Bændablaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 26. febrúar 2002 Nám fyrir veiðileiðsögumenn Margip bændur gætu haft atvinnu af leiösögn við ár ng vötn - segir Bjarni Júnsson, lUnrOurlandsdeild VeiOimðlastnfnunar aO Húlum Margir bændur hafa verulegar tekjur af sölu veiðileyfa eða leigutekjum frá leigutökum. Þær tekjur eru þó aðeins hluti veltunnar í kringum veiðina. Rekstur veiðihúsa og virðisauki við sölu veiðileyfa skilar verðmætum en síðast en ekki síst þá borga margir veiðimenn vel fyrir veiðil- eiðsögn. Með vaxandi fjiilda erlendra veiðimanna hér á Iandi hefur þörfin fyrir fólk sem getur gefið góða veiðileiðsögn auk- ist. Veiðileiðsögn er hins vegar að mestu í höndum utansveitarmanna. Með því að fjölga því fólki sem getur gefið lciðsögn við ár og vötn í sínu heimahéraði er stuðlað að því að meira af þeim fjármunum sem verða til í tengslum við veiðina verði eftir í héraði og styrki þar búsetu. “Margar ástæður eru fyrir því að heimafólk kemur ekki meira að leiðsögn í heimahéraði. Leigutakar tjalda gjarnan fólki sem þeim stendur nær af höfuðborgar- svæðinu og leggja sig ekki nægjan- lega eftir því að fá til starfa hcima- fólk við veiðivötnin. Þrátt fyrir góða staðþekkingu vantar fólk hvatningu og tækifæri til að komast af stað sem leiðsögufólk. Reynsla, mála- kunnátta og sambönd skipta miklu máli fyrir þá sem vilja leggja þennan starfa fyrir sig. Það vantar einnig hefðina og jafnvel stuðninginn heima fyrir. Þessu er hægt að breyta. Það er tímabært að boðið verði með skipulegum hætti upp á nám og þjálfun fyrir veiðileiðsögumenn. Veiðivertíðin gæti orðið góð búbót fyrir marga bændur sem störfuðu við leiðsögn. Veiðin skildi meira eftir sig í sveitunum og styrkti þar búsetu,” segir Bjarni Jónsson, Norðurlandsdeild Vciðimálastofnunar að Hólum. Hvaó þarftil ? “Veiðileiðsögumenn þurfa að hafa reynslu af stangveiði en það er margt fleira sem gerir fólk að góðum veiðileiðsögu- mönnum. Góð staðþekking og lipurð í sam- skiptum og þjónustu er hér lykilatriði, eins og í annarri ferðaþjónustu. Að geta brugðist við óvæntum uppákomum, slakri veiði eða slæmu veðri þannig að það besta sé gert úr hlutunum, jafnvel með annarri afþreyingu. Þekking á einkennum við- komandi vistkerfa og hvaðeina er varðar veiðistofna áa og vatna er nokkuð sem marga veiðileiðsögumenn vantar í dag. Slíkt á eftir vaxa að mikilvægi, ekki síst fyrir þá sem þjónusta erlenda stangveiði- menn. Þeir sem sinna erlendum veiði- mönnum þurfa jafnframt að hafa þokka- lega tungumálakunnáttu. Það sem til þarf fyrir þá bændur sem vilja taka að sér veiðileiðsögn er grunnur til að komast af stað og tækifæri til að öðlast reynslu.” Frumkvœði og samstarf lykilatriði “Til þess að skipulegt nám fyrir veiði- leiðsögumenn verði að veruleika þurfa margir aðilar að taka höndum saman. Mikilvægt er að Landsamband veiðifélaga taki hér ákveðið frumkvæði með fulltingi Bændasamtakanna og Landbúnaðarráðu- neytisins. Búnaðarháskólinn á Hvanneyri og Hólaskóli eru best til þess fallnir í sam- vinnu við Veiðimálastofnun að þróa og bjóða upp á slíkt nám. Einnig geta komið að því fleiri aðiiar, svo sem einstök veiðifélög, stangvciðimenn, leigutakar og fyrirtæki sem sérhæfa sig í þjónustu við stangveiðimenn, ekki síst varðandi veiðiþjálfun. Það má hugsa sér ýmsar leiðir við framkvæmd námskeiða sem ættu það þó sameiginlegt aö bændur gætu tekið þau samfara búskap. Svo sem með því að taka nokkra daga í senn yfir lengri tíma. Grundvallaratriði er hér aö væntanlegir leiðsögumenn fái tækifæri til að öðlast reynslu sem veiðimenn. Hér er um mikið hagsmuna- mál að ræða og tímabært að átak sé gert í því að efla veiðileiðsögn sem tekjuleið fyrir bændur sem búa við hin fjölmörgu veiðivötn landsins,” sagði Bjarni. Kyotobókunin og kolefnis- binding með landgnædslu Á 7. aðildarþingi