Bændablaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 21
Þriðjudagur ló.janúar 2001 BÆNDABLAÐIÐ 21 Hvert er svariO? Hvert er svarið ? Tilefni þessa er viðtal við bónda í Mýrdal í Morgunblaðinu 4. eða 5. nóv. sl. þar sem hann/hún dró tii baka sölu á greiðslumarki sauðfjár. Þar kom fram að Lánasjóður landbúnaðarins lagði hendur sínar yfir söluverðið og vildi sneið af því og einnig að Lánasjóðurinn hækkar vexti af eftirstöðvum lána hjá sjóðnum. Því er spurt: Er það eðlilegt að í lok langrar búskaparævi þegar viðkomandi er búinn að greiða gjöld til Lánasjóðs landbúnaðarins (og allra hans fyrirrennara) að þá skuii vera gengið á það lag að breyta greiðslukjörum á lánum og krefjast innborgunar ef veð er vafasamt? Er þetta ekki til þess fallið að hindra frjálst val manna til búskap- arloka og þvinga menn til aðgerða sem ekki eru í samræmi við stefnu stjórnvalda í landbúnaði, t.d. upp- kaup? Hitt er síðan annað mál hvort nýr aðili sem ekki greiðir til LL fari á hærri vaxtakjör en sá sem upp stóð. Það má teljast eðlilegt. Spurning þessi er almenn og tengist ekki Mýrdalnum á nokkum hátt nema sem tilefni. Ævarr Hjartarson Svar Guðmundar Stefánssonar, framkvæmdastjóra Lánasjóðs landbúnaðarins. Eg get auðvitað ekki rætt málefni einstakra lánþega hjá sjóðnum við þriðja aðila og ég veit reyndar ekki hver þessi aðili er. En almennt gildir sú regla hjá sjóðnum að hann samþykkir sölu greiðslu- marks (sem veðhafi) ef veðskuldir hjá sjóðnum og veð á undan hon- um, nema ekki meira en 50% af nýju mati jarðarinnar eftir sölu á greiðslumarkinu. Ef veðskuldir em það miklar að þessum skilyrðum er ekki fullnægt verður viðkom- andi að greiða niður lán þar til of- angreindu marki er náð. Ég fæ ekki annað séð en að þetta sé full- komnlega eðlilegt. Jörðin hefur verið sett að veði fyrir ákveðnum lánum og ef verðgildi hennar er rýrt, t.d. með því að selja frá henni ákveðin verðmæti, þá getur það haft áhrif á veðhæfni jarðarinnar. Hér er um að ræða viðskipti tveggja aðila og eðlilegt að hags- munir beggja séu virtir. Eðli málsins samkvæmt reynir einkum á þetta ef „veð er vafasamt." Lánasjóðurinn veitir lán á „niðurgreiddum" vöxtum, en niðurgreiðslan er gerð möguleg með þeim tekjum sem sjóðurinn hefur af búnaðargjaldi. Með öðr- um orðum er bændastéttin sjálf að greiða niður lán sem veitt eru til jarðakaupa, ættliðaskipta og upp- byggingar jarða. Ef greiðslu búnaðargjalds yrði hætt, myndu þessar niðurgreiðslur einnig hætta. Það er því fullkomlega eðlilegt að lægri vextir (niðurgreiddir) séu bundnir við greiðslu búnaðar- gjalds. Jafn eðlilegt er að sá sem hættir að greiða búnaðargjald njóti ekki heldur niðurgreiddra kjara. Enda er það svo að ef um er að ræða einstakling sem á að baki „langa búskaparævi" þá hefur hann að líkindum notið niður- greiddra kjara þegar hann þurfti þess mest við og skuldir voru mestar. Við lok starfsævinnar eru skuldir vonandi orðnar minni og þvi auðveldara að takast á við hærri vexti, verði til þess tilefni og um það gerð krafa. Að lokum: Það er mikil rang- túlkun að halda því fram að Lána- sjóðurinn sé að „hindra frjálst val manna til búskaparloka“ eða „þvinga menn til aðgerða sem ekki eru í samræmi við stefnu stjórn- valda í landbúnaði.“ Lánasjóður landbúnaðarins gerir ekkert slíkt. Hér er aðeins um eðlileg viðbrögð að ræða sem byggð eru á sanngirni og viðskiptalegum sjónarmiðum. Eðli málsins samkvæmt eru fæstir ef nokkrir ánægðir með að greiða hærri vexti en þeir hafa greitt fram til þessa. Flestir sjá þó að ef það væri látið viðgangast væri það ekki réttlátt gagnvart þeim sem áfram greiða sín búnaðargjöld. Ég fullyrði líka að þau skilyrði sem Lánasjóðurinn setur um þessa hluti hafa ekki hindrað marga í að selja greiðslumark og/eða búskaparlok hjá þeim sem þess óska. Guðmundur Stefánsson Notaðar dráttarvélar Valmet 900 4x4, 90 hö árg 98. Trima tæki. Loftpúðasæti. MF- 3115 4x4 árg 92, 6 cyl, 115 hö. Frambúnaður og lyfta. Case 795 árg 91. Vendigír. G.SKAPTASON S. CO. Tunguháls 5 - 577 2770 Skrifstofan er opin alla virka daga, kl. 9-17. Símatími er milli 9-12 og 13-17. Viðtalstími eftir samkomulagi. Vakin erathygli