Bændablaðið - 30.03.1999, Side 9
Þriðjudagur 30. mars 1999
BÆNDABLAÐIÐ
9
Fyrsta Qús
sinnar tegundar
á Kanastnðum
Eiríkur Blöndal hjá
Bútæknideild RALA hefur
aðstoðað nafna sinn Davíðsson
við þetta verkefni. Hann segir að
verk hans sé fyrst og fremst að
aðstoða við ýmsar athuganir á
loftslagi og hálmnýtingu. Einnig
fóðri bóndinn töluvert með
byggi.
Eiríkur segir að enn hafi
ekkert gerst sem kemur á óvart
og eina niðurstaðan sem fengist
hafi úr þessu enn sem komið er
sé að hálmfjós á íslandi hegði sér
nákvæmlega eins og hálmfjós
annars staðar á norðurslóð.
„Það þarf þó að athuga að aðstæður þarna eru mjög sérstakar og
það má alls ekki yfirfæra þessa aðferð á alla bændur. Það eru
mjög fáir sem hafa aðstöðu til að gera svona hluti vegna þess að
það þarf svo mikið af hálmi, allt að tíu kíló á grip á dag,“ segir
hann.
Eiríkur segir að athugað verði hversu mikill vinnuþátturinn
er á bak við þetta og eins hversu mikil hálmnotkunin er. Eftir
það sé svo hægt að meta hvaða árangur verður af þessu. „Við
komum til með að halda þessu áfram í vetur og gera þetta síðan
upp í vor. En þetta mun væntanlega ekki leiða til þess að við
ráðleggjum nýbyggingar hálmfjósa. Þetta er hins vegar ein leið
til að nýta gamlar byggingar,“ segir hann.
Eiríkur Davíðsson og Sólveig
Eysteinsdóttir á Kanastöðum í
Austur-Landeyjum eru með at-
hyglisverða athugun í gangi á
bænum hjá sér. Legustæði
kúnna er þar hálmmotta inn í
fjóshlöðunni. Þær éta frjálst úr
óhreyfðum heyrúllum og fá svo
til ómælt magn af súrsuðu byggi.
A bænum var fyrir básafjós frá
1952 sem mjaltabás var byggður
við fyrir tveimur árum við annan
enda fjóssins. Þar að auki var hefð-
bundin hlaða við hinn endann.
Bóndinn steypti gólf á milli fóður-
ganganna þar sem áður var flór og
þar er nú slétt plan. Síðan er opnað
inn í hlöðuna og er kúnum leyft að
fara þangað inn og út eins og þær
vilja. Þar liggja þær á hálmi en fara
síðan í fjósið til að éta. Þar með
hafa þær frjálsan aðgang að góð-
fóðri.
Sérfræðingar höfðu þó ekki
mikla trú á því að þessi hugmynd
væri skynsamleg. M.a. töldu þeir
að of mikil vinna væri í að bera
undir þær. En það var að lokum
Eiríkur Blöndal hjá bútæknideild
RALA sem studdi Eiríkur í að gera
þessar breytingar. Lánasjóður
landbúnaðarins styrkti bútækni-
deild í athugunum á eiginleikum
hálmmottunnar, loftslagi og vinnu-
þáttum í fjósinu. „Nú er komin
hálfs árs reynsla á þetta og það er
ekkert sem stoppar okkur í að
halda þessu áfram. Ef eitthvað er
hefur nytin aukist eftir að við tók-
um þetta upp,“ segir bóndinn og
bætir því einnig við að dýralækna-
kostnaður hafi minnkað um 55%
eftir að hann breytti fjósinu miðað
við sama tíma í fyrra.
Eiríkur segir að það hafi verið
athyglisvert að fylgjast með við-
brögðum fólks við þessu. „Innst
inni finnst mér fólk hálfpartinn
vorkenna okkur að gera þetta og
reiknar með því að við förum út í
að byggja almennilegt fjós næsta
sumar. Þetta á við bæði um aðra
bændur og ráðunauta. Þetta er nátt-
úrlega gjörólíkt öllum öðrum fjós-
um og það er hugsanlegt að það
kalli fram þessi viðbrögð í fólki,"
segir hann.
