Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Miðvikudagur 3. maí 2000 iMiÉúiiaáarlil „Hugleiðingar eftir málþing um innflutning á nýju mjölkurkúakyni" Hugrenningar eftir lestur greinar Guðmundar Þorsteinssonar í Bændablaðinu 6. tbl., 11. apríl 2000. I ofannefndri grein rekur Guð- mundur Þorsteinsson efni þeirra erinda sem flutt voru á málþinginu og gerir það nokkuð vel. Guðmundur ræðir í grein sinni allmikið um síðasta erindi mál- þingsins, „Leikmannsþanka um verðleika kúakynja“ sem Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur flutti, og í lokin segir hann: „Meinið er að röksemdir hans koma umræðuefni dagsins ekkert við, þær voru út í hött á þessum stað. Hvaða ástæður lágu til þess að honum var falin framsaga um þetta efni? Getur verið að sjónar- mið af þessu tagi eigi upp á pall- borð hins nýstofnaða Landbún- aðarháskóla á Hvanneyri? Ahyggjufullur spyr sá sem ekki veit?“ Það eru þessar síðustu setning- ar sem koma okkur til að setjast niður og svara grein Guðmundar. Við lítum á þær sem alvarlega ásökun á hendur okkur sem bárum ábyrgð á málþinginu um að við höfum sýnt hlutdrægni við val efn- is og fyrirlesara. Það er ekki ætlunin að fara yfir efni greinar Guðmundar að öðru leyti, en nauðsynlegt þykir okkur sem sett vorum til þess að skipu- leggja málþingið að gera grein fyr- ir hvers vegna fengnir voru frummælendur á þeim sviðum sem gert var. Yfirstjóm skólans fékk okkur, undirrituðum, það hlutverk að skipuleggja málþingið og höfðum við frjálsar hendur með val á efni og fyrirlesurum. Við settum okkur í upphafi eftirfarandi vinnureglur: 1. Að taka til umfjöllunar sem flestar hliðar þessa máls. 2. Að fá fyrirlesara sem hvorki tengdust beint umsókn um innflutning né ákvarðanatöku af hálfu stjórnvalda. 3. Að fá eins vísindalega og mál- efnalega umfjöllun og nokkur kostur væri. Snemma í undirbúningsvinn- unni ákváðum við að leggja áherslu á að fá fram eftirfarandi þætti: Hagkvæmni, smithættu, hollustu, gæði, sjónarmið bænda, sjónarmið neytenda -og síðast en ekki síst umfjöllun um kúna sem hluta af menningararfinum. Það má vera að þessi ákvörðun sé gagnrýni verð og tökum við á okk- ur alla ábyrgð á henni. A þessum grundvelli leituðum við til fólks sem við álitum að væri vel til þess fallið að fjalla um þessa þætti á málefnalegan hátt. -Og það er rétt að taka það fram að allir þeir sem erindi fluttu á málþinginu stóðu undir væntingum okkar að þessu leyti. Það þarf vart að taka það fram að hver frummælandi ber ábyrgð á því efni sem hann leggur fram og þeim skoðunum sem fram koma í hans máli. Það er fráleitt að gefa sér að þær skoðanir sem fram komu hjá einstökum fyrirlesurum á þessu málþingi séu ríkjandi skoðanir meðal starfsmanna LBH eins og Guðmundur gefur í skyn. Jafn fráleitt er að stofnunin sem slík hafi ákveðna stefnu í þessu máli. Hvanneyri 16. apríl 2000, Auður Lilja Arnþórsdóttir, Sveinn Hallgrímsson Á aðalfundi Nrf. Hraungerðishrepps á dögunum voru m.a. veitt verðlaun fyrir fyrir það naut - í árgangi nauta fæddum 1993 - sem hlaut hæsta kynbótaeinkunn á grundvelli afkvæmadóma. Það var nautið Blakkur 93026 frá Oddgeirshólum sem varð fyrir valinu og tóku bræðurnir (f.v.) Steinþór og Magnús Guðmundssynir, bændur á Félagsbúinu Oddgeirshólum, við verðlaununum. Á milli þeirra stendur Jón Viðar Jónmundsson, ráðunautur í búfjárrækt. Blakkur er fæddur 10. október 1993. Föðurætt: F. Suðri 84023 - Ff. Álmur 76003 - Fm. Snegla 231, Hjálmholti. Móðurætt: M. Auðhumla 348, f. 22. okt. 1990 - Mf. Svelgur 88001 - Mm. Skræpla 310. Dætur Blakks eru sérlega mjólkurlagnar og afurðasamar. MHtat Hvorki skyld nd vandalans Séra Sigurður Thorarensen var prestur í Hraungerði í Flóa frá 1839 til 1860.1 íslenskum æviskrám segir: „Hann þókti ágengur, enda vel efn- um búinn, en lítill kennimaður.