Bændablaðið - 16.01.2001, Page 6
6
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur ló.janúar 2001
Samanburðartilraun með NRF
og íslenskar kýr
Allur undirbúningur saman-
burðatilraunarinnar gengur vel.
Tilraunanefndin, sem dr. Agúst
Sigurðsson stýrir, hefur verið
skipuð og ntun hefja störf innan
tíðar. Samkvæmt samkomulagi
sem LK, BÍ og
Landbúnaðarráðuneytið hefur
gert skulu tilraunaáherslur sam-
anburðartilraunarinnar liggja
fyrir nú í byrjun júní.
Þá hefur verið unnið að breyt-
ingum á einangrunarstöðinni í
Hrísey og mun því verki ljúka á
næstu vikum.
Hvað snertir fósturvísana, þá er
nú búið að forvelja þau naut sem
notuð verða sem feður NRF-
fósturvísanna. Um er að ræða 6
naut (þar af 5 kollótt) og eru þau
öll arfhrein (A2A2) hvað snertir
ákveðna þætti próteinsins beta
casein, en próteinþættimir eru
A1, A2 og B. Eins og mörgum
er kunnugt hefur verið sett fram
kenning um að há tíðni á beta ca-
sein A1 próteinþætti hafi áhrif á
nýgengi sykursýki hjá bömum.
Islenski stofninn hefur lága tíðni
á þessum próteinþætti og ákvað
Fagráð í nautgriparækt að hafa
tíðni á þessum þætti NRF-fóstur-
vísanna eins lágan og unnt er.
Mæðrahóp fósturvísanna er búið
að velja (70 kollóttar kýr/kvígur)
og þegar sjúkdónta- og erfðar-
annsóknum er lokið (væntanlega
á morgun) munu 8-10 af þeim
verða sendar á einangrunarstöð
til fósturvísaskolunar.
Undanþágurfrá lyfjareglu-
gerðinni
A það skal bent að hægt er að fá
undanþágu frá ákvæðum reglu-
gerðar nr. 539/2000, um heim-
ildir dýralækna til að ávísa lyfj-
um. I 17. gr. reglugerðarinnar
segir: „...er yfirdýralækni heim-
ilt, að veita dýralækni und-
anþágu frá kröfu um að hann
heiji sjálfur sýklalyfjameðferð á
búfé þar sem landfræðilegir
staðhættir, veðurfar eða aðrar
ytri aðstæður hindra dýralækni í
að hefja meðferðina”. Sá sem
óskar undanþágu vegna einhvers
af ofangreindum atriðum, skal
sækja um það skriflega til síns
dýralæknis sem getur eftir mat á
aðstæðum óskað eftir und-
anþágu.
Iskýr - samráðshópur
Nú hefur verið ákveðið að skipa
samráðshóp kúabænda, ráðu-
nauta og tölvumanna til að vinna
að áframhaldandi þróun á
viðmóti forritsins gagnvart
bændum. Fulltrúar okkar eru
tveir og þeir sem hafa ábending-
ar um atriði sem mætti lagfæra
er benl á að senda athugasemdir
til tölvudeildar BÍ á help-
desk@bondi.is merkt: „b.t.
Samráðshóps fyrir Iskýr”.
Afleysingasjóður
Minner á að frestur til að skila
gögnum vegna afleysingasjóðs
fyrir síðasta ársfjórðung 2000
rennur út 20. janúar.
Vetrarleyfi
Skrifstofa LK verður lokuð
þessa vikuna og fram á miðviku-
dag í næstu viku vegna vetrar-
leyfa. Áfram verður þó hægt að
ná sambandi við Snorra Sig-
urðsson, framkvæmdastjóra með
tölvupósti: naut@naut.is eða í
síma 896-1995.
frio>lnl fiu no^jAisA
Fræðslufundur
um nautgriparækt
Fagráð í nautgriparækt efnir í samvinnu við Búnaðarsamtök Vesturlands tii fræðslufundar um nautgriparækt í
matsal Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri föstudaginn 26. janúar kl. 13.30 í tengslum við aðalfund Fagráðsins.
Fundarefni:
Ræktunarmarkmið í íslenskri nautgriparækt
Erindi og framsögumenn
1. Þarfir mjólkuriðnaðarins á komandi árum
Birgir Guðmundsson, Mjólkurbúi Flóamanna
2. Hvernig kýr vilja íslenskir bændur?
Guðný Helga Björnsdóttir, Bessastöðum
3. Áherslur um þessar mundir.
Hvernig er stefnt að settu marki?
Jón Viðar Jónmundsson, Bændasamtökum íslands
4. Ræktunaráherslur í nágrannalöndunum
og nýir eiginleikar í ræktunarstarfinu.
Baldur H. Benjamínsson, Landbúnaðarháskólanum í
Kaupmannahöfn.
Fyrirspurnir og almennar umræður
Bændur eru hvattir til að mæta á fundinn
Fagráð í nautgriparækt
Búnaðarsamtök Vesturlands
Búkolla
Samtök áltugamanna
um íslensku kúna
Karlinn og eldurinn, konan og
kýrin námu ísland í öndverðu
og hafa búið hér saman síðan.
Nú fylkja menn liði, karlar og
konur, til varnar
landnámskúnni þegar að henni
er sótt með áformum um inn-
flutning á norsku kúakyni
hingað til lands.
