Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Miðvikudagur 3. maí 2000 Hólaskóli, Félag ferðaþjónustubænda og Ferðaþjónusta bænda Samningur um verkefri é svifii ierfieþjönustu i drriHi Hólaskóli, Fclag ferðaþjónustu- bænda og Ferðaþjónusta bænda hafa gert með sér samkomulag um verkefni á sviðið ferðaþjón- ustu í dreifbýli. Markmiðið er að skapa búgreininni sterka sam- keppnisstöðu innan ferðaþjón- ustu á íslandi. Meðal annars á að vinna að þróun gæðakerfis sem nýtist öllum þeim aðilum sem starfa á einhvern hátt að ferða- þjónustu í dreifbýli. Nákvœm úttekt Samkvæmt samningnum verður gerð nákvæm úttekt á gistiaðstöðu allra rekstraraðila innan Félags ferðaþjónustubænda fyrir lok sum- ars. Þá á að miðla upplýsingum til ferðaþjónustubænda með nám- skeiðum og kynningarfundum, endurskoða núverandi flokkunar- kerfi m.a. með því að taka inn fleiri þætti á borð við aíþreyingu, efla rannsóknir í ferðaþjónustu í dreif- býli og skrá í tölvu allar upplýsing- ar um ferðaþjónustu í dreifbýli. Verkefninu, sem fær styrk frá Framleiðnisjóði, á að ljúka seinni hluta ársins 2003 og þá verður sam- starf milli þessara þriggja aðila endurskoðað. Þróa flokkunar- og gœðakerfi Sævar Skaptason framkvæmda- stjóri Ferðaþjónustu bænda segir það skipta miklu máli að þróa það flokkunar- og gæðakerfi fyrir ferðaþjónustubæi sem nú er í notk- un. „Við höfum verið með flokkun- arkerfi sl. 10 ár en reglubundið eft- irlit hefur nú legið niðri í þijú ár. Nú munum við byija með það aftur og aðlaga það að breyttum kröfum. Ferðaþjónusta bænda horfir í því skyni björtum augum til samstarfs við Hólaskóla til þess að auka þróun og rannsóknir í greininni. í framtíðinni sér maður t.d. fyrir sér að bændur komi með hugmyndir sem fara inn í kennsluferlið hjá skólanum og verði ræddar þar á faglegum og vísindalegum gmnni.“ Sævar segir það nauðsynlegt fyrir Ferðaþjónustu bænda að halda gæðamálum og flokkuninni virkum og undir stöðugu eftirliti. „Það er því mjög mikið atriði fyrir okkur að fá eftirlitið í fullan gang aftur til þess að geta skilgreint þjónustuna betur og að notandinn viti hvað hann er að kaupa.“ Sævar nefnir einnig að FB ætli að safna á tölvutækt form upplýs- ingum um bæi, þ.e. þjónustu, gisti- aðstöðu o.fl., ásamt myndefni. Þetta efni verður svo sett inn á vef Ferðaþjónustu bænda í framtíðinni. ,j>ama verður ákveðin heimilda- söfnun unnin og við ætlum okkur að halda á skipulegri hátt utan um þær upplýsingar en gert hefur verið fram að þessu.“ Verkefnið gefur ferðamálabraut Hólaskóla tœkifœri Skúli Skúlason skólastjóri Hóla- skóla segir þennan samning gagn- ast vel ferðamálabraut Hólaskóla en hún hefur nú verið starfrækt í fjögur ár. „Þetta verkefni gefur ferðamálabrautinni tækifæri til að koma á beinum tengslum við at- vinnugreinina. Þessi tenging er okkur mjög mikilvæg. Það skiptir líka miklu máli að það er undir- strikað í samningnum að þetta sé búgrein en það hugsa ekki allir þannig um ferðaþjónustuna í dreifbýli. Ferðamálabrautin sér- hæfir sig á ferðaþjónustu í dreif- býli með áherslu á menningu, náttúrufar og sérkenni hvers staðar. Þar kemur uppbygging á afþreyingu inn í spilið og þar munum við vera með námskeið þar sem við hjálpum bændum að koma henni upp. Þetta miðar því í raun að uppbyggingu á ráðgjafa- þjónustu sem Hólaskóli stefnir að því að vera með á þessu sviði.“ Sævar bendir á að það að koma upp afþreyingu þurfi ekki að fela í sér kaup á dýrum tækjum heldur að bjóða upp á afþreyingu sem er tengd náttúrunni. „Það er t.d. hægt að merkja gönguleiðir og fræða ferðamenn um svæðið. Þetta yrði því vinna með nánasta umhverfið og það þarf ekki alltaf að kosta mikla peninga. Hólaskóli er þar veigamikill þáttur í að tengja fólk inn á þessar brautir." Byggist á áhuga bœnda Skúli nefnir að æskilegt sé að tengja ferðaþjónustuna við hefð- bundinn búskap. „Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að þetta sé í raun eina leiðin til að viðhalda menningunni hvað varða íslenska búhætti. Hesturinn gefur okkur t.d. mikla möguleika í ferðaþjónustu sem við getum nýtt miklu betur. Það hefur oft gleymst í umræðunni hversu mikilvægu hlutverki landbúnaðurinn gegnir á íslandi. Þróun á gæðum, möguleikum og afþreyingartækifæmm í dreifbýli gjörbreytir landslaginu í ferðaþjónustu á íslandi.