Bændablaðið - 30.09.1997, Síða 15
Þriðjudagur 30. september 1997
Bœndablaðið
15
„Eylingarðll og
uppgræOsla"
- er he'iti sýningar sem Landgræðslan og Orkustofnun settu upp í Kirkjubæjarstofu
Kirkjubæjarstofa var opnuð
formlega fjórða september sl.
af Guðmundi Bjarnasyni land-
búnaðar- og umhverfisráð-
herra. Viðstaddir opnunina
voru um 70 manns.
„Mikill áhugi er bæði meðal
vísindamanna og heimamanna um
stofnunina. Kirkjubæjarstofa mun
verða virk stjórnsýsluleg miðstöð í
tengslum við öflun nýrrar
þekkingar og mun jafnframt vinna
að því að koma henni áfram til
þeirra sem unna síkvikri náttúru
eða áhugaverðri sögu og menn-
ingu. Eitt er víst, að ekki mun
skorta áhugaverð viðfangsefni"
sagði Helga Guðmundsdóttir fram-
kvæmdastjóri Kirkjubæjarstofu.
Kirkjubæjarstofa er lifandi
vettvangur fyrir rannsóknir og
kynningu á hinni sérstæðu og sí-
virku iðju náttúruaflanna í
héraðinu og þeirri menningu, sem
náttúruöfl og fjölmargir aðrir
áhrifaþættir hafa skapað. Styrk-
leiki stofnunarinnar er náið sam-
starf við vísindastofnanir og í ráð-
gjafanefnd stofnunarinnar eru full-
trúar frá langflestum vísinda-
stofnunum í landinu.
Sett hefur verið upp sýning í
samvinnu við Orkustofnun og
Landgræðslu ríkisins sem ber yfir-
skriftina: „Eyðingaröfl og upp-
græðsla“. Sýning þessi er hlaðin
fróðleik og vísast er að þeir sem
gerðu sér ferð til að skoða um-
merki eftir hlaupið á Skeiðarár-
sandi sl. vetur myndu hafa sér-
staklega gaman að að kynna sér
þann fróðleik, því eyðingaröflun-
um er gerð skil með ítarlegri um-
fjöllun í máli og myndum af
hlaupinu á Skeiðarársandi. Þeir
sem ekki náðu að sjá ummerkin
geta hins vegar myndað sér afar
glögga mynd á sýningunni. I kjöl-
far þess að eyðingaröfl náttúrunnar
láta til sín taka hér í héraðinu, taka
oft við umfangsmikil verkefni á
sviði uppgræðslu. Því er einnig
fjallað um uppgræðslustarf í máli
og myndum og til að komast sem
næst raunveruleikanum er líkan úr
náttúrulegum efnum sem sýnir
hvemig eyðingaröflin vinna á
landinu og hvemig þróuninni er
svo snúið við og landið nær fyrri
gæðum.
Talsverð áhersla verður í vetur
lögð á að kynna fyrirtækjum og fé-
lagasamtökum aðstöðu hér í
héraðinu bæði til fundar- og ráð-
stefnuhalds svo og vegna
skemmtiferða starfsfólks. Einnig
verður boðið upp á sérstaka
þjónustu við skólahópa í vett-
vangsferðum. Með þessu vonast
aðstandendur Kirkjubæjarstofu til
að geta átt þátt í auknum ferðum
fólks í héraðið utan eiginlegs há-
annatíma ferðafólks. Næsta sumar
verður opið alla daga vikunnar í
Kirkjubæjarstofu og áhersla
verður lögð á að með tilkomu
þessarar nýju stofnunar megi
takast að fá ferðafólk til að staldra
enn lengur við, þegar það leggur
leið sína í Skaftárhrepp.
Sýningin er opin að jafnaði
alla virka daga frá kl. 14:00-16:00
og utan þess tíma samkvæmt sam-
komulagi. Hægt er að hringja í
síma 487 46 45 alla daga vikunnar
og reynt verður að verða við öllum
beiðnum um heimsókn í Kirkju-
bæjarstofu.
Heyskerar
Heyskeri -
margreyndur á
íslandi til fjölda ára.
