Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 18
18 BÆNDABLAÐIÐ Miðvikudagur 3. maí 2000 Va J J \ t 1'' afrlií í 'i > y •ý, ’• - ,***&$**•*> Jtf-p* ■ - . ^ mm -1 ú*Æ . dg Sfj Opið fjós á Stóra Ármóti er góður vettvangur fyrir kynningarstarf að mati Grétars. Frá opnu fjósi á Stóra-Ármóti. Á myndinni eru þeir Gunnar Sverrisson , Hrosshaga (t.v.) og Guðmundur Sigurðsson, Reykhóli. Stóra Armót Tilraunahú Rannsóknastofnunar landbúnadarins og Búnadarsambands Sndurlands I nautgriparækt Nú ert þú að vinna að stejhumótun til framtíðar. Hver er ástæðan? Það er rétt. Ég tel nauðsynlegt að starfsemin á Stóra Ármóti sé skipulögð nokkuð fram í tímann. I mótun er langtíma stefna í rannsókna- og tilraunastarfi á Stóra Ármóti, þar sem gengið er út frá þörfum nautgriparæktarinnar í landinu og tekið tillit til aðstöðu og starfsemi annars staðar, svo sem á Tilraunastöðinni á Möðruvöllum og hjá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Hvaða þýðingu hefur Stóra Ármót fyrir nautgríparæktina í landinu? Kúabúskapur byggir á ákveðinni kunnáttu og þekkingu. Þessi þekking er stöðugt að aukast og kallar jafnframt á aukna sérhæfmgu. Oft er hægt að tileinka sér nýjungar sem verða í landbúnaðarrannsóknum á erlendri grundu, en oftar en ekki er þörf á að athuga hvort nýjungamar eigi við íslenskar aðstæður. Islenskir vísindamenn hafa einnig unnið að frumrannsóknum á mörgum sviðum landbúnaðar með góðum árangri. Sem dæmi má nefna íslenskar rannsóknir á heyverkun í rúllur og fóðrunarvirði þeirra. Þetta eru rannsóknir sem skila sér beint til bænda í bættri fóðrun, auknum afurðum og meiri hagnaði. íslenskir kúabændur velta a.m.k. 7 milljörðum og þeir eiga skilið að staðið sé myndarlega að rannsóknastarfi á þessu sviði og Stóra Ármót er einn liður í því að bæta hag kúabænda. I gögnumfrá þér sé ég að þú nefriir gæðahandbók um rekstur kúabús. Ertu að vinna að slíkri bók - sem síðar gæti verið að finna í hverju fjósi landsins? Já ég er að vinna að gerð gæðahandbókar um rekstur kúabús. Segja má að gæðastjómun sé í tísku og kúabændur þurfa að tileinka sér þau öguðu vinnubrögð sem einkenna innra eftirlit og gæðastýringu. Vissulega er stunduð gæðastjómun á mörgum sviðum mjólkurframleiðslunnar nú þegar, en nokkuð vantar á að um heilsteypt kerfi sé að ræða. Ég er sannfærður um að í öflugu innra eftirliti, þar sem bóndinn fylgist af meiri nákvæmni með öllum þáttum rekstrarins, felist aukin arðsemi. í gæðahandbók eru markmiðin skilgreind og lýst hvemig staðið skuli að búrekstrinum til að settum markmiðum sé náð. Heilsugœsla er eitt af því sem þú hefur rætt um . Við hvað er átt? Já, ég lít á markvisst eftirlit með heilsufari búfjár sem nauðsynlegan hluta af innra eftirliti búsins. Hugmyndin er að greina sjúkdómana áður en þeir em famir að hafa sjáanleg áhrif á dýrið. Þessi starfsaðferð hefur lítt verið notuð á Islandi en þróunin er í þessa átt og því er mikilvægt að koma á kerfi sem gæti nýst nautgriparæktinni í heild. Þróa þarf hugbúnað sem getur tekið við upplýsingum úr slíku eftirliti og einnig þarf að vera hægt að tengja þetta gögnum sem nú þegar er safnað af Bændasamtökum Islands. Þannig væri hægt að taka tillit til heilsufars í kynbótastarfinu. Á dögunum var „opiðfjós" á Stóra Ármóti. Hver er þýðing þess að tilraunabú