Bændablaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 22
22 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur lH.janúar 2000 Eiríkur rauði er lengst t.v. á myndinni, Björk liggur umkringd hópi aðdáenda og kvígan, sú eina sem fædd er á Grænlandi, vill gjarnan vera með líka. íslenski kúastofninn ii Grænlandi Guðni Þorvaldsson, RALA Þann 24. ágúst 1998 lagði flutningaskipið Arina Arctic frá bryggju í Sundahöfn áleiðis til Grænlands. Auk hefðbundins farms voru tveir nautgripir með í för, kýrin Björk og nautkálfurinn Eiríkur rauði, bæði frá bænum Helluvaði á Rangárvöllum. Ferð- inni var heitið til Julianeháb á Suður-Grænlandi. Engar kýr hafa verið á Grænlandi í um 25 ár þannig að þama var nýtt landnám að heíjast. Gott var í sjó á leiðinni og ferðin sóttist því mjög vel. Þegar komið var til Julianeháb um sólarhring á undan áætlun voru gripimir færðir í minni bát (íslenskan bát frá Sóma) og siglt suður í svonefnt Vatnahverfl. Síðustu kílómetramir vom svo famir í kerrn sem dregin var af dráttarvél um grýttan og seinfarinn veg. Gripimir vom við góða heilsu þegar komið var á áfangastað, bænum Timerliit, en þar búa tveir bræður félagsbúi ásamt konum sínum og foreldmm. Þetta er sauðfjárbú, en einnig em þama nokkur íslensk hross. Kýrin var með kálfi þegar hún fór frá Islandi og bar svo í lok september og eignaðist kvígu. Hún bar öðm sinni nú eftir áramótin og átti þá einnig kvígu. Kvígan sem fæddist skömmu eftir komuna til Grænlands ber svo væntanlega fyrsta kálfi í vor. Stofninn hefur sem sé tvöfaldast og líklega verður önnur kvígan seld bónda á gamla biskupssetrinu að Görðum í Einarsfirði. Björk mjólkaði vel á síðasta ári þrátt fyrir litla kjamfóðurgjöf. Ur mjólkinni vinna þau m.a. skyr og smjör. Önnur hjónin lærðu þá list á bænum Næfurholti á Rangárvöll- um, en þau dvöldu hér á landi í vikutíma til að kynna sér kúabúskap áður en gripimir fóru út. Þetta framtak bændanna í Timerliit hefur vakið athygli á Grænlandi og fengu þeir fyrir það nýsköpunarverðlaun grænlensku bændasamtakanna á síðasta ári. Það verður gaman að fylgjast með framgangi þessa litla kúastofns næstu árin. >ns\dramte'ðs\a ' úr PVC-U^ Áratugareynsla hérlendis Lífræn framleiðsla Vottun Irfrænna afuröa Athugið: Tún hefur fengið nýttaðsetur, póstfang, símanúmer, fax og netfang Viöurkenndur fagaöili Meölimur í IFOAM VOTTUNARSTOFAN TÚN Laugavegi 7 • Pósthólf 251 121 Reykjavík Sími: 511 1330 Fax: 511 1331 Netfang: tun@mmedia.is Sláturfélag Suðurlands selur innfluttan tilbúinn gæðaáburð frá Norsk Hydro, stærsta áburðarframleiðanda heims. Þungmálmainnihald áburðarins er með því lægsta sem nú þekkist í áburði, sem tryggir hreinleika afurða. í boði eru tvær tegundir, Hydro 7 og 9 sem báðar reyndust vel að mati bænda sem notuðu áburðinn sl. sumar. Áburðurinn er afhentur í 500 kg stórsekkjum frá Grundartanga og Þorlákshöfn, tilbúinn til afgreiðslu í apríl n.k. Tryggðu góða sprettu með góðum áburði, túnin græða á þvL Verð áburðarins miðast við staðgreiðslu. Einnig boðið upp á lánsviðskipti, greiðslu með afurðum og raðgreiðslusamninga. Vextir reiknast frá lokum þess mánaðar sem gengið er frá kaupum áburðarins. Sömu vextir reiknast og á afurðareikningum SS, nú 9% ársvextir. Tegund N PzOs K2O Ca S Mg B Verð kr./tonn án vsk. í jan. 2000 Verð kr./tonn án vsk. í feb. 2000 Hydro 7 2I 8 I2 1.8 2,7 I.2 0,02 18.334 19.617 Hydro 9 27 6 6 I.2 2,5 18.197 19.471 Takmarkað magn Nánari upplýsingar og móttaka pantana hjá SS, Fosshálsi I, Reykjavík i síma 575 6000, fax 575 6090 og netfangi birna@ss.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.