Bændablaðið - 16.01.2001, Side 5
Þriðjudagur 16.janúar 2001
BÆNDABLAÐIÐ
5
í Bú 2000
Dómnefndin að störfum. F.v. Pétur Pétursson, Sigurður Sigurðarson og
Jói í Stapa.
Á BÚ 2000 - landbúnaðar-
sýningunni nú í sumar, var haldin
botnakeppni á vegum Friggjar í
Garðabæ og vora vegleg verðlaun
í boði fyrir 10 fyrstu sætin.
Þrír fyrripartar voru lagðir
fram og gat fólk síðan botnað.
Mikil þátttaka var og hér koma
svo úrslit keppninnar.
Fyrsta sæti hlaut Bjöm Þór-
leifsson skólastjóri á Akureyri,
hann botnaði svo:
Gæðin trygg hjá gömlu Frigg
gleðja hygginn svanna.
Þá hún liggur þreytt og stygg
í þrifum bygginganna.
Annað sætið hlaut Guðbjörg
Karlsdóttir Gautsdal A-Barða-
str.sýslu, hún botnaði svo:
Vörur bestar býður Frigg,
botna skaltu þetta vers.
Alltaf gæðin eru trygg
allir landsmenn njóta þess.
Þriðja sætið hlaut Katrín
Árnadóttir Hlíð Gnúpverjahreppi,
hún botnaði svo:
Húsmóðir sem vörur velur
veit þau gæðin trygg.
hundrað prósent sem að selur
Sápugerðin Frigg.
Fjórða sætið hlaut Skúli Gunn-
laugsson Miðfelli 4 Flúðum, hann
botnaði svo:
Húsmóðir sem vörur velur
veit þau gæðin trygg.
Af lipurð þær með sóma selur
Sápugerðin Frigg.
Síðan datt niður í mjólkurbrúsann
uppstytta frá Andrési Magnússyni
í Hveragerði:
(Víxlhend oddhenda)
Vekur yndi auga mynd
eftir hráan þráa,
er flæsa í skyndi af fjallatind
flæmir gráan ráa.
(Hringhenda)
Hækkar sól við heiðarbrún
heyskapstólin bíða,
eftir róli um akra og tún
á gúmmíhjólum skríða.
(Slikluvik)
Loksins syngur sveitin öll,
suðar skringilega.
Búmenn slyngir snoða völl
snýst í hringi hersing öll.
Þökkum við Andrési fyrir þetta.
Frigg vill þakka öllum þeim sem
sendu inn botna og vonar að þessi
keppni hafi ýtt undir kveðskap og
vísnagerð, og skorum við á fleiri
að halda slíkar keppnir.
Einnig þakkar Frigg þeim heiðurs-
mönnum úr kvæðamannafélaginu
Iðunni, Sigurði Sigurðarsyni dýra-
lækni og Jóa í Stapa kærlega fyrir
þeirra störf í dómnefnd.
Pétur Pétursson, Frigg Garðahœ.
Svona var í Skagafirði í síðustu
viku
Fegurð dagsins fyllti lund
fráleitt spillti mjöllin.
Vetrarsólin gyllti grund
geislar hylltu fjöllin.
Við erum ekki alveg vissir um
höfundinn en teljum að hann búi á
Hólum. Gott ef einhver vildi gefa
okkur upp nafn á höfundi og helst
í bundnu máli..
BÚVÉLADEKK
í MIKLU ÚRVAL
AKUREYRI, S. 462-3002
FELLABÆ, S. 471-1179
BÚVÉLASAFNIÐ
Hvanneyri - Borgarfiröi
Kentárinn
___________________Lj_I__
Centaur-dráttarvélin dró nafn sitt af mannhestinum og er afar hugvit-
samlega hönnuð vél: Mótorþunginn hvílir á drifhjólum vélarinnar og
ekillinn situr aftarlega og sér því vel yfir verkið. Jóhannes Reykdal,
bóndi og verksmiðjueigandi á Setbergi við Hafnarfjörð, keypti Centa-
ur-dráttarvél árið 1927 og notaði í nokkur ár. Síðar var hún gefin
verkfærasafninu á Hvanneyri er seinna varð Búvélasafnið. Vélin var
10 hestöfl. Henni fylgdi sláttuvél af McCormic-gerð, en ýmis önnur
verkfæri mátti tengja við hana, svo sem plóg og snúnings- og
múgavélar.
Centaur-vélarnar sem til landsins komu urðu aðeins innan við tíu
að tölu. Þær voru mikið notaðar á Korpúlfsstöðum og urðu hálfvegis
einkenni hins tæknivædda búreksturs Thors bónda Jensen. Myndin
sýnir einmitt „Kentár" að heyskap þar á bæ nokkru fyrir miðja síðustu
öld. Það var hann Jón Thors sem færði Búvélasafninu myndina ásamt
verðmætum bæklingi um þessar sérstæðu búvélar. Bj.Guðm.
