Bændablaðið - 16.01.2001, Page 17
Þriðjudagur ló.janúar 2001
BÆNDABLAÐIÐ
17
áragijmii
Fyrsti fulltrúaráðsfundur Hest-
amiðstöðvar Islands var haldinn á
Hólum í Hjaltadal föstudaginn
8.desember síðastliðinn. I fulltrúa-
ráðinu eiga sæti fulltrúar þeirra
aðila sem að Hestamiðstöðinni
standa, en það eru ráðuneyti
samgöngu-, mennta- og land-
búnaðarmála ásamt iðnaðarráðun-
eytinu, sveitarfélögin í Skagafirði,
félagasamtök hestamanna, Fjöl-
brautarskóli Norðurlands vestra og
Hólaskóli. Sveinbjörn Eyjólfsson
stjórnarformaður rakti í ræðu sinni
tildrögin að stofnun Hestamið-
stöðvar Islands. Nú er rétt unt ár
síðan hún hóf starfsemi sína en
undirbúning þess má rekja til
viðræðna heimamanna í Skaga-
firði og stjórnvalda á síðasta ári.
Kom fram í máli Sveinbjamar að
Hestamiðstöðin væri án efa heilla-
spor til framfara hestamennsku í
landinu og mörg spennandi verk-
efni væru í farvatninu. Mætti þar
nefna verkefni um gæðaeftirlit í
hestatengdri ferðaþjónustu, gæða-
átak á hrossabúum, sögusetur
íslenska hestsins og þátttöku á ver-
aldarvef Eiðfaxa.is. Einnig hafa
Hestamiðstöðin, Fjölbrautarskóli
NV á Sauðárkróki og Hólaskóli
gert með sér samning um
valáfanga í reiðmennskukennslu á
framhaldsskólastigi sem ætti að
hefja göngu sína í febrúar að öllu
eðlilegu.
Kennslan mun fara fram í
reiðskemmunni sem verið er að
reisa á Sauðárkróki en í þá bygg-
ingu hefur Hestamiðstöðin lagt
hlutafé ásamt heimamönnum.
Starfsmenn Hestamiðstöðvar-
innar eru tveir; Þorsteinn Brodda-
son framkvæmdastjóri og Ingimar
Ingimarsson faglegur ráðgjafi en
aðsetur skrifstofu er á Sauðár-
króki.
Framkvæmdastjórinn Þor-
steinn Broddason skýrði frá rekstri
fyrirtækisins það sem af er og
áætlunum næsta árs en formlegu
bókhaldsári er ekki lokið svo
ársreikningar eru ekki tilbúnir.
Samkvæmt framlögðum gögnum
hefur Hestamiðstöðin til ráð-
stöfunar tæplega 41 milljón á
þessu ári að viðbættri milljón á
næsta ári.
Verkefnisstjórar einstakra
verkefna sem Hestamiðstöðin
stendur að gerðu grein fyrir stöðu
þeirra og urðu nokkrar umræður
þar um. Páll Dagbjartsson taldi að
þrátt fyrir allnokkurt hnútukast á
milli héraða í byrjun væri Hesta-
miðstöðin stórt skref í byggða-
málum og með henni sé að hefjast
ákveðið þróunarferli sem hafi haft
áhrif urn landið hvað varðar vax-
andi samstarf aðila í hestamennsku
og hrossarækt. Sigfús Helgason
frá Akureyri fulltrúi LH gat þess
að í upphafi umræðunnar um
Hestamiðstöð Islands í Skagafirði
hefði hann verið einn þeirra sem
gagnrýndu þá framkvæmd. Hann
hafi á hinn bóginn breytt viðhorfi
sínu alveg eftir að hafa fylgst með
fyrstu skrefum miðstöðvarinnar og
kynnt sér þau verkefni sem hún
vinnur að sem mörg hver eru
spennandi og allri hestamennsku í
landinu til góðs. Bar hann fundin-
um kveðjur frá Landsamtökum
hestamanna og lýsti stuðningi við
starfsemi Hestamiðstöðvar
Islands. Nokkrar fyrirspurnir
komu fram varðandi einstök verk-
efni, meðal annars markaðsmál, en
Einar á Skörðugili fulltrúi BÍ
spurðist fyrir um stefnu HMI þar
að lútandi. Svöruðu stjómarmenn
því til að þátttaka HMÍ á Eiðfaxi.is
væri fyrsta skrefið en einnig hefðu
verið veittir styrkir til einstaklinga
vegna markaðsöflunar. Á döfinni
væri námskeiðahald í mark-
aðsmálum á vegum Hólaskóla
með aðkomu HMI. Þetta væri þó
málaflokkur sem alltaf væri mik-
ilvægur og aðeins spurning hvar
peningunum væri best varið.
