Bændablaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 16
16 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 29. febrúar 2000 - Hvað um endurnýjun í bœndastétt? Hvernig getur ungt fólk tekið við af því sem hœttir búskap? Hvernig fjármagnar ungafólkið kaupin og er það yfir- leitt talið skynsamlegt að hefja búskap?! „Mér er sagt að oft séu bændur um fimmtugt orðnir þreyttir á að mjólka og vilji losna. Þeir eiga kosti í stöðunni. Þeir geta selt búið eða reynt að fá „contract milkers" eða „50/50 share milkers" á búið. Hér eru engir lífeyrissjóðir. Fólk verður að leggja fé til hliðar til að mæta elliárunum. Þeir sem ekki gera það fá örlítinn pening frá ríkinu til þess að lifa af. Þess vegna reyna bændur að halda búinu alla sína ævi og fá „50/50 share mil- kers“ á búið, til þess að fá fé reglu- lega. Er búið síðan selt þegar bændumir falla frá. Ef búið er meðalstórt er því yfirleitt skipt á milli nágrannanna - hafi þeir yfir- leitt áhuga. Þegar bú er selt er jörðin seld sér, og skepnur, vélar og allt annað er selt sér en yfirleitt er efnt til uppboðs. Ef bömin vilja taka við búinu af foreldrum sínum verða þau að borga fullt verð fyrir, borga það sem matsmaður gefur upp. Þegar fólk ætlar að kaupa sér bú þarf það að taka lán fyrir jörðinni. Til þess að fá lán þarf það að eiga 60% af verði búsins í pen- ingum. Svo dæmi sé tekið um það hvemig ungt fólk reynir að fjármagna kaup á eigin búi, þá sækist það eftir því að gerast „share milkers" á meðalbúi með um 200 kýr. Takist það þarf þetta sama fólk að kaupa allar kýmar og vélamar á búinu. Fengið er lán í bankanum sem er yfirleitt ekki mjög erfitt en menn gefa sér 3 - 5 ár til að greiða lánið. Þegar því lýkur má gera ráð fyrir að unga fólkið sækist nú eftir að gerast „share milkers" á stóm búi með um 500 kýr. Það tekur með sér kýmar og vélamar á nýja búinu og fá lán hjá bankanum fyrir þeim 300 kúm sem á vantar. Kýmar sem vom fyr- ir á þessu búi, em mjög líklega eign fyrri „share milkers," sem tek- ur þær með sér eða þá að bóndinn verður að selja kýmar öðmm. Unga fólkið okkar reynir að leggja til hliðar sem „share milkers" ef mögulegt er. Yfirleitt þegar fólk kaupir sína fyrstu jörð byijar það smátt, um 150-200 kýr - selur þær kýr sem ekkert er með að gera og notar íjármagnið - og spamaðinn - til þess að fá lán í bankanum fyrir þeirri jörð sem þau vilja kaupa og flytja þangað með sínar kýr og vélar. Þegar fólk loksins hefur efni á því að kaupa sitt eigið bú er það yf- irleitt í kringum 35 ára. En stritinu er ekki enn lokið. Nú þarf að borga af láninu - og þá má ekki gleyma vöxtunum sem breytast ár frá ári, en yfirleitt em þeir 8-10%. Það er ekki talið mjög skyn- samlegt að hefja búskap. Yfirleitt gerir fólk það vegna áhuga, en sumt fólk geri það aðallega út af lífsstfl, vilja komast úr borgar- stressinu og reyna eitthvað nýtt.