“ Sr. Sigurður átti að fyrri konu frænku sína Guðrúnu Thorarensen, þau voru bræðrabörn. Bróðir hennar var Bjami Thorarensen amtmaður og skáld. Síðari kona sr. Sigurðar var Sigríður Pálsdóttir sýslumanns frá Hallfreðarstöðum, ekkja eftir sr. Þorstein Helgason í Reykholti. Um samdrátt þeirra Sigríðar og Þorsteins má lesa í kaflanum Sigríðaskipti í Laugamesi í bókinni Islenskt mannlíf eftir Jón Helga- son. Þar má einnig lesa um jarðarför sr. Sigurðar og tilsvör Sigríður við það tækifæri. Sigríði mun hafa verið um og ó að giftast sr. Sigurði. Hún lét gera kaupmála milli þeirra, sem henni þóttu síðar rofnir á sér er hann ráðsrafaði jarðeignum til sona sinna og hótaði skilnaði ef ekki fengjust uppfylltir skilmálamir. Þegar sr. Sigurður lét af prestskap í Hraungerði fluttu þau hjónin að Breiðabólsstað í Fljótshlíð til dóttur Sigríðar, Guðrúnar Þor- steinsdóttur og manns hennar sr. Skúla Gíslasonar. Sr. Sigurður lést haustið 1865 og fór jarðarförin fram að Stórólfshvoli að viðstöddu 250 manns, sem öllum var veitt kaffi og brennivín. Sigrfður var ekki ferðafær og sat heima. Meðal þeirra sem töluðu yfir moldum prests var tengdasonur hennar sr. Skúli Gíslason. Þegar hann kom heim innti hún hann eftir því hvað hann hefði sagt í líkræðunni og þá svaraði Skúli: „Ég sagði ekki annað en satt var, að það hefðu allir verið honum bölvaðir, bæði skyldir og vandalausir." Og þá sagði Sigríður hin lleygu orð því henni var ætluð sneiðin: „Ekki tek ég það til mín því hvorki var ég honum skyld né vandalaus." Sr. Sigurður Thorarensen var með ríkustu mönnum á sinni tíð og mun hafa lánað Eyrarbakkaverslun eða átt þar verulega inneign. Bjami Thorarensen frændi hans og mágur falaðist eftir láni hjá honum en Sigurður neitaði. Bjami orti þá um Sigurð níðkvæði sem hefst svona: Sigurður séra satans unginn Mildingur mera, miðlar í punginn. Ef einhver kann framhaldið þá hefði ég gaman af að vita um það. Guðmundur Stefánsson Hraungerði, Flóa Netföng: gummistef@hotmail.com gummiste@eyjar .is dnrgtr Þessi þjóð Grímur er maður festu og reglu. Fátt er eins mikilvægt að mati Gríms og að setja reglur og halda þær. Þannig var það til dæmis í janúar að Grfmur komst að þeirri niðurstöðu að matarvenjur fjölskyldunnar væru gersamlega útí hött. Of mikill sykur og slikkerí - súkkulaðikex væri til dæmis óhollt og bæri að gera það útlægt af heimilinu. í staðinn fyrir súkkulaðikex og slíkt keypti Grímur gott, hollt hveiti- kex. Konan og krakkarnir voru ekki yfir sig hrifin en áður en langt um leið var Grímur farinn að kaupa nokkra pakka í viku hverri. Grímur var bæði ánægður og hrifinn af ánægju fjölskyldunnar með hollustukexið. Seint um kvöld í mars fór Grímur fram í eldhús og hitti þar fyrir ungan son sinn sem var í óða önn að smyrja súkkulaðikremi á hveitikex. „Hvað ertu að gera maður,“ spurði Grímur undrandi og strákur svaraði að bragði: „Svona borðum við þetta kex. Mamma kenndi okkur það.“ Og hver er nú mórall sögunnar? Jú, það er sama hvaða reglur eru settar - menn skulu alltaf finna ieið fram hjá þeim. Vissulega er ekki við öðru að búast hjá þjóð sem á uppruna sinn að rekja til norskra lögbrjóta. Líklega er vandfundin þjóð sem leggur jafn mikið kapp á að sniðganga lög og regl- ur og lítur skattsvik sem tómstundagaman. Þessi þjóð er allt- af sjálfri sér lík samanber söguna um óléttu konuna sem fór á fund læknis sem tjáði henni að hún gengi með tvíbura. Læknirinn spurði konuna hvort hún vildi vita um kyn barn- anna. „Nei“, sagði konan, en bætti svo við f ógáti: „Eru börnin sama kyns?“ Og læknirinn svaraði: „Nei.“ MEP 5EINNI &OLLANUM

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.