Bændablaðið - 26.02.2002, Side 1

Bændablaðið - 26.02.2002, Side 1
4. tölublað 8. árgangur Þriðjudagur 26. febrúar 2002 ISSN 1025-5621 Kjötrannsóknir á vegum Matra - ekki er sama hvernig nautakjöt er hengt upp fluka má meyrni um 20% Meyrni er sá þáttur sem mestu máli skiptir í mati neytandans á gæðum kjötsins. Þótt undarlegt megi virðast skiptir það máli, hvað meyrni nautakjöts varðar, hvernig það er hengt upp. Reynsla erlendis hefur sýnt að auka megi meyrni um allt að 20% í sumum stórum vöðvum ef skrokkar eru hengdir upp á mjaðmabeini í stað hásinar. Að sögn Magnúsar Guðmundssonar hjá Matra, Matvælarannsóknum Keldnaholti, er nú verið að rannsaka hvort þetta á líka við íslenskar aðstæður, og ef svo er eykur það gæði íslensks nauta- kjöts til muna. Fyrri rannsóknir, t.d. samanburður á Angus- og Limosineblendingum við íslensk ungnaut sýndu að íslenska nautakynið gefur af sér mun minna meyrt kjöt. Magnús er formaður hóps á vegum Matra sem virrnur að marg- háttuðum rannsóknum á kjöti. Vinna við kjötrannsóknir á vegum Matra var endurskipulögð á síðasta ári. „Þetta hófst með þvi að fæðu- deild RALA og matvæladeild Iðn- tæknistofnunar voru sameinaðar. Við hjá Iðntækistofnun höfðum ekki stundað kjötrannsóknir mikið og því var ákveðið að efla þær við sameininguna með tilkomu sér- fræðinga frá RALA. í því sam- bandi erum við að hugsa um aukna meymi nautakjöts með þeirri nýju upphengiaðferð sem áður var nefnd. Við ætlum að prófa að- ferðina á íslensku nautakjöti. Reynist þetta eins og vonast er til þá munum við reyna aðferðina á kálfa- og svínakjöti. Við teljum að lambakjötið sé svo meyrt að ekki þurfí að auka þar á," sagði Magnús. íslenska lambakjötið einstakt Hann segir að kjöthópurinn hafi tekið þátt i evrópsku verkefni, sem heitir Óvax, en þar var um að ræða samanburð á lambakjöti í Evrópu. „Þar kom fram að íslenska lambakjötið er alveg sérstakt. Það var meyrara en annað lambakjöt í Evrópu, auk þess sem það hefur villibráðarbragð sem annað lamba- kjöt hefur ekki. Þegar þetta lá fyrir var farið að skoða hvað veldur því að íslenska kjötið er öðmvísi. Við skoðuðum hvort vöðvagerð ís- lenska lambsins væri önnur og þá kom i ljós að vöðvagerð íslensks lambakjöts er öðmvísi en vöðva- gerð nautakjöts og svinakjöts. Samsetning vöðvamassans er öðmvísi og er það sennileg skýring á að íslenskt lambakjöt er hið meyrasta í Evrópu," sagði Magnús. Hann segir að þessar rann- sóknir hafí staðið yfir um nokkurt skeið en nú sé lögð áhersla á að rannsaka vöðvaþræði lamba- kjötsins. Guðjón Þorkelsson (Rf) hefur stjómað verkinu, en hjá Matra er sá hluti verkefnisins að gera svo kallaða myndgreiningu á kjötinu. Þar er um að ræða smá- sjármyndir þar sem litað er fyrir sérstökum vöðvaþráðum og bomir saman lambahópar sem em hymdir og kollóttir, gimbrar eða hrútlömb og svo lömb sem hafa verið á úthaga eða kálfóðmð fyrir slátmn. Tilgangur þessa er að kanna hvaða áhrif fóðrun og erfðir hafa áhrif á gerð vöðvaþráða. Hvað varðar hagnýtt gildi þessara rannsókna segir Magnús að það sé allavega hægt að staðfesta að íslenska lambakjötið sé meyrara en allt annað lambakjöt í Evrópu. Aldrei mun mannskepnan ná því að skapa viðlíka listaverk og sjá má víða úti í náttúrunni. Úðinn frá fossinum hennar Sigríðar í Bratthoiti hafði umlukið lítil strá á barmi hengiflugs við fossinn þegar Bbl. átti þar leið um á dögunum. Líklega er þetta verk horfið en nýtt komið í staðinn. Engin salmonella og campylobacter í alifuglaeldi Uklega getur ekkert land státað aí jatn géðri stððu Búnaðarþing sett á sunnudaginn Búnaðarþing verður sett sunnudaginn 3. rnars nk. í Súlna- sal Hótel Sögu og hefst athöfnin kl. 13:30, en húsið opnar kl. 13:00. Ari Teitsson, fomtaður Bændasamtaka íslands semr þingið og Guðni Agústsson, landbúnaðar- ráðherra ávarpar samkomuna. Karlakórinn Heimir syngur og Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða flytur hátíðarræðu. Land- búnaðarráðherra afhendir land- búnaðarverðlaunin og samkomunni lýkur með söng Heimis. Öllum er heimil þátttaka meðan húsrúm leyfír. „Salmonella hefur ekki greinst í alifuglaeldi síðan í sumar og campylobacter ekki síðan í október. Þannig að staðan hér á landi er mjög góð um þessar mundir og eflaust með því besta i heiminum," sagði Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir í samtali við Bændablaðið. Halldór sagði að á uppeldistímanum væru tekin sýni fyrir bæði salmoncllu og campylobacter. Ef salmonella greinist þá er viðkomandi eldishóp fargað áður en hann kemur til slátrunar. Ef campylobacter greinist þá fer hópurinn í slátrun - en kjötið fer ekki ferskt á markað - heldur í frost og má aðeins seljast sem frosið. Þess má geta að allt kjúkiingakjöt í sölu( nema unnin soðin vara) er merkt með svokölluðu rekjanleika númeri. Með því móti er hægt að rekja nákvæmlega hvaðan kjötið kom og úr hvaða slátrun og hvaða eldishóp og frá hvaða framleiðanda. „Neytendum skal þó bent á að aldrei er of varlega farið við matreiðslu úr hráu kjöti, það þarf að halda því, og áhöldum við matseldina, sér frá öðrum matartilbúningi og gæta þess að gegnsteikja eða sjóða matinn," sagði Halldór.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.