eins og þetta efni til „opins fjóss“ ? Við teljum það eðlilegt að tilraunastöðin á Stóra Ármóti kynni nýjungar í nautgriparækt með virkum hætti fyrir bændum og taki einnig þátt í því mikilvæga verkefni að kynna nautgriparækt og mjólkurframleiðslu fyrir almenningi. Opið fjós á Stóra Ármóti er góður vettvangur og liður í þessu kynningarstarfi. Þú hefur sagt að uppeldi nautgripa sé víða mjög áfátt og sárlega vanti ráðgjöf til bænda. Hvað er til ráða að þínu mati? Já, ég tel að fóðmn og aðbúnaði, sérstaklega hjá ungkálfum, sé víða mjög ábótavant. Líta má á kálfa sem einmagadýr fyrstu mánuðina, þ.e. þeir geta ekki nýtt sér trénisríkt fóður eins og hey fyrr en vömbin hefur náð að þroskast. Þangað til, eða fyrstu 6 mánuðina, tel ég að auka þurfi hlut kjamfóðurs í fóðrinu frá því sem nú er almennt. Það er ekki viðunandi að sjá ungkálfa standa útþanda og oft magra yfir nægu gróffóðri, sem þeir ná ekki að nýta. Á Stóra Ármóti er nú fóðrað samkvæmt þessum hugmyndum og fylgst nákvæmlega með þroska þeirra. Nú er súrdoði eða orkuskortur mjög áberandi hjá bændum. Er verið að rannsaka þetta hjá ykkur? Segja má að orkuskortur í byrjun mjaltaskeiðs sé eitt mesta vandamáj, sem kúabændur em að fást við. Islenski kúastofninn er mjög mjólkurlaginn og mjög vandasamt er að fóðra íslenskar kýr þetta tímabil. Sjúkdómar tengdir ófullnægjandi fóðmn kringum burð eru mjög algengir og kostnaðarsamir hér á landi. Fyrst ber að nefna súrdoða sem greinist í yfir 20% kúa. Aðrir sjúkdómar sem mynda eins konar hóp þetta tímabil em m.a. júgurbólga, fastar hildir, legbólgur og ófijósemi. Þær rannsóknir og tilraunir sem gerðar hafa verið á þessu sviði hafa jafnan staðfest mjög áberandi orkuskort í byijun mjaltaskeiðs. Á Stóra Ármóti er fylgst með nýbæmnum með vikulegu súrdoðaprófi, en nauðsynlegt er að fara í tilraunir þar sem þessir þættir em sérstaklega rannsakaðir. Það em ótal spumingar sem koma upp og þyrfti að fá svör við, t.d. bætum við orkuástandið með því að gefa heilfóður; hefur fita varin niðurbroti í vömb jákvæð áhrif; hver á orkustyrkur fóðurs að vera t geldstöðu? Þess má geta að heilfóðurvagn er væntanlegur á Stóra Ármót nú í vor og verður spennandi að sjá hvemig kýmar taka því. Litlar rannsóknir eru til á íslenskum kúm er varða þá þætti sem hafa áhrif á próteininnihald og próteingerð í mjólk. Hvað er að gerast áþessu sviði? Próteininnihald í mjólk hefur Tilraunabú hefur verið starfrækt á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Búnaðarsambands Suðurlands frá 1981. Fyrst á Laugardœlum ogfrá 1987 á Stóra Ármóti. Aðalviðfangsefni stöðvarinnar hefur verið alhliða tilraunastarfsemi í naugriparœkt með áherslu áfóðrun og meðferð gripa. Á búinu eru nú um 60 mjólkandi kýr ásamt kálfum og kvígum í uppeldi. Rúmlega eitt hundrað vetrarfóðraðar kindur eru á búinu og hafa þær verið notaðar í afkvæmarannsóknum tengdum sæðingastöðinni í Þorleifskoti, jafnframt því sem rannsóknir eru í gangi með mœlingar áferli geislavirkra efna í gróðri og afurðum. Um áramótin var ráðinn nýr tilraunastjóri að stöðinni, Grétar Hrafn Harðarson dýralæknir. Grétar Hrafn er með sérgrein í fóðrun og efnaskiptasjúkdómum frá Edinborgarháskóla. Hann starfaði við almennar dýralækningar í Suður-Englandi í tvö ár að loknu námi. 1986-1999 var