Bændablaðið - 11.04.2000, Side 8
8
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 11. apríl 2000
Kálfarnir hreyfðu sig ekki þótt þeir væru ákaft myndaðir. Þeir höfðu ekki einu sinni fyrir þvíað baula - svona rétt til þess að láta vita hvort þeir væru samþykkir myndatökunni.
p A M4 j N. f. 2 'W
W § 7i>. *-■
Líklega hefur kálfaeldi á
íslandi verið stórlega van-
mctnið í gegnum tíðina, en
þeir bændur sem hafa lagt rækt
við kálfa sína fyrstu vikur og
mánuði ævi þeirra hafa fengið
þá umhyggju ríkulega endur-
goldna - og má út af fyrir sig
segja að hið sama gildi um upp-
eldi á mannanna börnum...
Hvað sem öðru líður þá er það
nú svo að nútímatækni hcfur
gert bændum kleift að taka
kálfaeldið fastari tökum og er af-
raksturinn líka í fullu samræmi
við það. Hinn 20. desember tóku
ábúendur á Þorvaldseyri í notk-
un kálfafjós með legubásum, en
hér er um að ræða fjós sem
byggt var 1955 og hafði verið
fyrir löngu aflagt sem slíkt. Það
þjónaði raunar um skeið sem
svínahús en nú eru það sem sagt
nokkrir tugir kálfa sem ráða þar
ríkjum - og það gera þeir af
stakri speki og rósemd. Það er
nefnilega athyglivert að þegar
komið er inn í kálfasalinn heyr-
ist ekki baul og kálfarnir líta
vart á gestina - þeir liggja værir
á meltunni og velta fyrir sér
lífinu og tilverunni - eins og kýr
gera gjarnan. Þarna venjast þeir
legubásnum og eru þannig mun
betur undir það búnir að venjast
legubásatjósum. Þrír kálfar hafa
„útskrifast“ og eru nú komnir í
fjósið til eldri og lífsreyndari
kálfa sem ekki nutu þess atlætis
sem nú tíðkast í kálfauppcldinu
á Þorvaldseyri. Bændurnir á
Þorvaldseyri segjast sjá mun á
þeim og kálfum sem aldnir voru
upp á hefbundinn hátt. Stöllurn-
ar þrjár eru stórar eftir aldri,
rólegar og í góðum holdum.
Kálfafjósið rúmar um 30 kálfa
og þegar Bændablaðið kom á vett-
vang var hvert rými skipað.
Yngstu kálfamir undu sér vel í
kálfaboxum (einstaklingsstíum) en
þar eru þeir í tvær til fjórar vikur -
allt eftir því hvort margar kýr eru
að bera hverju sinni.
Hver kálfur hefur sína túttufötu
og þeir fá að drekka tvisvar á dag.
Sog er óþekkt vandamál hjá
kálfunum þegar þeir koma yfir í al-
menninginn. Þar hefur hver kálfur
tvo fermetra til umráða og er það
mikilvægt atriði varðandi þrif og
minnkar líkur á sogi. „Þeir kunna
ekki að leita á aðra gripi eftir að
hafa verið í kálfaboxunum.“
Á síðunni má sjá teikningar af
húsnæði kálfanna en því er við að
bæta að gólfið í kálfaaðstöðunni er
nokkuð sérstakt. Það sem
blaðamaður taldi trébita eru í raun
steyptir bitar, fengnir frá
Danmörku. Hugmyndafræðin bak
við kálfaaðstöðuna er ættuð frá
Noregi. Norðmenn hafa rannsakað
hvemig best sé að standa að kálfa-
eldi og bitamir í gólfinu em árang-
ur noskra rannsókna. Bitamir em
steyptir saman - þrír í einu. Bilið er
auk heldur engin tilviljun en Páll
sagði að á milli bita væm 3,3 senti-
metrar og virðist það henta mjög
vel fyrir smákálfa. Hver biti er 10
cm á kant.
Hönnun bássins er engin til-
viljun frekar en dönsku gólfbitarn-
ir. Básinn hallar ögn og á honum
er gúmmímotta. Básinn er 12 cm
hærri en bitagólfið og kálfamir
skíta aldrei upp í básinn vegna
mishæðarinnar. Við jötuna er 5 cm
hátt þrep fyrir framfætur.
„Norðmennirnir hvöttu okkur til
að hafa svona „smáatriði" í lagi.
Við hlustuðum á ráðleggingar
þeirra enda óþarfi að gera tilraun
til að frnna upp það sem aðrir hafa
rannsakað - og fundið lausn á,“
sagði Ólafur. „Það skiptir máli í
þessu sambandi að bændur em í æ
ríkari mæli að leita út fyrir land-
steinana og kanna sjálfir hvað
starfsbræður þeirra em að gera í
nágrannalöndunum. Við fómm á
fund Alfa-Laval í Svíþjóð en vor-
um líka í Noregi og skoðuðum
svona fjós. Þá vorum við líka svo
heppnir að hitta sérfræðing sem
starfar við að setja upp fjós og
ráðleggja bændum um innrétting-
ar. Norðmenn em miklir reglu-
gerðasmiðir og hafa sett reglur um
nánast ailt sem lítur að fjósum.
Þessu er öfugt farið hér en líklega
væri það nauðsynlegt því menn em
að skaðast mikið á að gera vitleys-
ur. Reglur Norðmannanna taka
mið af reynslu, þróun og
rannsóknum og við eigum að
kanna hvað þeir telja sig hafa gert
best -og yfirfæra þá reynslu á
kúabúskapinn hér. Fari norskir
bændur ekki eftir setum reglurn í
þessu sambandi fá þeir ekki lán.
Svo einfalt er það.“
Ólafur sagði að víst yrði hann -
eins og svo margir aðrir - að játa
að eldi kálfa hefði ekki skipað
nógu háan sess í búskapnum - fyrr
en nú. „Nú býðst bændum tækni
sem lflcir eftir því sem gerist þegar
náttúran fær að ráða. Hvað gerir
kálfur sem fær að ganga undir
Hér má sjá grunnteikningu og
þversnið af káifafjósinu á Þor-
valdseyri. Þess skal getið að miili-
gerðir eru heimasmíðaðar eftir
norskri fyrirmynd. Einstak-
lingsstíurnar eru hins vegar
verksmiðjusmfð frá Alfa Laval.
Norskur kunningi þeirra á Þor-
valdseyri hafði séð milligerðirnar í
fjósi þar í landi og útvegaði teikn-
ingar af þeim. Hann teiknaði einn-
ig upp grunnmynd af kálfafjósinu
og var þeim innan handar með
ýmsar ráðleggingar._____________