“ - Er einhverrar sérstakrar menntunar krafist af þeim sem fara í búskap? Setja t.d. bankar slík skilyrði fyrir lánum? „Nei, menntunar er ekki krafist en hún getur borgað sig. Bóndi sem óskar eftir aðstoð tekur auðvitað þann sem mesta hefur þekkinguna og reynsluna. Þeir sem vilja kaupa jörð og skepnur þurfa ekki að vera menntaðir í land- búnaðarfræðum. Bankinn lánar þeim peninga sem geta sýnt fram á að þeir séu borgunarmenn fyrir láninu." - Veðurfar með tilliti til búskapar? „Veðurfar er upphaf og endir alls í búskap hér eins og annars staðar. Frá byrjun maí fram í miðjan september er vetur og gras- spretta í lágmarki og yfir hávetur- inn em allar kýmar geldar. A vor- in, sumrin og haustin helgast gras- sprettan af rigningu. í janúar og febrúar rignir stundum ekkert, svo grasið hættir að vaxa og skrælnar. Hefur þetta allt áhrif á fram- leiðsluna og þar að leiðandi á inn- komu bænda. Allra nyrst er tölu- vert hlýrra allt árið um kring. Þar em kýmar mjólkaðar yfir vetr- artímann, en um hásumarið em þær geldar því þá er þar mjög þurrt.“ - Hver eru helstu vandamál bcenda áþínum slóðum? „Helsta vandamálið er „ezc- ema“, sem er sveppategund sem vex í grasinu. Þessi sveppur getu eyðilagt lifrina í kúnum, júgrið verður mjög sárt, og stundum er fllmögulegt að mjólka kúna. Skinnið á bakinu flagnar og grær mjög hægt. Kýmar þjást mjög mikið, og halda sig eins mikið í skugga og þær geta. Átið minnkar mikið, svo þær hætta nærri því að mjólka, og em þær yfirleitt geldar upp þegar ástandið er orðið þetta alvarlegt. Þegar hlýtt er vex svepp- urinn vel, en hann minnkar ef hit- inn fer undir fjórar gráður enda vilja bændumir að það sé kalt á nætuma. Hlýindi undanfarin sumur hafa valdið því að ezcema er stórt vandamál. Það er mjög misjafnt á milli búa hversu mikið er af þes- sum svepp í grasinu, en sum bú sleppa alveg við hann. I fyrra þurftu þau héma á þessu búi sem ég er að vinna á, að gelda 34% af hjörðinni vegna sveppsins og sum- ir geltu helming kúnna. Sumum kúm þarf að slátra, og minnkaði hjörðin héma um 40 kýr, frá því í fyrra vegna þessa. Til þess að reyna að koma í veg fyrir að lifrin skemmist, er kúnum gefið fljótandi zinc einu sinni á dag. Kýr sem fá ezcema tvö ár í röð verður að lóga. Annað vandamál er sú staða að hér er ekki nóg af magnesíum og kalcium í jarðveginum og hér í Re- poroa er ekkert af cobalt og kopar. Reynt er að koma því í jarðveginn með áburðinum, en einnig er kúnum gefið magnesium inn yfir þann tíma sem þær eru mjólkaðar, til þess að vama því að þær fái doða yfir burðartímabilið og „gras- staggers" sem líklega má snara sem graskrampa. Kúnum er gefið inn fljótandi lyf „drench" einu sinni á dag. Þær fá zinc (5-15 g), magnesium (5 - 30 g sem fer eftir hversu hratt grasið sprettur), sel- enium og salt (5 - 20gr) (gr/kú/dag). Er þessu öllu blandað saman með vatni, og sprautað upp í þær einu sinni á dag, en sumir bændur setja þetta í vatnstrogin. Sumar kýr elska þetta en aðrar hata, en ofan í þær skal þetta. Sum- ir bændur setja einnig „bloat oil“ í þessa mixtúm. Það er mjög mikið um það að smára sé sáð í túnin, og veldur hann mikilli gasmyndun í skepnunum. Þeim er því gefin „bloat oil“ (5-10 ml/kú/dag) til þess að vama því að þær blási upp og springi. Sumir bændur gefa ekk- ert inn, heldur fá einhvem til þess að dreifa þessu öllu á túnin, en það er mjög dýrt og aðeins á færi þeirra ríku.