Bændablaðið - 16.01.2001, Síða 20
20
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 16. janúar 2001
Hertar reglur um inn-
flutning á landbúnaðara-
furðum ðl Færeyja
Með nýjum samningi Færeyinga
við ESB taka nýjar reglur um inn-
flutning á landbúnaðarafurðum til
Færeyja gildi frá og með 1.
febrúar nk. Samkvæmt Utherja,
fréttabréfi Útflutningsráðs
íslands, felast breytingarnar í
stuttu máli í að ekki verður hægt
að flytja út lambakjöt til Færeyja
nema frá sláturhúsum sem eru
viðurkennd af ESB. Sláturhús
með leyfi til útflutnings á fersku
og frystu kindakjöti til ESB eru
alls fimm á landinu og fjögur
þeirra eru einnig með viður-
kennda pökkunarstöð fyrir hlutað
kjöt.
Hvað snertir útflutning á öðrum
sauðfjárafurðum s.s. sviðum,
saltkjöti og innmat er allt útlit fyr-
ir að hann verði bannaður með
öllu. I Útherja er haft eftir yf-
irdýralækni Færeyja að ólíklegt
væri að hægt yrði að flytja inn
þessar vörur frá þriðja landi, jafn-
vel þótt þær kæmu frá viður-
kenndu sláturhúsi. Engin
kjötvinnsla hér á landi er með
leyfi til að flytja út unnar
kjötvörur til ESB landa.
Útflutningur á íslenskum eggjum
er einnig umtalsverður og er
markaðshluti þeirra stór í Færeyj-
um. Frá og með 1. febrúar verður
hins vegar ekki hægt að flytja út
egg frá Islandi til Færeyja nema
framleiðandinn sé viðurkenndur
afESB.
Ekki verður hægt að flytja út lif-
andi hesta til Færeyja nema flytja
þá fyrst t.d. til Danmerkur þar
sem ekki verður úttektarstöð fyrir
lifandi dýr frá þriðja landi í
Færeyjum. Því verður að notast
við stöðvar í öðrum löndum s.s. í
Danmörku. Vænta má að með
þessu leggist af útflutningur
hrossa til Færeyja. I lok nóvem-
ber 2000 höfðu 16 hross verið
flutt út til Færeyja á árinu að
verðmæti 1,7 millj. kr. samkvæmt
verslunarskýrslum.
Jón Pétur Líndal framkvæmda-
stjóri hjá sambandi eggjafram-
leiðenda segir að unnið sé að
öflun tilskilynna leyfa fyrir þau
eggjabú sem hafa selt egg til
Færeyja. Færeyjamarkaður er
stærsti markaður fyrir íslenskt
dilkakjöt erlendis. Özur Lárusson
framkvæmdastjóri Landssamtaka
sauðfjárbænda segir þessa breyt-
ingu kalla á aukið samstarf slátur-
leyfishafa um nýtingu erlendra
markaða fyrir dilkakjöt. Að sögn
Inga Más Aðalsteinssonar for-
mannns Landssamtaka sláturleyf-
ishafa hafa Færeyingar keypt
nokkuð af sviðum og innmat af
frá sláturhúsum á Austurlandi.
Hins vegar ættu áhrif á útflutning
á fersku og frosnu kjöti ekki að
verða mikil þar sem fimm
sláturhús eru þegar með leyfi til
útflutnings til ESB og eitt kann að
bætast í þann hóp fljótlega.
Mestlram-
leitt al mjúlk
i SuMandl
- en kjötframleiQsla nokkuS
jöfn milli fimm kjördæma
Sunnlendingar framleiddu mest
af mjólk á árinu 1999, eða
rúmlega 38 milljón lítra, sam-
kvæmt svari landbúnaðar-
ráðherra við fyrirspum um
slátrun og framleiðslu
landbúnaðarvara. Þetta eru
35,7% af allri mjólkurfram-
leiðslu á landinu og er ríflega
10 milljón lítrum meira en lagt
var inn í næsta kjördæmi á eft-
ir, Norðurlandi eystra. Alls
voru ríflega 107 milljón lítrar
af mjólk lagðir inn hjá mjólkur-
samlögunum sem er fimm
milljónum umfram greiðslu-
mark.
Þegar innlegg á kindakjöti
er hins vegar skoðað er hlut-
fallið nokkuð svipað í
kjördæmunum ef Reykja-
nessvæðið og Vestfirðir eru
frátaldir en þar var nokkuð
minna lagt inn af kindakjöti en
annars staðar. Mest var lagt inn
á Norðurlandi vestra, rúm
1.720 tonn eða rétt um 20%.
Suðurland kom næst á eftir
með rúm 1.540 tonn eða tæp
18% og þar á eftir kom Austur-
land með 1.509 tonn eða rúm
17%. A Vesturlandi og Norður-
landi eystra voru lögð inn rúm
1.400 tonn, rúm 900 tonn á
Vestfjörðum og rúm 67 tonn á
Reykjanessvæðinu.
Umsjón
Erna Bjarnadóttir
Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara
Bráðabirgðatölur fyrir nóvember 2000
Nov-00 Sep-00 Dec-99 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild %
m.v.
Framleiðsla 2000 Nov-00 Nov-00 November '99 3 mán. 12 mán. 12 mán.
