Bændablaðið - 16.01.2001, Side 1
Þriðjudagur 16. janúar 2001
ISSN 1025-5621
1. tölublað 7. árgangur
lilVtt íypip-
komulag á
stypkveitingum
til ueyslu-
vatnsveitna í
sveitum
í lok nóvember sl. var samþykkt
á Alþingi breyting á lögum um
tekjustofna sveitarfélaga, þar
sem heimilt verður framvegis að
greiða framlög úr Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga til vatnsveitna á
einstökum lögbýlum þar sem
sveitarfélagið telur sig ekki geta
kostað vatnsveituna og jarð-
eigandi sjálfur leggur veituna á
sinn kostnað.
Samkvæmt lagabreytingunni
verður framkvæmdin svipuð því
sem var meðan framlög fengust
skv. Jarðræktarlögum. Fram-
kvæmdin verður m.ö.o. í höndum
Bændasamtaka Islands, þannig að
héraðsráðunautar taka vatnsveitur
út og senda kostnaðarreikninga
eða ljósrit af þeim til BI sem
reiknar út framlag og sækir um
greiðslur til Jöfnunarsjóðsins. Það
verður svo stjórn hans sem tekur
hina endanlegu ákvörðun um
styrkveitingu og sendir greiðslur
til BI sem kemur þeim til skila til
jarðareiganda.
Breytingar þessar verða aftur-
virkar þannig að þeir sem stóðu í
framkvæmdum 1999 og hafa ekki
fengið neitt framlag geta sótt um
framlag ásamt þeim sem lögðu
vatnsveitur á árinu 2000. Um-
sóknir og úttektir þurfa að berast
til BI fyrir 1. febrúar nk. Þeir sem
telja sig eiga möguleika á styrk
ættu endilega að hafa sem fyrst
samband við ráðunauta sína og
biðja þá að taka veituna út og
sækja um styrk.
Þeir sem ætla að fara í vatns-
veituframkvæmdir á árinu 2001
þurfa líka að sækja um framlag til
þess fyrir 1. febrúar nk. ef þeir
gera sér vonir um að fá framlagið í
byrjun árs 2002.
Gert er ráð fyrir að í fyrstu
verði framlagsupphæðin allt að
44% af kostnaði við vatnsveituna,
þ.e.a.s. kostnaði við vatnsupptöku,
þar með talin borun eftir vatni og
dælur, vatnsgeyma og lögn heim í
bæ. Eins og áður verður ekki
framlag til vatnslagna innanhúss.
Búnaðarþing 2001 verður
sett í Súlnasal á Hótel Sögu
þriðjudaginn 6. mars kl. 10
f.h. Fulltrúar verða nú fleiri
en áður, en gert er ráð fyrir
að þingfulltrúar verði 47-48.
Frestur til að leggja mál fyrir
þingið rennur út mánu-
daginn 22. janúar.
Haustslátrun sauðfjár
Meiri alurðir hjá íslensku
sauðlé eo nokkru sinni áðor
Nú er lokið uppgjöri fyrir tæplega 100 þúsund ær frá haustinu 2000 frá tæplega 500
búum. Þetta er knappur helmingur þeirra skýrslna sem koma líklega til uppgjörs vegna
liðins árs. Stöðugt fjölgar þeim sem taka þátt í skýrsluhaldinu en skýrslufærðu fé hefur
fjölgað um 3-8% með hverju ári og fyrir haustið 1999 náði fjöldi skýrslufærðra áa í land-
inu í fyrsta sinn að fara yfir 200 þúsund. Síðastliðið haust var sauðfé mjög vænt um nær allt
land. Skýrsluhaldið sýnir að afurðir þá hafa verið meiri hjá íslensku sauðfé en nokkur
dæmi eru um áður. Hjá þeim ám sem búið er að gera upp skýrslur fyrir eru afurðir eftir
hverja á rúm 28 kg af reiknuðu dilkakjöti. Að vísu er líklegt að búið sé að gera upp
skýrslur af þeim svæðum þar sem afurðir eru hvað mestar, en samt er ljóst að öll fyrri met
um afurðir hafa verið slegin og afurðaaukning frá haustinu 1999 er einhverstaðar á bilinu
4-8% eftir hverja á. Þetta kom fram í upplýsingum frá Jóni Viðari Jónmundssyni,
sauðfjárræktarráðunaut.
