Bændablaðið - 26.02.2002, Side 10

Bændablaðið - 26.02.2002, Side 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 26. febrúar 2002 Nýja bókhaldskerfið verður boðið í þremur misöflugum útgáfum. Notendur geta einnig valið á milli einmennings- og fjölnotaútgáfu. Innan skamms verður verðskrá birt á heimasíðu Bændasamtakanna. dkBúbót byggist að grunni til á dk viðskipta- hugbúnaðinum frá dkRetis ehf. í Kópavogi en hefur þó verið aðlagað að þörfum bænda. Kerfið nýtir sér alla kosti Windows kerfa og býður upp á góða yfirsýn og fjölbreytta valmöguleika. Greining á niðurstöðum bókhaidsins á hverjum tíma er leikur einn með kerfinu. dkBúbót er Windows kerfi til að aðstoða bændur við færslu bókhalds og framtalsgerð. dkBúbót kemur á markað næstu daga. Kerfið tekur saman virðisaukaskattskýrslur samkvæmt innfærðu bókhaldi búsins og býður upp á að útbúa skattskýrslu, hvort sem er landbúnaðarframtal (RSK 4.08) eða rekstrarframtal (RSK 1.04) fyrir árið. Fjárhagur Grunnur fjárhagsins hefur að geyma bókhaldslykla og dagbækur til að skrá og bóka hreyfingar. Öflugar uppflettivinnslur auðvelda allar fyrirspurnar- og leitaraðgerðir. Færslur má rekja þangað sem þær enda, í fjárhag, eða til upprunans í hvaða undirkerfi sem er. Nýir bók- haldslyklar Með dkBúbót koma uppsettir bókhaldslyklar og búgreinar. Búið er að endurskoða bókhaldslyklana sem notendur eldri Búbótar (dos) þekkja. Búið er að bæta við ýmsum bókhaldslyklum er varðar hliðarbúgreinar eins og garðyrkju, ferðaþjónustu og ýmsa verktakastarfsemi. Innskráning Mikilvægur hluti fjárhagsins er innskráning á fylgiskjölum. Við hönnun á dkBúbót hefur mikil áhersla verið lögð á að gera þessa vinnslu sem þægilegasta til að auðvelda innslátt. Notandi stofnar dagbók (færslubók) og gefur henni síðan heiti sem lýsir innihaldi dagbókarinnar. Allar uppflettingar og fyrirspurnir eru til fyrirmyndar í dkBúbót. Haldið er vel utan um allar færslur og hvernig þær urðu til. Almennar uppflettingar eru þannig að skoða má hreyfingar á t.d. einstökum bókhaldslykli, skuldunaut, lánardrottni eða vöru. Afmarka má við nánast hvað sem er, svo sem dagsetningu, eindaga, tilvísun eða fleira. Skýrslur Ýmsar fjárhagsskýrslur fyrir stjórnendur, eins og árs- reikning, sundurliðun árs- reiknings, sjóðstreymi og má prenta á prentara eða skjáinn. Möguleiki er að skoða þessar skýrslur með samanburði við önnur bókhaldstímabil eða fjár- hagsáætlanir. í dkBúbót er haldin ná- kvæm skrá yfir allar eignir búsins og á grundvelli hennar eru reiknaðar út afskriftir og endurmat og það síðan bókað inn í fjár- haginn. Ýmsar skýrslur má prenta út, svo sem eigna- skýrslu og fyrningarskýrslur Greining á framlegð í dkBúbót er að finna mjög öfluga framlegðargreiningu. Sjá má framlegð einstakra búgreina og framlegðarstig. Prenta má út ýmsar framlegðarskýrslur. Skuldunautar Skuldunautakerfið heldur nákvæma skrá yfir alla skuldunauta og viðskipti þeirra. Það uppfyllir allar helstu kröfur sem gerðar eru til slíks kerfis í dag varðandi skráningu á grunnupplýsingum og aðgengi upplýsinga. Lánadrottnar Lánadrottnakerfið heldur nákvæma skrá yfir alla lánadrottna og viðskipti við þá. Það uppfyllir allar helstu kröfur sem gerðar eru til slíks kerfis í dag varðandi skráningu á grunnupplýsingum og aðgengi upplýsinga. Sölu- reikningar Sölukerfið er öflugt stjórntæki við alla sölumennsku. Það uppfyllir allar helstu kröfur sem gerðar eru til slíks kerfis í dag varðandi skráningu á grunnupplýsingum, aðgengi upplýsinga og prentun á reikningi. Birgðir Birgðakerfið heldur utan um lager og geymir birgðasögu fyrirtækisins. Það uppfyllir allar helstu kröfur sem gerðar eru til slíks kerfis í dag varðandi skráningu á grunnupplýsingum, aðgengi að upplýsingum, kostnaðarútreikning og sölugreiningu. Laun Launakerfið heldur utan um