Bændablaðið - 16.01.2001, Síða 4
4
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 16. janúar 2001
Korif nir Rannsóknaslofnunar aa
landbúnaðarins sumariO 2000 Ʊ
Bændablaðið - málgagn
Ðændasamtaka íslands
Vinnum með náttúrunni
en ekki á móti
Við nýliðin áramót mátti skyggnast um af fleiri en einum
sjónarhóli. Líta mátti til liðins árs, líta mátti til liðinnar aldar í
upphafí nýrrar og líta mátti til liðins árþúsunds sem spannar
að mestu búsetu þjóðarinnar í landinu. Að undanskildum
örfáum síðustu áratugum hefur meginverkefni þjóðarinnar
allan þennan tíma verið að hafa í sig og á, sem m.ö.o. hefur að
mestu leyti verið fólgið í því að stunda búskap, þ.e.
landbúnað.
Sú barátta hefur fjarri því verið nein samfelld sigurganga.
Lengst af var hún harðsótt og hvað eftir annað varð
búfjárfellir af völdum kulda og náttúruhamfara og í kjölfarið
mannfellir. Stundum er sagt að þjóðin hafi komist af á
bjartsýninni einni saman og eigi sér táknmynd í bóndanum
sem kvaðst einskis vant annars en heys, matar og eldiviðar.
A 20. öldinni varð viðsnúningur, meiri velmegun en
nokkru sinni náðist á síðari hluta aldarinnar og minningar um
hungur og skort hurfu í fjarska. Þetta átti við jafnt hér á landi
og í flestum öðrum vestrænum löndum. En þá gerðist
undarlegur hlutur. Hvers kyns efnalegar framfarir tóku stór
stökk framávið; húsakynni fólks bötnuðu, vegir og
samgöngutæki á lofti, láði og legi stórbötnuðu, og ferðalög
fólks og flutningar jukust að sama skapi, samskiptatækni;
sími, útvarp, sjónvarp og nú síðast tölvusamskipti tók
risaskref, tómstundir jukust sem og möguleikar til að nota
þær til að njóta og taka þátt í listum og íþróttum eða öðru sem
hugurinn stóð til.
Eitt varð þó útundan. Matur er mannsins megin en
mikilvægi þess að hann sé holl hágæðavara gleymdist. í stað
þess kom þung og skýr krafa um að hann skyldi vera ódýr,
hvað sem í sölumar þyrfti að leggja. Til að auka afköst og ná
niður framleiðslukostnaði var farið að beita mikilli
áburðargjöf og úða jurtavamarefnum á plöntur í stómm stfl.
Slíkt gaf aukinn arð en hefur skilað sér til lengdar í jarðvegi
sem er ofhaldinn næringarefnum og leifum jurtavarnarefna
sem valda umhverfisspjöllum. Þá hefur búfé verið knúið til
aukinna afkasta með lyfjum og hormónum og nú síðast hefur
verið reynt að ná niður framleiðslukostnaði með framleiðslu
fóðurs þar sem ekki var nóg vandað til verka né brugðist nógu
skjótt við og upp kom sjúkdómur sem menn standa ráðþrota
gegn, sem er kúariða.
Líta má svo á að kúariðan sé skilgetið afkvæmi þeirrar
stefnu stjómvalda, jafnt og annarra sterkra þjóðfélagsafla, að
framleiðslukostnaði búvara skuli haldið niðri út yfir öll
skynsemismörk, án tillits til umhverfis- og búfjárverndar.
Baráttan gegn kúariðu á eftir að vera löng og ströng en hún
þarf jafnframt að opna augu almennings jafnt og stjómvalda
fyrir því að núverandi kröfur um lágt búvömverð hafa ekki
virt þau öryggismörk sem lífsnauðsynleg eru til að fullrar
hollustu og heilbrigðis sé gætt. Hagræðing og framleiðslu-
aukning í búrekstri þar sem náttúrunni er ekki misboðið em
hins vegar af hinu góða.
íslenskur landbúnaður hefur verið í vörn nú um nær 20 ára
skeið og gengið í gegnum sömu þróun og landbúnaður
hvarvetna um hinn vestræna heim, með fækkun starfa,
stækkun eininga, aukningu svokallaðs verksmiðjubúrekstrar
og víða grisjun byggðar. Spámenn Gamla Testamentisins voru
ekki spámenn heldur menn sem vildu láta fólk horfast í augu
við óþægilegar staðreyndir. Enn er þörf á slíkum mönnum.
Hin einhliða lífsgæðasókn samtímans kallar fram veilur sem
stillir lífsgæðakapphlaupinu í varasamt ljós og blindar augu
; manna fyrir því sem skiptir meiru, sem er það að vinna með
i náttúrunni en ekki gegn henni. í ferð Þórs til Útgarða-Loka
glímdi hann við gamla kerlingu sem kom honum að lokum á
kné og nefndist sú Elli. Glíma okkar við önnur lögmál
náttúrunnar mun enda á sama hátt, hún mun koma okkur á kné
ef ekki lengra.
Þetta ætti síðasta öld og árþúsund að hafa kennt okkur.
;■ • ■ *
• '' ■ >iV'ú' •'••'•-,■3--,' c.
B-....... ;___- ■ - •' - "
Kornskurður á Þorvaldseyri 7. september 2000. Hvergi er eins skammt á milli korns og jökuls.