“ Hvað með afurðaverð? Fá bœndur sœmilegar tekjur fyrir vinnu sína? Bændur telja sig ekki fá nóg fyrir afurðimar. Verðið breytist ár hvert og stundum oft á ári. Þetta fer allt eftir því hvað markaðurinn vill borga hverju sinni fyrir útflutn- ingsvömna. Núna em bændur að fá 25 cent fyrir líterinn. Meðalkýrin framleiðir um 3400 lítra af mjólk yfir árið. Framleiðsla búanna fer eftir því hvemig árar, og getur rokkað mikið á milli ára, þó hjörðin sé alltaf jafn stór. Verð fyrir kjöt helgast líka af framleiðslu og eftirspum en nú em bændur hér að fá $2,20 - 2,40 fyrir kg. Meðalkýrin gefur um 240 - 270 kg af kjöti. Fær bóndinn $25 fyrir hvem kálf sem hann sendir í slátmn, 4 daga gamlan, einnig fá þeir $1-2 fyrir hvern dauðan kálf en skinnið er hirt af þeim og kjötið og beinin em notuð í áburð.“ - Er borin virðing fyrir land- búnaðinum? „Nei, það er ekki borin virðing fyrir landbúnaðinum hér í landi. Flestir bæjarbúar vita ekki mikið um landbúnaðinn eða í hveiju vinna bænda felst. Margir virðast halda að bændur hafi það gott og að þeir eigi mikið land sem þeir noti til leikja. Bæjarbúar halda að bændur eigi nóg af peningum og lifi ríkmann- legu lífi, en svo er ekki.“ - Hvað um umrœðu um líf- rœnan landbúnað? Er hún ein- hver? Telja menn að „organic agriculture“ sé það sem koma skal - eða hvað? „Það er lítið um lífrænan land- búnað og þau bú sem hann stunda em mjög lítil - með 150 kýr og færri. Yfirleitt er ekki betur borgað fyrir lífræna mjólk og henni blandað saman við alla aðra mjólk. Það er þó mjólkurbú hér í landinu sem tekur við lífrænni mjólk, og pakkar henni. Það er mjög erfitt að framleiða lífrænar landbúnaðarafurðir héma og margt sem mælir gegn því. T.d. það að allar kýmar þurfa að bera á svipuðum tíma og því þarf að stjóma með hormónum. Einnig þarf að gefa kúnum mikið af efnum svo þær þrífist vel og illgresi er stórt vandamál hér í landi. Almenningur sækist eftir að kaupa það ódýrasta, þannig að það er ekki mikil eftir- spum eftir lífrænum afurðum, þar sem þær em örlítið dýrari. Málið er það að flestir vita ekkert um land- búnaðinn. Eg hef ekki þá trú að lífrænn landbúnaður vegi þungt - a.m.k. ekki næstu árin.“ - Hugsa menn mikið um um- hverfismál? Leggja þeir eitthvað upp úr því að vera „vistvœnir“? Hvernig fara þeir t.d. með skítinn? Er hann notaður sem áburður? „Fólk þarf að fá leyfi fyrir öllu sem það vill gera og varðar náttúmna. Það þarf leyfi til þess að saga niður tré, breyta byggingum og byggja nýjar. Ef eitthvað gerist sem ekki má - eins og til dæmis ef frárennslistjömin flýtur yfir bakka sína, getur bóndinn fengið 20 þúsund dollara sekt ef sérfræðingar telja að hann sé að menga næsta stöðuvatn. bændur mega ekki setja sitt rusl í flokkunarstöðvamar. Bændur em með ruslaholu og brenna allt jafnóðum. Ekki er mikið gert í því að endurvinna úrgang hér í landi. Skíturinn er geymdur í svo- kölluðum frárennslistjömum, sem er stórar gryfjur, stundum tvær, sem grafnar em í næsta tún við mjaltarfjósið. Gryfjumar verða að vera þéttar til þess að koma í veg fyrir að skítumn fari út í jarðveg- inn. Skítnum er dreift á nærliggj- andi tún þegar tjömin er orðin yfir- full, og notað þannig sem áburður. Fyrir nokkmm ámm var ástand umhverfismála mjög slæmt en það er að batna.