Eins og gefur að skilja fer tölu-
vert af hálmi í þessa útfærslu, eða
um fimn rúllur á viku. „Við erum
með byggrækt og gefum kúnum allt
það bygg sem við ræktum. Síðan
nýtum við hálminn fyrir kýmar að
hggja á. Ef ekki er hægt að hagnast
á að nýta komið svona þá er erfitt
að hagnast á því,“ segir hann.
Eiríkur hefur ekki eytt miklum
fjármunum í þessar breytingar.
„Ég tel að við höfum eytt um 300-
400 þúsund krónum meðan margir
em að eyða milljónum í breytingar
á fjósum sínum," segir hann.
Það sem vakti helst athygli
blaðamanns við íjósið var hversu
kalt var þar inni. Uti var frostið um
sex gráður en inni í fjósinu var eins
gráðu hiti. Loftið úti á greiða leið
inn í fjósið og er loftið þar svo
ferskt að ekki finnst vottur af
fjósalykt þar. Eiríkur setur líka
kýmar daglega út. Hann þarf ekki
annað en að opna hliðið og kýmar
ganga þá út í rólegheitum og fara
síðan inn þegar þær vilja. Þetta er
því allt saman mjög fijálslegt í
fjósinu á Kanastöðum. Spenastig
hafa ekki átt sér stað eftir þessar
breytingar og vinnuþáttur hefur
minnkað til muna þar sem enginn
heymokstur á sér stað. „Ég held að
í mörgum íjósum sé allt of heitt,
svo heitt að kúnum líður hreinlega
illa,“ segir hann.
Eiríkur bendir einnig á að ef
að farið verði út í innflutning á
nýju kúakyni þurfi ekkert að
breyta fjósinu. „Mér finnst reynd-
ar fáránlegt að vera að tala um að
flytja fyrst inn norskar kýr. Ég tel
að það sé aðeins hálft skref. Mín
skoðun er sú að það eigi að taka
strax inn besta stofninn, sem em
svartskjöldóttu kýmar,“ segir
hann.
Eiríkur og Sólveig em með 26
kýr í fjósinu og er með um 85 þús-
und lítra greiðslumark. Þau hafa
rekið þetta bú í tæp fimm ár en þau
em bæði búfræðingar. Sólveig
gegnir reyndar starfi hjúkmnarfor-
stjóra á Hvollsvelli. Þau eiga þijú
böm sem em tíu, sjö og þriggja
ára. Auk þess em þau með 230 ær-
gildi í sauðfé og nokkra hesta, auk
þess sem bygg er ræktað á 14 hekt-
umm lands.
Sauðfjársjúkdómar
Blirlit með sauDQársjúkdómum
samhliða forflagæfislu
Sigurður Sigurðarson, dýralæknir.
Að venju hafa verið send eyðu-
blöð til sveitarfélaga víða um land
vegna söfnunar upplýsinga um
vanhöld og veikindi í sauðfé, ijár-
verslun, samgang o.fl. Sveitarstjórir
em beðnar um að fela
forðagæslumanni eða öðmm
heppilegum manni að annast þetta.
Einnig mætti dreifa blöðum til
íjáreigenda, fela þeim að færa
upplýsingar á blöðin. Síðan þarf að
safna skýrslunum saman, fara yfir
þær og senda að Keldum. Gott væri
að hafa samráð við dýralækna um
þessa skoðun og fela þeim að fara
yfir skýrslumar og senda til okkar.
A móti er boðin ókeypis skoðun
dýralæknis á vanþrifakindum og
öðmm gmnsamlegum kindum og
sjúkdómsgreining á Keldum.
