Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 20
20 BÆNDABLAÐIÐ Miðvikudagur 3. maí 2000 KllífÉitf Umsjón Erna Bjarnadóttir C- greiðsluhlutinn er 17% af heildarbeingreiðslum ríkisins eða samtals um 537 milljónir kr sem skiptast á innlagða mjólk í nóvember til febrúar og er því oftast talað um vetrarálag. Vetrarálagið í vetur hefur verið í kringum 15 kr/lítra eða 15,35 kr/lítra í nóvember og 14,68 kr/lítra í desember, 14,99 kr/lítra í janúar og 14,46 kr/lítra í febrúar. Skýrsla utanríkisráðherra um Evrópumál Áhrif E8B - aOildar í islenskan l „Ljóst er að ESB-aðild myndi hafa veruleg áhrif á starfsum- hverfi íslensks landbúnaðar. Það er hins vegar erfitt að spá fyrir um það með fullri nákvæmni hvað aðlögun að hinni sameigin- legu landbúnaðarstefnu ESB myndi þýða fyrir afkomu landbúnaðar hér á landi,“ segir í skýrslu Iialldúrs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, um áhrif ESB-á íslenskan landbúnaði. „Gera má þó ráð fyrir að sauðfjárbúskap, mjólkurfram- leiðslu og jafnvel nautgriparækt myndi geta vegnað þokkalega - og betur en öðrum búgreinum - fyrst og fremst vegna fremur greiðs aðgangs að stuðningi frá ESB. Sérstaklega myndi ýmis umhverf- is- og harðbýlisstuðningur, sem tengist flatarmáli ræktaðs lands, nýtast þessum búgreinum. Hins vegar er svo til enginn stuðningur til svínakjöts-, kjúklinga- og eggja- framleiðslu fjármagnaður af ESB. Nokkuð öruggt er að matvælaiðnaðurinn myndi einnig eiga undir högg að sækja gagnvart fijálsum innflutningi og bændur hér á landi gætu þar með lent í vandræðum með afsetningu afurða sinna. Hugsanlegar undanþágur frá reglum sambandsins um frjáls viðskipti með landbúnaðarafurðir milli aðildarrfkjanna gætu byggst á sérstöðu Islands hvað varðar sjúkdómahættu. Ef slíkar und- anþágur fengjust gætu þær tak- markað innflutning lifandi dýra auk ýmissa afurða úr hráu kjöti og ógerilsneyddri mjólk frá vissum löndum innan ESB. Ekki er unnt að áætla með fullri nákvæmni hvaða fjárhæðir íslenskur landbúnaður fengi frá ESB. Stuðningur ESB til íslensks landbúnaðar og mótframlög íslenskra stjómvalda gætu numið samtals meira en 5 milljörðum kr., að því gefnu að skilgreiningar á harðbýli og stuðningsbærri fram- leiðslu væru svipaðar og gerist í norðurhluta Svíþjóðar og Finn- lands. Möguleikar em einnig fyrir hendi á að veita innlenda viðbótar- styrki - bæði tímabundna og viðvarandi - svipað og gert hefur verið í Svíþjóð og Finnlandi. Ástæða er til að taka áætlun sem þessari með vissum fyrirvara, sérstaklega sökum óvissu um þróun landbúnaðarstefnu ESB í náinni framtíð. Möguleg álirif ESB-aðildar á íslenskan landbúnað Ljóst er að við inngöngu í Evrópu- sambandið myndi ísland þurfa að leggja niður landbúnaðarstefnu sína í núverandi mynd. Verðlag Evrópusambandsins á landbúnað- arafurðum yrði ráðandi frá fyrsta degi og íslenskir bændur fengju aðgang að styrkjakerfí ESB. Samtímis yrði opnað fyrir inn- flutning frá aðildarríkjunum og íslenskir bændur gætu flutt út af- urðir óhindrað á innri markaðinn. Það er