- : ‘ , , •
t.j. :
Rannsóknastofnun landbúnað-
arins hefur staðið að rann-
sóknum í kornrækt um langt
árabil. Undirritaður hefur haft
umsjón með verkefninu
síðastliðin 11 ár. Hin síðustu ár
hefur verkefnið verið styrkt af
Framleiðnisjóði landbúnaðarins.
Fjallað hefur verið um flest þau
vandamál sem komið hafa upp
hjá kornbændum og líka hefur
verið reynt að bregðast við hug-
myndum og fyrirspurnum
bænda.
Tilraunir hafa verið gerðar
bæði á Korpu og í ökrum víða um
land. Sumarið 2000 voru 250 til-
raunareitir vélskornir úti um land
og um 750 á Korpu. Auk þeirra
voru um 100 smáreitir skornir
bæði á Korpu og vestur á Fjörðum.
Skomir tilraunareitir voru því um
1100 síðastliðið sumar.
Nú hefur orðið að ráði að ég
kynni niðurstöður úr tilraunum
ársins í Bændablaðinu og munu
þær birtast smám saman í föstum
pistli fram að kornsáningu í vor.
Kornuppskera úr tilraunum í
ýmsum landshlutum
Metuppskera fyrir norðan
Sumarið 2000 var í góðu rneðal-
lagi sunnanlands en með því besta
sem gerist norðanlands, bæði hlýtt
og sólríkt. Korn fyrir norðan var
nánast allt fullþroska í byrjun sept-
ember og uppskera sums staðar
svo mikil að gott hefði þótt suður á
Skáni.
Þessi fullyrðing styðst við
niðurstöður úr tilraunum RALA.
Ár hvert sáum við í tilraunir í
ökrum á nokkrum stöðum á land-
inu til þess að prófa bygg, bæði
kynbótaefni og viðurkennd yrki. í
ár voru tilraunir af þessu tagi á
fjórum stöðum auk Korpu, þremur
norðanlands og einum syðra.
Niðurstöður sjást á 1. mynd.
Samanburður við fyrri ár
Ekki fer milli rnála að uppskeran í
haust hefur verið afar mikil bæði í
Eyjafirði og Skagafirði en til að
styðja fullyrðinguna um metár
verðum við að leita aftur í tímann.
Nú hef ég tekið saman
niðurstöður úr tilraunum þar sem
borin hafa verið saman byggyrki.
Á þessum 11 árum hafa 72 tilraun-
ir af því tagi verið skomar með
vél. Eins og áður hef ég iátið
meðaltal sex bestu yrkja í hverri
tilraun gilda sem uppskeru úr til-
rauninni. Það er gert til þess að
nálgast uppskeru úr ökrum á
staðnúm, en í þeim er oftast það
korn sem best hentar á hverjum
stað. Af þessum 72 tilraunum hafa
i 3 skilað meira en fjórum tonnum
af þurrefni á hektara og eru sýndar
hér í töflu.
Staðfest met
Alimargar tilraunir á þessum tíma
Vélskornar tilraunir eru orðnar 72 talsins frá 1990. Eftirfarandi til-
raunir hafa skilað ineira en fjórum tonnum þurrefnis á hektara. Upp-
skera sex bestu yrkja á hverjum stað.
Staður Ár Uppskera, hkg þe/ha
1. Miðgerði f Eyjafirði 2000 62,3
2. Vindheimum í Skagafirði 2000 57,4
3. Vindheimum 1999 50,3
4. Voðmúlastöðum í Landeyjum 1991 49,7
5. Straumnesi í Aðaldal 1999 48,4
6. Korpu í Mosfellssveit 1998 47,9
7. Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum 1993 47,2
8. Korpu 1996 45,3
9. Vindheimum 1997 44,2
10. Korpu 1997 44,1
11. Straumnesi 2000 43,7
12. Þorvaldseyri 2000 42,6
13. Þorvaldseyri 1994 42,1
hkg
80
je/ha
Sex bestu yrkin á hverjum stað
Miðgerði Vindheimum Straumnesi Þorvaldseyri Korpu
Kornuppskera úr tilraunum sumarið 2000. Uppskera sex bestu yrkja á
hverjum stað er talin uppskera á staðnum. Tölurnar eru hkg þurrefnis á
hektara.
Skorin tilraun í Straumnesi í Aðaldal 1. september 2000. Kornið var vel
þroskað en uppskera ekki eins mikil og 1999 og mun þurrkur hafa valdið.
hafa verið mældar með smáreitum
sem skornir hafa verið með hnífi.
Þær eru ekki með í þessari upp-
talningu því að aðferðin þykir ekki
nógu nákvæm. Handskornar lil-
raunir sent hefðu getað lent í hópi
hinna uppskerumestu eru tilraun-
irnar í Miðgerði og Vindheimum
1996 og tilraunin á Efri-
Brúnavöllum á Skeiðum 1991.
Engin þeirra hefði þó náð ofar en í
8. sæti.
Eftir að menn hafa skoðað
þessar tölur velkist víst enginn í
vafa um að þetta hefur verið metár.
Metið var líka slegið svo rækilega
að uppskeran í Miðgerði varð 24%
meiri en ársgamla metið úr Vind-
heimum. En gömlu tölurnar frá
Voðmúlastöðum sýna að korn get-
ur líka sprottið vel fyrir sunnan og
sú tilraun átti met sem stóð í átta
ár.
Jónatan Hermannsson.