Bændablaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 7
Þriðjudagur ló.janúar 2001
BÆNDABLAÐIÐ
7
Eitt erfiOasta púlska venk-
efnifl sent landbúnaðar-
rflflherra hefiir glímt við
„Líklega er beiðnin um saman-
burðartilraun á íslenskum og norsk-
um kúm eitt erfiðasta pólitíska
verkefnið sem ég hef glímt við,
enda eru miklar tilfinningar í þessu
máli“ sagði Guðni Agústsson,
landbúnaðarráðherra í samtali við
Bændablaðið. „Af þessari ástæðu
lagði ég mikla vinnu á fjölda aðila
til þess að fá fram faglega
niðurstöðu. Það er vitað að hjarta
mitt sló og slær enn með íslensku
kúnni og hún hefur ekki verið sleg-
in af. Það er enginn kominn til með
að segja að hún muni tapa í þessari
tilraun. Verkið er rétt að hefjast, en
rannsóknin tekur mörg ár. Norska
kýrin er ekki að fara í fjós til
íslenskra bænda og mun ekki gera
það nema ef bændur vilja það á
grundvelli tilraunarinnar eftir átta
eða tíu ár. Þá er það ný ákvörðun
sem kúabændur og aðrir hlutaðeig-
andi koma að.“
Staða heilbrigðismála góð í norsk-
um landbúnaði
Guðni sagðist frá upphafi hafa
viljað fá fram niðurstöðu sem ekki
væri hægt að véfengja frá faglegu
sjónarmiði. Þess vegna hafi hann
m.a. látið dýralæknaráð fara tvisvar
yfir málið og kallað til sérfræðinga
sem hefðu fullvissað hann um að
það væri ekki þekkt að innflutning-
ur á fósturvísum bæri með sér
sjúkdóma. Umsóknin var send til
RALA, Landbúnaðarháskólans á
Hvanneyri og Hagþjónustu land-
búnaðarins til umsagnar og allar
stofnanimar voru jákvæðar. „Öll
rök fæmstu manna sögðu að til-
rauninni fylgdi ekki áhætta. Þar
með féllst ég á að leyfa tilraunina,“
sagði ráðherra og bætti því við að
engin rök hefðu komið fram sem
réttlættu frekari frestun. „Engin
kúariða hefur komið upp í Noregi
og staða heilbrigðismála er góð í
norskum landbúnaði."
Að mœta framtíðinni
Guðni sagði ljóst frá upphafi að
miðað við afurðasemi mjólkurkúa í
samkeppnislöndunum virtist
íslenska kýrin standa höllum fæti.
„Þess vegna fagnaði ég því sérstak-
lega að jafnt ríkisstjóm og Alþingi
hlustuðu á rök mín í þessu efni, en
ákveðið er að til viðbótar öðru
fjármagni til landbúnaðarins komi
sérstaklega 35 milljónir króna til
nautgriparæktar. Ætlunin er að efia
ræktun íslensku kýrinnar. Markmið
mitt er að íslenska kýrin verði
áfram lifandi og öflugt framleiðslu-
tæki á búum bænda. Þess vegna
hefi ég hrint af stað þessari sérstöku
tilraun með íslensku kúna sem
standa mun næstu sjö ár.“
Tvö bú framleiða
eins mikið og hœgt er
Mikið hefur verið rætt um
bragð, gæði og heilbrigði mjólkur
úr íslenskum kúm og sagði Guðni
að á næstu þremur árum yrði varið
28,5 milljónum króna í rannsóknir á
þessu sviði. Rannsóknir þessar em
á vegum Háskóla Islands undir for-
ustu Ingu Þórsdóttur prófessors,
formanns Manneldisráðs. En auk
þess verður tveimur búum gert
kleift að framleiða eins mikla mjólk
og framast er hægt. „Þessi tvö bú
munu sýna hvernig má efla ræktun-
ina og fullnýta framleiðslugetu
íslensku kýrinnar, fái menn til þess
frelsi," sagði Guðni. „Færustu
sérfræðingar munu aðstoða íslend-
inga við það hjartans mál hvemig
unnt er að styrkja íslensku kúna svo
hún standist þá framtíð sem fram-
undan er. Því mega menn ekki
gleyma að það var ekki ákvörðun
mín eða míns flokks að mynda
glufu í vegginn og hefja innflutning
á kjöti og mjólkurafurðum.“
- Ertu þarna í leiðinni að kanna
áhrif kvótakerfisins á mjólkurfram-
leiðslu?
,Jú, það er rétt. Ég vil gjaman
sjá hvað hægt er að gera þegar eng-
ar hömlur em settar á bændur. Inn-
an tíðar munum við auglýsa eftir
tveimur góðbændum í þessu sam-
bandi.“
Guðni sagðist leggja áherslu á
að sú tilraun sem ætlunin væri að
gera byggðist á allt öðmm forsend-
um en sú sem rætt var um í upphafi
og bændur vom mjög á móti. „Þeg-
ar tilrauninni lýkur eftir átta eða tíu
ár munu menn fyrst geta metið
hvort nýju kýmar verði að vem-
leika í íslenskum kúabúaskap.
