Bændablaðið - 16.01.2001, Qupperneq 11
Þriðjudagur 16.janúar 2001
BÆNDABLAÐIÐ
II
Fyrir skemmstu fór hópur ráðunauta, dýralækna og starfsmanna
annarra stofnana landbúnaðarins til Nj'ja Sjálands til að kynna
sér þarlenda búskaparhætti. Ferðin var farin að frumkvæði
Hagsmunafélags ráðunauta. Hér eru svipmyndir úr þeirri ferð
sem bæði var fróðleg og skemmtileg að sögn þeirra sem fóru.
Myndirnar tók Guðmundur Jóhannesson hjá Búnaðarsambandi
Suðurlands.
Fjórhjól sem viðkomandi bóndi hafði útbúið þannig að hann gat ekið
beint yfir girðingar án þess að vera með hlið á þeim. Hér prófar
Þorsteinn Ólafsson tækið.
Nýja Sjáland er víða hæðótt en grasi vaxið. Víða er þétt beitt og hér
má sjá nýsjálenskar mjólkurkýr á beit.
200 kýr í halarófu reknar á bæinn.
Dádýrahjörð. Girðingarnar eru 2 metrar á hæð og ekki veitir af.
ai'«'4>)ev.'Aw«' tnsrteV ■
Bændur á netínu
í lauslcgri könnun sem Bænda-
blaðið gerði meðal bænda sem
eru með nettengingu kemur í
ljós að netsamband til sveita er
allt frá því að vera mjög lélegt
upp í að vera sæmilegt. Nánast
þeir einu sem eru verulega
ánægðir með netsambandið hjá
sér hafa komið sér upp ISDN-
tengingu og segjast ekki einu
sinni líkja því saman hvernig
það var áður en hún kom til.
Vandamálið sem menn lenda
yfirleitt í á netinu til sveita er að
það gangi einfaldlega mjög hægt
að skoða vefsíður en einnig hefur
nokkuð borið á því að tengingar
hafi slitnað fyrirvaralaust. Þá er
einnig nokkuð um að erfitt sé að
hringja inn á netið, einkum á
ákveðnum tíma dags sem er þá
aðallega eftir hádegi fram að
kvöldmat. Menn eru hins vegar
ekki í vandræðum með að taka á
móti hefðbundnum tölvupósti.
Hér koma nokkur dæmi um
það sem bændur höfðu að segja
um netsambandið:
Guðmundur Jón Guðmundsson,
Holtsseli.
Netsambandið er alveg dýrðlegt
núna eftir að Landssíminn gerði
mér kleift að fá ISDN-tengingu.
Smáauglýsingar
Bændablaðsins
Sími 563 0300
Plastristar
Margar tegundir og styrkleikar
fyrir nautgripi, kindur og svin
VÉLAVAL-Varmahlió w
Simi 453 8888 Fax 453 8828
Veffang www.velaval.is
Netfang velaval@velaval.is
En áður en það kom var þetta al-
veg skelfilegt. Það tók 1-2 mínútur
bara að hringja inn og það tók
óratíma að hlaða inn venjulegum
heimasíðum. Tengingin var ein-
faldlega léleg.
Kristín Linda Jónsdóttir,
Miðhvammi:
Netsambandið er bara nokkuð gott
héma en kannski geri ég ekki eins
miklar tæknilegar kröfur og aðrir.
Mér finnst þetta ekki mjög seint og
ég lendi ekki í miklu veseni. Ég
veit hins vegar að víða eru menn í
vandræðum. Einu vandræðin sem
ég lendi í er að ég á erfitt með að
komast inn á vissum tímum, eink-
um seinni part dags. Ég nota netið
hins vegar aðallega á kvöldin þeg-
ar fleiri línur virðast vera lausar.
Oddur Gunnarsson,
Dagverðareyri:
Netsambandið er prýðilegt núna
eftir að Landssíminn gerði mér
kleift að nota ISDN-tengingu. En
áður en hún kom til var sambandið
hins vegar slæmt. Það gekk hægt
að skoða vefsíður og tengingin átti
það til að slitna fyrirvaralaust.
Jórunn Svavarsdóttir,
Drumboddsstöðum:
Netsambandið er mjög hægt hjá
mér en ég er að vísu nteð gamla
tölvu og er ekki viss hvort orsakar-
innar sé að leita í tölvunni eða net-
sambandinu. Ég lendi líka stund-
um í því að sambandið slitnar fyr-
irvaralaust þegar ég er að skoða
vefsíður. Yfirleitt er hins vegar
vandræðalaust að komast inn en
þó koma stundir þar sem ég kemst
alls ekkert inn.
Sigríður Bragadóttir,
Síreksstöðum:
Netsambandið hér um slóðir er
slæmt. Það gengur afar hægt að
skoða vefsíður en venjulegur
tölvupóstur gengur vel. Sem dæmi
um slæmt netsamband þá tekur
það mig sex mínútur að borga einn
reikning í heimabankanum. Ég hef
hins vegar ekki lent í að tenging
slitni en veit dæmi þess hjá fólki
sem tengt er annarri netþjónustu
en ég.
------------------------------------1
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri
auglýsir fyrstu námskeið ársins 2001
JANÚAR
19.-21. janúar Frumtamning „Samspil manns og hests“ V-Húnavatnssýslu
26.-28. janúar Frumtamning „Samspil manns og hests“ Suðurland
27.-28. janúar Járningar og hófhirða V-Húnavatnssýslu
FEBRÚAR janúarlok Búbót- bókhaldsforrit V-Húnavatnssýslu
1.-2. febrúar Skipulagning og útdráttur vegna grisjunar Austurland
2.-3. febrúar Járningar og hófhirða Hvanneyri
9.-11. febrúar Upp í tölt V-Húnavatnssýslu
14. febrúar Beiðslisgreining Skagafjörður
15. febrúar Beiðslisgreining Eyjafjörður
16. febrúar Beiðslisgreining S-Þingeyjarsýsla
15.-16. febrúar Ræktun Castor Rex feldkanína Hvanneyri
16.-18. febrúar Frumtamning „Samspil manns og hests“ A-Skaft.
22.-24. febrúar Málmsuða I Hvanneyri
Nýr endurmenntunarbæklingur með lýsingum námskeiða
er væntanlegur innan nokkurra daga.
Nánari upplýsingar og skráning:
Sími: 437 0000, fax: 437 0048, tölvupóstur: lbh@hvanneyri.is
Sjá einnig upplýsingar á heimasíðu: www.hvanneyri.is