Bændablaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 29. febrúar 2000 Fulltiw á bánaðarhingi Búnaðarsambfindin Búnaðarsamband Kjalarnesþings Búnaðarþingsfulltrúi: Guðmundur Jónsson, Reykjum, Mosfellsbœ. Búnaðarsamband Borgarfjarðar Búnaðarþingsfulltrúar: Bjami Guðráðsson, Nesi, og Þórólfitr Sveinsson, Ferjubakka II. Búnaðarsamband Snæfellinga Búnaðarþingsfulltrúi: Guðbjartur Gunnarsson, Hjarðarfelli. Búnaðarsamband Dalamanna Búnaðarþingsfulltrúi: Bjarni Ásgeirsson, Ásgarði. Búnaðarsamband Vestfjarða Búnaðarþingsfulltrúi: Hilmar Össurarson, Kollsvik, Karl Kristjánsson, Kambi, og Guðmundur Grétar Guðmundsson, Kirkjubóli. Búnaðarsamband Strandamanna Búnaðarþingsfulltrúi: Georg Jón Jónsson, Kjörseyri II. Búnaðarsamband Vestur-Húnavatnssýslu Búnaðarþingsfulltrúi: Gunnar Sœmundsson, Hrútatungu. Búnaðarsamband Austur-Húnavatnssýslu Búnaðarþingsfulltrúi: Jón Gíslason, Stóra-Búrfelli. Búnaðarsamband Skagfirðinga Búnaðarþingsfulltrúar: Jóhannes H. Ríkharðsson, Brúnastöðum, og Sigþór Smári Borgarsson, Goðdölum. Búnaðarsamband Eyjafjarðar Búnaðarþingsfulltrúar: Pétur Helgason, Hranastöðum, og Haukur Halldórsson, Þórsmörk. Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga Búnaðarþingsfulltrúar: Ari Teitsson, Hrísum, og Jón Benediktsson, Auðnum. Búnaðarsamband Norður-Þingeyinga Búnaðarþingsfulltrúi: Karl S. Björnsson, Hafrafellstungu. Búnaðarsamband Austurlands Búnaðarþingsfulltrúar: Aðalsteinn Jónsson, Klausturseli, Emil Sigurjónsson, Ytri-Hlíð, og Þorsteinn Kristjánsson, Jökulsá. Búnaðarsamband Austur-Skaftafellssýslu Búnaðarþingsfulltrúi: Örn Bergsson, Hofi, Örcefum. Búnaðarsamband Suðurlands Búnaðarþingsfulltrúar: Eggert Pálsson, Kirkjulœk, Fljótshlíð, Hrafhkell Karlsson, Hrauni, Ölfitsi, Kjartan Ólafsson, Selfossi, Kristján Ágústsson, Hólmum, A-Landeyjum, María Hauksdóttir, Geirakoti, og Sólrún Ólafsdóttir, Kirkjubœjarklaustri. Búgremasambfind í Bændasanitnkuni Islands Félag eggjaframleiðenda Búnaðarþingsfulltrúi: Gísli J. Grímsson, Efri-Mýrum, A-Hún. Félag ferðaþjónustubænda Búnaðarþingsfulltrúi: Ágúst Sigurðsson, Geitaskarði, A-Hún. Félag hrossabænda Búnaðarþingsfulltrúi: Bergur Pálsson, Hólmahjáleigu. Félag kjúklingabænda Búnaðarþingsfulltrúi: Jón Magnús Jónsson, Reykjum, Mosfellssveit. Landssamband kartöflubænda Búnaðarþingsfulltrúi: Sigurbjartur Pálsson, Skarði. Landssamband kúabænda Búnaðarþingsfulltrúi: Guðmundur Lárusson, Stekkum. Landssamtök sauðfjárbænda Búnaðarþingsfulltrúi: Arnór Karlsson, Arnarholti Samband garðyrkjubænda Búnaðarþingsfulltrúi: Gústaf Sœland, Sólveigarstöðum, Laugarási, 801 Selfoss Samband íslenskra loðdýrabænda Búnaðarþingsfulltrúi: Reynir Sigursteinsson, Hlíðarbergi Svínaræktarfélag Islands Búnaðarþingsfulltrúi: Hörður Harðarson, Laxárdal Æðarræktarféiag íslands Búnaðarþingsfulltrúi: Jónas Helgason, Æðey Mjólkurframleióslan: Heildargneiðslumark mjólkur á aó endurspegla ptirí markaðarins fyrir mjólk og mjélkurvörur í síðasta bændablaði var birt mynd af mjólkurframleiðslu eftir mánuðum sl. 3 verðlagsár. Miðað við núverandi stöðu hver er líkleg heildarfram- leiðsla/framleiðsla umfram greiðslumark á yfirstandandi verðlagsári að ykkar mati. Birgir: Miðað við núverandi stöðu má ætla að heildar mjólkur- framleiðslan á yfirstandandi ári geti orðið á bilinu 104 til 105 milljónir lítra, sem gerir tvær til þrjár milljónir lítra umfram greiðslumark. Hins vegar er erfitt að ráða í, hvað gerist þegar vetrarálags greiðslunum sleppir um næstu mánaðamót. Vel má vera að þá verði mikill samdráttur þannig að umframmjólk verði eitthvað minni en nú lítur út fyrir. Þórólfur: Það er erfitt að ráða í það nú þar sem vetrarálagið er greitt út í febrúar. fyrir liggur að ekki verður greitt fyrir umframmjólk umfram heildargreiðslumark og því held ég að innvigtun muni dragast meira og minna saman eftir að álagstímabilinu lýkur, heldur én gerðist sl. ár. Hvaða áhrif hefur þessi framleiðsla umfram greiðslumark á afkomu mjólkuriðnaðarins og kúabænda. Birgir: Birgðir próteins úr um- frammjólk frá síðasta framleiðsluári, sem ákveðið var að geyma fyrir innanlandsmarkað eru enn óhreyfðar og ljóst