Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 21
Miðvikudagur 3. maí 2000
BÆNDABLAÐIÐ
21
Guðrún Jónsdóttir hefur unnið skipulag fyrir sveitarfélög norðan Skarðsheiðar:
Guðrún Jónsdóttir arkitckt hef-
ur undanfarin ár látið sig varða
skipulagsmál á landsbyggðinni
og hefur þegar unnið svæðis-
skipulag fyrir alla Borgar-
fjarðarsýslu. Hún telur að víða
séu vannýttir möguleikar fyrir
sveitir landsins sem geti skilað
þeim auknum tekjum og stuðlað
að því að hægja á fólksflóttanum
frá landsbyggðinni til
höfuðborgarsvæðisins. Bænda-
blaðið ræddi við Guðrúnu um þá
möguleika sem felast í skipulagi
byggðar til sveita.
Guðrún vann á árum áður
mikið fyrir Reykjavíkurborg og
var m.a. forstöðumaður Borgar-
skipulags í 5 ár. Hún er hins vegar
þeirrar skoðunar að skipulagsverk-
efnin úti á landi séu bæði áhuga-
verð og þörf og því vill hún nýta
krafta sína í þau. „Það er mikill
fjársjóður fólginn í þessum
svæðum og við þurfum einhvem
veginn að finna leiðir til að þau
geti þrifist og lifað áfram. Ég tel að
það felist miklir möguleikar í gerð
skipulagsáætlana fyrir þessi svæði.
Þessar áætlanir geta vakið athygli
á sérstöðu svæðanna og jafnframt
fengið fólkið sem þar býr til að
trúa á svæðið sitt og sjá framtíð í
þeim möguleikum sem þar er að
finna.“
Ibúar taki þátt
Guðrún segist líta á skipulag sem
stjómtæki. „Það er mjög mik-
ilvægt að þegar skipulagsáætlanir
em mótaðar, komi íbúar viðkom-
andi svæðis og ráðamenn að þes-
sum hugmyndum og allir hjálpist
að við að skapa framtíðarsýn fyrir
svæðið. Það em engin tvö svæði
eins. Á einum stað geta t.d. mögu-
leikamir falist í ferðaþjónustu sem
byggir á tiltekinni sögu eins og
dugnaðarfólk á Hofsósi hefur nýtt
sér. Á öðmm stað geta það verið
tilteknar jarðmyndanir. Þetta er
breytilegt frá einum stað eða svæði
til annars. Alls staðar má þó líta á
sögu svæðisins, menningar- og
náttúmminjar sem stórkostlega
auðlind í þessum efnum, auðlind
sem draga þarf fram og nýta með
markvissum hætti í þágu viðkom-
andi svæðis.
Á sumum svæðum em
þéttbýliskjamar sem hafa það í för
með sér að störfm á viðkomandi
svæði verða örlítið fjölbreyttari.
Jafnvel getur verið um að ræða
störf sem menn geta stundað með
búrekstri en slíkt er orðið eftirsótt
eftir að landbúnaðurinn fór að
verða veikbyggðari. Efling slíkra
kjama er milcil því þeir em oft for-
senda þess að viss lágmarks-
þjónusta haldist á svæðunum og
félagslegi þátturinn verði ekki of
veikur."
Guðrún líkir skipulagsstarfmu
við trúboð. „Það þarf að fá íbúa
svæðisins til að taka þátt í þessari
vinnu og segja frá því hvaða fram-
tíðarsýn menn hafa fyrir svæðið.
Þá má fólk gjaman gefa hug-
myndafluginu lausan tauminn. Það
getur svo margt jákvætt komið út
úr því.“
Guðrún hefur gert svæðis-
skipulagsáætlun fyrir alla Borgar-
fjarðarsýslu. Reynsla hennar af
þeirri vinnu er sú að þegar fólk
skynjar hvemig tæki þetta er, sé
mjög gaman að vinna með því.