Búvélar ehf
Síðumúli 27
108 Reykjavík
Sími 568 7050, fax 581 3420
Guðmundur Bjarnason landbúnaðar- og umhverfisráðherra heilsar Jóni
Helgasyni, fyrrverandi ráðherra, og formaður stjórnar Kirkjubœjarstofu. A
milli þeirra er Helga Guðmundsdóttir, framkvœmdastjóri Kirkjubœjarstofu
en Árni Johnsen alþingismaður er lengst til vinstri á myndinni._
Kirkjubæjarstofa opnuð
Mest selda dráttarvélin á
Norðurlöndum. Valmet er í
þriðja sæti á íslandi sam-
kvæmt nýjustu tölum frá
Bílgreinasambandinu. Tíundi
hver Valmet eigandi á nú
tvær Valmet vélar. Á annað-
hundrað vélar á notkun.
Mezzo 6000 serían er ein
íburðarmesta og vandaðasta
dráttarvélin á íslandi. Nú
fáanleg á verði frá kr.
2.300.000,- án VSK. Ef menn
eru tímanlega á ferðinni, er
hægt að sérpanta vélina eftir
óskum hvers og eins.
Tryggðu þér vél
samkvæmt þínum óskum til
afgreiðslu fyrir áramót. Fáðu
þér vél sem þú getur skipt
milli allra gíra án þess að
stíga á kúplinguna.
Talaðu við ánægða
dráttarvélaeigendur. Talaðu
við Valmet eigendur.
Stórsending á leiðinni.
BÚIJÖFUR
Krókhálsi 10,110 Reykjavík,
sími 567 5200, fax 567 5218,
farsími 854 1632
Dúnframleiðendur!
Fyrir ágústlok hafði ég hreinsað fyrir rúmlega 50 framleiðendur og
miðlað útflutningi á æðardúni þeirra, samtals yfir 400 hreinum kg
úr hráefni tíndu í vor. Framleiðendur fengu 60.000 kr/kg, fría
hreinsun og í hverju tilfelli uppgert innan tveggja vikna frá
útflutningsdegi, flestir innan ágústmánaðar.
Þakka tryggum framleiðendum sýnt traust og gott hráefni sem
hefur tryggt gagnkvæman hag.
Dúnframleiðandi, þú finnur örugglega einhverja viðskiptavina
minna. Taktu þeirra orð en ekki mín fyrir: gæðavinnslu, viðskipta-
öryggi og engri mismunun eftir stærð framleiðenda.
Jón Sveinsson
- dúnhreinsun/útflutningsmiðlun -
Miðhúsum, 380 Króksfjarðarnes
Sími 434 7721 og 588 9924
TRAKTORDRIFNAR
STEYPUHRÆRIVELAR
Traktorstengdar þvingunarhrærivélar.
+ Lágbyggðar - Auöveld mötun með traktor.
+ Afkastamiklar og öflugar.
-Ar Margra ára reynsla hérlendis.
Hentugar fyrir baendur, búnaðarfélög og fleiri.
BÁSMOTTU,
/////'/ / //' /
Básmotturriar éru'slitsterkar og
endingargóðar.Þær einangra gólfkulda mjög
vel, eru auðveldar í þrifum og skapa betra
heislufar búpenings. Básmotturnar eru 1,0 m á
breidd og fást í eftirfarandi lengdum: 1,10m,
1,20m, 1,40m og 1,50m.
Mest seldu mjólkurmælar
í heiminum.
Öll notkun og sýnataka
mjög auðveld.
Uppsetning einföld og
öll þrif auðveld.
Áratuga reynsla hér á
landi
Háþrýstiþvottatæki með einfasa rafmótor.
Afköst við hámarksþrýsting 160 bar: 8 l/mín.
Háþrýstiþvottatæki ffyrir aflúrtak traktors.
Afköst við mesta þrýsting 200 bar: 15 l/mín.
ummm ÞÓR HF ■■■■■
f. sa ■ u { ' 01
i Reykjavík - Akureyri 1 J
REYKJAVÍK: Ármúla 11 - sími: 568-1500 - AKUREYRI: Lónsbakka - sími: 461-1070