Bændablaðið - 16.04.2002, Qupperneq 16

Bændablaðið - 16.04.2002, Qupperneq 16
(\í\ r t 16 mríi, iQAnux BÆNDABLAÐIÐ Þríðjudagur 16. apríl 2002 Til sölu dráttarvélar og heyvinnu- tæki Valment 6550 4x4 með ámoksturtækjum árg '00 ekinn 813 tíma Verð 3.750.000 án vsk Valment 6400 4x4 með ámoksturstækjum árg '98 ekinn 1720 tíma Verð 1,930.000 án vsk Ghibli Landini 4x4 með ámoksturstækjum árg '00 Verð 2.750.000 án vsk Massev Ferouson 4x4 árg '89 Verð 1.250.000 án vsk Fiat Aaari 8090 DT árg '90 akstur 5000 tímar Verð 630.000 kr. án vsk Krone 10-16 rúllubindivél árg '98 Verð 750.000 án vsk McHale tölvustvrð Dðkkunarvél árg '98 Verð 760.000 án vsk Newlands hevpðkkunarvél árg '95 Verð 150.000 án vsk NHK Multiwrap hevpökkunarvél Alsjálvirk árg 98 Verð 350.000 án vsk Sipma 279 rúllubindivél árg '96 Verð 350.000 án vsk Nánari upplýsingar ísíma 451-2230 Amerísk gæða framleiðsla 30-450 lítrar |tu I Umbods- menn um land allt RAFVÖRUR ARMULI 5 • RVK • SIMI 568 6411 Plastpanell I milligerðir og klœðningar úr níðsterku PVC plasti VÉLAVAL-Varmahlíö nr Slmi 453 8888 Fax 453 8828 Veffang www.velaval.is Netfang velaval@velaval.is FyrirMamli aðgerOir við skítu og iÉöeitrun hiá smálömbum ai völdum E.cali Rannsókn sem Synnöve gerði fyrir nokkrum árum sýndi að 15% af þeim lömbum sem voru krufin við Institutt fyrir sauðijárrann- sóknir i Sandnes á tímabilinu apríl, maí og júní frá 1994 til 1996 höfðu dáið úr kolisýkingu. í viðbót við það hafa þeir hjá sauðfjáreftirlitinu í Noregi séð að maga- og þarma- sýkingar hjá lömbum yngri en 7 daga eru meðal algengustu lamba- sjúkdóma. Þangað til i fyrra var algengast að fyrirbyggja koli- sýkingar með því að gefa ný- fæddum lömbum sermi. Þar sem það er ekki lengur fáanlegt er gott að kíkja á orsakir kolisýkingar og fmna aðrar fyrirbyggjandi að- gerðir. Sýkingar með E.coli geta gefíð mismunandi sjúkdómseinkenni, þau venjulegustu eru: •E.coli blóðeitrun •E.coli skita ■Slefsýki (Watery mouth) Hinar mismunandi kolisýkingar geta þróast yfír í hver aðra og getur því verið erfitt að greina á milli hinna mismunandi sýkinga. Þess vegna þarf oft að rækta bakter- íurnar og greina þær. Einnig er talið algengt að aðrar bakteríur, veirur eða sníkjudýr séu með og valdi sýkingum. Það eru til ósérhæfðar E.coli bakteríur sem eru skaðlausar við venjulegar kringumstæður, svo og sjúkdómsvaldandi E.coli bakteríur sem hægt er að greina eftir því hvemig þær sýkja. Stofnana er hægt að aðgreina með mótefnamælingum á O- mótefnum og K-mótefnum á bakteríunni. E.coli blóóeitrun Þetta er algengasta sýkingin af völdum E.coli. I Noregi sýkjast oftast lömb sem em 1-3 daga gömul af blóðeitrun. I öðmm löndum er blóðeitrun algengari hjá 2-3 vikna gömlum lömbum. Oft er þetta hjarðvandamál. Einstaka til- felli af koliblóðeitmn sjást i Noregi hjá 3-4 vikna gömlum lömbum og þá sem afleiðing af kóliskitu. Algengast er að lömbin deyi mjög skyndilega. Við kmfningu er dökkblár litur á öllu lambinu og lítið innihald í maga og þörmum. Venjulega em lifur og milta stækkuð. Við ræktun ræktast E.coli oftast úr öllum innyflum. Orsökin er upptaka gegnum munn eða nafla af E.coli sem ræðst á þarmaveggina og veldur blóð- eitrun. Erfítt er að meðhöndla veik dýr, oftast er það of seint. Betra að vera fyrirbyggjandi. E.coli skita í Noregi virðast mörg lömb deyja af völdum coliskitu þegar þau em 2-3 vikna, en i öðmm löndum virðist þetta vera sjúk- dómur sem veldur skitu fýrstu dagana eftir fæðingu. Þetta er oft hjarðvandamál. Einkennin em þunnur, gulur skítur, ofþomun og þyngdartap. Sýklalyf og vökvi