ekki síst hinn frjálsi inn- flutningur frá ESB-svæðinu sem hefði miklar breytingar í för með sér. Hingað til hefur vemlegur hluti opinbers stuðnings við landbúnað hér á landi verið fólginn í vemdun gegn innflutningi á ódýmm afurðum. Verð til fram- leiðenda er almennt lægra í ESB en hér á landi og fyrir vissar búgreinar er munurinn vemlegur. Á móti kemur að ESB styrkir landbúnað aðildarríkjanna umtals- vert og styrkjaflóran er fjölbreytt. Þar má nefna, fyrir utan fram- leiðslutengdar greiðslur, styrki til reksturs búa á harðbýlum svæðum, styrki til fjárfestinga, til samstarfs bænda og ekki síst umhverfis- styrki. En þó að hérlendir bændur myndu fá óskertan aðgang að styrkjakerfi ESB er vafasamt að það myndi duga í heild til þess að vega upp á móti lægra afurðaverði og afnám þeirra opinbem framlaga sem íslensk landbúnaðarfram- leiðsla nýtur í dag.“ Skýrsluna má finna á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Hér má sjá kornakur í Tékklandi. Það er vægt til orða tekið að framleiðslukostnaður á suðlægum breiddargráðum er lægrl en hér nyrðra. Afkoma KEA á árinu 1999: qármunamynduEi í rekstri KEA og dóthirfélaga 43 milljón króna Hagnaður varð af rekstri Kaupfélags Eyfirðinga og dótt- urfélaga á síðasta ári og nam hann 383 milljónum króna að teknu tilliti til skatta og annarra tekna. Þetta er mun betri af- koma en árið 1998 þegar félagið var gcrt upp með 528 milljón króna tapi. Tap varð af reglu- legri starfsemi KEA samstæð- unnar að fjárhæð 271 milljón króna, samanborið við 788 milljónir árið áður. Veltufé frá rekstri er nú 431 milljón króna en var neikvætt um 31 milljón króna árið 1998. Smáauglýsingar Sími 563 0300 BpáðabirgOatölun íyrir mars 2000 mar.00 des.99 mar.00 apr.99 mar.OO Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % m.v. 12 mán. Framleiðsla 2000 mars '00 3 mán. 12 mán. Alifuglakjöt 285.772 827.529 3.209.820 37,9 32,3 16,2 15,1 Hrossakjöt 53.688 218.118 1.079.010 -8,5 4,4 28,2 5,1 Kindakjöt* 12.867 18.764 8.621.857 -66,1 -53,7 5,2 40,6 Nautgripakjöt 330.224 932.399 3.711.487 8,9 5,3 6,5 17,5 Svínakjöt 345.744 974.931 4.630.300 -25,1 -7,2 14,9 21,8 742.523 2.144.212 18.042.654 -3,8 5,8 10,0 Samtals kjöt Innvegln mjólk 9.256.635 27.875.738 106.847.327 -4,99 -1,24 -2,16 Sala innanlands Alifuglakjöt 317.049 881.950 3.061.651 17,4 16,8 8,3 16,2% Hrossakjöt 54.198 160.641 577.407 43,5 22,1 11,7 3,1% Kindakjöt 486.123 1.492.898 6.886.702 -10,8 -1,7 -0,8 36,5% Nautgripakjöt 316.286 913.635 3.692.121 1,3 3,3 3,7 19,6% Svínakjöt 359.613 980.082 4.636.917 -20,1 -5,0 15,0 24,6% 1.533.269 4.429.206 18.854.798 -5,10% 2,5 5,50% Samtals kjöt Umreiknuð mjólk Umr. m.v. fitu 9.076.432 23.851.165 98.345.227 -4,53 -2,11 -1,72 Umr. m.v. prótein 9.458.566 26.608.603 104.329.003 -0,88 3,07 0,98 * Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. ** Sala mjólkur og mjólkuafurða umreiknuð á fitugrunni með leiðréttum stuðlum Samtaka afurðast.í mjólkuriðnaði frá því í septembei 1998.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.