Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Miðvikudagur 3. maí 2000 Útgefandi: Bændasamtök íslands Bændahöll við Hagatorg, 127 Reykjavík Sími: 563 0300 Fax á aðalskrifstofu BÍ: 562 3058 Fax hjá Bændablaðinu: 552 3855 Kennitala: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Beinn sími ritstjóra: 563 0375 GSM sími: 893 6741 Heimasími ritstjóra: 564 1717 Netfang: bbl@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 Blaðamaður: Hallgrímur Indriðason. Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fóru 6.519 eintök í dreifingu hjá íslandspósti hinn 15. febrúar sl. Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 3.800 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.800. Prentun: ísafoldarprentsmiðja Nr. 112 ISSN 1025-5621 Bændobluðið Leiðbeiningaþjónustan Leiðbeiningaþjónustan, framtíðarskipulag og kostun var einn þeirra málaflokka sem síðasta Búnaðarþing fjallaði og ályktaði um. Markmið leiðbeiningarþjónustu á hverjum tíma þarf að miðast sem mest við þarfir ein- stakra bænda. Hún þarf að vera í stöðugri endurskoðun, fylgja eftir og helst að vera skrefi á undan þróun landbúnaðarins á hverjum tíma. Traust og góð leiðbein- ingaþjónusta í gagnkvæmu samstarfi við rannsóknir og fræðslu eru algjör forsenda al- mennrar framþróunar í landbúnaði. Til þess að bændum nýtist góð og öflug leiðbeiningaþjónusta er grundvallaratriði að menntunarmál bænda séu í góðum farvegi. Menntun felst m.a. í hæfni bænda til að nýta sér þá ráðgjöf og þær leiðbeiningar sem í boði eru á hverjum tíma. Því er mikilvægt að búnaðarskólarnir og leiðbeiningaþjónustan verði i enn ríkari mæli virkjuð til endurmennt- unar bænda. Þar eru möguleikar nútíma tækni í fjarfundabúnaði og interneti rétt að opnast. Stærri hluti leiðbeininga og fræðslu mun í auknum mæli verða til staðar með þessari nýju tækni og því er það hverjum bónda nauðsynlegt að búa yfir hæfni til að geta notað hana sem best. Það er jafnframt for- senda þess að hinn almenni bóndi geti nýtt sér slíkar leiðbeiningar að ákveðin lágmarks fjarskiptaþjónusta sé fyrir hendi um allt land. Notendur leiðbeiningaþjónustunnar munu í vaxandi mæli þurfa að sækja hana um lengri veg, því eru úrbætur í gagnaflutningum og fjarskiptatækni mikil nauðsyn. Samkvæmt búnaðarlögum skal sefnt að því að komið verði á fót nokkrum leiðbeinin- gamiðstöðvum. Þessi vinna hefur gengið hægt og eru fyrir því ýmsar ástæður. Þar vega einna þyngst fjárhagslegar ástæður og staðsetning miðstöðvanna og útibúa þeirra. Vert er að skoða þá hugmynd ofan í kjölinn, að öll leiðbeiningaþjónustan í landinu verði undir einni yfirstjórn. Þar sem um einhverja deildarskiptingu gæti verið að ræða, t. d. þannig að leiðbeiningar í búfjárrækt gætu hugsanlega skiptst á milli landshluta og í ein- hverju mæli einnig eftir búgreinum. Meiri tengsl þurfa að verða á milli leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði og starf- semi atvinnujDróunarfélaga á landsbyggðinni, Með því væri hægt að gera landbúnaðinn gildari og virkari í atvinnuþróun byggðanna. Af því hefðu báðir aðilar hag. Á jáeim stöðum þar sem leiðbeiningarmiðstöðvar störfuðu ekki gætu útibú þeirra verið í húsnæði hjá þessum félögum. Einn þeirra þátta sem ráðunautar í eins manns héruðum kvarta helst undan er fagleg einangrun. Með starfi á leiðbeiningamiðstöð allt árið eða hluta þess og með öðrum fag- starfsmönnum atvinnuþróunarfélaga ætti þessi einangrun að geta minnkað. Fjármögnun leiðbeiningaþjónustunnar er