Bændablaðið - 26.02.2002, Qupperneq 11

Bændablaðið - 26.02.2002, Qupperneq 11
Þriðjudagur 26. febrúar 2002 BÆNDABLAÐIÐ 11 Hér má sjá fallið sem kaldvigtað vó 459,5 kg. Til samanburðar er t.h. „íslenskt" naut sem vó 323,5 kg. /Bbl.Óli Þór Stærsta nautið sem hefur verifi iellt i slðturhúsi SAH Fyrir nokkrum dögum var afar stóru nauti slátrað í sláturhúsi Sölufélags A-Húnvetninga. Um var að ræða 26 mánaða Límósínblending, en fallið af honum vó hvorki meira né minna en 459,5 kg. Eigendur bola voru hjónin Eymundur Þórarinsson og Sigríður Sveins- dóttir, bændur á Saurbæ í Skagafirði. Sigríður sagði að þau hefðu sent þrjú naut í sláturhúsið að þessu sinni og þessi blendingur hafi verið þyngstur. Þau hjón eiga nokkra Límósínkálfa og segir Sigríður það korna strax í ljós hvað þeir eru stærri en aðrar kálfar og vaxi hraðar. „Þessi tarfur okkar er sá stærsti sent við höfum átt og sá stærsti sem lagður hefur verið inn hjá Sölufélagi A-Húnvetninga," sagði Sigríður Sveinsdóttir. Ógiftir íslendingar á aldrinum 35 - 39 gætu fengið 200 g bita af dönskum bola Þegar Baldur Helgi Benjamínsson var á Agromek sýningunni I Danmörku leitaði hann uppi staersta nautið á svæðinu. Þessi boli er sex vetra, af Simmentalkyni og vegur 1.756 kg. Aftan við nautið - i öruggri fjarlægö má sjá Jón Elvar Hjörleifsson, kúabónda á Hrafnagili i Eyjafjarðarsveit. Jón er ríflega meðalmaður á hæð þannig að Ijóst má vera að nautið er ekkert smáflykki. Eftir sýninguna var Baldur Helgi að reikna það út sér til gamans að ef kjötprósentan á tarfmum væri 55% mætti bjóða 4.829 manns í mat - og fengi hver og einn 200 g. Gestafjöldinn samsvarar því að öllum íþúum á Seltjarnarnesi yrði þoðið - eða öllum ógiftum islendingum á aldrinum 35-39 ára!!!!!!!!!!!!!! Lágmörk á landsmóti Ákveðin hafa verið lágmörk kynbótahrossa inn á Landsmót hestamanna sem Italdið verður á Vindheimameium 2-7 júlí nk. Lágmörkin eru eins og fyrir síðustu landsmót nema hvað sú breyting er að mörkin fyrir elstu flokka kynbótahrossa hækka nokkuð frá því sem verið hefur. Með því móti ætti fjöldi kyn- bótahrossa að vera u.þ.b. 200 miðað við reynslu síðustu ára. Mörkin má sjá í meðfvlgjandi töflu. Rétt er þó að geta þess að heimildir eru fyrir því að lækka mörkin ef sýnt þykir að lítil þátt- taka fáist en það er engin ástæða til þess að ætla að svo verði. Það er talið mjög mikilvægt að sýna góða breidd í kynbótahrossunum á landsmótum og með endurbótum í ljósi reynslunnar frá LM 2000 í Reykjavík má auðveldlega skipu- leggja sýningardagana með þeim Aldur Hryssur Hestar 4 7.85 7.95 5 7.95 8.05 6 8.00 8.20 7 v.o.e. 8.10 hætti að mikill fjöldi góðra hrossa komi fram án þess að fólk fái á því leið eða þyki dagskráin ofhlaðin. /ÁS. Vatnsrör - Hitaveiturör Alhliða lagnaefni fyrir íslenskan landbúnað Aðrennslisrör Fyrir vatnsaflsstöðvar og smærri virkjanir. Plast vatnsrör Fyrir flutning á heitu og köldu vatni, snjóbræðslu og jarðvegshitun Hitaveiturör - stá Foreinangruð stálrör í plastkápu fyrir hitaveitulagnir. Hitaveiturör - PEX plas Foreinangruð hitaþolin PEX plaströr fyrir hitaveitur. Tilvalið í sumarhúsahverfi Stálrör Svört stálrör og suðufittings til lagna og í smíði. Annað efni frá SET Kúlulokar fyrir hitaveitur, hliðlokar fyrir vatnsveitur, brunahanar, spjaldlokar fyrir vatns- og fráveitur, flangstengi, koparfittings, plastsuöufittings, plastrafsuðufittings, samskeytahólkar, krumpmúffur og þenslustykki.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.