Mikil andstaða hefur verið
meðal bænda við áform um inn-
flutning á fósturvísum úr
norskum NRF-kúm til
innblöndunar við íslenska
kúastofninn (í tilraunaskyni og
síðar til kynbóta ef niðurstöður
tiirauna benda til að það reynist
ögn hagkvæmara). Niðurstöður
skoðanakönnunar sem gerð var
meðal kúabænda haustið 1997
Iiafa verið hafðar að engu eða
snúið út úr þeim og innflutn-
ingssinnar hafa barist gegn því
á öllum stigum að fram færi al-
menn atkvæðagreiðsla meðal
kúabænda um innflutninginn.
Nú hefur iandbúnaðar-
ráðherra heimilað innflutning í
tilraunaskyni, þrátt fyrir mikla
andstöðu og óeiningu meðal
bænda og við lítinn fögnuð
þjóðarinnar. Þar verða lagðir
að veði miklir fjármunir og nær
öll tilraunaaðstaða okkar í
nautgriparækt til margra ára,
án þess að tilraunaáætlanir hafi
verið lagðar fram, kostnaðar-
áætlanir gerðar eða sýnt fram á
þörf fyrir innflutning eða
vœntanlegan ávinning af honum
sem þó er skilyrði í lögum til þess
að leyfi sem þetta se' veitt.
Helstu varnir landsins gegn
innflutningi landbúnaðarvara,
framleiddum við óþekktar
aðstæður úti í heimi, er sérstök
staða búfjárstofna okkar sem
eru eyjastofnar, ofurviðkvæmir
fyrir jafnvef meinlausustu kvill-
um sem ganga á meginlöndun-
um. Hrossapestin sem hér
geisaði er nýjasta vitnið um
það. Nú stendur til að leggja
nautgripina okkar í þessa
hættu, einmitt þegar kúariða,
nýr og skeifilegur sjúkdómur,
breiðist út í Evrópu og herjar
þar á menn og skepnur.
Samkvœmt lögum skal, áður en
yfirdýralœknir mœlir með inn-
flutningi, liggja fyrir vottorð frá
viðkomandi heilbrigðis-
yfirvöldum um að í Noregi hafi
ekki orðið vart neinna sjúkdóma
í dýrum sem sérstaklega þarf að
óttast hér á landi. Þetta vottorð
höfum við ekki fengið staðfestað
sé til, þó eftir hafi verið leitað.
Nautgripir eru enn fluttir á fæti
til Noregs frá Danmörku.
Meðan þessu fer fram liggja
bændur undir ámæli almenn-
ings um að öryggi neytenda sé
stefnt í hættu og vilji þjóðarinn-
ar til að drekka mjólk úr
íslenskum kúm sé hundsaður.
Við sem alfa tíð höfum verið á
móti hugmyndum um
innblöndun erlendra kúa við
íslenska kúakynið sitjum ekki
þegjandi hjá.
Undirbúningshópur að stofn-
un samtaka áhugamanna um
íslensku kiina skorar á
landbúnaðarráðherra að aftur-
kalla leyfi til innflutnings á
erfðaefni úr norskum kúm í til-
raunaskyni þar til tekist liefur að
kortleggja umfang kúariðu í
Evrópu, greina smitleiðir og
koma upp varanlegum vörnum
gegn átbreiðslu sjúkdómsins.
Hópur kúabænda af landinu
öllu vinnur nú að stofnun félags
áhugamanna um íslensku kúna.
Félagið hefur hlotið nafnið
Búkolla, - samtök áhugamanna
urn íslensku kúna.
I drögum að stefnuskrá segir:
Samtökin eru stofnuð til að:
- standa vörð um íslenska
kúakynið og verja það
erfðamengun,
- efla kúabúskap og ræktun
kýrinnar,
- halda í heiðri sögu og menn-
ingu tengda kúnni,
- tryggja velferð kýrinnar og
hollustu afurða.
Samtökin eru stofnuð af
kúabændum og verður stýrt af
þeim, en öðrum bændum og
öllum almenningi er boðin
þátttaka til stuðnings málefn-
inu, enda varða svo viðamikil
málefni sem matvælafram-
leiðsla og búfjárstofnar í
náttúru landsins alla þegna
þjóðarinnar.
Hægt er að skrá sig í félagið á
netfanginu bukolla@isI.is á
heimasíðu samtakanna, slóðin er
www.bukolla.is, bréflega í
pósthólf 264,802 Selfoss eða hjá
undirrituðum sem einnig veita
nánari upplýsingar um
samtökin.
Ásthildur Skjaldardóttir,
Bakka, Kjalarnesi.
566-6053
Þorvaldur og Ólöf, Brekkukoti,
Borgarfjarðarsveit.
435-1165
Birkir Friðbertsson, Birkihlíð,
Súgandafirði.
456-6255
Rögnvaldur Ólafsson,
Flugumýrarhvammi, Skagafirði.
453-8255
Hörður Snorrason, Hvammi,
Eyjafjarðarsveit.
463- 1241
Sif Jónsdóttir, Laxamýri, S-
Þingeyjarsýslu.
464- 2022
Ágústa Þorkelsdóttir, Refsstað,
Vopnafirði.
473-1443
Elín Oddleifsdóttir, Selja-
völlum, A-Skaftafellssýslu.478-
1482
Sigurjón Hjaltason, Raftholti,
Rangárvallasýslu.
487-6607
Sigríður Jónsdóttir,
Gýgjarhólskoti, Árnessýslu.
486-8621
lit á't niþl3nt>qh§iuiin iæl ríd
j i BuJnuálö[rfi imwxtríulfi 6i/ bísbim