öll laun og launatengd gjöld. Það uppfyllir allar helstu kröfur sem gerðar eru til slíks kerfis í dag varðandi skráningu á grunnupplýsingum, aðgengi upplýsinga. Öflugt hjálpartæki fyrir íslenska bændur Félagið Handverkskonur milli heiða 10 ára: Hefur eíll og styplrt búsetu á svæðinu Fyrir 10 árum stofnuðu konur í Háls-, Bárðdæla- og Ljósavatns- hreppi félag sem fékk nafnið „Handverkskonur milli heiða", og er þar miðað við Fljótsheiði og Vaðlaheiði. Nú hefur konum í Reykdælahreppi verið boðið að koma með í félagsskapinn vegna þess að þessir hreppar eru aó sameinast i eitt sveitarfélag. I félaginu eru um eitt hundrað konur. Markmið þessarar félags- stofnunar var að sameina konur í framleiðslu og sölu á hvers konar íslenskum minjagripum, listmunum og handverksmunum af ölium tegundum. Konurnar stofnuðu ári síðar hlutafélagið Goðafossmarkað, sem annast söluna yfir sumarmánuðina í verslun að Fosshóli í Ljósavatns- hreppi í S.-Þingeyjarsýslu. „Allt sem selt er á Goðafoss- markaðnum er handunnið af félagskonunum, en síðan hafa nokkrir karlmenn líka selt hjá okkur sínar vörur. Goðafossmarkaðurinn tekur vörumar í umboðssölu. Þar er á boðstólum úrval af peysum og öðrum prjónavörum. Mikið er líka unnið af munum úr horni og beini að, ógleymdum trévörunum. Sömuleiðis eru á markaðnum skartgripir og ýmis konar nytja- hlutir, svo sem steikarhnífar með sérstökum tré- eða jafnvel beinsköftum. Einstaka sinnurn hefúr fólk náð í hvaltennur til að vinna úr, og þá frekast skartgripi," segir Kolbrún Bjamadóttir frá Ystafelli í Kinn, en hún er formaður markaðsins. Skiptir okkur utiklu Hún segir að félagið og Goðafoss- markaðurinn skipti konumar mjög miklu máli, bæði hvað varðar afkomu og ekki síður félagslega. „Það sjá allir sem koma út í hinar dreifðu byggðir að landbúnaður er að dragast saman. Þar að auki vélakostur sveitum orðinn það mikill að færri hendur þarf til starfa en áður. Urn leið er tæplega nóg fyrir konuna að gera á búinu og hún finnur sér ekki al- mennilega stað. En með þvi að fara út í þetta hjá okkur skapar hún sér atvinnu, aflar fjár og nýtur félagsskapar. Félagið okkar hefúr því geysilega mikið að segja fyrir samfélagið," segir Kolbrún. Hún segir að hver kona vinni sín verk heima en síðan séu haldnir vinnufundir. Konumar skipta sér niður í hópa og hefur hver hópur sína hópstým, sem kallar saman fundi. Sumir hópanna koma sarnan á tveggja vikna fresti en aðrir Konurnar framleiða ótrúlega fallega hluti. þegar talin er þörf á að hittast. Kolbrún segir fjölda kvenna hafa umtalsverðar tekjur af fram- leiðslu sinni og nefnir hún þar sérstaklega handprjónakonumar. Nokkrar konur stunda glerlist og em þeirra gripir eftirsóttir og færa þeim nokkrar tekjur. Ein kona er með leirbrennslu og selur vel. „A Goðafossmarkaðnum má eiginlega finna allt sem nöfnum tjáir að nefna á sviði handverks og listiðnaðar," segir Kolbrún Bjama- dóttir. Styrkir búsetu á svceðinu Helga Erlingsdóttir í Landa- mótsseli er oddviti Ljósavatns- hrepps og hefur verið ein af forystukonum i félaginu Handverk milli heiða, enda ein þeirra þriggja sem beittu sér fyrir stofnun þess. Hún segir engan vafa leika á því að starfsemi félagsins og Goðafoss- markaðurinn styrki búsetu á svæðinu. Hún segir margar konur hafa af þessu umtalsverðar tekjur en aðrar séu með til að sýna samstöðu og sér til gamans og ánægju. „Þegar við fómm af stað með þetta fann ég strax fyrir því hve félagið var mikilvægt fyrir samfélag kvenna á svæðinu. Nú er búið að sameina þau þrjú sveitarfélög sem konumar komu úr í byrjun og ég efa ekki að félagið okkar hefur haft þar áhrif. Og nú er fjórði hreppurinn, Reykdælahreppur, að koma þar inn og því er konum þar boðin inn- ganga í félagið okkar," segir Helga Erlingsdóttir.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.