Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 3. maí 2000 BÆNDABLAÐIÐ 15 Heimsókn krakkanna í skólabúðunum á Reykj- um að Tannstaðabakka: r Hápunktur skólabúðanna að Reykjum fyrir marga krakka er án efa heimsókn þeirra á bæinn Tannstaðabakka, sem er skammt þar frá. Þar fá börnin að kynnast aðeins búskapnum, skoða dýrin á bænum, en þar eru bæði kýr, kindur og hross, og njóta fræðslu frá bóndanum, Skúla Einarssyni, um mjólkina, ullina og ýmislegt annað sem viðkemur búskapnum. Skúli hefur tekið á móti bömum í heimsóknir úr skólabúðunum síðan í febrúar sl. en það var fyrst þá sem þetta varð hluti af dagskránni í þessum búðum. Það er hins vegar óhætt að segja að það var eins og hann hefði aldrei gert annað þegar blaðamaður fylgdist með einni heimsókninni. Skúli segist leggja áherslu á að fræða krakkana um sveitastörfin jafnframt því að krakkamir hafi gaman af þessu. „Eg held að það hafi komið þeim mest á óvart að bóndi sé svona mikið í tónlistar- starfi. Að auki sjá þau ýmislegt á bænum sem þeim finnst óvana- legt.“ Skúli segist reyna að koma þeim boðskap á framfæri að það þurfi ekki allt að vera eins alls staðar heldur sé nauðsynlegt að fólk finni eigin leiðir til að vera sátt. „Mér finnst mikilvægt að fólk líti á björtu hliðamar á tilverunni og reyni að leggja áherslu á það við bömin.“ Hér á eftir sjáum við nokkrar svipmyndir frá heimsókn skóla- barna á Tannstaðabakka. Krökkunum fannst gaman að sjá hvað kýrnar gátu teygt tunguna langt út. Skúli lét einn kálfinn sinn spretta úr spori og var mikið fjör f honum. Hér má sjá allan hópinn saman ásamt kálfinum. | Þegar nákvœmnin I er peningar Stórir traktorar kalla á stærri dreifara, 1 sekk, 2 sekki.. eða hvað viltu? Nú er kastlengdin allt að 18 metrar og þá fara hlutirnir að ganga! Tími er sama og peningar. Nýju Amazone ZA-X Perfect áburðardreifararnir fást í stærðunum 900 og 1200 lítra, með upphækkun 1400 og 1700 lítra. Dreifibúnaður úr ryðfríu stáli. Vökvastýring úr sæti ökumanns. Aukin afköst og auðveldari í notkun. REYKJAVlK • AKUREYRI REYKJAVÍK: Ármúla 11 - sími 568-1500 - AKUREYRI: Lónsbakka, siml 461-1070 Skúli kom mörgum börnunum á óvart þegar hann sagði þeim að hann spilaði á trommur og væri í hljómsveit. Hann leyfði öllum krökkunum að prófa að lemja á trommurnar, þeim til ómældrar skemmtunar. LandbúnaflanráOuneyli breytt I matvælaráöuneyti? Lögð hefur verið fram tillaga til þingsályktunar á Alþingi þess efnis að ríkisstjórninni verði falið að kanna hvort breyta skuli landbúnaðarráðuneytinu í mat- vælaráðuneyti, ráðuneyti fyrir matvæli og landbúnað. Sérstak- lega eigi að huga að kostum og göllum breyttrar verkaskiptingar með hliðsjón af þörfum fyrir samræmt eftirlit með matvælum, frá haga í maga, og hvort allt eft- irlit með dýrahaldi skuli færast undir sama ráðuneyti. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar var Katrín Andrésdóttir en aðrir flutningsmenn þau Lúðvík Berg- vinsson, Þórunn Sveinbjarn- ardóttir og Sigríður Jóliann- esdóttir. í greinargerðinni er vitnað til „Hvítu bókar“ ESB sem fjallað hef- ur verið um hér í blaðinu. Þar sé m.a. lögð áhersla á að matvæli heyrir undir eitt ráðuneyti, eina stofnun og ein lög. Vísað er til að Danir séu nú búnir að setja á stofn Födevareministeriet sem er ráðun- eyti matvæla, landbúnaðar og fisks. Mælt hefur verið fyrir tillögunni og hefur henni verið vísað til landbúnaðamefndar. Lánareglur vegna fjárhúsa ræddar hjá LS - Lánasjóðurinn hækkar vexti um 0,3% Framkvæmdastjóri Lánasjóðs landbúnaðarins, Guðmundur Stefánsson, kom á fund stjórnar LS fyrir nokkru til að ræða fyrirkomulag og meginreglur varaðandi lánveitingar sjóðsins til fjárhúsbygginga. Lánasjóð- urinn telur það ekki beinlínis sitt hlutverk að beita lánveitingum til framleiðslustjórnunar, en sjóðnum er þó m.a. ætlað, skv. lögum, að taka tillit til aðstæðna í viðkomandi búgrein við ákvarðanir um lánveitingar. Guðmundur sagði að við lán- veitingar sjóðsins hefur verið tekið mið af greiðslumarki viðkomandi jarðar, auk almennra rekstrarað- stæðna. Að mati sjóðsins kæmi til greina að breyta að nokkru þessum viðmiðunum, t.d. í þá átt að minna tillit yrði tekið til greiðslumarks í þeim tilvikum sem um væri að ræða jöfnunargreiðslur og gæða- stýrða framleiðslu. I umræðum á stjómarfund- inum kom fram hjá stjómar- mönnum að meta þyrfti í ein- stökum tilfellum vægi greiðslu- marks við ákvarðanir um lán- veitingu með talsverðum sveigjan- leika. Þá þyrfti að taka aukið mið af landnýtingu þegar mat á henni liggur fyrir á einstökum jörðum. A fundinum upplýsti Guð- mundur Stefánsson að stjóm sjóðsins hefði ákveðið vaxta- hækkun um 0,3%. Ástæða þessarar hækkunar eru miklar vaxtahækkanir og í kjölfarið mun lakari kjör sjóðsins á skuldabréfa- markaði, auk þess sem sjóðurinn þyrfti áfram að leggja allnokkrar fjárhæðir í afskriftasjóð til að geta mætt þeim útlánatöpum sem gera mætti ráð fyrir. Smáauglýsingar Sími 563 0300 5 THk Notaðar búvélar á kostakjörum Mikið úrval af notuðum búvélum. Mikil verðlækkun. Öll möguleg lánakjör í boði. Hafíð samband við sölumenn okkar. Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfða 2 - Sími 525 8000 - Beinn sími 525 8070 Fax: 587 9577- www.ih.is - Véladeild-E-mail: veladeild@ih.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.