„Ég er nú að vinna aðalskipulag
fyrir sveitarfélög norðan Skarðs-
heiðar í samvinnu við Auði
Sveinsdóttur iandslagsarkitekt og
ég vona að þá sé hægt að dýpka
hugmyndimar sem komu fram í
svæðisskipulaginu og útfæra þær
nánar. í Borgarfirði er t.d. öflugur
byggðakjami á Hvanneyri. Þar em
einnig Reykholt og Húsafell sem
em ólíkir kjamar. Svo em kjamar
á borð við Bæ, Kleppjámsreyki og
Brautartungu í Lundarreykjardal.
Þetta em kjamar með félagsheim-
ili, sundlaug, íþróttaaðstöðu eða
jafnvel skóla. Hvanneyri og Reyk-
holt hafa í framhaldi af svæðis-
skipulaginu verið að fá verðugra
hlutverk. Bændaskólinn á Hvann-
eyri er nú orðinn að landbúnaðar-
háskóla sem kallar á töluverða
uppbyggingu bæði í þjónustu og
skólahaldi og margir vilja búa þar.
Fjölbreytni í störfum eykst og það
er mikilvægt fyrir þetta svæði.
I Reykholti er í raun það sama
að gerast. Þar er komin kröftug
menningarstofnun og með því að
gera sýnilegar allar þær fomminjar
sem þar em fer áhugi ferðamanna
á staðnum örugglega vaxandi og
umsvif aukast. Þetta gerist auð-
vitað ekki sjálfkrafa. Það þarf að
vinna á mörgum vígstöðvum en án
framtíðarstefnumörkunar fyrir
staðinn gerist lítið. í Húsafelli er
sérstök aðstaða sem ömgglega má
gera enn meira úr. Hér er fyrst og
fremst á ferðinni hugmyndaauðgi
örfárra manna og þrotlaust starf
sem ég er ekki í vafa um að á eftir
að vaxa og dafna til hagsbóta fyrir
svæðið all*. Svo má nefna
skógræktaráætlun fyrir Vesturland
en hún getur orðið búbót fyrir
bændur á þessu svæði í fram-
tíðinni.
Vegamál í uppsveitum Borgar-
fjarðar em óhemju mikilvægur
þáttur fyrir framþróun svæðisins.
T.d. myndu gagngerar endurbætur
á Uxahryggjavegi opna nýja
möguleika í ferðaþjónustu og öll
tengsl svæðisins við Suðurland.
Með þeim endurbótum skapast
möguleikar á nýjum Þingvalla-
hring þar sem Borgarfjörður í allri
sinni dýrð kæmi inn í myndina
sem valkostur við styttri ferðir um
Suðurland."
Vannýttir möguleikar
Guðrún telur mikla möguleika
vannýtta víða um land. Hún segir
að gerð skipulagsáætlana hjálpi
mönnum að marka stefnu og setja
sér markmið sem síðan er hægt að
leita leiða til að gera að raunvem-
leika. „Ég nefni hér einn þátt sem
lítill gaumur hefur verið gefinn,
þátt sem margir hafa áhuga á og
myndu skoða ef hann væri dreginn
fram og honum sinnt. Hér á ég við
byggingasöguna. I Borgarfirði em
t.d. mörg hús með merka bygging-
asögu. Ef hægt er að leggja smá
íjármuni í það að halda þessum
húsum við þá væru þeir ófáir sem
vildu skoða þau. Á svæðinu em
byggingar eftir Guðjón Samúels-
son, Rögnvald Ólafsson og Jóhann
Fr. Kristjánsson en allir þessir
menn em stór nöfn í byggingasögu
okkar.
Og hvað með baðmenninguna í
Borgarfirði, Snorralaug, Krosslaug
o.s.frv.? Er ekki hægt að spinna
gildan þráð út frá þessu? Hver veit,
nóg er a.m.k. til að heitu vatni á
svæðinu. Svo ég renni nú augun-
um norður yfir heiðar, hvað með
Húnavatnssýslumar þar sem fom-
sögur vom ritaðar, elsta klaustur
landsins var reist og fræðsla
kvenna var með blóma um áratuga
skeið, að ógleymdum laxveiði-
ánum? í öllu þessu felast mögu-
leikar sem þarf að virkja.“
Að mati Guðrúnar er gerð
vandaðra skipulagsáætlana nokkuð
sem á að taka sterkar inn í umræðu
um byggðamál en nú er gert. „Við
þurfum að greina svæðin vandlega,
síðan þarf uppbyggingarstarf að
hefjast með aðstoð fólksins sjálfs.