í síðasta blaði var sagt frá frábærum árangri
Indriða Aðalsteinssonar og Lóu Amadóttur á
Skjaldfönn, þar sem öll fyrri met um afurðir voru
slegin, og fullyrða má að ekkert bú af þeirri
stærð náði viðlíka árangri haustið 2000 né
nokkru sinni áður. Af búum sem þegar hafa
verið gerð upp, koma mörg önnur mjög vel út.
Þannig eru þegar fast að 100 bú þar sem fleiri en
100 ær eru komnar með yfir 30 kg af kjöti eftir
hveija á. Af búum í þessum stærðarflokki auk
Skjaldfannar sem náð hafa 35 kg markinu eru;
Hjálmar Pálmason og Guðlaug Sigurðardóttir á
Bergsstöðum, Ellert Gunnlaugsson á Sauðá,
Björn Karlsson og Guðbrandur Björnsson á
Smáhömrum, Þóra Ólafsdóttir og Sigvaldi Sig-
urjónsson á Urriðaá og Ragnheiður Jónsdóttir á
Gestsstöðum. Afurðir í Strandasýslu eru með
eindæmum miklar. Búið er að gera upp skýrslur
frá nær 50 búum á búnaðarsambandssvæðinu og
eru meðalafurðir fyrir allt svæðið rúm 31,5 kg
eftir hverja á. Víða utan þess svæðis em þær
einnig fádæma miklar og skal geta Sf. Kirkju-
hvammshrepps þar sem þær eru yfir 33 kg að
jafnaði eftir hverja á.
Nokkrir „hobbýbændur“ em líka eins og
ætíð með mjög miklar afurðir. Þar trónir enn á
toppi Láms G. Birgisson, sem heldur fé sínu til
beitar vestur í Miðdal í Bolungarvík, þó að flesta
daga ársins leiðbeini hann bændum á Vestur-
landi sjálfur. Ekki er ólíklegt að einhver eigi eft-
ir að skjótast uppfyrir hann áður en uppgjöri
ársins lýkur. Steinar Jónasson í Mjólkárvirkjun
og Sigurður Viðarsson í Brakanda hafa einnig
auk Lámsar þegar komist á skrá yfir 40 kg fram-
• 4’ * V' * tk' <] •
leiðendur haustið 2000. Þó að þessum þrem
fjáreigendum sé það öllum sammerkt að vera
aðeins með á annan tug áa hver, er árangur þeirra
enn ein staðfesting á feikilegri afurðagetu
íslensku sauðkindarinnar þegar hún býr við gott
atlæti.
Mörg fjárbú sýna einnig fádæma glæsilegar
niðurstöður úr kjötmati haustið 2000. Af búum
þar sem kjötmatsupplýsingar em fyrir fleiri en
100 dilka haustið 2000 er bestur árangur hjá El-
vari Einarssyni á Syðra-Skörðugili en þar
skammt á eftir koma Þórarinn Leifsson og
Guðrún Lámsdóttir í Keldudal. Þessi tvö bú í
Skagafirði em þau einu af þessari stærð sem enn
em komin í uppgjör þar sem meðalflokkun fyrir
gerð fer yfir 10 eftir þeim útreikningi sem
notaður hefur verið í fjárræktarfélögunum til að
leggja tölulegan kvarða á matið. Þar til viðbótar
má geta þeirra búa sem komin em yfir 9,5. Það
em þeir bræður Leifur og Þorsteinn Ágústssynir
í Mávahlíð, Jóhanna Pálmadóttir á Akri, Hjálmar
og Guðlaug á Bergsstöðum, Bragi Guðbrands-
son á Heydalsá og Helgi Steinsson á Syðri-
Bægisá.
Niðurstöður skýrsluhaldsins er hægt að
skoða mun ítarlegar á vef Bændasamtakanna
www.bondi.is. Áhugamönnum um sauðfjárrækt
er einnig bent á uppgjör sauðfjárslátrunar sl.
haust eftir Stefán Vilhjálmsson, yfirkjötmats-
mann á bls. 18.