Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 16
16 BÆNDABLAÐIÐ Miðvikudagur 3. maí 2000 Jörð til sölu Jörðin Jórunnarstaðir í Eyjafjarðarsveit er til sölu. Á jörðinni er íbúðarhús byggt 1950, alls 219 m2 á tveimur hæðum, fjós 44 básar auk lausagöngu, kálfahús 82 m2, hlöður 3100 m3 og vélageymslur 195 m2. Ræktun um 46 ha. Tilboð óskast í jörðina án framleiðsluréttar, bústofns og véla. Einnig yrðu skoðuð tilboð í jörðina með bústofni og greiðslumarki í mjólk sem eru 100.000 lítrar. Tilboðum skal skila til Búnaðarsambands Eyjafjarðar, Óseyri 2, 603 Akureyri fyrir 10. maí þar eru einnig veittar frekari upplýsingar í síma 462-4477 á skrifstofutíma. Jörð til sölu Jörðin Ytri-Bægisá í Glæsibæjarhreppi er til sölu. Á jörðinni er íbúðarhús 171 m2 ásamt bílskúr 42 m2 byggt 1979, fjós byggt 1971 20 básar, fjárhús byggð 1971 fyrir 130 kindur, hesthús byggt 1950 fyrir 6 hross, hlöður byggðar 1971 og 1987 samtals 2223 m3 og vélageymsla byggð 1978 184 m2. Ræktun er um 34 ha. Greiðslumark jarðarinnar eru 99.214 lítrar í mjólk og 140,8 ærgildi í sauðfé. Tilboð í jörðina ásamt bústofni og vélum skulu hafa borist Búnaðarsambandi Eyjafjarðar Óseyri 2 603 Akureyri fyrir 15. maí 2000 en þar eru nánari upplýsingar veittar í síma 462-4477 á skrifstofutíma. Jörð í Rangárvallasýslu. Til sölu er jörðin Ormskot í Vestur -Eyjafjallahreppi. Um er að ræða nálega 80 ha.jörð. Bústofn og vélar geta fylgt. Veiðréttur í Holtsósi.Jörðin er í einni fegurstu og veðursælustu sveit landsins með stórbrotnu útsýni. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni. Fannberg ehf. Þrúðvangi 18,Hellu,sími 487-5028 Jörðin Steinsstaðir II er til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Á jörðinni er 107 þús. lítra greiðslumark. Fjós fyrir 30 kýr og geldneytaaðstaða, hlöður ca 700 m3 ræktun 30 ha. íbúðarhús í endurbyggingu og nokkurfrágángsvinna eftir. Stærð ca 150 m2. Hægt er að gera tilboð í alla eignina eða einstaka hluta hennar. Upplýsingar veittar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar Óseyri 2, í síma 462.4477 eða í tölvupósti aeh@bondi.is Frestur til að skila inn tilboðum er til 20 maí n.k. Fjósatunga Hálshreppi Til sölu erjörðin Fjósatunga Hálshreppi S-Þing. Ájörðinni er rekið sauðfjárbú með 484 ærgildi í kvóta. Fjárhús fyrir 340 fjár og hesthús fyrir 10 hross. Hlaða er 1700 rúmmetrar með heydreifikerfi og matara og aðfærslubandi við. Öll tæki til þurrheysverkunar. Heimarafstöð 3 fasa sér fyrir um 95% af rafmagni til heimilisnota. Ræktað land 36 ha. íbúðarhús á 3 hæðum 80 fm að grunnfleti. Frekari upplýsingar í síma 462 6295 eftir kl 20 á kvöldin eða hjá Stefáni Skaftasyni í síma 464 2490. Jörð til sölu Jörðjn Kot í Svarfaðardal, ásamt bústofni og vélum er til sölu. Á jörðinni er 218 m2 íbúðarhús, fjós fyrir 22 kýr ásamt 1530 m3 hlöðu. Tún 23 ha. Framleiðsiurettur í mjólk eru tæpir 60 þúsund lítrar og í kindakjöti um 90 ærgildi. Bústofn 14 kýr, 9 geldneyti og 68 kindur. Tilboð í jörðina ásamt bústofni og vélum, eða einstaka hluta, skulu berast til Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir 15. maí n.k. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofutíma í síma 462-4477 eða netfang gps@bondi.is Þær kunnu vel við sig í mjaltabásnum í Fremstafelli. F.v. Eyrún Torf- adóttir, Halla Björg Albertsdóttir, Sigrún Aðalgeirsdóttir og Þórunn Torf- adóttir. LandbúnaOarkynning í grunnskólanum ii Húsavík Grímur Vilhjálmsson bóndi á Rauðá ásamt Steinunni Jónsdóttur og Þórunni Torfadóttur. Kynning á landbúnaði stendur yfir í 4.bekk Borgarhólsskóla á Húsavík í apríl og maí, en námsefnið er fléttað inn í samfélagsfræðikennsluna. Á dögunum fóru nemendur í rútuferð á nokkra bæi þar sem þeir fengu að sjá búfénað og ýmislegt er tengist landbúnaði. Farið var í fjós að Fremstafelli í Ljósavatns- hreppi þar sem er nýlegur mjalt- abás með fullkomnum mjalt- abúnaði og einnig var farið í heimsókn að bænum Rauðá þar sem mikið er af geitum. Nýfæddir kiðlingar vöktu mikla hrifningu og allir vildu halda á þeim og klappa. Pylsuveisla var á ferðaþjónust- unni að Fosshóli og ferðin endaði á hestabýlinu Saltvík þar sem boðið var á hestbak í reiðskálan- um hjá Vilhjálmi Pálssyni og Védísi Bjamadóttur. Kynning þessi á landbúnaði kemur inn á mörg svið atvinnu- greinarinnar og hafa krakkamir áður heimsótt mjólkursamlagið sem þeim fannst mjög gaman af að skoða. I skólanum sjálfum fer fram ýmisleg verkefnavinna og tengist þemað list-og verkgreinum þannig að í handavinnutímum er farið í ullarvinnu. Skólinn hefur komið sér upp ullarkömbum og snældum til þess að geta leyft nemendum að kynnast gömlum vinnubrögðum og er það vinsælt námsefni. Þá smíða þau kindur úr tré í smíðatímum og syngja um dýrin í tónlistinni auk þess að vinna við vísna og ljóðagerð um húsdýrin. Skriflegt verkefnahefti „Að lesa, reikna og skrifa um sveitina" er unnið í kennslustundum, en þar er reynt að tengja grunngreinarnar við landbúnaðarþemað. Byggist það á texta um daglegt líf í sveit og verkefnum um húsdýr og gróður. /AV Einka Fenaur Forrit fyrir hrossaræktendur DanMink/Fox fyrir loðdýrabændur Fjárvís Afurða- og ættbókarforrit fyrir sauðfjárbændur AqroSoft skýrsluhalds- og afurðaforrit fyrir svínabændur Búbót Sérhannað bókhaldsforrit fyrir bændur --------------------1 Gagnleg forrit fyrir I framsækna I bændur I ___________________I Oháð miðlun Minnum á að við erum eina landbúnaðartækjamiðlun landsins, sem er óháð umboðum og öðrum söluaðilum. Bændur! Er ekki einmitt núna rétti tíminn til að skrá notuðu tækin sem þið hafið ekki lengur þörf fyrir, gangfær eða biluð. (oft vantar vélahluti). Upplýsingar í síma 451 2774 Agrimach 2000 Agrimach 2000 er margmiðlunardiskur (CD-ROM) sem inniheldur upplýsingar (stærðir, mál, afköst, myndir og myndbönd) um yfir 40 þús. vélar á markaði í Evrópu. Þarft þú að fjárfesta í vél? Af hvetju ekki bera þær saman fyrst með Agrimach 2000. Með Agrimach 2000 getur þú: • Skoðað vélamar, séð stærðir og mál. • Kannað eldsneytiseyðslu og aflþörf. • Borið saman vélar áður en þú fjárfestir. • Lesið úrdrátt úr prófunarskýrslum. • Leitað að vélum sem henta þér. Diskurinn er á ensku. Verð aðeins kr. 3.000 m/vsk. Búnaðarsamband Suðurlands - Austurvegi 1 - 800 Seifoss sími4821611 - http://www.bssi.is Lágmarkskröfur til tölvubúnaðar eru; • 486-örgjörvi • geisladrif • Windows 3.10 eða hærra • 8 MB vinnsluminni • 30 MB laust diskpláss. Fyrírhesta I ag hestamenn I Áva Ihileiðinni og ferdar virði MRbúðin Lynghálsi 3 Simi: 5401125 «Fax: 5401120 VlLTU GÆS ' TÚNIÐ? Abyrgir og traustir skotveiðimenn óska eftir að komast í samband við traustan og heiðarlegan landareiganda sem getur boðið uppá góða gœsa og eða rjiípuveiði. Um er að rœða einstaklinga með mikla og góða reynslu í skotveiði sem gceta hófsemi og hafa veiðisiðferði að leiðarljósi. Erum tilbúnir til að borga fyrir góða veiði og eða veiðire'ttinn. Áhugasamir hafi samband í S:851-1450 eða S.-898-8668 eftir kl. 18:00.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.