Bændablaðið - 30.09.1997, Qupperneq 18

Bændablaðið - 30.09.1997, Qupperneq 18
Bœndablaðið Þriðjudagur 30. september 1997 Umsjón: Erna Bjarnadóttir 18__________________ Frá Framleiðsluráði Markaðsrannsókn Unnin fyrir Kjötnefnd Framleiðslu- ráðsland- búnaðarins Hér á síðunni birtist úrdráttur markaðsrannsóknar sem unnin var síðastliðið vor af fjórum nemendum á vörustjórnarsviði við Rekstrardeild s Tækniskóla Islands. Rannsóknin sem var hluti af námi þeirra, var unnin fyrir Kjötnefnd Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að kanna þróun og kauphegðun á kjöti meðal íslendinga á aldrinum 20 - 67 ára. Einnig var kannað viðhorf fólks til verðs og gæða á kjöttegundum, umfjöllunar um landbúnaðarmál, ásamt viðhorfi til innflutnings á hráu kjöti. Tekið var 1000 manna slemiúrtak fólks á aldrinum 20 - 27 ára úr þjóðskrá. Könnunin fór fram í gegnum síma. Af þeim svöruðu 671, 118 neituðu að svara og ekki náðist í 211 manns. Miðað var við 95% vissu og 3,78% skekkjumörk, m.ö.o. hægt er að fullyrða með 95% vissu um að málum sé háttað á einn eða annan veg +/-3,78%. Fjölmargt úr niður- stöðum er hér ótalið en áhugasömum er bent á að hafa samband við Ólaf Hjalta Eriingsson, markaðsfulltrúa kjötgreina hjá Framleiðsluráði land- búnaðarins. Hversu oft í viku neytir þú kjöts? 28,0% 0ftar en 2. - 3. í viku. 48, 2.-3. í viku. 21,0% 1.-2. íviku Sjaldnar en 1. - 2. í viku. Af þeim sem svöruðu sagðist eitt prósent ekki neyta kjöts, en 48% þeirra sem neyttu kjöts sögðust neyta þess tvisvar til þrisvar í viku. Hvaða kjöttegund er oftast á boðstólum á þínu heimili? 64,0% Af svarendum sögðu 64% að kindakjöt væri oftast á boðstólum hjá sér en 15% sögðu nautkjöt vera oftast á boðstólum, 7% nefndu svína- kjöt, 7% nefndu kjúklinga- kjöt, 2% hrossakjöt, 5% heimila nefndu fleiri en eina kjöttegund í þessu sambandi. Finnst þér að verð og gæði á þeirri kjöttegund sem þú neytir oftast haldist í hendur? Þegar þátttakendur voru inntir álits á því hvort verð og gæði kjöts héldust í hendur töldu (13%) það alltaf fara saman og 46% oftast. Á hinn bóginn töldu 11% það sjaldan fara saman og 4% aldrei. Önnur 15% höfðu ekki skoðun. Hefur kjötneysla þín breyst að undanförnu? 31 ,0% Minnineysla Aukin neysla ,0% 52,0% Óbreytt neysla 11,0% Flust milli tegunda Rúmlega helmingur svarenda sagði að kjötneysla þeirra hefði ekkert breyst að undanförnu (52%). Ef einungis er horft á þá sem töldu neysluna hafa aukist eða flust milli tegunda (6+11) kom í ljós að 35% þeirra töldu sig hafa aukið neyslu í svínakjöti. Þetta er í samræmi við aukna sölu á svínakjöti á undanförnum misserum. Hins vegar taldi 31 % svarenda að heildar kjötneysla þeirra hefði minnkað. Þeir hinir sömu voru spurðir um hvað þeir borðuðu í stað kjötsins en ekki reyndist nein fæðutegund umfram aðra vera meira áberandi. Fylgist þú með umræðu um landbúnaðarmál? 31,0% °nas' 22,0% Sjaldan í könnun á viðhorfl til umfjöllunar um landbúnaðarmál var fyrst leitað eftir hversu vel fólk taldi sig fylgjast með umræðu um þau. Aðspurðir töldu 10% sig alltaf fylgjast með umræðunni og 31% oftast. Einungis 7% töldu sig aldrei fylgjast með umræðunni. Hvernig finnst þér umræðan vera gagnvart landbúnaðinum? 22,0% Hlutlaus/sanngjörn 40, Ósanngjörn 11,0% Hlutdræg 27,0% Hafa ekki skoðun Þegar litið er á þau 93% svarenda sem eitthað fylgjast með umræðu um landbúnaðarmál þá var stór hluti þeirra eða 40% sem taldi hana ósanngjarna. Tuttugu og tvö prósent töldu hana hlutlausa eða sanngjarna en 27% höfðu ekki skoðun. Ellefu prósent svarenda töldu hana hlutdræga þ.e. draga taum atvinnugreinarinnar. Finnst þér að leyfa ætti innflutning á hráu kjöti? Nei Þegar kannað var viðhorf til innflutnings á hráu kjöti töldu 2/3 svarenda að ekki ætti að leyfa innflutning á hráu kjöti. Algengustu röksemdir þeirra voru annars vegar að nóg framboð væri á kjöti hér á landi (34%) eða að innflutningi fylgdi smithætta (34%). Tólf prósent nefndu „íslenskt, já takk“ og 3% nefndu að þeir óttuðust aukaefni í innfluttu hráu kjöti. Á hinn bóginn fannst 26% svarenda að leyfa ætti innflutning á hráu kjöti og rökstuddu flestir, eða 42% það með því að innflutning- ur á hráu kjöti myndi auka samkeppni á markaði hérlendis.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.