á breyttu símanúmeri 511-1617. LÖGMANNSSTOFA Jón Höskuldsson, héraðsdómslögmaður Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík s. 511-1617, bréfasími 511-2001. Netfang: jonhosk@codex.is A ÓBYGGÐANEFND Tilkynning frá óbyggðanefnd Óbyggðanefnd, sem starfar á grundvelli laga um þjóðlend- ur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, sbr. lög nr. 65/2000, befur tekið til meðferðar svæði sem afmarkast svo: Að vestan af vesturmörkum jarðarinnar Skaftafells í Öræfum. Að austan af aust- urmörkum eftirtalinna jarða: Hvalsness, Víkur, Svínhóla, Reyðarár, Bæs, Hlíðar og Stafafells. Að sunnan af hafinu. Að norðan af línu þeirri sem samvinnunefnd um svæðis- skipulag miðhálendis íslands hefur notað við vinnu sína (úr neðsta Súlutindi og meðfram jökulröndinni í Græna- fjall austanvert, í Svíahnúk eystri, í miðja Breiðubungu, yf- s ir Goðahnjúka, í Grendil og þaðan í Geldingafell). í júlí sl. var fjármálaráðherra f.h. ríkisins veittur frestur til 15. nóvember 2000 til að lýsa kröfum sínum um þjóðlendur á svæðinu, en sá frestur var síðar framlengdur j til 15. desember. Fjármálaráðherra hefur nú lýst kröfulínu | sinni og liggur hún um landsvæðin Lón, Nes, Mýrar, Suður- sveit og Öræfi, í sveitarfélaginu Hornafirði. Nánari upplýsingar um kröfulínu fjármálaráðherra er að finna í Lögbirtingablaðinu 3. janúar 2001, á heimasíðu j óbyggðanefndar www.obyggd.stjr.is undir „Svæði til meðferðar" og á skrifstofu óbyggðanefndar, Hverfisgötu 4a, Reykjavík, sírni 563 7000. Jafnframt Iiggja kröfurnar, ásamt tilheyrandi kortum og öðrum fylgigögnum, frammi hjá sýslumanninum á Höfn og á skrifstofu sveitarfélagsins i Hornaíjarðar. Tekið skal fram að málsmeðferð óbyggðanefndar ein- j skorðast ekki við kröfur aðila heldur ber nefndin einnig j sjálfstæða rannsóknarskyldu. Til þess getur því komið að i nefndin taki til athugunar svæði utan við kröfulýsingu i fjármálaráðherra. Hér með er skorað á þá er telja til eignarréttinda, sbr. ! 2. mgr. 10. gr. laga nr. 58/1998, sbr. lög nr. 65/2000, á því I landsvæði sem fellur innan kröfusvæðis ríkisins að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir óbyggðanefnd, Hverfisgötu ! 4a, 101 Reykjavík, í síðasta lagi 3. maí 2001. Með kröfum þurfa að fylgja þær heimildir og gögn sem aðilar byggja rétt sinn á, í fjórriti. Reykjavík, 3. janúar 2001. Óbyggðanefnd mmmsssmm mmmmmmmmm Mýtt fyrirtæki Arnar Bjarni Eiríksson í Gunnbjarnarholti í Gnúpverja- hreppi hefur nú fært út starfsemi sína og stofnað fyrirtækið Landstólpa ehf. Til liðs við sig hefur hann fengið Lárus Pétursson landbúnaðarverkfræðing, sem undanfarin ár hefur starfað hjá Bútæknideild RALA á Hvanneyri. Landstólpi býður tæknibúnað í fjósbyggingar, t.d; innréttingar, básadýnur, steinbita í gólf, flórsköfukerfi, loftræstikerfi og fóðurvagna, að ógleymdu fóðrun- arkerfinu frá Weelink sem hefur vakið mikinn áhuga meðal kúabænda. Ætlunin er að auka vöruúrvalið enn frekar og þá jafn- vel á fleiri sviðum en þeim sem tengjast fjósum. Auk þessa hafa þeir kumpánar 1 hyggju að bjóða mönnum aðstoð og ráðgjöf við hönnun og skipulag fjósa, hvort sem um er að ræða nýbyggingar, viðbyggingar eða breytingar á því sem fyrir er. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Landstólpa: Arnar Bjarni - 486 5656 (heima) og 898 9190 (GSM) Lárus - 437 0023 (heima) og 869 4275 (GSM) - Fréttatilkynning. MASSEY FERGUSON - mest seldu dráttarvélarnar á íslandi frá upphafi ★ Hljóðlátt hús með úrvals vinnuumhverfi fyrir ökumann. ★ Öll stjórntæki í nánd við ökumann m.a. í sætisarmi hægra megin. ★ Kúpling, vökvavendigír og vökva- milligírar í sveif vinstra megin við stýri. ★ 48 gírar áfram og afturábak (Dynashift) með skriðgír. ★ 3ja hraða aflúttak (540/540E og 1000 rpm.). ★ 105 1. lokað vökvakerfi með sex tvívirkum vökvaúttökum. ★ Hliðarliggjandi útbástursrör og 8 vinnuljós. ★ Ryðvörn og skráning innifalið í verði. Massey Ferguson 6200 4WD, 85-135 hestöfl Einn með öllu til afgreiöslu strax MASSEY FERGUSDN Jngvar Helgason hf. Sævarhöfða 2, Sími 525 8070, Fax: 587 9577, www.ih.is, Véladeild •J3U K.II

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.