Jákvætt andrúmsloft var á
fundinum og almenn ánægja með
fyrstu verkefni Hestamiðstöðvar-
innar og tilgang hennar. Það hlýtur
að vera ánægjuefni þeim sem unnu
að stofnun hennar undir þeim
herlúðrablæstri sem glumdi á milli
héraða fyrr á árinu.
Að fundi loknum bauð stjórnin
fundarmönnum í jólahlaðborð á
Fjallakránni. Þar svignuðu borð
undan kræsingum sem þau
heiðurshjón Árdís og Jón báru
fram en hróður þeirra og þessa
sérstæða veitingahúss hefur borist
víða og undrar engan sem þangað
hefur lagt leið sína.
Tveimur Limosine nautum sem voru jafnframt tvíburar var slátrað hjá SS á Seifossi í fyrr í mánuðinum. Það
merkilega við þessa gripi er þyngd þeirra miðað við ungan aldur, eða 22 mánuði. Annað nautið vóg 380,2 kíló og
hitt 390,8 kíló og bæði nautin fóru í UN I úrval A sem er glæsilegur árangur. Nautin komu frá Reyni Ásgeirssyni á
Svarfhóli í Hvalfjarðarstrandarhreppi. „Þetta eru fallegustu gripir sem hafa komið til okkar síðustu ár, það er
enginn vafi, sérstaklega með tilliti til fitunnar“,sagði Hermann Árnason sláturhússtjóri hjá SS. Þess ber að geta
að nautin gengu undir kúnni fyrsta árið en þau voru fædd 15. mars 1998. Á myndinni er Hermann við skrokkana
sem eru óneitanlega mjög fallegir. /MHH
Greinapgerfi
vegna innflutnings
frá Embætti yflrdýralæhnis
inns á nantakjöti trá irlandi
l. Forsendur leyfisveitingar
eru gildandi reglur um innflutning
á sláturafurðum sem ekki hafa
fengið hitameðferð, sem birtast í
auglýsingu nr. 324/1999. Við af-
greiðslu á þessari sendingu af
írskum nautalundum, alls 6437
kg, sem send var hingað til lands
gegnum Danmörku, lágu öll lil-
skilin vottorð um vöruna fyrir, þ.á
m. opinber yfirlýsing um að allur
vefur, sem skilgreindur er sem
sérlega hættulegur (mæna o.lL),
hafi verið fjarlægður við slátrun á
viðkomandi gripum.
Samkvæmt áliti vísindanefndar
ESB frá 28.nóvember 2000 er talið
að írsk stjórnvöld séu búin að ná
tökum á kúariðufaraldrinum og
eftirlit íra er viðurkennt með því
besta innan ESB.
Staðreynd er að írar eru komn-
ir lepgca en íslendingar við að ein-
staklingsmerkja nautgripi sína og
einnig hvað varðar skimun og
kortlagningu á tíðni og útbreiðslu
dýrasjúkdóma.
Samkvæmt stöðlum OIE í
París er írland með lága tíðni af
BSE. Á árinu 1999 greindust 91
kúariðutilfelli og á árinu 2000 urðu
þau 145, en á írlandi eru yfir 7
milljónir nautgripa. Fjöldi dýra
yngri en 5 ára sem greinast með
kúariðu er hins vegar á niðurleið
frá ári til árs ( 34% 2000, 41%
1999, 52% 1998). Þetta er mjög
mikilvæg staðreynd þegar árangur
varnaraðgerða er metinn. Þetta
táknar að smithættan hefur
minnkað mikið á árunum 1995 og
1996 borið saman við árin tvö á
undan og þar með að árangur varn-
araðgerða skilar sér.
