Bændablaðið - 03.09.2002, Qupperneq 3

Bændablaðið - 03.09.2002, Qupperneq 3
Þriðjudagur 9. júlí2002 BÆNDABLAÐIÐ 3 Notendur dkBúbótar Dreifíng á bókhaldskerfinu dkBúbót gengur vel. Nær fjögurhundruð bændur hafa keypt forritið, auk búnaðar- sambanda og annarra sem sjá um bókhaldsþjónustu fyrir bændur. Notendum gengur vel að læra undirstöðuatriðin í forritinu og almenn ánægja virðist ríkja með eiginleika þess. Bókhaldsnámskeið I haust munu Bænda- samtök íslands, í samvinnu við búnaðarsamböndin, bjóða upp á bókhaldsnámskeið fyrir bændur. Þar verða kennd grundvallaratriði í tvíhliða bókhaldi, svo sem skráningar fylgiskjala, afstemmingar og uppgjör. Einnig verður fjallað um hvernig hægt er að hagnýta bókhaldið til þess að bæta reksturinn og styðja við áætlanagerð. A þessum námskeiðum verður auk hinnar almennu bókhaldsfræðslu sýnt hvernig á að vinna bókhaldið í dkBúbót. Það er því ljóst að þeir sem nota forritið munu geta nýtt sér námskeiðin enn betur til að ná færni í að hagnýta sér það. Argjald upp í kaupverð. Þeir aðilar sem skipta núna úr gömlu Búbót yfír í dkBúbót sleppa við greiðslu árgjalds gömlu Búbótar fyrir líðandi ár. Það er einfalt mál að byrja að færa bókhald í dkBúbót á miðju bókhaldsári. Hafí menn hug á því að skipta yfír í dkBúbót er því engin ástæða til þess að geyma það til áramóta./SE LeiObeiningaþjúnustan skerpt lyrir atbeina Á fundi í stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins fyrir skömmu var gerð bókun vegna fyrir- spurnar sem hafði borist frá Búnaðarsamtökum Vesturlands, en samtökin óskuðu eftir að fá að vita hvort væri hugsan- legt að FL mundi styðja við endur- skipulagningu starfs- stöðvar þeirra, sem til álita hefur komið að flytja úr Borgar- nesi að Hvanneyri. Stjórn FL ræddi málið almennt á síðasta stjórnar- fundi og lýsti sig reiðubúna til við- ræðna um málið. í bókuninni kemur Bjarni Guðmundsson fram að hér er ekki ræðustól á LKfundlnum. einvörðungu átt við Vesturland og stjórn FL setur ákveðna fyrirvara gagnvart aðkomu sjóðsins. I máli Bjarna Guðmundssonar, formanns sjóðsins, á aðalfundi LK, kom fram að sjóðurinn hefði um árabil stutt leið- beiningaþjónustu í landbúnaði og vildi skoða mögulegt sam- starf við BV á þessu sviði ef það gæti skerpt leiðbeininga- þjónustuna enn frekar. Samþykkt á aðalfundi BV Á aðalfundi BV í vor var samþykkt að fela stjóm BV að athuga áfram með flutning aðalstöðva samtakanna að Hvann- eyri. I greinargerð sagði að þess yrði að gæta að stofna ekki fjárhag samtakanna í óvissu með flutningnum. Leita þyrfti samstarfs við LBH, RALA, BÍ og aðrar þær stofnanir sem heppilegar tejjast til samstarfs. „Áður en ákvarðanir verði teknar verði málið kynnt meðal félags- manna BV og ekki farið í flutning í andsstöðu við meirihluta bænda á félagssvæðinu," sagði í greinar- gerð. Stjóm BV taldi að þó það ef til vill gæti veikt BV sem hags- munasamtök að flytja úr Borgar- nesi, en þangað eiga margir bænd- ur leið vegna annarra erinda, þá muni vera hægt að ná fram hag- ræðingu í rekstri á Hvanneyri, t.d. með þáttöku ráðunauta í kennslu og samnýtingu á tæknilegum búnaði. Þá telur stjórnin að gæði leiðbeiningaþjónustunnar gætu aukist með því að leiðbeininga- miðstöðin nálgist þann stað þar sem mikið af rannsóknum í land- búnaði fer fram. Stjóm BV fór þess á leit við Framleiðnisjóð landbúnaðarins að stjóm sjóðsins fjallaði um hvort hugsanlegt væri að FL styrkti endurskipu- lagninguna. Vilja styðja umbœtur en setja fyrirvara Bjami Guðmundsson, for- maður FL, fjallaði m.a. um leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði í ávarpi sínu á aðalfundi LK. Hann greindi frá samþykkt FL, sem getið er í upphafi, og minnti á að um árabil hefði FL stutt leiðbeiningaþjónustu BÍ og búnaðarsambandanna. Varðandi mögulegan stuðning við BV setti stjóm FL þrjá fyrirvara. í fyrsta lagi þarf að liggja fyrir heildar- áætlun um eflingu markmiðssetts Ieiðbeiningastarfs á svæðinu, m.a. með formlegri samþættingu þess við aðrar fagstofnanir land- búnaðarins. í öðru lagi að áformin séu skilgreindur hluti endurskipu- lagningar leiðbeiningaþjónustu landbúnaðarins, sbr. búnaðar- samning frá 6. mars sl. og ályktun Búnaðarþings 2002 um skipan leiðbeininga í landbúnaði. í þriðja og síðasta lagi þarf að liggja fyrir sem nákvæmust áætlun um kostnað og fjármögnun þessara áforma. Bjami sagði að með þessu vildi stjórn FL árétta vilja sinn til að styðja umbætur á leiðbeiningastarfi fyrir bændur. Mykjutankar\ haugsugur og dælur Skádælur, TP360VS Til að nota í grunnum sem djúpum kjöllurum. Tengt á þrítengi og vökvatjakk ofan á burðarramma. Dæluafköst 13.000 Itr/mín við dælingu í tank. Auðvelt að beina stútnum upp og niður og til beggja hliða. A' DeLaval Brunndælur Fyrir mismundandi dýpt á haughúsum, frá 1,6 - 4,0 mtr. Dæluafköst 7,500 Itr/mín við upphræringu og 6.000 Itr/mín við dælingu í tank. A' DeLaval haugsugur og mykjutankar Abbey haugsugur og mykjudreifarar eru fáanleg í eftirtöldum stærðum: 5000 Itr - 5900 Itr - 7000 Itr - 9100 Itr Staðalbúnaður: • Afkastamikil vacumdæla. • Vökvabremsur og vökvastýring á dreifistút. • Vökvaopnun á topplúgu, sjónglas á tank og Ijósabúnaður. • Flotmiklir hjólbarðar, 6” barki, 5 mtr langur með harðtengi. • Vökvaopnun á topplúgu. VÉLAVERf Lágmúli 7 Reykjavík Sími: 588 2600 • Akureyri Sími 461 4007 • www.velaver.is

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.