Bændablaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 12
12 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 18.janúar 2000 Bændur, við bjóðum ykkur vistkæran áburð á hreint frábæru verði! Búaðföng er nýtt fyrirtæki, stofnað af bændum fyrir bændur! Búaðföng býður aðeins staðgreiðsluviðskipti, sem tryggja besta verðið! Búaðföng býður ykkur hágæða áburð þar sem þungmálmar og vatnsupplevsanleiki fosfórs eru ekkert vandamál! Aðalfundur Landssamtaka vistforeldra í sveitum Sérmenntun skapar ahrinnu á landsbyggOinni Hafðu samband við Lúðvfk Bergmann S: 487-5245 og 896-9980 Þessi áburður er framleiddur í Danmörku af einum stærsta áburðarframieiðanda á Norðurlöndum. Áburðurinn stenst allan samanburð við það besta sem þekkist á markaðnum og sérstaklega er vandað til hráefnakaupa með takmörkun óæskilegra efna í huga. Áburðurinn hefur verið notaður á íslandi síðastliðin 3 sumur með frábærum árangri. Þú pantar áburðinn á tímabilinu janúar-mars 2000, gengur frá greiðslu eigi síðar en 1. apríl 2000 og færð hann svo afhentan frá 15. apríl til 1. maí 2000 í 600 kg. stórsekkjum. Verð eru án Vsk í Þorlákshöfn, Grundartanga og Húsavík. Vöru- Vöru- Köfn.efni Fosfór Kalíum Kalk Magn. Bren. jan.00 feb.00 1-15.mars 00 númer heiti N P205 K20 Ca Mg S 105 BÚI-5 15 15 15 1 1,4 2,0 17600 18100 18600 109 BÚI-9 24 9 8 1 1,8 2,0 17400 17900 18400 111 BÚI-1 26 14 0 1 1,5 1,0 17100 17600 18100 112 BÚI 27 0 0 5 2,7 14300 14800 15300 206 MIX-6 20 10 10 4 1,5 2,0 15600 16100 16100 207 MIX-7 20 12 8 3 2,0 2,0 15300 15800 15800 209 MIX-9 23 9 8 1 2,0 1,0 15300 15800 15800 211 MIX-1 26 14 0 2 1,5 1,5 15600 16100 16100 212 MIX-3 26 6 0 2,0 1,0 14300 14800 14800 Útvegum ódýran flutning heim á bæi. Landssamtök vistforeldra í sveitum (LVS) héldu aðalfund sinn á dögunum. Á fundinum voru fulltrúar þriggja deilda landsfjórðunganna sem mynda þessi samtök. Harpa Sigfúsdóttur hjá Félagsmálastofnun kom á fund- inn og talaði um sumardvalir og skammtímafóstur. I máli hennar kom fram að 102 börn fóru í sumardvalir sl. sumar á vegum Reykjavíkurborgar. Einnig kom á fundinn Bragi Guðbrandsson hjá Barnaverndarstofu og kynnti nýtt menntunarfyrirkomulag fyrir fósturforeldra sem um- ræður eru um að koma á hér á landi. Ásta Ólafsdóttir formaður samtakanna segir að ef þessu fyrirkomulagi yrði komið á, muni það hafa í för með sér miklar breytingar fyrir vist- foreldra. „Það myndi skapa vax- andi atvinnu á landsbyggðinni ef við næðum að sérmennta okkur. LVS og Barnaverndarstofa þurfa að vinna meira saman en verið hefur. Bændasamtök Islands þurfa einnig að koma inn í þá umræðu því að LVS er einn hlekkur í þeirra samtökum og BI þarf að styðja við bakið á öllum sem eru að skapa atvinnu í sveitum landsins.“ Þess má geta að samtökin eru komin með heimasíðu á Inter- netinu sem inniheldur upp- lýsingar um félagið og félagatal. Hún er tengd við vef íslensks landbúnaðar, www.bondi.is. Þá mun endurmenntunardeild Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri standa fyrir námskeiðum í vetur fyrir vistforeldra, bæði byrjenda- og framhaldsnámskeið, og verða þau auglýst nánar í Bænda- blaðinu þegar þar að kemur. Auglýsingasíminn er 563 0300 RULLUTÆTARI - RULLUSAXARI Lágmúli 7 - Pósthólf 8535 -128 Reykjavík - Sími 588 26 00 - Fax 588 26 01 Margir bændur eyða hundruðum vinnustunda og miklu líkamlegu erfiði við að losa í sundur heyrúllur til fóðrunar á hverju ári. Frá Elho í Finnlandi býðst nú nýtt tæki, dráttarvélardrifið, sem lestar rúlluna með sérstökum hleðsluarmi og saxar heyið niður í 4-6 cm á 8-12 mínútum. V NÝLAUSN V NÝ TÆKNI Tækið getur blásið fóðrinu beint á fóðurgang eða á sérstakan fóðurgjafarvagn. Með þessu nýja tæki má bæta fóðurnýtinguna verulega auk þess að spara tíma og mikið líkamlegt erfiði við vetrarfóðrun. VÉIAVERf Þetta nýja tæki er þegar í tilraunanotkun hér á landi og fyrstu athuganir benda til að það skili fyllilega sínu hlutverki. Allar nánari upplýsingar fást hjá Vélaver hf.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.