Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 3. maí 2000 BÆNDABLAÐIÐ 9 Mð auka vQxt lamba í skammdeginu mefi lýsingu? Á Fjárræktarbúi Rala á Hesti var ákveðið á sl. hausti að gera athug- un á því, hvaða áhrif það kynni að hafa á vöxt lamba, sem ætluð voru til slátrunar síðari hluta vetrar, að fóðra þau, annars vegar í birtu með lýsingu og hinsvegar við nátturu- lega dagsbitu. I þessu skyni var 66 lömbum, sem af ýmsum orsökum þroskuðust ekki eðlilega yfir sum- arið, skipt í tvo jafna hópa, m.t.t. kyns og þunga á fæti þann 22. nóvember sl. I hvorum hóp voru 13 ógeltir lambhrútar og 20 gimbr- ar. Báðir hópamir voru fóðraðir í unurinn 2.04 kg. Sambærilegar tölur fyrir fallþunga gimbranna voru 18.55 kg og 17.74 kg og lögðu þvf gimbrarnar í ljósinu sig með 0.81 kg þyngra falli en þær í dimmunni. I heildina reyndist fallþungamunurinn 1,3 kg ljósa- flokknum í vil. Þegar kjöthlutfallið er skoðað kemur hinsvegar í ljós, að lömbin í dimmunni hafa um- talsvert hærri kjötprósentu en þau í ljósinu og nemur munurinn á hrútum 1.79 % og gimbrum 3.00 % og á flokkunum í heild 2.54 %. Þessi munur kemur ekki á óvart og Áhrif birtu á lambavöxt í skammdegi sömu húsum, en króin, sem ljósalömbin voru í, var girt af með svörtu plasti og fjórum ljósastæðum með flúorperum, er loguðu allan sólarhringinn, komið fyrir í loftinu og þess jafnframt gætt að ekkert ljós bærist til lamb- anna í hinum hópnum. Lömbin í báðum hópum voru fóðruð á töðu eingöngu, þeirri bestu, sem búið átti, og voru að jafnaði 0,70 FE í kg. Töðuna fengu lömbin að vild, en sama magn gefið í báðum flokkum. Til jafnaðar nam dagsgjöfin um 1.2 kg fram að áramótum og frá þeim tíma til miðs febrúar 1.3 kg og síðasta mánuðinn 1.5 kg, en lömbunum var slátrað 14. mars. Töðuleyfar reyndust um 10 % -12 % og jukust með aukinni gjöf og ekki kom fram neinn flokkamunur á áti. Á meðfylgjandi línuriti er sýndur lífþungi lambanna eftir vigtardögum og kynjum frá haust- vigtun 27. september og til 13. mars, degi fyrir slátrun. Lömbin voru tekin á hús 19. október og fóðruð öll saman til 22. nóvember, er þeim var skipt í flokka eins og áður segir. Eins og línuritið sýnir kemur fram gríðarmikill munur á vexti lambanna. Þannig þyngdust hrútlömbin í ljósinu um 18.4 kg til jafnaðar á tilraunaskeiðinu (22. nóvember til 13. mars) en þeir, sem voru í náttúrulegri birtu um 10.8 kg eða 7.6 kg minna. Gimbrar í ljósaflokknum þyngdust um 14.9 kg en hinar um 9.6 kg og nemur flokkamunurinn því 5.3 kg. I heildina þyngdust ljósalömbin um 6.1 kg meira en þau, sem bjuggu við nátturúlegt ljósmagn. Hrútlömbin í ljósaflokknum lögðu sig til jafnaðar með 19.42 kg falli en þau í dimmunni með 17.38 kg falli og nemur því fallþungam- stafar af mismunandi kviðfylli lambanna í flokkunum, þótt þau hefðu verið vigtuð á sama tíma, þ.e.a.s. um 3-4 klst eftir morg- ungjöf. Lömbin í ljósaflokknum voru öllum tímum að sjá kviðmeiri og þar sem ekki kom fram munur á áti milli flokka, bendir allt til þess að sólarhringsbirtan hafi haft þau áhrif, að þau hafi etið töðuna hægar og dreift sólarhringsátinu á lengri tíma og jafnframt að fóðurnýting hafi verið betri. I gæðamati kom enginn vaxtarlagsmunur fram milli flokka og í heildina flokkuðust föllin þannig: E 13,8%, IJ 38,5%, R 43,1% og P 4,6%. Á hinn bóginn kom fram umtalsverður flokkamunur í mælingu á fituþykkt á síðu og fitu- flokkuninni ljósalömbunum í vil, þar sem sem þau mældust með þynnra fitulag (8.53 mm á móti 9.23 mm að jöfnum fallþunga) og fleiri föll fóru í lægri fituflokkana. I báðum flokkum voru gimbrar til muna feitari á síðuna en hrútar, (10,6 mm á móti 7,3) og fór meiri hluti þeirra í fituflokka 3 og 3+. í heildina kom fituflokkunin þannig út: Ff.l 3,1%, Ff.2 36,9%, Ff.3 32,3%, Ff.3+ 26,2% og Ff.5 1,5%. Niðurstöður þessarar at- hugunnar benda eindregið í þá átt að auka megi vöxt lamba í skamm- deginu með litlum tilkostnaði. Þær sýna einnig, að þörf er á að gera skipulega tilraun til að kanna áhrif mismunandi lýsingartíma og ljósmagns á lambavöxtinn og jafn- framt kanna áhrif þessara þátta á hormónastarfsemi lambanna. Stefán Sch. Thorsteinsson og Sigvaldi Jónsson Rannsóknarstofnun landbúnaðarins. Góðar otaða vélar á raunhæfu verði!!!! Case IH 48SL 52 hestaf/a, 2x4 árgerð 1987 Verð kr. 450.000-á„ vsfc. F»at 82-94 80 hestafla, 4x4 með Alö 640 émoksturstcelcjuni . argerð 1994. Staða v'nnustundamælis 2.800 hrðkr- 158S.000invsk Fiat 85-90 85 hestaf/a, 4x4 með Alö 540 ámoksturstæk/um . Argerð 1992. Staða ^ v'nnustundamæíis 3 833 1300.000-anvsk Fiat 88-94 „ 85 hestaf/a 4x4 vmnustundamælis 2 750 LVerðkr- 1 645-000-a....... Zetor 6340T 80 hestaf/a, 4x4 meðT640ám°k«‘%*kjun, . Argerð 1994. Staða ' wnnustundamaalis 2 265 LVerd kr- 1-150.000-énvsk Zetor 7340 , 80 hestaf/a 4x4 með Alö 620 ámosfcsturstækjum Argerð 1997. staða nustundamaslis 2.020 Verðkr 1 ■580.000-ánvjij Zetor 7340, . 80 hestaf/a 4x4 vnnustundamæ/is 3 350 Verðkr 1280.000 ánvsk Zetor 7341 80 hestaf/a, 4x4 með Alð 620 ámoksturstækium Árgerð 1999. staðT „ , V,™s'undam*lis 650 Lerðkr- 1-950.000-én vsk 70.., með Alð 620 Zetor 6340 hestaf/a, <+x4 ^rgerð 1995. Staða vnnustundamælis 2 314 Verðkr 1.230.000-ár VELAVERf Reykjavík sími 588-2600 Akureyri sími 461-4007 www.velaver.is Lægsta veröið - Besta ástandiö SESSSÖBE —■■■■■!■—m

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.