Erímup hehirorðið
Jól og áramót eru liðin, ný öld
er gengin í garð. Vafalaust fara
heilsuræktarstöðvar að auglýsa
til fólks nauðsyn þess að ná af
sér aukakílóum sem komið hafa
yfir hátíðamar. Þegar þessi orð
eru sett á blað er verið að kynna
nýja skýrslu sem segir okkur að
ástand hafsins umhverfis ísland
sé með því besta sem þekkist,
mengun sé í lágmarki. Þetta
fannst Grími ánægjuleg tíðindi.
Vafalaust segja margir ‘’þetta
vissum við nú fyrir”. Bændur
halda þvf fram að þeir framleiði
hér á landi einhverjar hreinustu
og bestu landbúnaðarafurðir
sem fáanlegar eru. A sama tíma
skelfur öll Evrópa vegna
kúaiiðuplágunnar. Nýjustu
tíðindin eru að Ástralía og Nýja
Sjáland hafa bannað allan
innflutning á nautakjöti frá
Evrópu. Skömmu áður en
Grímur hlustaði á þetta í
útvarpi og las svo í Mogga
hafði hann einmitt keypt írskt
nautakjöt fyrir aldna frænku
sína. Sú gamla hafði nefnilega
krafist þess að fá írskt kjöt, en
hún er sigld sú gamla og
gengur á dönskum skóm. Nú
fór Grímur aldrei þessu vant að
hugsa, vissulega átti hann að
erfa þá gömlu en var þetta ekki
„too much” eins og segir í
alþýðlegu, innfluttu jólakvæði
sem sungið er fyrir öll jól
nútildags?
Heimur viðskiptasamninga
er undarlegur og ekki öllum
ljós. Grímur gerir sér grein fyrir
takmörkunum sínum en hann
vissi ekki betur en að Ástralía
og Nýja-Sjáland ættu aðild að
GATT og WTO. Var ekki um
tíma bannað að flytja
nautgripaafurðir frá Bretlandi
upp á fastalandið í Evrópu? Er
það tilfellið að yfir 100
kúariðutilfelli hafi verið
staðfest á írlandi á síðasta ári?
Grímur heyrði það á
dögunum í heita pottinum í
sundlauginni að eðlilegt væri
að það yrði upplýst hvaða búðir
seldu írskt kjöt - og þar fyrir
utan allt það kjöt sem kæmi í
verslanir og væri ættað af
þekktum kúariðusvæðum í
Evrópu. Og pottveijar sögðu
líka undarlegt að ekki heyrðist
múkk í formanni
Neytendasamtakanna sem
ekkert aumt má sjá án þess að
stíga á það og meiða meira.
Það er þessi grafarþögn sem
pirrar Grím. Heyrði einhver
raust landlæknis? Hvar voru
fjölmiðlar landsins þegar
Grímur og fleiri hröðuðu sér út
í búð og keyptu kjöt frá
riðulandinu Irlandi? I gegnum
tíðina hefur loftfréttamaðurinn
Omar hraðað sér á milli
landshluta til þess að mynda
ársprænur og gamalt skrítið
fólk - en hvorki hann né
stéttarbræður hans voru nærri
þegar innflutta kjötið kom í
búðir. Enginn áhugi á málinu.
Grímur sagði frænku sinni
frá kjötinu og ættemi þess og
vika leið án þess að tíst heyrðist
frá þeirri gömlu og Grímur fór
að velta því fyrir sér hvort
kúariða væri bráðdrepandi. En
svo hringdi frænka og sagði
stundarhátt að hann væri að
ganga í norðangarra á
sunnudaginn.
Og niðurstaðan? Auðvitað á
frænkan og aðrir rétt á að vita
hvað þeir em að borða - hvaðan
maturinn kemur og hvaða
kröfur em gerðar til
innflutningsins. Það er alveg
ljóst og Grímur veit það
mætavel, að innflytjendur hafa
ekki nokkum áhuga á að til
landsins komi vara sem á sér
vafasaman uppmna. Þeir kaupa
bara það besta og jafnvel
kjötbita sem gömul
menningarþjóð á borð við
Egypta neitar að kaupa frá
írlandi... af því að þar grasserar
kúariða.
Einu sinni ...
uAaUUBAH B BJBUU3>| jpUBJBAJJÁJ
‘!UÁssjB>|sp ;snu6B|/\| jb n6uo|
j6jBUJ JjJÁJ Uj>(3) JBA puAuj jSSBc)