aðallega með tvennum hætti: Með inn- heimtu fasts gjalds af bændum (búnaðar- gjaldi) og fjárveitingum frá ríki skv. búnaðar- lagasamningi og svo með sölu þjónustu. Sala hvers konar þjónustu er sá þáttur sem hefur aukist og á líklega eftir að vaxa enn frekar. Skiptar skoðanir eru um það meðal bænda hvaða þjónustu eigi að selja. Öll gjaldtaka er vandmeðfarin og því verður að fara afar gætilega . Gjaldtaka má ekki verða til þess að notandi sem þarf á þjónust- unni að halda geti ekki nýtt sér hana vegna kostnaðar. Ákveðinn grunnþáttur leiðbein- inga verður að vera fjármagnaður eins mikið og kostur er sameiginlega. Starfandi er nefnd sem skipuð var í kjölfar ályktunar Búnaðarþings 1999 um gjaldtöku fyrir leiðbeiningar og markvissari þjónustu. Henni er m.a. ætlað að vinna að forgangsröðun verkefna búnaðar- sambandanna og skilgreina hvaða ráðgjaf- arverkefni búnaðargjaldið og ríkisframlagið eiga að standa undir. Mikilvægt er að niðurstaða þess liggi fljótlega fyrir. Einnig að áherslur hverrar búgreinar um þá ráðgjaf- arþjónustu sem þær óska eftir og jafnframt þær breytingar sem hver búgrein vill sjá á þjónustunni frá því sem er í dag. Þegar það liggur fyrir, þarf að verðleggja þá þjónustu sem bein gjaldtaka verði tekin fyrir. Leiðbeiningaþjónustan er einn mikilvægasti þáttur í starfi Bændasamtakanna og búnaðarsambandanna. Því er nauðsynlegt að menn geri sér grein fyrir skýrum markmiðum sem þeir vilja ná í starfrækslu hennar og gæti þess að leggja höfuð áherslu á innihald hennar fremur en umgjörð. Ég óska öllum lesendum Bændablaðsins gleðilegs og gjöfuls sumars. Guðmundur Grétar Guðmundsson. Stjómarmaður í BI. RANNSÓKNASTOFNUN LANDBÚNAÐARINS BÚTÆKNIDEILD HVANNEYRI Tækni viO áburOardreifingu Láta mun nærri að um 12% af breytilegum kostnaði við hefðbunda búvöruframleiðslu þar sem heyfóður er notað megi rekja til áburðarkaupa. Því er mikils um- vert að vel sé staðið að áburðar- dreifingu. Óhentug og úrelt tæki og ónákvæmni í vinnubrögðum rýra nýtingu áburðarins og geta valdið verulegum óbeinum útgjöldum. Bútæknideild RALA hefur á undanfömum árum prófað nær allar gerðir áburðardreifara sem eru á markaðnum. Upplýsing- ar um þá er að finna bæði í útgefn- um prófunarskýrslum og svo á upplýsingavef RALA, Bændasam- taka íslands og búnaðarsamband- anna. Þá má nefna að Bútækni- deild hefur gert lauslega könnun á hvemig árangurinn er við dreif- ingu hjá bændum almennt. Niðurstöðumar benda ákveðið til þess að víða séu dreifigæðin langt undir þeim mörkum sem telja má viðunandi. Um þessar mundir em menn að undirbúa vorverkin og því við hæfi að fara yfir helstu atriði varðandi áburðardreifingu en ýtarlegri umfjöllun er að fmna í kennslu- og handbókaefni í þes- sum fræðum. ÁBUÐARDREIFARAR. Algengastir hér á landi eru svo- nefndir þyrildreifarar. Þeir em í þeim flokki dreifara sem em hvað ódýrastir, liprir í notkun og af- kastamiklir. En samhliða þessu em þeir vandmeðfamir ef ná á viðun- andi dreifigæðum. Því er líklegt að þeir muni á næstu ámm víkja fyrir dreifurum sem nota t.d. blásara og hliðararma til að ná sömu afköstum en skila mun meiri dreif- igæðum. Ástæðumar em einfald- lega hagkvæmnis- og umhverfis- sjónarmið. Þyrildreifarar em að jafnaði lyftutengdir og rúma allt að eitt tonn ýmist með einni eða tveimur dreifiskífum. Á dreif- iskífunum em uggar eða rennur sem slöngva áburðinum út frá dreifaranum. Þá má í mögum til- vikum stilla eftir áburðartegundum og þá reynir á að viðunandi leiðbeiningar