Standi íslenskar kýr uppi sem sigur-
vegarar verða hinar kýmar einfald-
lega felldar."
- Hefði verið hœgt að fram-
kvæma þessa tilraun íNoregi?
„Nei. Við ætlum að sjá hvernig
þessar kýr standa sig hér á landi.
Tilraunin er margþætt og getur
hvergi farið fram nema hér. Nýtir
norska kýrin íslenska gróffóðrið
jafn vel og sú íslenska? Hvað kostar
að framleiða mjólk með norskum
kúm miðað við nýtingu innlends
fóðurs? Hvernig em bragð og gæði
mjólkur úr þessum kúm borið sam-
an við mjólk úr íslenskum kúm?
Við verðum að fá svör við spurn-
ingum sem þessurn."
- A sama tíma og þessi tilraun
er að skríða úr vör berast fréttir af
innflutningi matvöru frá löndum
þar sem t.d. hefur fundist kúariða.
„Já, það er rétt en við verðum
að minnast þess að samkvæmt al-
þjóðlegum skuldbindingum á borð
við WTO þá opnaðist sú glufa sem
ég ræddi um áðan. Vegna þessara
ákvæða er flutt inn talsvert magn af
nautakjöti í ýmsu formi, m.a. fersku
kjöti eins og nautalundir frá írlandi
og einnig sem fylling í ýmsum
réttum t.d. pitsum, vorrúllum, pasta
o.fl. Við verðum að treysta því að
innflytjendur landbúnaðarafurða
flytji ekki til landsins annað en
bestu vöru. Þeirra ábyrgð og þeirra
sem versla með landbúnaðarvörur
er mjög mikil og ég vil að þeir geri
sér fulla grein fyrir henni. Þess
vegna ætla ég að kalla þá á minn
fund og fara yfir málið og gera
þeim grein fyrir alvöru þess.Yfir-
dýralæknir stendur vörð um þessi
mál og hafnar innflutningi sem ekki
stenst okkar ströngu heilbrigðis-
kröfur. Hins vegar horfir það öðru-
vfsi við þegar beiðni um innflutning
fylgja öll vottorð sem uppfylla
þessar kröfur okkar í samræmi við
alþjóðlegar skuldbindingar, eins og
var með þessar írsku nautalundir.“
Ekki skortir
verkefni í landbúnaði
En fær nautgriparæktin fé til
rannsókna sem hún hefði annars
ekki fengið? Guðni sagði það rétt
vera - óvænt hefði gefist tækifæri
til að rannsaka mjólkina og áhugi á
ræktun væri meiri en fyrr. „Vissu-
lega skiptir þetta máli en ég tel
meira um vert að það náist sam-
staða í landbúnaðinum um verk-
efnið meðan á því stendur. Menn
eiga að fylkja sér um það og fylgj-
ast með samanburðartilraununum
sem fram fara á Möðruvöllum og
Stóra-Armóti, enda hefur aldrei
fyrr verið jafnmikið um að vera í
ræktunarmálum. Aldrei áður hefur
verið ráðist í jafn víðtæka
rannsókn á sviði nautgriparæktar
hér á landi og miklu fleiri þættir
verða rannsakaðir en þeir sem
beint snerta samanburðartilraun-
ina. Ég hefi skipað sérstakan
faghóp sérfræðinga frá samtökum
bænda, rannsóknastofnunum, yf-
irdýralækni, yfirkjötmati og
mjólkuriðnaðinum sem mun, undir
forystu Dr. Agústar Sigurðssonar
ráðunauts, skipuleggja rannsókn-
ina, fylgjast með framkvæmdinni
og leggja mat á niðurstöður. Ágúst
er einn okkar færasti sérfræðingur
á sviði búfjárræktar og hann mun
einnig leiða rannsóknina á íslensku
kúnni. Slfkt tækifæri til þekking-
aröflunar fyrir nautgriparækt
höfum við aldrei áður fengið. Þetta
hlýtur að vera áhugavert fyrir
bændur," sagði Guðni.
„Nú hefur verið tekin
ákvörðun um framkvæmd verksins
og við eigum að snúa okkur að
öðrum málum - en ekki er skortur
á verkefnum í íslenskum
landbúnaði. Það er vilji til þess í
þjóðfélaginu að láta fjármagn í
mörg þessara verkefna. Ég vil nú
fara að beina kröftum mínum í
aðrar áttir en allt sem ég geri hefur
það að markmiði að styrkja
íslenskan landbúnað. Nefna má
gæðastýringu í sauðfjárrækt, átak í
hrossarækt og hestamennsku,
skógrækt og málefni land-
græðslunnar,“ sagði Guðni
Ágústsson að lokum.
Búkolla til ráflherra
Forsvarsmenn félagsins Búkolla, sem stofnað var til verndar íslenska
kúastofninum, hafa verið boðaðir á fund Guðna Ágústssonar,
landbúnaðarráðherra, í næstu viku. Fundurinn verður í Reykjavík.
„Mig langar til að heyra hljóðið í fólkinu, og ráðgast um það hvemig
best verður staðið að ræktun íslensku kýrinnar," sagði ráðherrann.