Bændablaðið - 26.02.2002, Page 24

Bændablaðið - 26.02.2002, Page 24
24 BÆNDABLAÐIÐ Þnðjudagíir Í2 'jú'iíi 2001 SauHIMr II Miliim Stofnfundur félags áhugamanna um sauðfjársetur á Ströndum var haldinn í félagsheimilinu Sævangi í Kirkjubólshrcppi sunnudaginn 10. þessa mánaðar. „Ég er feikilega bjartsýnn á að þetta gangi upp og menn virðast taka vel í verkefnið,” sagði Jon Jónsson á Kirkjubóli, einn for- göngumanna um stofnun sauð- fjársetursins, en þrjátíu manns gengu í félagið á ftindinum. „At- vinnuþróunarfélag Vestfjarða ætlar að aðstoða okkur við undirbúning og áætlanagerð fyrir heilsárs- vinnustað sem við vonum að geti orðið í framtíðinni." Hlutverk sauðfjársetursins er meðal annars að skapa atvinnu á svæðinu og treysta byggð, styrkja menningarlíf og mannlíf, auk þess að vinna markvisst að jákvæðri kynningu á sauðfjárbúskap. Þá verði félaginu heimilt að hafa samstarf við einstaklinga, fyrir- tæki, félög, stofhanir, sveitarfélög og ríki. Nokkrir aðilar hafa nú þegar ákveðið að styrkja starfsemina. Þar á meðal eru landbúnaðarráðu- neytið, héraðsnefnd Strandasýslu og Kirkjubólshreppur. Anna Karlsdóttir lektor við Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri hélt erindi og vakti meðal annars athygli á því að vaxandi áhugi væri á menningartengdri ferðaþjónustu og að uppbygging menntunar í dreifbýli væri mikilvæg. Stjóm félagsins skipa: Jón Jónsson þjóðfræðingur á Kirkju- bóli er formaður og meðstjóm- endur em Matthías Lýðsson bóndi í Húsavík og Sverrir Guðbrands- son á Hólmavík. Stefnt er að því að opna sýningu um sauðfjárbúskap fyrr og nú um miðjan júní næstkomandi og er áætlaó að hafa sýninguna opna að sumrinu. „Við höfúm fengið Sævang til afnota fyrir sýninguna næstu fimm sumur, en félagsheimilið er litið nýtt á þeim tíma árs," sagði Jón./G.F. LANDSTÚLPI - Fjós eru okkar fag - • Weelink fóðrunarkerfi • Innréttingar og básadýnur - ath! bæði i legubásafjós og básafiós. • Steinrimlar og flórsköfukeríl í gripahús • Veitum aðstoð og ráðgjöf við hönnun fjósa - hafið samband, við mætum á staðinn • Loftræstingar - í nýjar og eldri byggingar Lárus s: 437 0023 / 869 4275 Arnar Bjarni s: 486 5656/898 9190 Surair komast aOeins á nei á nóttunni! Víða urn land eiga bændur í hinum mestu erfiðleikum viö að vinna á netinu vegna lítillar burðagetu símalína. Þetta á rneðal annars við um Dalasýslu, en sumir bændur á þeim slóðum verða að vinna á netinu á nóttunni eða fyrir klukkan átta á morgnana. Hörður Hjartarson bóndi í Vífilsdal segist vinna á netinu á nóttunni, þvi það þýði varla fyrir sig að reyna að ná sambandi á daginn. „Við emm bara með venjulegar símalínur og flutningsgeta þeirra er ekki meiri en þetta. Allir þekkja mslpóstinn sem sendur er út á netinu. Það kemur off fyrir að ég þarf að hringja og fá aðstoð við að fleygja honurn úr pósthólfinu því hann stöðvar allan aðgang að netinu hjá mér. Annað dæmi get ég nefnt sem er að símanúmerabirtirinn á símanum hjá mér er óvirkur. Það er ekki hægt að tengja hann vegna lélegs símasambands og tæknilegra örðugleika. Það hafa komið menn frá símanum til að reyna að tengja hann en þeir segja að það sé ekki hægt. Svona er nú ástandið í símamálum víðast hvar i Dölunum,'” segir Hörður. Hann segir að menn voni að ástandið batni irtnan skamms því búið sé að leggja ljósleiðara að tengiskúr sem er á svæðinu, en hvenær hann verður tengdur segist Hörður ekki