Bændablaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 16
16 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 16. maí 2000 IBRAGÐI iPegar íslenski osturinn er kominn á ostabakkann, þegar hann kórónar matargerðina — brœddur eða djúpsteiktur — eða er einfaldlega settur beint í munninn — þá er hátíð! Ylú er Veisluþjónustan komin á vefinn. þfeimsœktu okkur á www.ostur.is og skoðaðu krœsingarnar. ISLENSKIR W www.ostur. i s' v e i s I á@ o s s . Vinsæl heyrnavernd Bændablaðinu hefur borist bréf þar sem vakin er athygli nýjung á sviði heyrnarverndar frá hol- lenska fyrirtækinu Alpine. Sam- kvæmt upplýsingum umboðs- manns fyrirtækisins hér á landi felst nýjungin í eyrnaplasti sem er m.a. mun fyrirferðarminna og þægilegra en aðrar heyrnar- varnir og leysir af hólmi hefð- bundin heyrnartól og svamp- tappa. „I HoIIandi nota um 150 þúsund manns þessa heyrnar- vernd að staðaldri, auk þess sem hún nýtur mikilla vinsælda í Þýskalandi og víðar í Evrópu,“ segir í bréfinu. Eymaplastið fellur nákvæmlega að eyranu, en tekið er mót af eyranu og hlustinni og plastið síðan sérsmíðað. „Það er því persónuleg heymarvemd, rétt eins og gleraugu eru persónuleg sjónvernd. Auk þess er mjög auðvelt að sótthreinsa plastið með hreinsivökva, sem hægt er að kaupa sérstaklega. Það sem skilur plastið frá ann- arri heymarvemd em hljóðsíur sem því fylgja. Þær em misjafnar að gerð og lögun og halda því mis- miklu hljóði úti. Hægt er að skipta um síu að vild, allt eftir því hvern- ig hávaðinn þróast og hversu vel fólk vill dempa hávaðann í kring- um sig. Eymaplastið dugar í 4-5 ár og er því langtímafjárfesting. Alpine hefur einnig framleitt svokallaðan svepp, sem er blanda af eymatappa og eymaplasti. Sveppurinn er venjulegur tappi, sem notar sömu hljóðsíur og eymaplastið en fæst ekki sér- smíðaður. Hann hentar vel þeim sem eru tímabundið í hávaða en eymaplastið betur þeim sem eru í sífelldum hávaða. Umboðsmaður hollenska fyr- irtækisins er Lazer Stimplar ÍS. í frétt frá fyrirtækinu segir að um- boðsmaðurinn, Lúðvík Friðriks- son, sé tilbúinn til að heimsækja væntanlega viðskiptavini. niæringarrík haustbeit fyrir féð Með auknum kröfum til gæða afurða, sveigjanlegri slátrun og vaxandi samkeppni á kjötmarkaði er ástæða til að hvetja fjárbændur til að huga að væntanlegri haustbeit nú á vordögum. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Vissulega þurfa hausthagar að vera góðir fyrir allt fé en sérstaklega þarf að hafa slátur- lömbin í huga. Ekki eru öll lömb slátrunarhæf beint úr úthaga. Um þessi efni em til að vera í gangi ef vel á að vera. Sama gildir um lífrænan búskap þótt ekki sé notaður tilbúinn áburður. Þar er næringarrík haustbeit liður í sáðskiptum á búinu en þá er ástæða til að leggja sérstaka áherslu á belg- jurtir ásamt öðmm nytjajurtum. Slík beit getur orðið mjög próteinrík. Mikið er nú rætt um bættan rekstur fjárbúa í þeirri viðleitni að auka arð og tekjur. Nýjar áherslur í kjötmati og stýringu margvíslegar hagnýtar niður- stöður úr tilraunum og mikil reynsluþekking hefur safnast saman um áratuga skeið. Eink- um er um að ræða haustbeit á ræktað land, tún og grænfóður svo sem fóðurkál, rýgresi og hafra. Bæði þarf beitin að vera nægilega mikil og næringarrík. Uthaginn er farinn að tapa vem- lega næringargildi á þessum tíma og óáborin há gerir ekki mikið gagn eigi að halda dilkum í góðum vexti. Beitin þarf að vera kjambetri, sérstaklega próteinauðugri, og þvf verður ekki komist hjá áburðamotkun á þetta land. Grænfóðurrækt fellur vel að endurræktun túna sem alltaf þarf framleiðslunnar gefa vissulega tilefni til endurskoðunar veiga- mikilla liða á borð við haustbeit. Hún getur skipt sköpum því að gripir í aflögn skila ekki gæða- kjöti. Með réttu eða röngu fékk grænfóðurbeit sláturlamba á sig óorð á sínum tíma. Það ætti að vera liðin tíð. Aukin þekking og reynsla sýna að rétt val lamba á beitina, aðgangur að annarri beit og rétt meðhöndlun dilka skömmu fyrir slátmn geta ráðið úrslitum. Aðalatriðin em að skipuleggja næringamka haust- beit vel og nota hana nétt. Ólafur R. Dýrmundsson Bœndasamtökum íslands I 1______

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.