er mjög mikilvæg meðhöndlun. Slefsýki Slefsýki kemur einkum fyrir hjá ungum lömbum, 12-72 tíma gömlum. Venjuleg einkenni em slím sem lekur úr úr munninum, vinstrarþemba, þyngdartap, harð- lífi, kuldi, slappleiki og loks dauði. Við krufningu sést stór vinstur fyllt af gasi og slímugu innihaldi, jafnvel ómeltri mjólk, og útblásnir, slappir þarmar. Fyrirbyggjandi aðgerðir við sýkingum með E.coli 1. Mikilvægasta aðgerðin er að tryggja að lömbin fái nægan brodd. Lömbin hafa engin með- fædd mótefni í blóðinu og em því háð þvi að fá þau i gegnum broddinn. Lambið verður að fá broddinn fljótlega eftir fæðingu svo að mót- efnin séu tekin upp í gegnum þanninn. 2. Einnig er mikilvægt fyrir hið nýfædda lamb að umhverfíð sé þurrt og hreint. Lömb sem em með blauta ull tapa miklum hita og verða slöpp og móttækilegri fyrir sýkingum, sérstaklega ef þau lenda í kulda og trekki. 3. Mikilvægt að æmar séu hreinar og í góðum holdum. Ef þær em horaðar mjólka þær minna og lömbin fá minna af mótefnum með mjólkinni. 4. Hægt er að pmfa lifræna for- vöm, sjá upplýsingar um ZooLac Propasta í meðfylgjandi grein. 5. Að gefa sýklalyf í munn strax eftir fæðingu hefur verið gert, en er hins vegar mjög óæski- legt. 6. Að þrífa naflann með joði eftir fæðingu getur fyrirbyggt sýkingar. 7. Bólusetning á ánum fyrir burð er möguleiki, en virðist ekki reynast vel. Þýdd grein úr marshefti norska blaðsins Praksisnytt, grein eftir Synnöve Vatn. Fyrirbygpndi notkun á ZooLac Propasta á lömbom frá saoöQárbúom sem iiafa veriö í vandræöom með coliskitn E-coli sýking er algengasta orsök skitu hjá lömbum innan við vikugömlum. Fyrírbyggjandi aðgerðir: I mörg ár hefúr verið til sermi við kolisýkingu í Noregi og það notað fýrir- byggjandi, en þessari sennisframleiðslu hefúr nú verið hætt. Lagt hefur verið meiri áhersla á hinar fyrirbyggjandi aðgerðimar, t.d. hreinlæti í kringum lömbin og æmar eftir burð, einnig hefur verið reynt að gefa fyrirbyggjandi sýklalyf en það er mjög óæskilegt og þess vegna fóm menn að sýna lifrænni forvöm áhuga veturinn 2001. Afráðið var, í samstarfí við VESO, að gera tilraun með ZooLac Propasta á lömbum á sauðfjárbúum þar sem vandræði hafa verið með coliskitu. ZooLac á að hjálpa lömbunum að rétta af bakteriu- flómna í maga og þörmum. Ástœðan fyrír að ákveðið var að fara út í þessa tilraun var: ■Lömbin fœðast með maga-/þarmakerfi án þarmaflóru ■Nýfœdd iömb hafa enga sýrumyndun í vinstrinni ■Bakteríuinnrás í sterilan þarm byrjar strax eftir fœðingu ■Þarmurinn verður fyrir innrás þeirra örvera sem. eru í umhverfi lambsins ■Innrás með óœskiiegum, hraðvaxandi örverum veldur auðveldiega truflunum i þarmavirkninni. ■Samkvœmt stefnu World Veterinary Associations er ráðlagt að gera tilraunir með iífrœna forvörn sem cetti að geta komið í stað notkunar sýklalyfja. •I Danmörku liggja fyrir jákvæðar niðurstöður með notkun á ZooLac Propasta til að fyrirbyggja og meðhöndla coliskitu hjá kálfum stuttu eftir fæóingu. Hvernig ZooLac Propasta virkar: Að sögn Bent P. Andersen í danska dýralyfjaframleiöslufyrirtækinu Chem Vet, sem framleiðir ZooLac Propasta, inniheldur varan 5 mismunandi sýmframleiðandi, frostþurrkaða bakteríuhópa, þar af einn hitastabiliserandi (drepinn við hitun undir eftirliti) og fjóra lifandi. Þar með næst virkni bæði á þarmaslímhimnuna og inni í þörmunum. Hitastabilisemðu bakteríumar setjast á þarmaslímhimnuna með þvi að nota prótein sem þær framleiða áður en þær em drepnar með hita. Þannig mynda þær lífrænt lag af dauðum, heilurn ffumum yfír slímhimnuna. Þetta líffæna lag