Alifuglakjöt 266,849 708,204 3,115,003 9.2 -5.0 5.3 14.0%
Hrossakjöt 261,708 436,122 1,072,664 -2.3 -1.5 4.1 4.8%
Kindakjöt* 450,619 9,291,697 9,679,430 28.3 12.3 12.3 43.4%
Nautgripakjöt 296,581 925,468 3,642,505 -8.1 -0.3 0.0 16.3%
Svínakjöt 473,889 1,326,126 4,779,945 5.1 11.6 3.2 21.4%
1,749,646 12,687,617 22,289,547 6.9 9.6 6.7
Samtals kjöt
Innvegin mjólk 8,290,506 23,666,340 103,906,109 -1.6 -0.2 -3.4
Sala innanlands
Alif uglakjöt 284,948 765,910 3,200,619 26.3 12.7 7.1 16.6%
Hrossakjöt 97,424 229,856 662,643 -5.8 0.2 26.4 3.4%
Kindakjöt 538,023 1,901,431 6,979,786 -16.4 -10.1 0.4 36.1%
Nautgripakjöt 309,067 929,142 3,663,170 -1.5 0.7 1.3 19.0%
Svínakjöt 494,440 1,319,269 4,811,923 9.0 13.2 4.4 24.9%
1,723,902 5,145,608 19,318,141 -0.9 0.7 3.3
Samtals kjöt
Umreiknuð mjólk
Umr. m.v. fitu 8,290,503 23,666,337 103,906,106 -1.6 -0.2 -3.4
Umr. m.v. prótein 8,987,469 26,768,821 106,122,569 1.4 2.0 2.8
'Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið f framangreindri framleiðslu.
**Sala mjólkur og mjólkuafurða umreiknuð á fitugrunni með leiðréttum stuðlum Samtaka afurðast.í mjólkuriðnaði frá því í september 1998.
Besln hross Veslurlands árifl 2B00
í liðnum mánuði var efnt til
haustfundar hjá Hrossaræktar-
sambandi Vesturlands. Þar
voru m.a. veittar verðlauna-
viðurkenningar fyrir bestu
kynbótahrossin í hverjum flokk,
í eigu Vestlendinga.
Hrvssur 4 vetra
Gára 96236610 Sveinatungu,
leirljós
Fyrsti og núverandi eigandi:
Þorvaldur Jósepsson, Skúlagötu
14, Borgarnesi
F: Seimur 87175280 Víðivöllum-
fremri
M: Draumey 85236003 Sveina-
tungu
Sköpulag: 7,83
Hcefileikar: 7,99
Aðaleinkunn: 7,93
Knapi: Marjolyn Tiepen,
Arbæjarhjáleigu
Hrvssur 5 vetra
Þóra 95235813 Skáney, Reyk-
holtsdal, rauð
Fyrsti og núverandi eigandi:
Bjarni Marinósson, Skáney
F: Skinnfaxi 91155195 Þóreyj-
arnúpi
M: Blika 86235800 Skáney
Sköpulag: 8,14
Hœfileikar: 8,00
Aðaleinkunn: 8,06
Knapi: Haukur Bjarnason, Skáney
Hrvssur 6 vetra
Mýkt 94235474 Vestri-
Leirárgörðum, rauð
Fyrsti eigandi: Garðar Þorsteins-
son, Galtalind 1
Eigandi nú: Karen Líndal Mart-
einsdóttir, V-Leirárgörðum
F: Hrappur 89136761 Leirulæk
M: Svarta-Stjarna 78257587
Stokkhólma
Sköpulag: 7,81
Hœfileikar: 8,40
Aðaleinkunn: 8,16
Knapi: Jón Gíslason
Hrvssur 7 vetra og eldri
Isbjörg 92237501 Olafsvík,
leirljósblesótt
Fyrsti og núverandi eigandi:
Stefán Kristófersson Stekkjarhóli
7, Ólafsvík
F: Kolfinnur 81187020 Kjarnholt-
um
M: Rjúpa 4881 Steðja
Sköpulag: 7,68
Hœfileikar: 8,78
Aðaleinkunn: 8,34
Knapi: Vignir Jónasson, Reykja-
vík
Stóðhestar 4 vetra
Flygill 96135467 Vestri-
Leirárgörðum, grár
Fyrsti og núverandi eigandi:
Marteinn Njálsson, V-
Leirárgörðum
F: Kolfinnur 81187020 Kjarnholt-
um
M: Frægð 89235466 Vestri-
Leirárgörðum
Sköpulag: 7,78
Hœfileikar: 8,56
Aðaleinkunn: 8,25
Knapi: Jón Gíslason
Stóðhestar 5 vetra
Grímnir 95135715 Oddsstöðum
Fyrsti og núverandi eigandi:
Sigurður Oddur Ragnarsson,
Oddsstöðum
F: Dagur 84187003 Kjarnholtum
M: Grána 6870 Oddsstöðum
Sköpulag: 7,99
Hœfileikar: 8,29
Aðaleinkunn: 8,17
Knapi: Gísli Gíslason, Þingeyrum
Stóðhestar 6 vetra og eldri
Snerrir 94149841 Bæ, Stranda-
sýslu, jarpnösóttur
Fyrsti eigandi: Þórarinn Ólafsson,
Bæl
Eigandi nú: Þórarinn Ólafsson, Bæ
I og Snerrisfélagið
F: Svartur 88176100 Unalæk
M: Fiðla 73288780 Kirkjubæ
Sköpulag: 8,33
Hœfileikar: 8,13
Aðaleinkunn: 8,21
Knapi: Olil Amble, Selfossi
Eigendur hrossanna. Talið frá vinstri: Stefán Kristófersson, Sigurður O.
Ragnarsson, Marteinn Njálsson, Bjarni Marinósson, Karen Líndal
Marteinsdóttir og Þorvaldur Jósefsson. Á myndina vantar eiganda
Snerris frá Bæ.