“ Eru þeir með samvinnufélög? Samvinna bœnda á öðrum sviðum? Verktakar sem slá og heyja? „Það er mikið um verktaka sem taka að sér heyskap og annað fyrir bænduma, því það em mjög fáir bændur sem heyja sjálfir. Er það yfirleitt einn náungi sem á allar vélamar og ræður fólk til að vinna á vélunum. Bændur em líka í þes- sum verktakaiðnaði. Bóndinn sem ég vinn fyrir er verktaki en hann sér um að slá fyrir aðra. Hann á tvær stórar og öflugar sláttuvélar og rekur sitt eigið fyrirtæki, en sonur hans vinnur fyrir hann ef mikið er að gera. Það er mjög lítið um það nú orðið að bændur séu saman um kaup á vélum, ef svo er em það þá yfirleitt smáar vélar sem em sjaldan notaðar, eins og herfi og valtari. Kúabændumir eiga allar mjólk- urstöðvamar (afurðastöðvamar) saman. Til þess að þeir geti sent inn mjólk, verða þeir að eiga hlut í mjólkurbúinu. Eignarhluturinn fer eftir mjólkurmagni. Þetta á einnig við um áburðarverksmiðjumar í landinu. Bændur sem kaupa reglu- lega áburð eiga hlut í verksmiðjunni. Bændur eiga líka verslanir sem em í flestum stærri bæjum og selja rekstrarvömr til landbúnaðar. Það er mikil samkeppni á milli afurðastöðva. Stærstu stöðvamar reyna að ná bændunum sem senda mjólk til hinna afurðastöðvanna, sem eru næst þeirra svæði, og reyna þannig að stækka sitt af- urðasvæði. Bændur gera mikið af því að fá og þiggja ráð hjá nágrannanum. Þeir hittast reglulega hjá einhverj- um bóndanum og í hópnum er yfir- leitt leiðbeinandi sem ræðir við bænduma og gefur þeim sínar ráðleggingar. Búin em borin sam- an og bændumir leggja fram tillögur og ræða þær.“ - Hvað með tœkjabúnað? Eeggja bœndur á þínum slóðum áherslu á að vera með allt það nýjasta? „Héma er hægt að fá allt það nýjasta sem boðið er upp á á markaðnum, eins og annars staðar í heiminum, spumingin er bara hvort bændumir hafi efni á því. Yf- irleitt eiga bændur ekki allar þær vélar sem þeir þyrftu til að geta stundað búskapinn. Segja má að þeir endumýi trakorana eftir 5 til 10 ár. Flestir bændur eiga einn 80 hestafla traktor með ámokst- urstækjum og einfaldan fóðurvagn. Þegar gamlar vélar bila, em bændumir ekki að hafa fyrir því að gera við þær eða endurnýja. Það borgar sig ekki. Frekar kalla menn á verktaka." - Hvaða tegundir eru þarna af kúm? „Það er mest um Friesian kýr, en einnig er töluvert um Jersey, og örlítið um Holstein-friesian og rauðar og hvít skjöldóttar kýr. Annars er þessu öllu blandað sam- an, og flestir bændur hafa fleiri en eina tegund í sinni hjörð. Það er ekki mikið um hreinræktun hér um slóðir. Menn blanda t.d. saman Friesian og Jersey, og fá þannig út meðal kú, minni nyt en fitu og próteinríkari mjólk heldur en Bændur Bændur Greiður aðgangur að Vélum og þjónustu hf í gegnum heimasíðuna okkar. Lítið við á vefnum www.velar.ls. Þar kemstu iíka inn á heimasíður t.d. hjá Case IH, Krone, McHale, Stoll o.fl. Þekktlr fyrir þjónustu í 25 ár Þjónustaí ' j Ar VÉLAR& ÞJwNUSTAhf www.velar.is Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 5 800 200, fax 5 800 220 Útibú á Akureyri, sími 461 4040, Óseyri 1a Rusl_ er jhAkað J'_þéttbýlij!en |,,hreinjaekUið ^Hesian.. Einnig er. mikið um það að bændur noti Ang- us naut á fyrstakálfs kvígumar, því Anguskálfar em auðveldir í burði. Þannig fá menn ágæta holdagripi.