Grétar Hrafn héraðsdýralæknir í Helluumdæmi. I staifi sínu hefur Grétar Hrafn lagt sérstaka rækt viðfóðrun og meðferð mjólkurkúa og er það sérstaklega athyglivert hve bændur á starfsvæði hans hafa náð góðum árangri undanfarin ár. farið lækkandi undanfarin ár og hefur það valdið áhyggjum hjá bændum og mjólkuriðnaðinum. Nú er að hefjast stórt verkefni til þriggja ára, þar sem áhrif erfðaeiginleika og fóðrunar á efnainnihald og vinnslueiginleika kúamjólkur verða könnuð. Að verkefninu standa auk Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Verkefnið skiptist í nokkur megin viðfangsefni. I fyrsta lagk söfnun upplýsinga hjá bændum. í öðru lagi: erfðafræðilegar rannsóknir og samanburður dætrahópa m.t.t. mjólkurefna. I þriðja lagi: fóður- og lífeðlisfræðilegar rannsóknir þ.m.t. tilraunir með vambaropskýr, vambarhermi og mjólkurkýmar á Stóra Ármóti. Að lokum verða vinnslueiginleikar mjólkur rannsakaðir. Hvað getur þúfrœtt okkur um nákvæmnisrannsóknir í fóðurlífeðlisfrœði? Hvað er þetta, fyrir það fyrsta og hvað viltu segja íslenskum bændum um þetta? Við hönnun tilraunaaðstöðu á Stóra Ármóti var gert ráð fyrir þessum þætti frá upphafi. Nú er aðstaða fyrir sex gripi í sérstakri álmu, þar sem hægt er að hafa kýr með vambaropi, ásamt rannsóknastofu og skrifstofu. Þama er aðstaða fyrir lífeðlisfræðilegar nákvæmnisrannsóknir á meltingu hjá nautgripum. Þessi aðstaða, ásamt uppbyggingu á nauðsynlegri efnagreiningaaðstöðu hjá RÁLA, hefur skapað undirstöðu og grann fyrir fóðurmatskerfin sem hafa verið innleidd á undanfömum áram og era í stöðugri framþróun. Rannsóknir á niðurbroti próteins í rúlluheyi er það síðasta sem unnið hefur verið í þessari aðstöðu. Komið hefur í ljós að þurrefnisinnihald rúlluheys hefur afgerandi áhrif á niðurbrot próteins, sem getur verið yfir 90% í blautum rúllum. Þessar niðurstöður gefa tilefni til að endurskoða ráðgjöf í fóðran, bæði með tilliti til próteins og kolvetna. Er nægjanlegt samstarf í tilraunastarfsemi á sviði nautgriparæktar? Éins og er verð ég líklega að svara þessari spurningu neitandi, en hlutimir eru að breytast. Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri vinna að auknu samstarfi á öllum sviðum. Tilraunastarf í nautgriparækt fer einkum fram á þremur stöðum, Möðravöllum, Hvanneyri og Stóra Ármóti og nú þegar er hafin aukin samvinna þessara aðila. Kúabúið á Stóra Ármóti er stærst þessara þriggja og öll uppbygging hefur tekið mið af rannsóknastarfsemi. Það er áhugi á því að Landbúnaðarháskólinn komi með beinum hætti að starfseminni á Stóra Ármóti. I mörgum tilfellum era gerðar aðrar kröfur til rannsóknaaðstöðu en til kennsluaðstöðu. Nauðsynlegt er að byggja upp aðstöðu á Hvanneyri og að þar yrði áhersla lögð á aðstöðu til kennslu og námskeiðahalds. Auk þess mætti hugsa sér að þar yrðu gerðar tilraunir með aðbúnað og tæknilausnir, m.a. vegna nálægðar við bútæknideild Rala. Ertu bjartsýnn á framtíðina á Stóra Armóti? Já, ég er mjög bjartsýnn. Ég finn fyrir miklum meðbyr, í minn garð, í garð Stóra Ármóts og ekki síst til rannsóknastarfsins í heild. Ljóst er að verkefnin eru ærin og full þörf er á að efla rannsóknastarfið til hagsbóta fyrir íslenska kúabændur á þeim umbrotatímum sem era framundan.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.