er að þær munu verða það eitthvað áfram. Mjólk framleidd umfram greiðslumark á þessu ári fer því öll til útflutnings. Eins og staðan er á útflutningsmörkuðum, er ekki tilefni til greiðslu til framleiðenda fyrir umframmjólkina. Þórólfur: Framleiðsla umfram greiðslumark er hvorki jákvæð fyrir bændur né iðnaðinn. Hver eru skilaboð ykkar til kúabænda áður en þeir fara að skipuleggja framlciðslu næstu misserin (fram á næsta verðlagsár). Birgir: Það er hagstæðast bæði fyrir mjólkurframleiðendur og afurðastöðvamar að framleiðslan á næstu misserum sé löguð sem best að greiðslumarkinu. Raunar var ein af forsendunum fyrir greiðslu próteinhluta umframmjólkur á síðasta ári, að vel mætti eignast einhverjar varabirgðir í próteini, Birgir Þórólfur Guðmundsson Sveinsson þær eru nú fyrir hendi. Þá blasir ekkert annað við en óarðbær út- flutningur sem rýrir afkomu bæði framleiðenda og afurðastöðva. Þórólfur: Heildargreiðslumark mjólkur á að endurspegla þörf markaðarins fyrir mjólk og mjólkurvömr. Eins og það er reiknað nú vanmetur það þó mjólkurþörfina. Eins og verð er nú á erlendum mörkuðum er æskilegast að framleiðslan sé sem næst heildargreiðslumarki. Smá- auglýsinga síminn er 563 0300 Húnvelningap huga al gjöOlendumúlum Fyrr í mánuðinuni kom saman hópur fólks í Félagsheimilinu Dalsmynni í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Þarna voru á ferð oddvitar, formenn búnaðarsambanda og áhugamenn um þjóðlendumál úr Norðurlandskjördæmi vestra. Það var Gunnar Sæmundsson, stjórnarmaður í Bændasamtökum íslands, og bóndi í Hrútatungu sem boðaði til fundarins. Á fundinum voru ræddar framkomnar kröfur ríkisins (óbyggðanefndar) í lönd Árnesinga. Ákveðið var að efna til fundar sveitarstjórnarmanna og stjórnarmanna í búnaðarsamböndum úr öllu kjördæminu og fá síðan þingmenn kjördæmisins til að mæta á fundinn. Kosin var undirbúningsnefnd til að annast málið. Nefndarmenn hafa rætt við Pál Lýðsson, Litlu-Sandvík, um að koma norður og era mönnurn þar grein fyrir stöðu mála í Árnessýslu. Ekki er búið að dagsetja fundinn vegna anna þingmanna. Reisti 1000 fermetra reiðhöll íyrir eigin reikning! þekktir stóðhestar munu koma fram auk kynbótahryssa og skeið- garpa. Oddur frá Blönduósi mun skipa heiðursess við vígsluna auk fleiri gæðinga í fremstu röð. Víst er að reiðhöllin mun verða mikil lyftistöng fyrir hestamennsku í Húnavatnssýslu á komandi árum en aðstaða sem þessi nýtist vel við tamningar og þjálfun reiðhrossa. Sölusýningar munu fá fastan sess í starfi reiðhallarinnar auk keppni og námskeiða af ýmsu tagi. Hvað ferðaþjónustu viðvíkur er reið- höllin ákjósanleg til þess að kynna hestinn fyrir erlendum ferðamönn- um og skapa þeim örugga aðstöðu til þess að reyna íslenskan hest. Frá því um mitt síðasta sumar hefur Árni Þorgilsson á Blönduósi unnið ötullega að hyggingu þúsund fermetra reiðhallar og 24 hesta hesthúss í hverfi hestamanna sem nefnist Arnargerði. Árni reisir þetta mannvirki að eigin frumkvæði og á eigin kostnað en ætla má að kostnaður verði ekki undir 25 milljónum króna. Árni hefur gert samninga við hestamenn og Blönduóssbæ til nokkurra ára um afnot þeirra af reiðhöllinni og voru þeir samningar undirritaðir á staðnum þann 26.okt. síðastliðinn. Þann 11. mars verður mikið um dýrðir en þá er fyrirhuguð vígsluhátíð reiðhallarinnar. Undir- búningur hefur miðað að því að dagskráin verði í senn hátíðleg en jafnframt sýni það besta sem íslenski hesturinn hefur upp á að bjóða. Hópsýningar verða með þátttöku heimamanna, lands- Gólfflötur hallarinnar er liðlega 800m2 en rúmlega 100m2 eru undir aðstöðurými á tveimur hæðum í norðurenda hallarinnar. Á neðri hæðinni er rými til þess að leggja á og undirbúa hesta, kaffistofa og reiðtygjageymsla, salerni, forstofa og fatageymsla. Á efri hæðinni er samkomusalur sem nýtast mun til funda og sem veitingasalur, með stórum glugga og útsýni yfir reiðsalinn. Innan sem utan er reiðhöllin í Ijósum litum auk þess sem mikið var lagt í lýsingu og er því ávallt vel bjart yfir allrl starfseml á staðnum. Ljósm. Unnar.____________________

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.