fylgi tækinu eða séu aðgengilegar. I mörgum tilvikum má breyta stefnu dreifigeisla þegar ekið er á jöðmm spildna t.d. meðfram skurðbökkum. PRÓFUNÁ ÁBURÐARDREIFURUM. Prófanir á áburðardreifumm em tvíþættar. Annars vegar er um að ræða innanhússprófanir og tækni- legar mælingar og á hinn bóginn notkun í venjulegum búrekstri. Innanhúsprófanir eiga a3 vera fyrir hendi fyrir allar viðurkenndar gerðir áburðardreifara. Þær em framkvæmdar í samræmi við alþjóðastaðla (ISO). Þar er lögð áhersla á að framkvæma allar prófanir við eins líkar aðstæður og kostur er, þannig að bera megi þær saman milli landa. Niðurstöður af þessum prófunum em birtar í töflum og línuritum þannig að not- andinn fái upplýsingar um magn- stillingar og hæfilega skömn dreififerða. Einnig koma fram ýmsar tæknilegar upplýsingar varðandi rými, þyngdarhlutföll, hleðsluhæð og fleira. Ut frá dreif- ilínuritunum er unninn svonefndur breytileikastuðull en með honum er unnt að ákvarða ólíka skömn dreififerða eftir áburðartegundum. ÁHRIFAÞÆTTIR Á DREIFIGÆÐIMEÐ ÞYRILDREIFARA. Dreifimagnið þ.e. magnstillingin á dreifaranum hefur áhrif á virka vinnslubreidd. Að jafnaði minnkar vinnslubreiddin við stóra áburðar- skammta. Eiginleikar áburðarins geta haft mikil áhrif. Stærstu komin kastast eðlilega lengst og sallinn sáldrast næst dreifaranum. Áburðarframleiðendur og söluaðil- ar getar gefið upp komastærðir og stærðardreifingu sem má bera saman við prófunarskýrslur og stiila þarf þá dreifarann í samræmi við það. Snúningshraði á aflúttaki hefur mikil áhrif á dreifigæði. Oftast er miðað við að snúningshraðinn sé 540 sn/mín. Nær ógemingur er að giska á réttan hraða sé snúnings- hraðamælirinn á dráttarvélinni ekki í lagi. Frávik í báðar áttir geta skekkt dreifimyndina og þar með verður skömnin ómarkviss. Rétt tenging við dráttarvél er áríðandi. Með hverjum dreifara eiga að fylgja leiðbeiningar um hvort dreifiskífur eiga að vera láréttar eða halla örlítið. Rétt hæð frá jörðu er einnig mikilvæg og helst á að mæla hana á velli. Dreif- arinn á ekki að halla til hliðanna en því er stjómað á lyftiörmum dráttarvélanna. Hliðarvindur hefur slæm áhrif á dreifigæðin, einkum á fínkoma áburð. Ekki er talið ráðlegt að vinna við dreifmgu ef vindur er um eða yfir 3 vindstig. Hæfni ökumanns hefur afger- andi þýðingu um hvemig til tekst með áburðardreifinguna. Fyrir ut- an ýmisleg tæknileg atriði við still- ingu dreifarans getur aksturslagið haft úrslitaþýðingu um hvemig árangurinn verður. Vert er að hafa í huga að á hverri vinnustund við dreifmgu fara „í gegnum“ dreifar- ann verðmæti sem nema tugum þúsunda. AÐLOKUM • Gangið úr skugga um að fyrir liggi prófunarskýrsla um dreif- arann. • Fylgið nákvæmlega leiðbein- ingum framleiðenda við teng- ingu á dráttarvél og snúnings- hraða aflúttaks. • Skoðið vandlega dreifilínurit og áhrif vinnslubreiddar á sveifl- ustuðul. • Við ákvörðun á dreifimagni má hafa töflur úr prófunarskýrslum til hliðsjónar en best er að gera eigin athuganir á velli. • Akið með jöfnum hraða við dreifingu og skiptið ekki um hraðastig nema breyta stillingu dreifarans. • Notið hliðarstillibúnað ef kostur er þegar dreift er á jöðmm spildna. • Hafið skýrar viðmiðanir á spilduendum (stengur eða til- svarandi) til að fá hæfilega skömn dreififerða. • Góð regla er að þrífa dreifarann og dráttarvélina vel að notkun lokinni og verja þau ryðmyndun með viðeigandi efnum. Grétar Einarsson, Hvanneyri.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.