Auk þess em boðnar bætur fyr-
ir kindur, sem lóga þarf vegna
rannsókna. Þessar upplýsingar eru
mikilvægar, skipta m.a. máli vegna
trúverðugleika okkar í samningum
við Evrópusambandið og fleiri
aðila sem fram undan em. Þess er
óskað, að sveitarstjómir, búfjár-
eftirlitsmenn og fjáreigendur breg-
ist vel við þessu. Héraðsdýralækn-
um verður sent yfirlit yfir þau
sveitarfélög sem eyðublöðin fá.
Þakkað er fyrir ágætt samstarf um
þetta við mjög margar sveitar-
Tryggingasjóður
sjálfstætt starfandi
einstaklinga
Sjynkur tíl
atvinnulausra
maka félaga í
sjúðnum
„A þeim tæpu tveim árum sem
sjóðurinn hefur starfað hafa um
rúmlega 40 bændur fengið greitt
úr sjóðnum, eftir að þeir hafa
hætt búskap sem er skilyrði
fyrir að þeir fái greitt. Nú, þegar
tvö ár eru liðin frá því að lögin
voru sett, á að endurskoða þau.
Við þá endurskoðun verður
horft til þess hvernig þau hafa
reynst þessi tvö ár sem þau hafa
veriðígildi. Ekki er hægt að segja
fyrirfram hvort um einhverjar
breytingar verður að ræða á
lögunum, en ekki eru taldar líkur
á því,“ sagði Jóngeir Hlynason
deildarstjóri hjá Vinnumála-
stofnun um Tryggingasjóð sjálf-
stætt starfandi einstaklinga. Við
úthlutun í mars fengu 23 bændur
greitt úr sjóðnum.
En telur Jóngeir að margir sem
í sveitum búa uppfylli skilyrði
sem sett eru og sjá má í
auglýsingu frá sjóðnum í blaðinu í
dag? „Við rennum svolítið blint í
sjóinn því þetta er í fyrsta skipti
sem þessir styrkir eru auglýstir.
Miðað við þann samdrátt sem sagt
er að orðið hafi á tekjum bænda
s.l. ár þá gætu þó nokkrir makar
átt rétt á styrkjum, en hér er einnig
spurning um frumkvæði þeirra
einstaklinga sem sækja um styrki.
Það skiptir einnig máli að
verkefnin sem sótt séu þess háttar
að þau séu styrkhæf.
-Hefur fólk ekki haft nein
úrræði á borð við þetta á liðnum
árum?
„Þetta er í fyrsta skipti sem
þessir styrkir eru auglýstir, enda
reglugerðin ekki nema nokkurra
mánaða. Vissulega hefur verið
hægt að sækja um ýmsa aðra
styrki eftir öðrum leiðum, en hér
eru frekar einföld skilyrði sem
þarf að uppfylla. Og að þeim upp-
fylltum verður styrkjum úthlutað
til greiðslu.“
WWW.M.ÍS
Mánudaginn 29. mars opnaði
vefur íslensks landbúnaðar að
nýju eftir gagngerar breytingar og
endurbætur. Nýi vefurinn er
hannaður í forritinu Web Page Pro
í samstarfi við fyrirtækið Hugvit.
Það er von aðstandenda vefsins að
þetta verði lifandi vefur sem þjóni
bæði landbúnaðinum og
almenningi og að á einum stað
verði hægt að finna tilvísanir í sem
flest er lýtur að íslenskum
landbúnaði.
Allar ábendingar um efni eru
vel þegnar.
stjómir og bændur um árabil. Á
þessum upplýsingum hefur verið
byggt. Þær skipta máli varðandi
baráttu við smitsjúkdóma, einkum
þá langvinnu. Þær sveitarstjómir,
sem ekki hafa sinnt þessu síðasta
ár em beðnar um að bregðast nú
rösklega við. Vera kann að skuld-
bindingar sem við tökum á okkur í
væntanlegum samningum neyði
okkur til að takmarka flutninga af
ýmsum toga frá þeim stöðum sem
upplýsingar fást ekki frá með
þessu móti.