Bændablaðið - 30.09.1997, Qupperneq 3
Þriðjudagur 30. september 1997
Bœndablaðið
3
Framleiðsluráð landbúnaðarins
Fræðsla lyrlr hændur í
syðrnum afurðastöðva
Framleiðsluráð landbúnaðar-
ins ætlar að láta þróa náms-
efni fyrir trúnaðarmenn bænda
í stjórnum afurðastöðva. Mark-
mið námskeiðsins er að auka
hæfni bænda til að leggja mat
á upplýsingar úr rekstri fyrir-
tækja og efla yfirsýn þeirra um
sölu og markaðsmál búvara.
Einnig á að draga saman
mikilvægustu atriðin til að
mæta þörfum bænda fyrir
fræðslu á þessu sviði.
„Þetta er afar nauðsynlegt
námsefni til að bændur í stjómum
fái betri vitund um markaðsmál og
geti lagt raunhæft mat á stöðu
mála hjá fyrirtækinu og geti
Ný iMiit á
Nauta-
ií
■i >■ ■
Nýr hópur nauta hefur verið
valinn til notkunar á Nauta-
stöðinni á þessu ári sem ekki
er að finna á nautaspjaldi, en
þetta er úr hópi nautkálfa sem
keyptir voru á Uppeldis-
stöðina á tímabilinu frá apríl til
ágúst 1996. Sæði úr þeim
fyrstu að þessum nautum fer
að fara í dreifingu. Hér verður
gerð örstutt grein fyrir þessum
nautum, en rétt er að taka
fram að ekki er enn fullreynt
að öll þessi naut gefi nothæft
sæði þannig að þegar á reynir
getur verið að einhver þeirra
komi aldrei til notkunar.
Um er að ræða eftirtalda gripi.
Núpur 96013 er frá Núpum í
Ölfusi. Faðir hans er Svelgur
88001 en móðir Humla 241 sem er
dóttir Lista 86002. Þetta naut er
svart að lit og kollótt.
Móri 96014 er einnig frá Núp-
um í Ölfusi og einnig sonur Svelgs
88001 en móðir hans er Lýsa 245
en hún er dóttir Þráðar 86013.
Móri er kolóttur að lit og
hnýflóttur.
Kalli 96015 er frá Þríhymingi
í Hörgárdal. Hann er sonur Holta
88017 en móðir hans er Prinsessa
227 sem er dóttir Kóngs 81027.
Kalli er kolóttur að lit og kollóttur.
Ui 96016 er frá Göngustöðum
í Svarfaðardal. Faðir hans er Holti
88017 en móðir Lukka 57 en hún
er dóttir Steggs 84014. Úi er dökk-
rauður að lit og smáhnýflóttur.
Narfi 96017 er frá Hellisholt-
um í Hrunamannahreppi. Faðir
hans er Svelgur 88001 en móðirin
Gullbrá 142 sem er dóttir Dálks
80014 þannig að hér er um
skyldleikaræktaðan gripa að ræða.
Narfi er svartur að lit og smá-
hnýflóttur.
Þjálfi 96018 er frá Egilsstaða-
koti í Villingaholtshreppi. Faðir
hans er Óli 88002 en móðir Tá
179 sem er dóttir Dreka 81010.
Hann er kolóttur að lit og koll-
óttur.
Lundi 96019 er frá Lundum í
Stafholtstungum. Faðir hans er
Tónn 88006 en móðir Lína 85 sem
er dóttir Dálks 80014. Lundi er
rauðskjöldóttur að lit og kollóttur.
/JVJ/
þannig tekist á við vandmálin af
þekkingu," sagði Þórólfur Sveins-
son formaður Framleiðsluráðs.
Búvísindadeildinni á Hvann-
eyri hefur verið veittur allt að 1,5
milljón króna styrkur til að þróa
námsefnið í samvinnu við Endur-
menntunarstofnun HÍ og Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins. Styrk-
urinn var veittur í tilefni af 50 ára
afmæli deildarinnar.
GúO staOa á
nautakjöts-
markaOi
Óvenju lítið framboð er nú á
nautgripum til slátrunar miðað við
árstíma. „Þetta er mun minna en á
sama tíma og undanfarin haust,“
sagði Guðbjöm Amason, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
kúabænda. „Það er alveg á
mörkunum að nóg sé til af góðum
nautum til slátrunar en hvað
varðar kýr þá er helst framboð og
eftirspum í hendur." Guðbjöm
sagði að allvel hefði gengið að
selja nautakjöt það sem af er
árinu.
Haugsugur,
mykjudælur og
mykjudreifarar
Vel búin og vönduð tæki frá írlandi
Haugsugur, verð frá: Kr: 530.000.-
Staðalbúnaður; Yfirstærð á dekkjum,
vökvatopplúga, vökvabremsur, áfylling báðum
megin, dreifistútur og áfyllingarstútur að
aftan, 6m x 6" barki, 8.000L dæla, sjónglös,
drifskaft og fl.
Haugdælur, verð frá; Kr: 332.500.-
Staðalbúnaður; Hraðtengi fyrir 3tengibeisli,
vökvayfirtengi, pallur, topploki, áfyllingarrör
fyrir opna tanka, drifskaft og fl. Afköst eru
13.650 til 18.200 L/mín.
Mykjudreifarar, verð frá: Kr: 430.000.-
Yfirstærð af dekkjum, vökvalok,
vökvabremsur, drifskaft og fl.
VÉLARs
PJÓNUSTAhf
Reykjavík og Akureyri.
Símar 587-6500 & 461-4040
Ertu að hugsa um stutta
7
■
Reykjavík býður upp á margt fram yfir aðrar heimsborgir.
Til deemis:] Enginn kostnaður af millilandaflugi.
Engir tungumálaerfiðleikar.
Mjög gott vöruúrval, oft á betra verði en erlendis.
Frumsýningar á nýjustu kvikmyndum með
íslenskum texta, stórsýningar í leikhúsunum,
frábær veitingahús að hætti margra þjóða,
fjölbreytt næturlíf og síðast en ekki síst glæsileg "show".
Úrvals hótel - HÓTEL ÍSLAND - herbergin gerast varla betri.
Glæsilegt morgunverðarhlaðborð, vinsælasti skemmtistaður
landsins í húsinu, frítt í sund og innanhúss bílageymsla.
Hringdu og við veitum þér allar upplýsingar um HEIMSBORGARPAKKA Á HÓTEL ÍSLANDl.
Það er ekki ástxða til að Þiðfdið allt það besta í
leita langt yfir skammt. h Ó T E L heimsborginni Reykjavík.
ÍSLAND
ÁRMÚLI 9. 108 REYKJAVfK, SÍMI S68 8999. FAX 568 9957