Hafa ber í huga að 1996 og
ifyrri hlu,ta 1997 hertu írar mjög
q ifw -exscj xo/* iriílCniiíb rwin^
vamaraðgerðir sínar gegn kúariðu;
a) . Krafa um að fóðurverk-
smiðjur sem framleiddu jórtur-
dýrafóður mættu ekki framleiða
Bændablaðið bað
Halldór Runólfsson,
yfirdýralækni, um að
útskýra þær reglur sem
gilda um innflutning á
kjöti til landsins.
svína-, alifugla-, gæludýrafóður
o.s.frv. sem innhaldi kjöt/beina-
mjöl.
M.ö.o. þá voru þessar fóður-
verksmiðjur sérhæfðar þannig að
þær framleiða einungis jórturdýra-
fóður.
b) . Krafa um að allur vefur,
, sem skilgreindpj' erL seip sérlega
uT/l fcunoý -fisri '■ }> i |le>
hættulegur, yrði fjarlægður.
c). Krafa urn að allt kjöt/beina-
mjöl skyldi hitað í 133°C við 3
bara þrýsting í 20 mínútur.
Þetta eru kröfur sem Vísinda-
nefnd ESB hefur sannreynt og
viðurkennt að sé og hafi verið
framfylgt á írlandi fyrst allra
landa innan ESB.
Sú aukning sem varð á fjölda
tilfella á írlandi í fyrra kom ekki
Vísindanefndinni né írskum yfir-
völdum á óvart, tilfellum fækkar
ekki fyrr en dýr fædd fyrir 1996
eru horfin út úr fæðukeðjunni. Þau
tilfelli sem greindust í fyrra voru
öll sýkt fyrir 1996.
Kjötið sem heimilað var 22.
des. sl. er allt af dýrum fæddum
1998 og 1999.
Það er viðurkennd staðreynd
að í hreinum vöðvum á kúariðu-
smitefnið ekki að finnast.
í smittilraunum framkvæmd-
um í Bretlandi, bæði frá nautgrip-
um í mýs og milli nautgripa, hefur
komið í ljós að veikin smitast ein-
ungis með taugavef, aldrei hefur
tekist að smita með vöðvum úr
dýrum með kúariðu.
Álit vísindanefndar ESB eru
nýjpítM. yísindalegu njðurstöður
iíng wnjlsBíhrtyb <v>? i-8f l Tirf •
um smitleiðir og smithættu vegna
kúariðu. Embætti yfirdýralæknis
fylgist mjög náið með öllum að-
gengilegum upplýsingum um þessi
málefni, bæði hvað varðar kjöt og
aðrar afurðir nautgripa s.s. fóstur-
vísa.
Heimild til innllutnings á þess-
um írsku nautalundum byggðist á
þeim vísindalegu staðreyndum
sem liggja fyrir. Eftir öðru getur
embættið ekki unnið.
Ef einhverjar rökstuddar upp-
lýsingar koma fram sem leiða í
ljós minnsta efa um að smit geti
borist með innflutningi sem þess-
um, er hann ekki leyfður.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að
kynna sér nýjustu niðurstöður og
álit margnefndrar Vísindanefndar
fylgir hér með vefslóðin til nefnd-
arinnar:
http://europa.eu.int/comm/foo
d/fs/sc/ssc/out 113_en.pdf, þar má
finna sérstaka skýrslu nefndarinnar
um írland og kúariðu-áhættu,
ásamt áliti nefndarinnar á innflutn-
ingstakmörkunum á Irland vegna
kúariðu-áhættu frá 28. nóvember
2000.
fuut. r.q uoijj.'i cu jgtun o»v. Lgu-.g
'óff-jdt/'i'na.rirris -Jo bjöv.Tíónr-' 6.;
Ljósm.Bbl./Magnús Hlynur