Bændablaðið - 30.09.1997, Síða 4
4
Bœndablaðið
Þriðjudagur 30. september 1997
Bændablaðiðl
Útgefandi: Bændasamtök íslands
Bændahöll við Hagatorg, 127 Reykjavík
Sími 5630300
Fax á aðalskrifstofu BÍ 562 3058
Fax hjá Bændablaðinu 552 3855
Kennitala 631294-2279
Ritstjóri Áskell Þórisson (ábm.)
Beinn sími ritstjóra 563 0375 GSM sími 893 6741
Heimasími ritstjóra 564 1717
Netfang ath@bi.bondi.is
Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason
Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303
Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson,
Þórólfur Sveinsson.
Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda
landsins. Það er prentað í 7000 eintökum og fara 6.780 eintök (miðað
viö 15. júní 1997) eintök í dreifingu hjá Pósti og sfma.
Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er búa utan þéttbýlis.
Prentun:
ísafoldarprentsmiðja ISSN 1025-5621
Ritstjórnargrein
Jákvætt viðhorf
I blaðinu er greint frá markaðsrannsókn sem gerð var fyrir
kjötnefnd Framleiðsluráðs en rannsóknin sýnir glögglega að
almenningur er mun jákvæðari gagnvart landbúnaði en ætla mætti
miðað við þá umræðu sem gjaman fer fram í fjölmiðlum. í frétt á
forsíðu segir Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands, að
niðurstöður könnunarinnar séu viðurkenning á góðri frammistöðu
bænda sem og þeirra sem vinna og markaðs-
setja íslenskt kjöt.
Það undrar ekki að kindakjöt er sú tegund
kjöts sem langflestir borða og er neysla þess
hlutfallslega meiri á landsbyggðinni en á
höfuðborgarsvæðinu. Næst á eftir kindakjöti
kemur nautakjöt sem algengasta kjöttegund á
borðum svarenda en svínakjöt og kjúklingar
hafa ámóta hlutdeild og hrossakjötið rekur svo
lestina. Ekki er tölfræðilega marktækur munur
á milli kjúklinga-, svína- og hrossakjöts. Vert
er að vekja athygli á að könnunin mældi ekki
magn heldur einungis hve oft neytendur
snæða tiltekna tegund kjöts.
Röskur þriðjungur aðspurðra kaupir til-
búna kjötrétti og þykir flestum svarenda
nægjanlegt úrval af slíkum réttum. Tæplega
gefur síðamefnda atriðið allskostar rétta mynd ef marka má
þróunina í tilbúnum réttum í öðmm löndum. í frétt í blaðinu kemur
fram að fólk á aldrinum 18 - 25 ára í Bandaríkjunum neytir helst
tilbúinna máltíða en eldamennska úr gmnnhráefnum hefur dregist
saman. Bandaríkjamenn spá því að árið 2005 hafi stór hópur neyt-
enda aldrei eldað máltíð úr gmnnhráefnum. Þetta mun gerast hér á
landi rétt eins og í Bandaríkjunum. íslensk fyrirtæki - eins og Slátur-
félag Suðurlands svo dæmi sé tekið - hafa mörg hver áttað sig á
hvert stefnir og hafa hafið stórsókn í framleiðslu tilbúinna rétta.
Þrátt fyrir að í könnuninni sé jákvæður tónn í garð landbúnaðar-
ins mega menn ekki varpa öndinni léttar og halda höndum í skauti.
Hlutfall þeirra sem vilja innflutning á hráu kjöti er hærra innan
aldurshópsins 20 - 34 ára en í hópnum 35 - 49 og 50 - 67 ára. Það
sama er upp á teningnum þegar aldurshópurinn 20 - 34 ára var
spurður um viðhorf gagnvart umræðu um landbúnaðarmálin. Áber-
andi hærra hlutfall - í samanburði við aðra aldurshópa - telur um-
ræðuna um of hliðholla landbúnaðinum.
Þessi könnun segir íslenskum bændum að þeir eigi mikið verk
óunnið varðandi upplýsingagjöf til yngra fólks. Unga fólkið er til-
búið til að hlusta á rök. Vandinn felst ef til vill í þeirri staðreynd að
það er afar dýrt að koma skilaboðum til fólks og það krefst gífur-
legrar vinnu. Samtök bænda, afurðastöðvar og ýmsir aðrir verða að
taka höndum saman í kynningarmálum. Um leið verða þessir aðilar
að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lækka kostnað við
framleiðslu landbúnaðarafurða. Hitt er svo aftur annað mál að við
munum aldrei ná að framleiða landbúnaðarvörur á jafn lágu verði og
þau lönd sem búa við betri veðurfarsskilyrði auk þess sem íslenskir
bændur geta vart gert ráð fyrir álíka styrkjum og tíðkast í mörgum
öðrum löndum. Þetta veit almenningur en hann gerir þá kröfu til
bænda og afurðastöðva að ítrustu hagkvæmni sé gætt.
Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Vottunarstofunnar Túns ehf
Frá Wi norrænna
efHs- og vottunarstofa á
svifli lílrænnar Meifislu
Norræn fyrirtæki og stofnanir,
sem annast eftirlit og vottun á
sviði lífrænnar framleiðslu
héldu árlegan samráðsfund
sinn hér á landi dagana 4. og
5. september sl. Fundinn sóttu
fulltrúar allra helstu vottunar-
stofa, svo og stofnanir og
ráðuneyti, sem sinna eftirliti
með lífrænni framleiðslu.
Vottunarstofan TÚN ehf.
annaðist undirbúning og
skipulagningu fundarins, sem
fram fór á Gistiheimilinu Hjarð-
arbóli í Ölfusi.
Aukió vægi
alþjóðasamstarfs
Þátttaka á þessum samráðs-
vettvangi hefur farið vaxandi ár frá
ári en aldrei verið jafn mikil og nú.
Góð fundarsókn má eflaust að
nokkru rekja til áhuga frænda
okkar á íslandi og því starfi sem
hér er unnið til að efla lífræna
framleiðslu. Hins vegar er eftirlits-
aðilum fullljós hin vaxandi þörf
fyrir gagnkvæm skoðanaskipti um
reglur og samræmingu vinnu-
bragða við vottun lífrænna afurða,
eftir því sem viðskipti milli þjóða
aukast. Ljóst er að vottunarkerfi
Norðurlanda eru enn í mótun,
einkum sá þáttur er lýtur að
reglum, sem framleiðendur þurfa
að uppfylla. Allar breytingar í
þessum efnum munu þó taka mjög
mið af þeim reglum, sem Evrópu-
sambandið og Sameinuðu þjóðim-
ar (Codex Alimentarius) eru nú að
vinna að á þessu sviði. Vaxandi
áhersla verður lögð á að Norður-
löndin komi sameinuð að því
alþjóðastarfi sem fram fer innan
Sameinuðu þjóðanna og Evrópu-
sambandsins.
Danmörk -
Ríkisvottun á
undanhaldi?
Danir sendu nú í fyrsta sinn
fulltrúa til þátttöku í fundinum,
og gafst mönnum því ákjósanlegt
tækifæri til að kynnast þeim
framförum, sem orðið hafa á
síðustu árum í Danmörku á sviði
lífrænnar framleiðslu. Má sem
dæmi nefna að reiknað er með
fjölgun bænda í lífrænni fram-
leiðslu úr tæplega 1200 í um
1700 á þessu ári. Danir tóku
einna fyrstir þjóða upp ríkis-
vottun á lífrænni framleiðslu.
Eftir nokkra ára reynslu af því
fyrirkomulagi er nú hins vegar,
að frumkvæði samtaka framleið-
enda, unnið að þróun sjálfstæðs
einkarekins vottunarkerfis. Kem-
ur þar í senn til óánægja með
ríkisvottunarskipanina og kostnað
samfara henni.
Hitt vegur þó þyngra að sam-
tök hinna dönsku framleiðenda
telja ýmsar hættur vera samfara
því að stjómvöld einstakra ríkja
stjómi og skilgreini lífrænan
landbúnað með eigin reglugerð-
arbákni þegar Evrópusambandið
og Sameinuðu þjóðimar eru í
þann veginn að gefa út ítarlegar
alþjóðareglur á þessu sviði.
Breytinga er því að vænta á
vottunarfyrirkomulagi Dana, sem
hverfa til þess skipulags, sem
Svíar og Norðmenn búa við.
Aðlögun að lífrænni
framleiðslu
Eitt aðalviðfangsefni fundarins
að þessu sinni var aðlögun úr hefð-
bundinni framleiðslu í h'fræna
framleiðslu. Aðlögun felur í sér
margháttaðar breytingar á land-
notkun og öðmm þáttum bú-
rekstrar til þess að fullnægt sé
kröfum um lífræna ræktun.