vita. „Hér hjá okkur er nær vonlaust að reyna að vinna á netinu eflir klukkan átta á morgnana þar til seint á kvöldin eða nóttunni. Ef maður kemst á netið á daginn er nær öruggt að sambandið slitnar,” segir María Líndal í Neðri- Hundadal. Hún segir mikinn kostnað fylgja því að netið er svona seinvirkt og nefhir sem dæmi að hún tók inn skattaforrit í gegnum netið og það tók 6 klukkustundir að hlaðast inn hjá henni. Sams konar forrit var ekki nema 20-30 mínútur að hlaðast inn í Búðardal. „Ástandið er svona víðast hvar í Dölunum, nema hjá þeim sem em allra næst þessum svokölluðu tengiskúrum. Við erum ekki nema svona 8 til 10 km. frá tengiskúr og samt er ástandið svona hjá okkur. Ástæðan fyrir þessu er fýrst og fremst sú að símalínumar em svo lélegar og hafa alltof litla burðagetu," segir María Líndal. Ordóra hefur sannað nlldi sitt „Notkun Örflóru hefur vaxið jafnt og þétt hjá bændurn, og ég tek eftir því að sá sem einu sinni prófar efnið fær sér annan brúsa," sagði Guðmundur Jón Guðmunds- son bóndi í Holtaseli í Eyja- fjarðarsveit í samtali við Bænda- blaðið. Hann gerði á sínum tíma tilraunir með efnið áður en viður- kenning fékkst á þvi frá yfír- dýralækni. Síðan hafa menn verið að þreifa sig áfrarn ineð hvemig best sé að nota efnið við mis- munandi aðstæður. Örflóra er rot- hvati, blanda af loftháóum og loft- fælnunt lifandi örvemm sem hafa verið sérstaklega einangraðar og ræktaðar vegna hæfni þeirra til að mynda ensím. Örflómnni er blandað saman við mykju og hún vinnur gegn samloðun hennar en veldur ekki hitamyndun. Hana má einnig nota í rotþrær, niðurföll, skólp- leiðslur, fituskiljur, fitutanka og salemi, jafnt úti sem inni. Minni fluga íJJósinii Trausti Kristjánsson á Syðri- Hofdölum i Skagafirði hælir Ör- flórunni. Hann segir æskilegt að setja efnið í haughúsin þegar tiltölulega lítið er í þeim eins og gjaman er á haustin. Örflóran kemur í veg fyrir myndun harðra köggla en ef þeir em komnir í homin þá tekur það nokkum tíma fýrir Örflómna að vinna á þeim. Trausti nefhir líka aðra eiginleika efhisins. Annars vegar hve vel það eyðir lykt og svo hitt að það er mun minni fluga í fjósunum yfir sumarið hjá þeim sem nota Örflóruna. Miðað við venju- legan rothvata i rótþrær er Örflóran ódýr að sögn Trausta Kristjánssonar. Það er Véla- og skipaþjónustan Framtak sem flytur Órflómna inn. Ai DeLaval HITAVATNSKÚTAR Ryðfríir að utan og innan Sér úttak í þvottavél Hámarkshiti 95°C Áreiðanlegir, öruggir og endingargóðir Sérhannaðir fyrir mjólkurframleiðendur Stillanlegur blöndunarventill Sér heitavatnsúttak þvottavél „95°C" Umskiptanlég _______ tæringarvörn Ytra byrði úr L ryðfríu stáli 2Polyuretháhe”'einahgrun án umhverfiseyöandi efna Innra byrði úr ryðfríu Hitaelement TSryggisventill' Lágmúli 7 108 Reykjavík sími 588-2600, fax 588-2601 Akureyri JitEÁáAýjLLb'lÉ'.- SÍmL461 -4007 Til sölu notaðar vélar Fiat 88-95, Alö 640 ámoksturstæki, árg. 1993, 4WD, 3000 Vstd. Verð kr. 1.250.000 án vsk. Case 885, Vetö F-15 ámoksturstæki, árg. 1989, 4WD, 3500 Vstd. Kr. 690.000 án vsk. CLAAS ROLLANT 46, 1,8 m sópvinda, Netbindibúnaður. Kr. 925.000 án vsk. Case 695 XL, Árg. 1991, 4WD, 3000 Vstd. Kr. 710.00 án vsk. Welger RP 12, árg. 1991. Kr. 290.000 án vsk. Krone 130, breið sópvinda, árg. 1997. Verð kr. 725.000 án vsk. Ingvar Helgason hf Sævarhöfða 2 Sími: 525 8000

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.