“ Báðir em þeir bjarstýnir á þetta samstarf og sjá fram á að það muni ná yfir lengri tíma en þessi samn- ingur nær til. „Það er klárlega vor í þessum málum. Þetta mun hins vegar að sjálfsögðu byggjast mikið á áhuga bændanna sjálfra og það er mikilvægt að þeir styðji svona verkefni bæði með ákveðnu aðhaldi og að leggja sjálft mark sitt á umræðuna. Hólaskóli mun svo geta unnið úr þeim hugmyndum sem koma.“ Rannsóknir á háskólastigi Ágúst Sigurðsson formaður Félags ferðaþjónustubænda segir að telur að þessi samningur verði ferðaþjónustubændum mikils virði ef að vel tekst til um út- færsluna. „Sá hluti samningsins sem snýr að gæðaeftirliti getur nýst nemendum á ferðaþjónustu- braut Hólaskóla vel í þeirra námi og í leiðinni sparar það félagi okk- ar töluverða fjármuni sem þetta gæðaeftirlit hefur kostað." Ágúst nefnir einnig tenginguna við há- skólastigið. „Ég geri mér vonir um að í Hólaskóla fari fram rann- sóknir á háskólastigi á ferða- þjónustunni. Það eru ekki bara bændur í ferðaþjónustu sem munu njóta þess heldur allir sem starfa með beinum eða óbeinum hætti í ferðaþjónustu." A Alfa Laval Agri Alpro Tölvustýrð kálfafóstra • Alpro tölvustýrð kálfafóstra • Fjárfesting sem borgar sig! • Einstaklingsfóðrun • Fjöldi heimsókna og stærð skammta er forritað á einfaldan hátt • Getur fóðrað allt að 30 ungkálfa • Sjálfvirk aukning/minnkun á dagskammti • Færri vinnustundir við fóðrun • Rólegri og heilbrigðari kálfar • Fæst í tveimur útgáfum Alpro og Stand alone VEIAVERf Reykjavík: Lagmúli 7 Sími 588 2600 Akureyri: Dalsbraut 1e Sími 461 4007 www.velaver.is SauðfjalrrœktapfÉlagiO Dalur ályktar Sauðfjárræktarfélagið Dalur í Laugardal hélt aðalfund sinn fyrir nokkru. Fundurinn beindi svofelldum tilmælum í þremur liðum til LS, Fagráðs, Verðlags- nefndar og SS: 1. Að þessir aðilar beiti sér fyrir bættu samræmi í mati kinda- kjöts á milli sláturhúsa og benda í því efni á meint misræmi milli sláturhúsa á Suðurlandi. 2. Tekin verði upp sú viðmiðun í mati að þyngri skrokkar megi hafa þykkri fitu en þeir léttari í sama fituflokki. 3. Fituflokkun verði ekki látin hafa meira vægi en holdfylling- arflokkun í verði til bænda, sbr. að R4 og P4 séu nú í sama verðflokki. Flokkun kjötsins haldi sér gegnum sölukerfið al- veg í hendur neytenda. SauðQárbændur sampykktu Sauðfjárbændur samþykktu nýj- an sauðfjársamning með 1234 at- kvæðum, sem nemur 63,9% greiddra atkvæða, nei sögðu 654 eða 33, 9%, auðir seðlar voru 42 og 2 ógildir, alls 2,2%. Stjórn LS samþykkti á stjórnarfundi fyrir skömmu að beina því til for- manns landbúnaðarnefndar Al- þingis að beita sér fyrir því að þeir fjármunir sem kunna að sparast af uppkaupafé sauð- fjársamnings, vegna þess hve greiðslur fyrir hvert keypt ærgildi lækka milli ára, nýtist tii markaðsmála í greininni. Stjórn LS fór þess á leit við Framkvæmdanefnd búvörusamn- inga að komið verði á móts við þá sauðfjárbændur sem ekki ná jöfnunargreiðslum vegna þess að þeir voru að. byrja~frámJeiðslu a viðmiðunarárum og hafa því ekki eðlilega framleiðslu tvö ár af þeim þremur sem jöfnunargreiðslur miðast við. Framkvæmdanefndin skoði hvort miða megi einungis við eins árs framleiðslu til að ákvarða jöfnunargreiðslur þeirra sem hófu búskap á viðmiðun- arárunum. Þá má geta þess að að á stjómarfundinum var kynnt afrit ályktunar Landbúnaðamefndar Vopnafjarðar frá 29. mars. sem send var landbúnaðarnefnd Al- þingis. I ályktuninni eru gerðar at- hugasemdir við nvjan sauðfjár- samning að því leýti að ekki skuli heimilað að selja hluta greiðslu- marks jarðar og að þeir bændur sem selja skuli skyldaðir til að þinglýsa kvöð um fjárleysi á jorðinni n;cs:ii sio aii.i

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.