Bændablaðið - 30.09.1997, Síða 8
8
Bændablaðið
Þriðjudagur 30. september 1997
Hjörtur í Víðigerði í Eyjafjarðarsveit
„Það túk mig tvö ár að
frumutolunni niður"
Hjörtur Haraldsson og Helga
B. Haraldsdóttir búa í Víðigerði
ásamt þremur börnum, Hildi,
Hörpu og Jónasi. í Víðigerði
eru 30-40 mjólkandi kýr,
annað eins af geldneytum og
nokkrar kindur. Framleiðslu-
rétturinn er rösklega 138
þúsund lítrar. I Víðigerði er
fjórstætt básafjós með rör-
mjaltakerfi., Flutt var í fjósið
árið 1968. í fjósinu eru fjögur
mjaltatæki og notaður er einn
klútur á hverja kú. Yfirleitt fara
þau Hjörtur og Helga saman í
fjós enda er það skoðun þeirra
að máli skipti að verklag sé
ætíð svipað. Notuð er sýna-
kanna og spenadýfa.
Hjörtur og Helga bjuggu fyrst
félagsbúi með foreldrum Hjartar
en þau tóku við rekstri búsins um
áramótin 91/92.
„Ætli galdurinn felist ekki í því
að vaka yfir búskapnum," sagði
Hjörtur í samtali við blaðið þegar
hann var spurður hvemig þau hjón
hefðu náð árangri í slagnum við
frumutöluna. „Þegar frumutalan
var tekin upp á sínum tíma var
ástandið ekki nógu gott hjá okkur
og það tók mig ein tvö ár að ná
henni niður. Þessu fylgir mikil
vinna og aðgæsla en mín reynsla
er sú að það sé gerlegt."
En hvað gerðu Hjörtur og
Helga í upphafi? Þau förguðu
nokkrum gripum sem voru með
mjög háa frumutölu og tóku um
svipað leyti upp náið samstarf við
Ólaf Jónsson dýralækni sem ráð-
inn var til Búnaðarsambands Eyja-
fjarðar og Mjólkursamlags KEA.
„Ólafur kom okkur af stað,“ sagði
Hjörtur. „Við fómm í gegnum
allan hópinn og tókum sýni en
kýmar vom síðan meðhöndlaðar
með réttu fúkkalyfi sem er
grundvallaratriði. Eftir þetta nota
ég ekki fúkkalyf nema sýkillinn
hafi verið ræktaður sem er eina
leiðin til þess að meðferð beri
árangur. A síðustu ámm hefur
júgurbólga ekki verið vemlegt
vandamál. Bráðatilfelli hafa að
sjálfsögðu látið sjá sig en þá tekur
maður einfaldlega á þeim. Ef kýr
sýkist á nýjan leik veit maður
nokkuð hvaða sýkill er á ferðinni
og á stundum er einnig vitað að
það þýðir ekkert að eyða tíma, fé
og fyrirhöfn á kúna. I slíkum til-
vikum mjólkum við hana í kálfa
eitt eða tvö mjaltaskeið en þá er
hennar tími búinn. Annars emm
við dugleg að taka út spena þannig
að sumar kýmar em bara með þrjá
spena sem gefa nothæfa mjólk í
tankinn. Hér notum við mikið
tappa en ég legg á það mikla
áherslu að láta ekki totta þar til
búið er úr síðasta spenanum.
Árangurinn er líka sá að hring-
vöðvinn í spenunum er yfirleitt í
góðu lagi.“
Samstarfi Hjartar og Ólafs
Jónssonar er síður en svo lokið en
Hjörtur sagði að Ólafur kæmi yfir-
leitt einu sinni á ári í heimsókn og
skoðaði hópinn og tæki júgur-
bólgupróf hjá þeim kúm sem
ástæða þætti til að skoða nánar. Af
öðm forrvamarstarfi má nefna að
eftirlitsmaður Alfa-Laval kemur
árlega og skoðar tæki og tól í
fjósinu. „Þetta er dýrt en ég tel að
vélaeftirlitið borgi sig þegar upp er
staðið. Það skiptir t.d. máli að
spenagúmmí og slöngur séu ekki
notuð of lengi.“
Hjörtur sagði að kálfamir
fengju mjólk úr þeim kúm sem em
frumuhæstar. „Við reynum að
mjólka fyrst frumulægstu kýmar
með bestu júgrin og enda á þeim
sem eru lakari. Hreinlæti er afar
mikilvægt - og gildir það jafnt um
tæki og húsnæði. Kýmar þarf að
klippa, og þeim verður halda
hreinum og básar verða að vera
þurrir. Þá skiptir loftræsting ekki
síður máli. Gamla, góða loftræst-
ingin með strompum og gluggum
sýnist mér skila bestum árangri.
Júgurpoka notum við lítið sem
ekkert enda er spenastig nánast
óþekkt fyrirbæri,“ sagði Hjörtur.
- Hvað með eftirlit með kúnum
undir lok mjaltaskeiðsins?
„Yfirleitt gemm við ekkert sér-
stakt nema um sé að ræða kýr sem
hafa fengið sýkingu á mjalta-
skeiðinu en þá tek ég úr þeim
sýni.“
- Setið þið allar kvígur á?
„Já, það gemm við og veljum
síðan úr. Það hefur ekki verið
mikið um skemmd júgur hjá
kvígunum en meðal kálfa er
nokkuð um sog sem ég hef hins
vegar ekki orðið var við hjá þeim
stálpaðri. Ástæðan er m.a. sú að ég
er með uxa og kálfar sem fara í
slíkt eldi hafa verið teknir úr
hópnum.“
- Ætti að greiða þeim bœndum
hœrra verð sem framleiða gœða-
mjólk?