Við þurfum að átta okkur á því
hvernig við getum og viljum lifa í
þessu landi og móta leikreglumar
og leiðimar út frá því.
Enn sem komið er hefur þessi
greiningarvinna ekki farið fram
nema sums staðar á landinu. Mikið
vantar t.d. á það að svæðisskráning
hafi farið fram fram á fomleifum á
landinu, hvað þá nánari greining
þeirra. Það er nauðsynlegt að veita
meira fé til þessarar skráningar-
vinnu þannig að mönnum sé ljóst
hvað þeir eru með í höndunum. Nú
þegar skipulagsmálin eru komin
yfir til sveitarfélaganna í jafn
ríkum mæli og raun ber vitni getur
það verið mörgum þeirra ofviða að
standa straum af vönduðum úttekt-
um. Uttektimar em aftur á móti
oftast forsenda fyrir því að hug-
myndir fæðist og möguleikar á
ýmsum sviðum verða sýnilegri."
Guðrún vonast til að geta gert
svæðisskipulag fyrir fleiri svæði á
landinu. „Ég hef gaman af því að
vinna með íbúum og sveitar-
stjómarmönnum að svona verkefn-
um, ná sambandi við fólkið og
reyna að spinna þráðinn með því.
Þó að það sé tímafrekt er það að
mínu mati mikilvægt. Fólkið þarf
að hafa trú á áætlanagerðinni og
skilja hana.
Fyrir nokkmm ámm var ég að
vinna að aðalskipulagsáætlun fyrir
Blönduós. Mér finnst mjög fallegt
á Blönduósi og sérkenni staðarins
sterk. Skálin sem umlykur bæinn
er fallega mótuð, græn tún mynda
botn skálarinnar og svo er það áin,
hafið og strandafjöllin í sínum
fjölbreytilegu litbrigðum sem
gleðja augað. Þegar ég fór að segja
þetta við íbúana þá fannst þeim
þetta ný sýn en þó engan veginn
ósönn. Þegar fram í sótti varð að
niðurstöðu að í skipulagsáætlun-
inni skyldi gengið út frá því að
snetra ekki túnin og jafnvel styrkja
landbúnaðarþáttinn í
byggðamynstri þorpsins. Gert var
ráð fyrir lóðum í þorpinu á
afmörkuðu svæði þar sem
húsdýrahald væri leyft að uppfyllt-
um skilyrðum um hreinlæti og til-
tekinn frágang mannvirkja og um-
hverfis. Göngustíga skyldi leggja
sem gæfu vegfarendum möguleika
á því að staldra við og sjá skepn-
umar, skoða nýfædd lömb eða
hænuunga. Þannig fékkst fólk til
að stoppa á Blönduósi og nýtti sér
jafnvel aðra þjónustu sem í boði
var, svo sem veitingasölu. Slíka
möguleika væri hægt að nýta víðar
um landið og þar geta skipu-
lagsáætlanir komið til hjálpar,"
sagði Guðrún að lokum.
Uslll
JDUil ■JJiiiID'Ji!
Stórkostlegt vortilboð á
Overum plógum
Överum A 314 F þrískeri með rúlluskerum,
forskerum, framlengingarmoldverpum og
brotboltaöryggjum á aðeins
Kr* 1U3.UU- án. vsk.
Aðeins örfáum plógum óráðstafað.
Hafið samband við sölumenn okkar og tryggið
ykkur Överum plóg á þessu frábæra verði.
VÉLARs
PJÓNUSTAhf
Þjónushx f
Sími 5 800 200 - Fax 5 800 220