Bændablaðið - 16.04.2002, Qupperneq 13

Bændablaðið - 16.04.2002, Qupperneq 13
Þríðjudagur 16. apríl 2002 ni«a ia»nuao BÆNDABLAÐIÐ 13 wmáÉm mmm mmm Markaskoðun hefur dregist saman vegna sparnaðar: Ríkari (örf en áður að markaskoða fé í sláturhúsum Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu og stjórnarmaður í stjórn Bændasamtakanna, hefur sett fram gagnrýni á að dregið hefur úr markaskoðun í sláturhúsum landsins. „Það er staðreynd að markaskoðun í sláturhúsum hefur farið aftur frá því sem var hér áður fyrr. Markaskoðunarmenn voru í öllum sláturhúsunum til að fylgjast með marki þess fjár sem verið var að slátra. Það hefur dregið úr þessu, en er samt misjafnt milli sláturhúsa. Ég veit dæmi þess að markaskoðun hefur verið lögð til hliðar í sláturhúsi. Ástæðan fyrir því að dregið hefur úr henni er sú að sláturhúsin eru að spara. En því er ég að nefna þetta að ég veit um mistök í þessum efnum, sem áttu sér stað vegna þess að markaskoðun fór ekki fram við slátrun. Þegar slíkt kemur upp, eftir að búið er að slátra, vekur það alltaf leiðinda umtal,“ sagði Gunnar Sæmundsson í samtali við Bændablaðið. Hann bendir á að mannleg mistök geti alltaf átt sér stað. Því geti það alltaf gerst að með sláturfé manna fari lömb sem aðrir eiga. Markaskoðun eigi að koma í veg fyrir slík mistök. Gunnar segir að því verði þetta að vera i lagi og sláturhúsin verði að hafa marka- skoðunarmenn í húsunum. „Það er fyrst og ffemst slátur- leyfishafanna að sjá til þess að á staðnum fari ffam markaskoðun og ef verið er að draga úr henni eða leggja hana niður verða bændur að þrýsta á um að hún verði ekki aflögð," sagði Gunnar Sæmunds- son. Ekkert í lögum um markaskoðun Olafúr R. Dýrmundsson ráðu- nautur segir að það hafi verið Landbúnaðar- framtal Bókhðld • Usk.uppgjör Komdu með pappírana til okkar og uið önnumst skrifstofustörfin fyrir þig. Census Skrifstofuþjónusta ^Dugguuogi 17-19 « Sími 568 4468J Bændablaðið er áhrifamikill auglýsingamiðill Skágrindur pas^gajaafrii. VELAVAL-Varmahliö m Simi 453 8888 Fax 453 8828 Veffang www.velaval.is Netfang velaval@velaval.is fastur siður um langt árabil að vera með sérstakan markaskoðunar- mann í sláturhúsum landsins. Það hafi verið talið eðlilegt með tilliti til marka og eignarhalds. „Nú bendir margt til þess að i sumum sláturhúsum sé farið að slaka á kröfúm til markavörslunnar. Eg tel það vera mjög miður og sú spuming vaknar þá eðlilega hvort ekki sé að frnna ákvæði í lögum eða reglugerðum þar um. En svo er því miður ekki. Málið hefur verið rætt töluvert í sambandi við landbúnaðarlöggjöfina og ég hef tekið þátt í slíkum umræðum á síðustu ámm, en staðreyndin er sú að það em hvorki laga- né reglugerðarákvæði til um skyldu sláturleyfíshafa til að vera með sérstaka markaskoðunarmenn í húsunum. Ríkari þörf en áóur Eg vil benda á að haldi einhver því fram að það sé minni þörf en áður fyrir markaskoðunarmenn, þá er það mikill misskilningur. Þörfrn er meiri nú en áður. Það er vegna þess að sláturhúsunum hefur fækkað mjög mikið og fyrir bragðið er farið að flytja féð um langan veg til slátrunar, jafnvel landshlutanna á milli og þá verður ríkari þörf en nokkm sinni fyrir að vera með markaskoðunarmenn," segir Olafur. Hann segir að þess séu dæmi að þurft hafi að taka fé i sláturhúsi sem hafí verið komið þangað í óleyfí frá öðmm, annað hvort af misgáningi eða ætlunin hafí verið að stela því. Hann segist sjálfúr hafa orðið vitni að slíkum atburði í sláturhúsi. „Þess vegna veit ég að þetta hefúr komið fyrir og getur komið fyrir. Því tel ég eðlilegt að for- svarsmenn bænda geri mjög ákveðnar kröfur um að haldið verði áfram að markaskoða fé í sláturhúsum,“ segir Ólafúr R. Dýr- mundsson. Mú er rétti timinn til áð eignast nýjan john deere trahtori Af hverju að hanga á gamla traktornum þegar þú getur eignast nýjan JOHN DEERE SE traktor fyrir jafn hagstætt verð og þér býðst nú? Við bjóðum núna takmarkað magn JOHN DEERE SE traktora, 90 og 100 ha, fullbúna með blautkúplingu, kúplingsfríum vendigír, kúplingsfríum þrepagírum, grindarbyggingu ofl. ofl. á sérstöku tilboðsverði. Taktu af skarið og láttu fara vel um þig í nýjum JOHN DEERE SE traktor. Þú kemst fljótt að því að enginn traktor jafnast á við JOHN DEERE. Hafðu samand og tryggðu þér JOHN DEERE SE traktor fyrir vorið. - Takmarkað magn véla í boði. RS. Við bjóðum hagstætt uppftökuverð fyrir núverandi traktor þinn - sama hvaða litur er á honum. .°$0‘ Afar vönduð og ítarleg eigendahandbók á íslensku fylgir JOHN DEERE 6010 traktorunum . ÞOR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI Jmw&œœ REYKJAVÍK: Ármúla 11 -sími: 568-1500 - AKUREYRI: Lónsbakka - sími: 461-1070 - www.thor.is

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.