“ - Hvernig er ráðunauta- þjónusta á þessum slóðum - eða er hún einhver? Greiða menn fyr- ir komu ráðunautar? „Ráðunautaþjónustan héma er mjög góð. Bóndinn ræður því hvort hann vill fá ráðleggingar um búskapinn eða ekki, og hversu oft. Á þessu búi kemur ráðunautur annan hvem mánuð - og alltaf sá sami. Hann gengur með bóndanum um landareignina og þeir líta á sprettuna, ræða stöðu mála og breyta því sem breyta þarf. Ráðunauturinn gerir grófa fóður- og áburðaráætlun og fer yfir bókhaldið, sláttinn og allt sem tengist búrekstinum. Gerir hann síðan 2-4 mánaða áætlun fram í tímann. Bóndinn þarf að borga fyr- ir þessa þjónustu um $4000 fyrir árið.“ - Eru þarna stöðvar á borð við Stóra Áramót eða Möðruvelli? Hvernig standa menn að tilraun- um í nautgriparœkt? Sjá ríkis- reknar stöðvar um þann þátt mála? ,Já, það em nokkrar ríkisrekn- ar tilraunastöðvar í landinu, sem sjá um að gera tilraunir á kúm við mismunandi aðstæður. Hér nota menn aðallega hjarðir í tilraunun- um en mjög lítið er um einstak- lingstilraunir. Ég býst við að til- raunimar fari fram á svipaðan hátt og heima. Hér em gerðar margar efnatilraunir þar sem jarðvegurinn er mjög snauður af ýmsum lífsnauðsynlegum efnum." Eru bcendur með sambœrileg samtök og Bcendasamtökin - eða búgreinafélög á borð við Lands- samband kúabœnda? Er félags- kerfið sterkt eða veikt? „Já, það er eitt stórt félag í landinu sem nefnist Federated Farmers, þar sem allir bændur geta verið meðlimir í, en þurfa þess ekki. Ut frá þessu félagi em svo samtök fyrir hverja landbúnaðar- grein fyrir sig, eins og á íslandi. 60 -70% af bændum Nýja Sjálands em félagar í þessum samtökum sem em mjög sterk - þau em teng- iliður bænda við ríkið. Það er mikil munur á Ný- sjálenskum landbúnaði og land- búnaði í Evrópu. Ég held að við getum lært mikið af Nýsjálending- um, en ég held líka að þeir geti lært töluvert af okkur. Það er mjög erfitt að stunda landbúnað hér í landi, því það veltur á veðrinu, hversu miklum tekjum búið veltir yfir árið. Hér er ekkert kvótakerfi - bændur framleiða eins mikla mjólk og þeir mögulega geta á þeim tíma sem afurðastöðvamar taka við mjólk. Það em þó svæði sem taka við mjólk allt árið um kring. Þetta veldur því að flestar kýmar þurfa að bera um það leiti sem af- urðastöðvamar opna, svo bóndinn nái sem mestum gróða. Til þess að þetta sé mögulegt þurfa þeir að stjóma þessu mikið með hormónum, því ekki dugar að hlut- imir gerist eftir náttúmnnar hendi hér í landi. Bændur fá enga styrki frá ríkinu. Því veltur allt á kúnum, og hvemig gengur að selja vöruna. Bændur eiga flest þau fyrirtæki sem afurðimar þurfa að fara í gegnum áður en neytandinn kaupir hana. Það má því segja að bændumir sjái sjálfir um það að selja sína vöm - en þeir ráða að sjálfsögðu sérhæfðan mannskap til þess að annast markaðsmálin. Þegar ég sé hvemig búin em héma, þá finnst mér eins og nýsjálenskir bændur séu mjög fátækir og langt á eftir okkur Evrópubúum, hvað varðar tækni og vinnubrögð. En hér reyna menn að framleiða eins miklar afurðir og hægt er á sem ódýrastan hátt - enda fá nýsjálenskir bændur enga styrki

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.