Bændablaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 18. jatiúar 2000 BÆNDABLAÐIÐ 11 VÉLBOÐA mykjudreifarar og Stærdir: 4 * 18 þús. lítrar dælur Flotdekk, hæöarmælir, vökvadrífið lok á lúgu, Ijósabúnaður, aurhlífar og margt fleira. VÉLBOÐI EHF. Eyrartröð 6 Hafnarfjörður. Sími: 565-1800. Mjöggottverúog gmjðsk/kjör við alira hæfi www.velbodi.is * Einka Fengur | Forrit fyrir hrossaræktendur DanMink/Fox | fyrir loðdýrabændur IFjárvís Afurða- og ættbókarforrit fyrir ■ sauðfjárbændur AaroSoft skýrsluhalds- og afurðaforrit fyrir svínabændur Búbót Sérhannað bókhaldsforrit fyrir bændur Gagnleg forrit fyrir framsækna bændur n i i i j Starfsmaður á stórbúi í Danmörku Um næstu mánaðamót eða sem allra fyrst vantar okkur starfsmann. Við bjóðum „spennandi" vinnustað, þar sem aðalverkefnið verður vinna í fjósi. Góð föst laun og húsnæði. Á búinu eru 300 SDM mjólkurkýr sem eru mjólkaðar með nýjustu gerð mjaltakerfa. Ræktað land er 400 ha akrar, en auk þess er 160 ha skógur og 56 ha „strandsvæði“. Hér eru nýtísku vélar notaðar við búfjárhirðingu og ræktunarstörf. Ef þú hefur gaman. að vinna við kýr að læra meira um kýr að vera í vinnuflokki á stóru búi að búa og vinna saman með öðrum ...hentar staðan þér Þú verður að geta unnið með 5 öðrum búfjárhirðum en auk þess að vinna stundum sjálfstætt. Skilyrði er að starfsmaðurinn sé skipulagður og sé duglegur við að taka til og halda hreinu. Auk þess er áríðandi að hann eigi auðvelt með að umgangast fólk og sé skapgóður. Á búinu eru 16 starfsmenn. Þar er að finna starfsmannafélag sem stendur fyrir ýmsum uppákomum. Upplýsingar hjá: Kvægbrugsleder Leif Jensen eða Ragnar Thorsson sími 0045-86551399, farsími 0045-24407621. Prang í áburOarsðlu í Morgunblaðinu þann 7. janúar s.l. ritar Georg Amason, formaður starfsmanna- félags Áburðarverksmiðjunar hf., grein sem ber heitið "Kaupfélag Ámesinga og Áburðarsalan ísafold". í greininni lýsir höf- undur skoðunum sínum á viðskiptaháttum KÁ þar sem hann lýsir þeim almennt séð sem "hrossaprangi" með áburð. Jafnframt sé KÁ og Áburðarsalan Isafold að selja bændum áburð sem mengi íslenska framleiðslu. Að auki er greinin krydduð með hræðsluáróðri um innflutning á erlendum landbúnaðarafurðum og sér þá greinarhöfundur væntanlega fyrir sér að KÁ kynni að nýta eignastöðu sína í Kaupási hf. og beita sér fyrir innflutningi á erlendum landbúnaðarafurðum í umtalsverðu mæli. Að lokum bregður formaður starfsmannafélags helsta samkeppnisaðilans í áburði sér í líki hins almenna neytanda og kemst að þeirri ótrúlegu niðurstöðu að verðið á áburði til bóndans sé ekki aðalatriðið. Áður en grein þessi hafði komið mér fyrir sjónir, var ég eins og margir aðrir Islendingar, með það helst á samviskunni, að hafa borðað of mikið um jólin, hreyft mig of lítið og ekki náð nema að mjög takmörkuðu leyti að heimsækja nánustu skyldmenni. Eftir lestur þessarar greinar voru vangaveltur mínar um eigin samvisku, að afloknu jólahaldi, greinilega hjóm eitt miðað við það sem raunverulega átti að hvíla á samviskunni. Sem framkvæmdastjóri KÁ var ég orðinn hrossaprangari, eiturbyrlari, tilbúinn til þess að beita mér fyrir því að leggja af landbúnað á íslandi og hafði gert þá megin skyssu að bjóða lágt verð á markaði þar sem verðið var ekki aðalatriðið. Þvflík mistök! Ég