Vottunarstofur skilgreina nánar í
sínum reglum hvað framleiðandi
þarf að gera og hve langur að-
lögunartíminn er. Þá samþykkir
vottunarstofa aðlögunaráætlun
bóndans og annast eftirlit með
ffamkvæmd hennar. Markvisst
samstarf við vottunarstofu strax ffá
upphafi aðlögunar léttir fram-
leiðandanum þannig að komast
yfir þennan erfiða hjalla. Tals-
verður munur reyndist vera á þeim
kröfum sem gerðar em um að-
lögun og lengd aðlögunar á
Norðurlöndum Þetta kom skýrt
fram í gagnagmnni sem Lizza
Nýlega kom út skýrsla í
Bandaríkjunum sem fjallar um
þróun neysluhátta þar í landi
og spáð er í framtíðina en frá
skýrslunni er greint í fréttabréfi
samtaka iðnaðarins. Fram
kemur að þróunin í Banda-
ríkjunum er yfirleitt töluvert á
undan því sem hér gerist en
mynstrið er að öðru leyti
svipað. Niðurstöður skýrslunnar
ættu því að geta gefið okkur
vísbendingar um þróun
neysluhátta hér á næstu árum.
Helstu niðustöður vom að
veitingaþjónustan eigi eftir að
vaxa enn frekar á kostnað hefð-
bundinnar eldamennsku í heima-
húsum. Fólk á aldrinum 18-25
ára neytir helst tilbúinna máltíða
en eldamennska úr gmnnhráefnum
dregst saman og spáð er að árið
2005 hafí ákveðinn hópur neyt-
enda aldrei eldað máltíð úr gmnn-
hráefnum.
Tilbúinn matur verður seldur
mun víðar og með fjölbreyttari
hætti en nú er til að uppfylla kröfur
Jespersen frá Danmörku kynnti
fyrir fundarmönnum. Þótt Norður-
löndin búi að mörgu leyti við
sambærileg ytri skilyrði og vottun-
arstofur séu samstiga á mörgum
sviðum skortir talsvert á að reglur
um lífræna framleiðslu séu nægi-
lega samræmdar. Af orðum fund-
armanna má ætla að áhugi sé fyrir
auknu samstarfi til þess að draga
úr slíku misræmi, en þó með þeim
hætti að það stangist ekki á við
reglugerðarmótun Evrópusam-
bandsins og Sameinuðu þjóðanna.
Mishröð þróun - en
hvarvetna fram á við
Þótt ólíkar kröfur skapi
nokkum aðstöðumun og skekki að
einhveiju leyti tölulegan saman-
burð milli þjóðanna er ekki þar
með sagt að þær stjómi alfarið
vaxtarhraða lífrænnar framleiðslu.
Það koma ekki síður til ýmis þau
skilyrði sem framleiðendum em
búin í einstökum löndum. Þannig
hefur styrkjakerfi Evrópusam-
bandsins haft töluverð áhrif í fram-
vindunni í Danmörku, Svíþjóð og
Finnlandi en í síðamefndu
löndunum tveimur em nú á milli 4
og 5% ræktarlands vottað lífrænt
eða í aðlögun. I sumum ríkjunum
em vottunargjöld niðurgreidd og í
Svíþjóð er talsverðum fjármunum
varið til kynningar og fræðslu-
starfs, sem skilar sér í auknum
áhuga framleiðenda og neytenda á
lífrænum vömm. Þótt framvindan
sé sýnu hægari á íslandi em einnig
merki þess að vemlegur áhugi sé
að vakna fyrir slíkum afurðum.
neytenda um þægindi, hollustu,
fjölbreytni, hagkvæmni o.s.frv.
Neytendur munu vilja setja málíðir
sínar saman eftir eigin geðþótta,
t.d. að blanda saman réttum frá
ýmsum löndum. Spáð er að
skyndibitakeðjum vaxi fiskur um
hrygg en einnig heitum borðum í
stórmörkuðum.
Lykilatriði er náið samstarf
framleiðenda, þeirra sem dreifa
vömnni og veitingamanna til að ná
niður kostnaði og bjóða nýja og
hagkvæma kosti. Dæmi er tekið af
verslun sem gengið hefur í sam-
starf við veitingaþjónustu og tekur
við pöntunum viðskiptavina þegar
þeir koma inn í verslunina. Máltíð-
ir em síðan afhentar við útganginn
þegar viðkomandi hefur lokið
sínum erindum í búðinni.
Skýrslan hvetur til að mögu-
leikar veitingaþjónustunnar séu
settir í brennidepil. Framleiðandi,
sem vill ná sínum hluta af
vextinum í þessari grein, verður að
laga sitt eigið fyrirtæki að þörfum
hennar.
Skýrsla í Bandaríkjunum um þróun
neysluhátta
Sala á fllbúnum málflflum
mun vaxu verulega