loftslagssátt- málans, sem haldið var í Marokkó haustið 2001, var ákveðið hvernig staðið skuli að framkvæmd Kyotobókunarinnar. Þar var m.a. ákveðið hvers konar kolefnisbindingu aðildar- ríki bókunarinnar geta talið fram í bókhaldi sínu um losun gróðurhúsalofttegunda. Þessar niðurstöður opna mikla mögu- leika fyrir íslendinga í tengslum við kolefnisbindingu með land- græðslu og skógrækt. Talið er að uppsöfhun svo- kallaðra gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum geti valdið miklum breytingum á veðurfari í heiminum. Koltvísýringur, CO^, sem stafar frá bmna eldsneytis og landhnignun, veldur um ^/3 þessara áhrifa á lofthjúpinn. Með samþykkt Kyoto- bókunarinnar árið 1997 var iðn- ríkjunum úthlutað losunarkvóta yfir gróðurhúsalofttegundir, og á losun þeirra á ámnum 2008-2012 að vera að meðaltali 5,2% minni en 1990. Tvær meginleiðir em til að koma í veg fyrir hættu á loftslags- breytingum af mannavöldum; draga úr útblæstri gróðurhúsaloft- tegunda með öllum tiltækum ráðum og skila hluta af kol- tvisýringnum aftur til jarðar með aukinni gróðurræktun. Gróðurinn umbreytir koltvísýringnum í lífræn efni sem geymist að stómm hluta í jarðvegi og undirstaða ffjósemi jarðar. Styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum er nú þegar það hár að þessi leið er óhjákvæmileg sam- hliða því sem dregið er úr loft- mengun. Ovissa hefur ríkt um stöðu landgræðslu gagnvart Kyoto- bókuninni. Nú liggur það hins vegar ljóst fyrir að telja megi kol- efnisbindingu með landgræðslu, skógrækt og stjóm beitilanda, skóga og akra með í bókhaldi gróðurhúsalofttegunda gagnvart Kyotobókuninni. Þessi ákvörðun staðfesti möguleika aðildarríkja bókunarinnar á því að mæta hluta af skuldbindingum sínum með kol- efnisbindingu. Kolefnisbinding er sjálfgefinn hluti allra verkefna sem auka gróður, svo sem landgræðslu og skógrækt. Aukin kolefnisbinding í tengslum við Kyoto bókunina gæti því skapað góð sóknarfæri til að bæta landkosti, efla atvinnu í sveitum landsins, auðvelda framkvæmd gæðastýringar í landbúnaði og tryggja fæðuöryggi landsmanna í ffamtíðinni. Með slíkum verkefnum leggja íslendingar einnig sitt af mörkum i vemdun loftslags á jörðinni. Mikilvægt er að land- búnaðurinn eigi stórt hlutverk í kolefnisbindingu og leggi sitt af mörkum í stefnumótun stjómvalda um ffamkvæmd Kyotobókunarinnar. /AA/Landgr. ríkisins. Guðmundur Jónsson, iyrverandi skúlastjnri 100 ára Hinn 2. mars nk. verður Guð- mundur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri á Hvanneyri, 100 ára. Guðmundur á sér langan og merkan starfsferil. Hann varð kennari við Bændaskólann á Hvanneyri árið 1928 og skóla- stjóri árið 1947 og gegndi því starfl til ársins 1972 að hann fór á eftirlaun. Á kennaraárum sínum var hann jafnframt for- stöðumaður Búreikningastofu ríkisins. Sama árið og Guðmundur varð skólastjóri var stofnuð framhalds- deild við skólann. Það var há- skólanám í búfræði, hið fyrsta í þjónustu atvinnuvegar hér á landi. Hlutur Guðmundar i að byggja það upp og verja verður seint fullmetinn. Eftir að Guðmundur fór á eftirlaun, að loknu erilssömu en farsælu starfi, helgaði hann starfs- krafta sína ritstörfum og bóka- útgáfu. Hann ritstýrði m.a. bóka- flokknum „Bóndi er bústólpi" sem kom út í sjö bindum, ritstýrði ritinu íslenskir búfræðikandidatar í tveimur útgáfum árin 1974 og 1985 og tók saman mikið rit „Skrá um rannsóknir í landbúnaði 1965- 1980“ sem kom út árið 1998. Guðmundur var kjörinn heiðursfélagi Búnaðarfélags ís- lands árið 1972. Bændablaðið flytur Guðmundi Þjónustumiðstöð fyrir Massey Ferguson og Fendt dráttarvélar Viðgerðir og varahlutaútvegun Byggjum á yfir 35 ára reynslu MF Þjónustan ehf Grænumýri 5b, 270 Mosfellsbæ Sími: 566-7217, fax: 566-8317 Netfang: traktor@isl.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.