Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 12
12 BÆNDABLAÐIÐ Miðvikudagur 3. maí 2000 Þingsályktunartillaga um úttekt á aðstöðu fil hestamennsku Jónas Hallgrímsson varaþing- maður hefur lagt fram þings- ályktunartillögu þess efnis að skipuð verði nefnd sem geri úttekt á aðstöðu til hesta- mennsku á landsbyggðinni og leggi fram tillögur um stuðning ríkissjóðs við uppbyggingu liennar. Meðflutningsmenn til- lögunnar eru Jón Kristjánsson, Árni Johnsen, ísólfur Gylfi Pálmason og Einar Már Sig- urðarson. I greinargerðinni kemur fram að samhliða miklu átaki um að auka kynningu og sölu á íslenska hestinum hafi fjöldi nútímalegra reiðhalla risið, einkum á suðvest- urhorninu og á Norðvesturlandi, og er samningurinn um hest- amiðstöðina í Skagafirði nefndur þar sem dæmi. Hins vegar virðast landssvæði fjarri höfuðborg- arsvæðinu, frá Eyjafirði norður og austur um land allt til Hellu, eiga erfiðara uppdráttar vegna fjarlægðar frá aðal komustað er- lendra ferðamanna auk aðstöðul- eysis. Því telja flutningsmenn tímabært að spyma við fótum af byggðaástæðum og leita úrbóta fyrir svæði fjærst markaðnum. Eðlilegt sé að móta stuðning rfkisvaldsins við uppbyggingu í greininni og nýta eigi hesta- mennskuna sem sóknarfæri fyrir dreifðar byggðir landsins. Loftþétt SÚRKORNSÍLÓ með tæmingarsnigli V 7 \ / j 7 r / A l Válaval - Varmahlfð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 Smá- —\v auglýsinga síminn er ^ 563 0300 Aðalfundur Félags hrossabænda: Hestamenn verOa að sianda betur saman Aðalfundur Félags hrossabænda var haldinn í BændahöIIinni 13. apríl sl. Á fundinum voru auk hefðbundinni aðalfundastarfa rædd ýmis hagsmunamál hross- aræktarinnar og bar þar hæst ályktun þar sem lagt var til að samið yrði við hagsmunaaðila um sameiginlegt skrifstofuhald og rekstur markaðsfulltrúa. Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda segir brýnt að auka samstarf þeirra sem koma nálægt hestamennsku, eins og átak ríkisstjórnarinnar hefur að markmiði. „Draumurinn er að koma hestamennskunni í eitt deildaskipt félag. Menn sjá það nú betur en nokkru sinni fyrr að við verðum að standa saman eins vel og við getum. Þannig náum við árangri í alþjóðlegri samkeppni við önnur hestakyni og einnig í samkeppninni við annað sport hér á landi.“ Á aðalfundinum var einnig ályktað um samdrátt í útflutningi. „Við höfum lent í áföllum í Þýska- landi, einkum exem-málið. Svo hafa komið upp tolla- og skattamái og þau verðum við að koma á hreint hjá okkur.“ Kristinn nefndi einnig að betur gangi að afsetja hross sem eru eng- um að gagni og tekist hafi að fá nægilega markaði fyrir hrossakjöt. Er svo komið nú að biðlistar eru nánast uppurnir. „Við hvetjum menn eindregið til að vera ekki með óarðbær hross. Það gerir ekk- ert annað en að skemma fyrir og þó að það fáist lágt verð fyrir þau tapa menn ennþá meira á því að láta þau lifa,“ segir Kristinn að lokum. Ein breyting varð á stjóm félagsins. Helga Thoroddsen á Þingeyrum kom inn í stjórnina í stað Skjaldar Stefánssonar. Aðrir í stjórninni eru auk Kristins Ólafur Einarsson á Torfastöðum, Ingimar Ingimarsson í Ytra-Skörðugili og Ármann Ólafsson í Litla-Garði. Kristinn Guðnason ,talar á aðal- fundi Félags hrossabænda. Sláturfélag Suðurlands selur innfluttan tilbúinn gæðaáburð frá Norsk Hydro, stærsta áburðarframleiðanda heims. Þungmálmainnihald áburðarins er með því lægsta sem nú þekkist í áburði, sem tryggir hreinleika afurða. í boði eru tvær tegundir, Hydro 7 og 9 sem báðar reyndust vel að mati bænda sem notuðu áburðinn sl. sumar. Áburðurinn er afhentur í 500 kg stórsekkjum frá Grundartanga og Þorlákshöfn, tilbúinn til afgreiðslu í apríl n.k. Tryggðu góða sprettu með góðum áburði, túnin græða á því. Verð áburðarins miðast við staðgreiðslu. Einnig boðið upp á lánsviðskipti, greiðslu með afurðum og raðgreiðslusamninga.Vextir reiknast frá lokum þess mánaðar sem gengið er frá kaupum áburðarins. Sömu vextir reiknast og á afurðareikningum SS, nú 9% ársvextir. Tegund N PzOs KaO Ca S Mg B Verö kr./tonn án vsk. 1 apr. 2000 Verð kr./tonn án vsk. i maí. 2000 Hydro 7 21 8 12 1,8 2,7 1,2 0,02 20.167 20.626 Hydro 9 27 6 6 1,2 2,5 20.017 20.472 Takmarkað magn Nánari upplýsingar og móttaka pantana hjá SS, Fosshálsi I, Reykjavík í síma 575 6000, fax 575 6090 og netfangi birna@ss.is HYDRO

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.