velti því samt sem áður fyrir mér í nokkum tíma hvort það tæki því að vera að svara svona órökstuddum dylgjum og ályktunum greinarhöfundar sem í einhvem tíma hefði verið sagt að byggðu á "hundalógíg'1. En órökstuddar dylgjur og hundalógíg geta, sé þeim haldið nægjanlega hátt á lofti, eins og frægt er af helsta áróðusmeistara Þriðja ríkisins, orðið að fölsku viðmiði sem öll seinni umræða byggir á, og fáir nenna eða kæra sig um að kanna, ef áróðrinum er markvisst haldið fram, hvort í felst eitthvert sannleikskom. Þannig er að mínu mati umræðan um tilbúin innfluttan áburð að þróast. Notað er það áróðursbragð að allur innflutningur sé í eðli sínu slæmur og vara samkeppnisaðilans sé varasöm, útsett eiturefnum sem eiri helst engu lífi, en í besta falli henti ekki þeim aðstæðum sem ríkja hér á landi. Haldið er uppi markvissum áróðri af þessum toga, sem eingöngu byggir á skoðunum þeirra aðila sem hafa mesta hagsmuni af því að selja bændum sem mest af sinni eigin framleiðslu. Dylgjunum og hundalógíginni er síðan reynt að koma í trúverðugan búning með því að áróðusmeistaramir velja til liðs við sig meðreiðarsveina sem tilbúnir eru að taka þátt í sjónarspilinu og baða sig í ljósi umfjöllunarinnar um hreinar afurðir. Þar virðist hagkvæmt verð aðfanganna engu skipta og hvaða möguleika bændur hafa til að bæta afkomu sína með hagkvæmari Óli Rúnar Ástþórsson Framkvœmda- stjóri Kaup- félags Árnesinga og Stjórnar- formaður Aburðar- sölunnar ísafoldar hf. áburðarkaupum. Frá einum meðreiðarsveininum fengum við ómerkta sendingu nú skömmu fyrir jól. Fyrir sendingunni stóð Gunnar nokkur Sæmundsson stjómarmaður í Bændasamtökum íslands, þar sem hann annars í ágætum leiðara Bændablaðsins leiddist út í það óyndisfen að hvetja bændur til að beina áburðarkaupum sínum til eins ákveðins aðila. Það verður að teljast til merkra tíðinda undir lok tuttugustu aldarinnar að tilraunir skuli vera gerðar til að nýta leiðara Bændablaðsins til samkeppnishamlandi aðgerða af þessum toga, sem þegar á heildina er litið þjóna varla hagsmunum landbúnaðarins. I auglýsingum samkeppnisaðila ísafoldar hefur réttilega verið bent á hærra kadmíuminnihald ísafoldaráburðarins. Ástæðan fyrir þessu er sú, að okkar fósfor kemur frá NAfríku en fósfor sem notaður er í innlenda framleiðslu kemur frá svæðum í nágrenni Kólaskaga í Rússlandi. Innihald kadmíums í Isafoldaráburðinum er samt langt innan þeirra viðmiðunarmarka sem reglugerðir kveða á um hér á landi. Samanburðarrannsóknir á áburðargjöf sem gerðar voru í Bretlandi á árinum 1968 til 1996 sýndu ekki fram á uppsöfnun kadmíums í jarðvegi, miðað við breytilegt gildi kadmíum yfir tímabilið. Fjölmargar rannsóknir sem unnar hafa verið fyrir bandaríska matvæla og lyfjaeftirlitið sýna fram á að plöntur taka ekki upp kadmíum. Þá er talið að dagleg neysla manna án þess að það valdi skaða sé 60 mg./dag, en viðmiðunarmörk í innfluttum áburði hér á landi eru 50 mg. kadmíum pr. kg fósfor. Þrátt fyrir þessar staðreyndir höfum við á undanfömum vikum skyndilega eignast heilan her þungmálmssérfræðinga, sem mér vitanlega hefur í besta falli stúdentspróf í efnafræði, sem kveður upp um það að eðli þessara fmmefna sé með öðmm hætti hér á landi en viðgengst í öðmm löndum. Þetta em merkilegar niðurstöður og hljóta, ef