegna blóðmissis er afar lítil og engin ef vel er fylgst með hryssunum á eftir en til öryggis em hryssumar tryggðar,“ sagði dr. Hörður að lokum. Með góðu skipulagi fer ekki mikill tími í blóðsöfnunina miðað við fjárhagslegan ávinning afhenni. Dýralœknarnir eru sérhœfðir í blóðtökum og geta tekið allt að tíu hryssum blóð á klukkutíma þegar best gengur. Þegar haft er í huga að fjárfesting í tœkjum og búnaði er hverfandi er Ijóst að í fáum stöifum er greitt betra tímakaup. Hér er Laufey Haraldsdóttir, dýra- lœknir að störfum á Lœkjarhvammi íAustur-Landeyjum. Ný búfjártegund flutt til landsins „Feldkaníniir eru henhigar sem aukabú- grein í smáum shí' í ágúst var flutt til landsins 51 kanína af Castor Rex kyni og eru þær núna í sóttkví. Um tuttugu bændur kosta inn- flutninginn og ætla sér að hefja ræktun á feldkanínum þegar þær losna úr sóttkví eftir nokkra mánuði. Kanínurnar eru flestar ungar, þó eru í hópnum þrjár full- orðnar kanínur og eru tvær þeirra þegar gotnar. Þeim á því eftir að fjölga hratt eins og þær eru þekktar fyrir, þar sem meðgöngutíminn er aðeins 31 dagur og sex til tíu ungar eru í hverju goti. Feldkanínurækt virðist vera hentug aukabúgrein hér á landi í smáum stíl. Kanínur éta hey og grænmeti og þvr geta bændur ræktað sjálfir nánast allt fóðrið og em þær að því leyti hentugari á sveitabæjum en loðdýr. Ennþá eru ekki til neinar vélar til að fóðra kanínur og því getur hver kanínueigandi ekki haft eins mörg dýr og t.d. í minkaræktinni. í Danmörku er algengast að hver kanína eigi um 20 unga á ári og er hver bóndi oft með um 20 - 40 kanínur. Þessi kanínustofn er með viðkvæma fætur og getur því ekki gengið á bem netinu, heldur þarf botninn að vera heill eða Á neðri myndinni má sjá unga blómarós með Castor Rex kanínu en á þeirri efri er ein slík. bera þarf hey eða hálm undir kanínumar. Flutt var inn brúnt afbrigði af feldkanínum en það er sá litur sem er verðmætastur. Hárin í feldinum em um 1-1,5 sm og öll jafn löng, þ.e. engin vindhár ná út úr feldinum. Vetrarfeldurinn er lang fallegastur og þá er líka minnst hárlos úr honum. Hér á landi ætti vetrarfeldurinn að geta orðið þykkur og fallegur, ekki síður en í Danmörku. A síðasta ári vom boðin upp um íjögur þúsund skinn og er það mjög lítið miðað við minka- og refaskinn sem seljast í uppboðshúsum svo að hundmðum þúsunda eða milljónum skiptir. Verðið á kanínuskinnum hefur farið hækkandi og var í júní sl. hærra en meðalverð á minka- skinnum. Kaupendur frá m.a. Italíu, Rússlandi og Kína eru mjög spenntir að fá meira af kanínu- skinnum til að velja úr og geta þá valið saman skinn með nákvæm- lega sama litinn. Stundum em vindhárin plokkuð af minka- skinnum en hagstæðara ætti að vera fyrir kaupandann að kaupa kanínuskinn því öll hárin eru jafn löng. Aftur á móti eru þessi skinn ekki eins slitsterk og minkaskinn en við venjulega notkun kemur það ekki að sök. Castor Rex kanínur hafa verið ræktaðar vegna kjötsins víða um heim en fyrir nokkmm árum hófu Danir að prófa sig áfram með að verka feldinn af kanínum eins og af loð- dýrum. Til að ná vetrar- feldinum sem bestum verður að lóga kanínun- um í nóvember til febrúar við sjö til átta mánaða aldur. Fyrir kjötfram- leiðslu er ungunum slátrað fjögra til fimm mánaða gömlum þannig að við bætast þrír til fjórir mánuðir. Það eru því ekki til neinar hefðir um með- ferð og ræktun feldkanína en reynsla úr loðdýrarækt er notuð eins og hægt er. Margt þarf þó að rann- saka og þróa betur í fram- tíðinni.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.