Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 3. maí 2000 BÆNDABLAÐIÐ 19 Nýtt skagfirskt máltæki: kornræklarinnar hefjast þegar Míl fer að renna úr hreskivúlinni"....!!! Meðan skagfirskir kornbændur bíða eftir vorinu huga þeir að haustuppskerunni og þeirri vinnu sem þá er í vændum. Nýtt skagfirskt máltæki segir: „vandamál kornræktarinnar hefjast þegar kornið fer að renna úr þreskivélinni“. Tveir möguleikar eru þá í boði, þurrka kornið eða súrsa það í loftþéttum umbúðum. Þurrkun er orkufrek og takmarkandi við afköst þreskingar og ef kornið er mjög blautt er þurrkun óraunhæf. Því þarf að súrsa það korn sem ekki er hægt það þurrka. En hvaða lausnir eru í sjónmáli við meðhöndlun á súru komi? Það er í sjálfu sér í lagi að geyma kom í tunnum og stórsekkjum þegar magnið er lítið. Annað er upp á teningnum þegar uppskeran er orðin nokkrir tugir tonna og komræktin þannig orðin stór hluti af fóðuröflun búsins. Svo mikið magn kallar á önnur vinnubrögð við geymslu og gjafir. I samvinnu við Vélaval í Varmahlíð hefur verið fundið sænskt fyrirtæki sem framleiðir innisfló fyrir blautt kom. Sflóin eru úr léttri grind með þykkum loftþéttum dúk inní og er hægt að fá í stærðum frá ll-120m3. Með sflóunum kemur snigill til losunar sem er útbúinn með loftþéttu loki til að hvergi leki loft inn þegar ekki er verið að taka úr sflóinu. Pokinn er laus inn í grindinni og sígur niður eftir því sem tæmist úr sflóinu og hindrar þannig að loft dragist inn í pokann. Sflóin hafa verið í notkun í nokkur ár í Svíþjóð og em viðurkennd af þarlendum prófunaraðilum. Þarna er e.t.v. um áhugaverða nýjung að ræða fyrir íslenska kombændur. O, nei, það fara ekki fleiri á bak.... Á myndinni má sjá ungan og upprennandi sauðfjárbónda, Jón Snorra Þorsteinsson, Bjarnarnesi brosleitan á svip en hvað hrossin heita vitum við ekki. Bú-2000: Undirbúningnr gengur vel Undirbúningur fyrir landbún- aðarsýninguna Bú-2000 geng- ur mjög vel að sögn Sig- urrósar Ragnarsdóttur hjá Sýningum ehf. Sigurrós segir að allt sýnin- garrými í Laugardalshöll sér að fyllast. M.a. séu básar sem eru stærri en 20 m2 upppantaðir. „Það stefnir í mjög góða þátttöku. Bæði verður mjög breiður hópur sýnenda og svo hafa margir lýst yfir áhuga á að koma á sýninguna, hvort sem þeir búa í sveit eða borg,“ segir hún og bætir við að sýnendur verði líklega um 70 talsins. Hún segir að sýnendur komi úr ýmsum áttum. Bæði verða þarna fyrirtæki í vélasölu, fóðri og áburði, búgreinafélög og menntastofnanir í landbúnaði, bankar og tryggingarfélög svo eitthvað sé nefnt. „Það verður ýmislegt um að vera á sýnin- gunni og margvíslegar uppákomur munu eiga sér stað. Það mun verða þess virði að koma á þessa sýningu og ég hlakka mikið til. Sýningin verður mjög skemmtileg," segir Sigurrós. Sigurrós bætti því við að sýningin verður í samvinnu við Menningarborg Reykjavíkur 2000 og landsmót hestamanna og munu verða sameiginlegar uppákomur í tengslum við það. Mikil ásókn í námskeið í hundatamningum: Kennarinn annar ekki lengur eflirspurn ettir kennsln Mikil ásókn hefur verið í námskeið í hundatamningum sem endurmenntunardeild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri hyggst gangast fyrir. Staðan er nú orðin þannig að mun færri komast að en vilja og kennarinn, Gunnar Einarsson á Daðastöðum, annar orðið ekki eftirspurn í þessa kennslu. Gunnar segir áhugann hafa smátt og smátt verið að aukast. „Menn eru að sjá sífellt betur að það er ekki nokkur leið að smala kindum án þess að eiga þokk- alegan hund. Það er að fækka í sveitunum og þeir sem eftir sitja eru kannski ekki eins fljótir að hlaupa og áður. Að auki fréttist af fólki sem hefur náð góðum árangri í að temja hunda og vill því eignast hund sem kemur að gagni við smalamennskuna.“ segir Gunnar. Hann tekur þó fram að það þurfi meira en þrjá daga til að temja hund. „Ég reyni að sýna fólki fram á það að ef það sinnir þessu vel og gefur þessu tíma nær það árangir tiltölulega fljótt. Ef fólk er með ungan hund er hægt að koma honum vel af stað í tamningunni á þessum þremur dögum en eftir það verður fólk að halda áfram. Það er of mikið um það að fólk hætti tamningu að loknu námskeiðinu hjá mér og geri ekkert meira með þetta. Staðreyndin er hins vegar sú að það tekur álíka langan tíma að temja hvolp og að temja hest og það er vinnan sem unnin er eftir námskeiðið sem gerir hundinn að góðum fjárhundi.“ Námskeiðin sem Gunnar hef- ur haldið í samvinnu við endur- menntunardeild Landbúnaðarhá- skólans á Hvanneyri standa yftr í þrjá daga og á þeim kennir hann undirstöðuatriði í hundatamning- um. Þau eru haldin á vorin og haustin og eru yfirleitt sjö þátt- takendur á hveiju námskeiði. Námskeið voru haldin á Hvann- eyri og í Rangárvallasýslu í aprfl og voru öll fullbókuð. Stefnt er að því aðeinhver námskeið verði í sumar og svo fleiri í haust. Áhugasamir sem viljafá námskeið heim í héruð eru hvattir til að hafa samband tímanlega við Landbúnaðarháskólann því námskeiðin krefjast nokkurs undirbúnings. Stálgrindarhús Bjóðum á hagstæðu verði stálgrindarhús frá Finnlandi. Húsin henta m.a. vel sem hlöður, gripahús, vélageymslur, reiðhallir og iðnaðarhúsnæði. Húsin fást í breiddum frá 6,0 m til 30,0 m. Lengdir og vegghæðir eftir óskum kaupenda. Umboð/sala: Weckman H. Hauksson hf. Suðurlandsbraut 48 Sími: 588-1130. Fax. 588-1131. Heimasími: 567-1880 Verðdæmi: (gengi í apríl 2000) Stærð: 11,2 x 20,4 = 228 m2. Verð frá kr. 1.550.000 með VSK. Stærð: 14,2 x 20,4 = 290 m2. Verð frá kr. 1.880.000 með VSK. Stærð: 16,3 x 29,0 = 472 m2. Verð frá kr. 2.970.000 með VSK. Stærð: 20,3 x 40,4 = 820 m2. Verð frá kr. 5.200.000 með VSK. Ath. að ofangreind hús eru aðeins tekin sem dæmi. Aðrar stærðir fáanlegar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.