Bændablaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 12
12 BÆNDABLAÐIÐ Þríðjudagur ló.janúar 2001 Flytur fjöll A MITSUBISHI demantar í umferð L200 er glæsilegur pallbíll frá Mitsubishi, sterkbyggbur og þægilegur í akstri og flytur hvað sem er hvert sem er! Kynntu þér þennan frábæra bíl og spennandi breytingarmöguleika sem í bobi eru. MITSUBISHI . 5 L200 GLS Club Cab handsk. 2,5 TDI Dísil 100 hö. 2 dyra 2.265.000 kr. L200 GL Double Cab handsk. 2,5 TDI Dísll 100 hö. 4 dyra 2.220.000 kr. L200 GLS Double Cab handsk. 2,5 TDI Dísil 100 hö. 4 dyra 2.380.000 kr. L200 GLS Double Cab sjálfsk. 2,5 TDI Dísil 100 hö. 4 dyra 2.520.000 kr. Nýjung 33" og 35" breytingapakkar og glæsilegt úrval aukabúnabar. Laugavegur 170-174 • Sími 569 5500 • Heimasíöa www.hekia.is • Netfang hekla@hekla.is m HEKLA - íforystu á nýrri öld! Hve lengi herf eð Bárðdælingur bað Bbl. að kanna hve lengi þyrfti að geyma bókhaldsgögn. Ketill A. Hannes- son. gaf eftirfarandi svar: Bókhaldsgögn skal varðveita í sjö ár. Ársreikning skal geyma í 25 ár. Hve langt aftur í tímann geta skattstofur gert athugasemdir við framtöl? Svar: Almenna reglan er sex ár Skattaeftirlit hefur heimild til að krefjast bókhaldsgagna fyrir sjö ár. Heimild er til endurálagningar skatts síðustu sex ár á undan því ári sem endurákvörðun fer fram. Ef skattaaðili hefur hinsvegar gert framtal sitt á fullnægjandi hátt, sem byggja mátti álagningu á. er þó eigi heimilt að ákvarða honum skatt nema vegna síðustu tveggja ára, sem næst eru á undan því ári þegar endurákvörðun fer fram, þótt í ljós komi að álagning hafi verið of lág. Almenna reglan er á þá leið að skattstjórar hafa heimild til að leita upplýsinga til sönnunar á því að rétt sé talið fram og breytt álagningu samkvæmt því sem athugun leiddi í ljós. Ríkisskatt- stjóri getur falið skattstjórum athugun á hverju máli sem hann telur ástæðu til. Hafi skattstjóri grun um að skattsvik eða refsiverð brot á lögum um bókhald og ársreikninga hafi farið fram skal hann tilkynna það skattrann- sóknarstjóra ríkisins sem ákveður framhald málsins. Ríkisskattstjóri getur af sjálfsdáðum kannað framtöl og krafist allra upplýsinga og gagna, sem hann telur þörf á. Hann getur falið skattstjóra að annast endurákvörðun skatta. Skattrannsóknarstjóri hefur einnig sama vald til öflunar gagna í málum sem vísað hefur verið til hans. Skattstjórar annast skattaeftirlit hver í sínu umdæmi. Ríkisskatt- stjóri annast eftirlit á landinu öllu, aðstoðar og leiðbeinir skatt- stjórum. Yfirskattanefnd er síðan úrskurðaraðili sé málum vísað til hennar. Skattrannsóknarstjóri annast rannsóknir á málum sem til hans er vísað eða hann rannsakar að eigin frumkvæði. Sé eitthvað missagt skal hafa það er sannara reynist./KAH Nðmskeið um raflýsingu í ylrækt Laugardaginn 3. febrúar nk. verður haldið endurmenntunar- námskeið í raflýsingu í ylrækt. Námskeiðið er haldið í aðal- byggingu Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Olfusi og hefst kl. 9.00. Þar munu halda erindi tveir norskir ylræktarráðunautar, þeir Svein O. Grimstad og Magne Berland. Björn Gunnlaugsson til- raunastjóri er umsjónamaður nám- skeiðsins og heimsóknar erlendu ráðunautanna. Svein O. Grimstad er kunnur mörgum grænmetisræktendum en hann hefur stýrt rannsóknum í notkun raflýsingar í ylrækt græn- metis í Noregi og Berland sérhæfir sig í ræktun afskorinna blóma í gróðurhúsum. Grimstad og Ber- land munu heimsækja nokkur garðyrkjubýli dagana á undan og verða með samantekt úr þeim heimsóknum auk þess nýjasta sem er að gerast á þessu sviði. Bjöm mun halda erindi um ráðstefnu sem hann sótti í Kanada í nóvember 2000 þar sem fjallað var um raflýsingu í ylrækt. Dagskrá námskeiðsins verður sem hér segir: 9.00-12.00 Ylrœktun matjurta við raflýsingu. Svein O. Grímstad. 12.00-12.45 Matarhlé. 12.45-13.30 Frá lýsingarráð- stefnu ISHS í Kanada í nóvemher. Björn Gunnlaugsson. 13.40-16.40 Ylrœktun afskorinna blóma við raflýsingu. Magne Ber- land. Erindi ráðunautanna verða þýdd jafnóðum fyrir þátttakendur. Þeir garðyrkjubændur sem vilja sækja námskeiðið geta skráð sig með því að hringja í síma 480- 4300 (Garðyrkjuskólinn). Skrán- ing er nauðsynleg vegna há- degisverðar og kaffiveitinga. Síðasti skiáningadagur er fimmtudaginn l.febrúarkl. 16.00. Þátttökugjald er 5.000 kr. á mann. Innifalið er námskeiðsgögn, há- degisverður og kaffi. Vonandi sjá flestir sér fært um að mæta. Garðyrkjumiðstöðin. VANDAMÁL? .HAUGHÚS . FLEYTIFLÓRAR Stíflast í flórnum? Ammoníakstækja? Fúlnar haugurinn? Brennisteinsvetni? Penac-g íblöndunarefni mýkir skítinn og gerir honum kleift að brjóta sig niður á skömmum tíma. Flórarnir stíflast ekki og renna betur til. Skíturinn verður mun betri áburður á túnin. Mikið notað í lífrænni ræktun. Penac-g er jafngott fyrir svína- sem kúaskít. Eitt kíló Penac-g í 100 tonn af skít. Verð kr. 4.200/kg rn/VSK. Hringið og fáið upplýsingabækling. Penac-g sent gegn póstkröfu. Lífrænar afurðir ehf. 861-9822. ' I i J. I 1 J i./'l U • i í - • •

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.