Bændablaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 29. febrúar 2000 BÆNDABLAÐIÐ 9 imars í marsmánuði verður boðið upp á eftirfarandi námskeið í hrossa- rækt og ferðaþjónustu við Hóla- skóla, Hólum í Hjaltadal. Nánari upplýsingar og skráning má fá í síma skólans 453-6300. Hófhirðar og járningar. Námskeiðið stendur yfir í 2 daga, 4. - 5. mars að Hólum í Hjaltadal. Leiðbeinandi er Sigurður Sæm- undsson í Holtsmúla. A námskeið- inu verður fjallað um líffræði hófs- ins, hófhirðu og jámingar. Hestaiitir. Námskeiðið stendur yfir í 2 daga, 18. - 19. mars að Hólum í Hjalta- dal. Leiðbeinandi er Guðrún Stefánsdóttir kennari á Hólum. Á námskeiðinu verður fjallað um þá margbreytilegu liti sem prýða íslenska hestinn og hvemig þeir erfast. Einnig verður farið í ræktun hrossalita. Þekking á litaerfðum getur hjálpað til við feðmn hrossa, einnig getur það komið sér vel við ræktun á sjaldgæfum litaafbrigð- um sem oft á tíðum auka verðgildi hrossanna. Rekstur hrossabús VI hluti Námskeiðið stendur yfir í 3 daga, 31. mars til 2. apríl að Hólum í Hjaltadal og er VI og síðasti hluti af námskeiðflokki um rekstur hrossabús. Leiðbeinendur em Vík- ingur Gunnarsson og Hulda Geirsdóttir. Á námskeiðinu verður fjallað um markaðs og útflutnings- mál hrossa einnig um sögu og félagskerfi hrossaræktenda. Einnig verður farið í kynbótadóma bæði bóklega og verklega og að lokum verður undirbúningi og útfærslu kynbótasýninga gerð skil. Hönnun og handverk: Frá hugmynd tíí vöru. Námskeiðið stendur yfir í 2 daga, 6. og 7. mars og verður aftur 3. - 4. apríl að Hólum í Hjaltadal. Leið- Námskeið á vegum Hólaskóla í hrossalitum: „Mikilvægt að viðhalda litaQölbreytni íslenska hrossastofnsins" Hólaskóli mun 18.-19. mars nk. standa fyrir námskeiði sem ber nafnið Hestalitir. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu liti hrossa, hvernig litir erfast og hvernig hægt er að rækta hross með ákveðnum lit. Guðrún Stefánsdóttir, sem sér um námskeiðið, segir hugmyndina að námskeiðinu hafa kviknað í framhaldi af þeirri umræðu sem nú á sér stað um hestaliti en búið er að sýna fram á að litförótti liturinn sé í útrýmingarhættu og vakin hefur verið athygli á því að tfðni sjald- gæfra lita sé orðin lág í stofninum. „Það hefur verið vakning í þessum málum núna og á þessu námskeiði eiga menn kost á að læra erfða- reglur litanna. Ég geri mér grein fyrir því að í ræktuninni leggja menn mesta áherslu á að fá sem hæfileikaríkust og fallegust hross. Hins vegar vilja sumir ræktendur einnig taka tillit til lita í sínu rækt- unarstarfi og á þessu námskeiði gefst kostur á að læra hvemig fá má fram ákveðna liti við ræktun.“ Guðrún nefnir að ef menn vilja rækta t.d. moldóttan hest þá sé hægt að læra á námskeiðinu hvemig helst má ná því markmiði. „Það er erfitt fyrir ræktendur að halda litunum við ef þeir vita ekki hvemig á að fara að því. Menn hafa t.d. komist að því að litförótt hross em í útrýmingarhættu og til að viðhalda þeim stofni þurfa ræktendur að vita hvemig liturinn fæst við ræktun. Ég tel því að núna sé rétti tíminn til að halda svona námskeið." Guðrún segir mikið menning- arlegt verðmæti felast í litaíjöl- breytni hrossanna, auk þess sem þetta er eitt af sérkennum íslenska hrossastofnsins. Einnig felast markaðsleg verðmæti í þeirri lita- fjölbreytni sem við höfum því „augað vill alltaf hafa eitthvað fyr- ir sig, smekkur fólks er