hindrar að sjúklegar bakteríur geti fest sig við þarmaslímhimnuna og þær skiljast því út með skítnum. Hinir 4 lifandi bakteríuhópamir framleiða mismunandi sýmr með mismunandi sýmstig i hinum mismunandi þarmahlutum. Þannig myndast súrt umhverfi í vinstrinni og þörmunum sem hindrar mjög fjölgun á óæskilegum sjúkdómsvaldandi bakteríum. E.coli er dæmi um bakteriu sem er mjög viðkvæm fyrir lágu sýmstigi sem myndast frá lífrænum sýrum. Bakteríuhópamir í ZooLac Propastanu framleiða einnig bakteríueyðandi efni og örva staðbundna ónæmissvömn í þörmunum. Bakteríumar sem nýfædd lömb fá með ZooLac Propastanu verða ekki eftir í þarma- flórunni þar sem hin eðlilega þarmaflóra eyðir þeim smátt og smátt. ZooLac Propasta myndar þar með skammtímavemd fyrir þarmaflómna um leið og hún gefur góð skilyrði fyrir samsetningu á verðandi þarmaflóm. Til að ná bestum fyrirbyggjandi áhrifum við colisýkingu fyrstu dagana eftir fæðingu, er best að gefa ZooLac Propasta sem fyrst. Efnið hefur engin áhrif á upptöku próteins úr broddinum. Tilraun Skammturinn af ZooLac Propasta er 1 ml af pasta gefíð í munn, pastanu er sprautað á fíngur og gefið i munninn á hinu nýfædda lambi með fíngrinum. Eigendum tilraunabúanna var sagt frá pastanu og hvemig ætti að nota það og fengu einnig eyðublað til að skrá upplýsingar á. Skráningartímabilið er frá fæðingu og þar til lömb em sett á gras. ZooLac Propasta er mjög gott bæði sem fyrirbyggjandi við skitu og einnig eftir að dýrin fá skitu. Eigendumir vom beðnir um að gefa lömbum undir 10 kg sem vom með skitu, 2 ml um leið og skitan uppgötvaðist, síðan 1 ml á 8 tíma ffesti þar til skitan hætti, og einu sinni enn eftir það. Tvöfaldan skammt átti að gefa lömbum yfir 10 kg. Þar sem enginn bati átti sér stað eftir að hafa notað ZooLac Propasta í sólarhring, áttu eigendumir að hafa samband við dýralækni. Ef einhver lömb drápust af völdum skitu áttu eigendumir einnig að hafa strax samband við dýralækni. Til viðbótar við tilraunabúin, vom einnig 10 önnur sauðfjárbú sem höfðu átt í vand- ræðum vegna skitu, sem pmfúðu ZooLac Propasta án þess að taka þátt í tilrauninni. Niðurstöður Áhrif ZooLac Propasta vom skráð hjá 908 lömbum á 9 sauðfjárbúum. ZooLac Propasta var gefíð á tímabilinu strax eftir fæðingu og upp í 4 timum eftir fæðingu. Á 7 af búunum fengu alls 17 lömb skitu á tímabilinu frá einum sólarhring og upp í 2 vikum eftir fæðingu. 6 af þessum drápust, þar af 4 frá sama búinu. Öll hin, þ.e.a.s. 11 lömb, náðu sér eftir að hafa fengið 1-3 meðhöndlanir með tvöföldum skammti af ZooLac Propasta, en reyndar fékk eitt af þeim einnig Strepto- mycin töflur. Samantekt Áhrifín af ZooLac Propasta vom skráð á búum þar sem undanfarin ár höfðu verið vandræði með skitu og slefsýki. Við notkun á ZooLac Propasta handa nýfæddu lömbunum hurfu þessi vandamál. Ömggar heimildir um skitu á búunum sem notuðu ZooLac Propasta en vom ekki með i tilrauninni em ekki skráðar, en staðhæft er að skituvandamálin hafí verið mun minni en undanfarin ár. Við álítum, að megi ástæðan fyrir því sé meðhöndlun með Zoolac Propasta. Allir dýraeigendur sem notuðu Zoolac- Propasta virtust mjög ánægðir með efnið. Sjálfír emm við mjög sáttir við niðurstöðumar og álítum að við séum komnir einu skrefí framar í baráttunni við colisýkingar hjá nýfæddum lömbum. Auk þess hefúr Zoolac Propasta reynst vel bæði fyrirbyggjandi og til lækninga á skitu í kálfum. Þýdd grein úr marstímariti norska blaðsins Praksisnytt, greinin er eftir Siri Skagestad og Freddie Helgesen.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.