birtar fást í viðurkenndum tímaritum, að vekja athygli í heimi vísindanna. En það sem alvarlegast er í þessu máli, að dregnar em ályktanir út frá röngum forsendum og menn fara að mynda sér skoðanir þvert á hegðun efna í náttúrunni. Forsendur sem gefnar em um samspil kadmíums og hreinleika afurða em beinlínis rangar og hafa verið notaðar af áróðursmeisturunum til að reyna að rýra gildi okkar áburðar. Að frátöldu, litlu ryki í okkar áburði, miklum leysanleika, besta dreifieiginleika sem finnst á markaðnum, er verðið aðalatriðið. Miðað við markað sem árlega notar 60 þús. tonn af áburði og miðað við meðalverð kr. 20.000 pr. tonn þýðir 10% lækkun á meðalverði 120 m.kr. minni kostnað fyrir landbúnaðinn á hveiju ári. Lækkun verðs í einum stærsta útgjaldalið bóndans, hefði ég talið að vera ætti sérstakt fagnaðarefni fyrir stjómarmanninn í Bændasamtökum Islands. KanpKbg Arnesbiga ig Áburöarsalan isafold Hvað er að gerast hjá Kaupfélagi Ámesinga? Þeir bjóða sinn útlenda áburð í skiptum fyrir inn- lenda framleiðslu, framleiðslu sem er með litlu magni þungmálma, þeir bjóða aukið áburðarmagn í milligjöf. Þetta minnir mig á hrossa- prang fyrri ára þegar hestamenn voru að losa sig við fótfúna hesta, eða menn vom að skipta lé- legum bfl fyrir góðan. Það skyldi þó ekki vera að þeir teldu sig vera betur setta með um- hverfisvæna og nær hreina framleiðslu Áburðarverksmiðjunnar hf., það getur varla verið um aðra framleiðendur að ræða. Ég sá dagblað um daginn, þar sem Kaupfélag Ámesinga aug- lýsti: "Verðið er aðalatriðið." Þar vom þeir að auglýsa áburð frá Isa- fold. Eiga bændur og neytendur ekki heimtingu á að vita hvaða magn þungmálma er í áburði Isafoldar? Áburðarverksmiðjan hf. hefur gefið upp magn þungmálma í sínum áburði, það er í lágmarki, eða undir 2 mg./kg. fosfórs. Ég, sem neytandi, tel verðið ekki aðalatriðið heldur hreinleika af- urðanna sem framleiðendur em með. Því þurfa íslenskir bændur að standa vörð um hreinleika íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Kaupfélag Ámesinga er í samstarfi við verslunarkeðju sem er þekkt fyrir baráttu á að leyfa innflutning á niðurgreiddum landbún- aðarvömm frá Efnahagsbandalagi Evrópu. Það gæti því komið að því að Kaupfélag Ámesinga segði við bændur "við kaupum af þeim sem hafa lægst verðið" og það er Efnahagsbandalag Evrópu. Bændur,J)ið og starfsmenn Aburð- arverksmiðjunnar eigið samleið. Þið notið hreina framleiðslu Áburðarverksmiðjunnar og við borðum hreinar íslenskar landbúnað- arvömr. Þeir útlendingar sem framleiða fyrir Kaupfélag Ámesinga gera hvorugt. Stöndum saman, því sameinaðir stöndum við, sundraðir föllum við. Formaður Starfsmannafélags Aburðarverksmiðjunnar hf. Georg Árnason. Grein Georgs Amasonar barst Bbl. fyrr í mánuðinum. Hún birtist í Mbl. eins og Óli Rúnar Ástþórsson getur um ígreinsinni. Þrátttyrirað Mbl. sé víða að fínna kemur það ekki fyrir sjónir allra lesenda Bbl. Þvívar ákveðið að grein Georgs tengi rými í Bbl. enda þarf fólk að ha/a hana til hliðsjónar þegar það les grein Óla Rúnars Ástþórssonar. IRitstj. %.? * í S I Jli&AifriíÍáUjsJJÖ >.4 'Ia i • - - i-.5-i.--i i i - i sz— s.iíiítJSifíj.L.isx.------------------------------------ajr'i'.. j .k~SMki LiJfJJ ÍCltiuLM i i. ii . —»—

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.