misjafn og því er gagnlegt að hafa mikla lita- fjölbreytni," segir hún að lokum. Garíyrkjafl á nýrri öld Dagna 23. - 25. mars nk„ verður haldin ráðstefna í Skógaskóla undir Eyjafjöllum, sem ber yfir- skriftina: „Garðyrkjan á nýrri öld - framtíðin - fræðslan - fagið“. Það er Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykj- um í Ölfusi, sem heldur ráðstefn- una. Fjölmargir innlendir og erl- endir fyrirlesarar munu halda erindi, auk þess sem mikið verður lagt upp úr hópastarfi. Þá verða nokkrar heiðursviðurkenningar af- hendar og boðið upp á fjölbreyttar kvöldvökur og óvænta atburði að hætti garðyrkjumanna. Allar nán- ari upplýsingar um ráðstefnuna er hægt að fá hjá endurmennt- unarstjóra, eða á heimasíðu skólans, www.reykir.is Bændur Bændur Vélar og Þjónusta hf er stærsta þjónustufyrirtækið á sínu sviði á íslandi. 25 ára reynsla gefur okkur aukið forskot. Þekktir fýrlr þjónustu í 25 ár Þjónusta f JAr VELAR& ÞJÖNUSTAhf www.velar.is Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 5 800 200, fax 5 800 220 Útibú á Akureyri, sími 461 4040, Óseyri 1a beinandi er Bryndís Björgvins- dóttir myndlistamaður og mynd- menntakennari Hólum í Hjaltadal. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á hönnunarferlið og mikilvægi vandaðs undirbúnings. Rætt verður um hvernig nýta megi nánasta umhverfi í gerð minja- gripa. Vinnuferlinu verður fylgt frá hugmynd til fullbúinnar vöru, sölu og markaðssetningar hennar. f samráði við leiðbeinenda munu þátttakendur ákveða hvaða efni þeir þurfi að koma með á nám- skeiðsstað. Sjálfbær ferðaþjónusta í framkvæmd Námskeiðið stendur í 2 daga, 27. - 28. mars að Hólum í Hjaltadal. Leiðbeinendur eru Jouko Parvia- inen ráðgjafi í umhverfis- og ferðamálum og Sigurbjörg Áma- dóttir ráðgjafi. A námskeiðinu verður dregin upp mynd af því hvað sjálfbær ferðaþjónusta er í framkvæmd, hvaða kröfur nútíma- ferðamenn gera til ferðaþjónustu í dreifbýli og hvemig ferða- þjónustan getur bmgðist við þeim kröfum á árangursríkan hátt. Eyr.naivier.ki FYRIR BÚFÉNAÐ Bjóðum uppá hin vinsælu eyrnamerki fyrir búfénað frá RITCHEYTAGG. Sérpöntum númeruð merki í allt að ellefu litum. Frí merkitöng fylgir fyrstu 100 merkjunum. (Frí merkitöng fylgir aðeins SnappTagg) Einnig merkipennar, úðabrúsar og krítar. VÉLARa ÞJÓNUSTAhf Þekktir fyrir þjónustu JárnhAlsi 2 . iio Rrykjavík • Sími: 5-800-200 • F.ot: 5-800-220 . www.vdar.is ÖSEYRl 1A . 603 AkURKYRT • SÍMf: 461-4040 FÁX: 461-4044 ----------- þjÓNUSHA r,»i Dansmeyjar af ýmsum toga sýndu jistir sínar. Bóndinn á Sultarstöðum í Bárðardal ræðir við símastúlku hjá Kaupfélagi Þingeyinga. Þorrablól Reyklwrtiiiga Árlegt þorrablót Reykh verfinga var haldið í félagsheimilinu Heiðarbæ fyrir nokkru. Að venju voru mikil skemmtiatriði og hefur skapast sú hefð að fara yfir atburði liðins árs með leik og söng. Borð svignuðu undan krásum og ættjarðarlög lífguðu upp á samkomuna milli þess sem nefndarmenn sýndu listir sínar á leiksviðinu. Að borðhaldi loknu var stiginn dans fram eftir nóttu og var stutt í morgunverk þegar síðustu gestir yfirgáfu húsið. /Myndir og texti: AV Stjórnarfundur í Kaupfélagi Þingeyinga var settur á svið og varpaði Ijósi á ýmsa atburði síðustu mánaða. Hjónin Jóhann Rúnar Pálsson og Huld Aðalbjarnardóttir á Helgá í Beykjahverfi fylgdust vel með skemmtiatriðum., __________ ______

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.