„Já, ég er þeirrar skoðunar.
Slíkt mundi ýta á bændur sem ekki
ná lágmarkinu að bæta sig. Margir
þeirra sem em rétt undir
mörkunum segja að það skipti þá
engu hvom megin þeir liggja -
verðið sé alltaf hið sama. Auðvitað
kostar það sitt að reyna að ná
gæðunum í viðunandi horf en eftir
að menn hafa náð því marki er
hægt að framleiða úrvalsmjólk án
þess að kostnaðurinn rjúki upp úr
öllu valdi.“
Ólafur á Bjarnastöðum í Bárðardal
„Mjalfinnar skipta
mestu máli"
Hjónin Ólafur Ólafsson og
Friðrika Sigurgeirsdóttir búa á
Bjarnastöðum í Bárðardal. Bú-
stofninn er 10 mjólkurkýr og
180 kindur á vetrarfóðrun. A
Bjarnastöðum er nýtt fjós með
rörmjaltakerfi, 18 básum og
geldneytaaðstöðu. Haughúsið
er undir fjósinu. „Ef til vill má
segja að lykillinn að því að ná
fram lækkun á frumutölu sé að
flýta sér aldrei í fjósi - og
vanda sig. Annars hef ég oft
sagt að menn þurfi að vera 10
ár í fjósi til þess, að kunna að
mjólka,“ sagði Ólafur en þau
hjón hafa náð góðum árangri í
baráttunni við frumutöluna og
að sjálfsögðu lá það þeint við
að inna þau eftir hvaða brögð-
um þau hafa beitt.
„Það sérkennilega við fmmu-
töluna er sú staðreynd að það sem
gengur hjá einum gerir það ekki
hjá öðrum,“ sagði Ólafur.
„Mjaltimar em þó sá þáttur sem
skiptir mestu máli þegar kemur að
fmmutölunni. Ef við skoðum t.d.
einstaklingsmælingar - og hafi þær
hækkað - getur maður nánast
ævinlega rakið hækkunina til þess
að fjósamaðurinn hafi ekki vandað
sig við að mjólka. Þannig skiptir
það gífurlega miklu máli að ganga
ekki of nærri þeim með vélarnar -
taka af spenanum um leið og búið
er úr honum - og skilja aldrei
mjólk eftir í spena. Þá er þess að
geta að við notum skálapróf en
erum ekki með þvottatusku fyrir
hverja kú. Við forðumst efni svo
sem spenadýfur og klór og það er
ætíð sami tími á milli mjalta.“
- Hvað um aðbúnaðinn ífjósi?
„Það verður að vera þurrt undir
kúnum og þær verða að vera
hreinar. Hjá okkur eru básamir
stuttir og stærstu kýmar standa aft-
ur á grindunum. Jatan er 10 sm
hærri en básinn.“ Yfirleitt fara þau
hjón saman í fjós og þau nota tvö
tæki. „Ef ég er einn í fjósi nota ég
aðeins eitt tæki. Krossamir em
svokallaðir háflæðikrossar. Sumir
hafa haldið því fram að svona
krossar stuðli að lækkun fmmutölu
en þeir koma í veg fyrir skot í aðra
júgurhluta þegar tekið er af,“ sagði
Ólafur. „Við emm með þjónustu-
samning við Globus/Vélaver og
frá því fyrirtæki kemur til okkar
maður einu sinni á ári og yfirfer
búnaðinn. Ein heimsókn á ári er
raunar ekki nóg. Það þarf að gera
ýmislegt á milli heimsókna.“
- Er júgurbólga ekki nánast
óþekkt hjá ykkur?
„Við höfum ekki á seinni ámm
lent í júgurbólgu. Auðvitað koma
samt upp vandamál hjá okkur en
við reynum að lækna kýmar án
þess að nota fúkkalyf. Við höfum
t.d. notað piparmyntusmyrsl en
reynum að hreinsa vel úr júgrunum
- jafnvel oft á dag. Þá má þess geta
að við notum júgurpoka á flestar
kúnna og í sumum tilvikum á
kvígumar áður en þær bera. Stað-
reyndin er nefnilega sú að ef kýr
stígur á spena þá er hún búin.“
- Komu upp vandamál þegar
nýja fjósið var tekið í notkun?
„Menn voru búnir að segja að
við flutninginn mundi frumutalan
rjúka upp úr öllu valdi. Þetta
gerðist ekki - frekar hið gagn-
stæða. Eina sveiflan sem við verð-
um vör við er þegar kýmar fara út
á vorin. Þetta á einna helst við um
síðjúgra kýr.“
- Haldið þið frá mjólk efykkur
grunar að hún sé ekki nógu góð ?
Þessari spurningu svara þau
hjón neitandi og bæta við að þau
geldi aldrei kýr. „Við hættum að
sjálfsögðu að hirða mjólk þegar
hún er orðin vond eða þegar kýr er
komin niður fyrir 4-5 kíló. En við
hættum ekki að mjólka kýmar og
við hlaupum ekki undan kúm í 12
kg nyt bara til að gelda hana.“
Friðrika sagði að þau mjólkuðu
kvígur um leið og kæmi í þær.
„Við bíðum ekki eftir að þær beri.
Sömuleiðis mjólkum við kýrnar
fyrir burð ef á þarf að halda.“
/ jjósinu á Bjarnastöðum. F.v. Ólafur og Friðrika ásamt börnum sínum.
Sigurgeir stendur á milli foreldra sinna, þá kemur vinnukonan, Katrin
Helgadóttir en fremst standa þcer Hjördís og Anna Sœunn.__________