Bændablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 3. september 2002 Bændablaðið er málgagn íslenskra bænda Veijum hreinleika og hollustu búvaranna Barátta við salmonellu, campylobacter og fleiri örvemr er orðin hluti af matvælaframleiðslu hins vestræna heims, og ekki við öðm að búast en sú barátta fari harðnandi með tilheyrandi auknum kostnaði. í kjölfar þrálátra sýkinga í búfé á Suðurlandi skipaði landbúnaðar- ráðherra starfshóp til að gera úttekt á smit- og mengunarleiðum salmonella og campylobacter í umhverfi og lífríki. Hópurinn hefur nú skilað niðurstöðum sem em bæði fræðandi og gagnlegar: Stöðug smit salmonellu virðast í frárennsli frá þéttbýliskjömum á Suðurlandi (um 80 % sýna smituð) og fram hefúr komið að tæplega séu líkur á að staða þessa sé betri í öðmm landshlutum.Nánast ekkert smit fannst fjarri þéttbýli (á bújörðum), eða aðeins í 1,3 % sýna. Þannig var staðfest fyrri vitneskja um að uppmni smits af völdum salmonella sé fyrst og fremst bundinn við mannfólk og meginskýring aukins smits á síðustu ámm væntanlega tíðari ferðir íslendinga erlendis, þar sem margir fá væg eða alvarleg smit. Þekkt er að efdr að fólk viiðist heilbrigt geti það dreift smiti í mánuði eða jafnvel ár. Aukinn straumur ferðamanna til íslands skapar einnig aukningu smits, enda salmonella víða landlæg og fólk aðlagað því að lifa með henni. Hætta á dreifingu smitsins veltur síðan m.a. á því hvemig gengið er frá frárennsli híbýla, en slíkt frárennsli má hvorki komast í vatn sem búfé hefur aðgang að né vera aðgengilegt máfum eða öðmm fuglum sem auðveldlega bera smitið. Þótt maðurinn og umhverfi hans sé þannig hinn raunvemlegi orsakavaldur lendir það óhjákvæmilega á búvöruframleiðendum að bera ábyrgð á að halda búvömframleiðslunni hreinni þannig að íslenskir neytendur geti áfram treyst henni. Slíkt gerist ekki nema með ströngum kröfum um hreinlæti og góða umgengni, bæði í umhverfi tengdu landbúnaði og í öllu vinnsluferli búvara. Bændur hljóta bæði sín vegna og annarra að gera kröfu um að þannig verði gengið frá frárennslismálum þéttbýlis að þaðan berist ekki smit, hvorki með fuglum né vatnsrennsli. Ekki er heldur viðunandi að máfar séu fóðraðir með sorpi og úrgangi frá margvíslegri atvinnustarfsemi. En bændur verða einnig að líta í eigin barm. Þótt gert hafi verið öflugt átak á síðustu ámm í að bæta öflun hreins neysluvatns og frárennslismál í dreifbýli má þó gera betur. Víða er ekki nægilega vel gengið frá neysluvatnsbmnnum þannig að yfirborðsvatn á möguleika á að komast þar að, einkum í vorleysingum og stórrigningum. Þetta er sérlega varasamt í nágrenni þéttbýlis þar sem umferð máfa og annarra smitbera er til staðar. Unnið er að upplýsingaöflun um stöðu þessa og leiðbeiningum um úrbætur. Rotþrær munu nú vera við flesta sveitabæi en ekki er alltaf nægilega vel gengið frá siturlögnum rotþróa, en siturlögn þarf að leiða niður í jarðveg og má situr ekki renna á yfirborði. í þessu eftti þarf víða að gera úrbætur sem eðli málsins samkvæmt em misjafnlega auðveldar eftir aðstæðum. Búfé verður að hafa aðgang að hreinu og ómenguðu drykkjarvatni bæði í húsi og haga. Dýrahræ verður að urða, eða eyða með tryggum hætti. Ljóst virðist að baráttan við salmonellu og fleiri vágesti af líkum toga er viðvarandi og mun vaxa að umfangi. Þetta mun kosta bændur bæði fjármuni og aukna vinnu vegna aukinnar nákvæmni og aðgátar við bústörf. Fjölmiðlar hafa á undanfómum ámm greint frá sífellt vaxandi vandamálum í hinum vestræna heimi vegna matvæla sem reynst hafa ógnun við heilsu manna. Oftar en ekki hefur mátt rekja orsakir vandans til harðnandi samkeppni á matvælamarkaði og sífelldra krafna um lækkandi matvælaverð. Sem betur fer hafa íslenskir neytendur að mestu sloppið við þessi vandamál, og heilsa og langlífi íslendinga raunar talið með þvi besta í heimi hér. Þessa stöðu hljótum við öll að vilja veija. Kröfur um lækkandi matvælaverð hérlendis samhliða ýtrustu kröfum um gæði og hollustu matvæla í sífellt erfiðara umhverfi virðast því hvorki skynsamlegar, raunsæjar né sanngjamar./ AT Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 4.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.000. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Rltstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins er bbl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Nr. 157 Blaðinu er drelft í 6.400 eintökum. Dreifing: fslandspóstur. ISSN 1025-5621 LandnýtingarpðltHP gæfla stýringar í sauOQðprækt Nýlega voru samþykkt á Al- þingi lög um breytingu á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verð- lagningu og sölu á búvörum þar sem er að finna ákvæði um gæðastýrða sauðljárframleiðslu. Er þar átt við framleiðslu sauðfjár- afurða samkvæmt gæðakerfi Bændasamtaka íslands sem land- búnaðarráðherra staðfestir. Sá þáttur þessa gæðakerfis sem ekki hvað síst hefur verið fjallað um er það sem lýtur að landnotum og hafa sumir orðið til þess að lýsa áhyggjum sínum yfir að á grund- velli landnytja verði einhverjum bændum gert ókleift að taka þátt í gæðastýringunni. Á síðustu stigum lagasetningar á liðnu vori var Landgræðslu ríkisins falið að annast það að leggja mat á land þeirra sem sækja um þátttöku í gæðastýringunni. Landgræðslan hefur þegar á sinni hendi eftirlit með landnýtingarþætti gæða- stýringar í hrossarækt, en góð sátt hefur verið um þá vinnu. Þar sem óðum dregur nær gildistöku ákvæðis um gæða stýringu í sauðfjárrækt er ekki úr vegi að skýra ýmislegt varðandi undirbúning og framvindu þess verks. Viljayfirlýsing og lagasetning Fyrir rúmum tveimur árum, nánar tiltekið þann 11. mars 2000, var undirrituð viljayfirlýsing vegna mats á landnýtingu vegna gæða- stýringarþáttar í samningi um framleiðslu sauðíjárafurða Undir hana skrifuðu land- búnaðarráðhen-a, formaður Bænda- samtaka Islands, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, land- græðslustjóri og forstjóri Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins. í þessari viljayfirlýsingu eru tíundaðar þær forsendur sem liggja að baki mati á landnýtingu. Nýting beitilands skal vera sjálfbær, ástand beitilands ásættanlegt og gróður í jafnvægi eða framför. Eftir þetta fór af stað vinna við mótun á viðmiðunarreglum sem unnið verður eftir við mat á land- nýtingu. Sú vinna var unnin af Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Landgræðslu ríkisins í nánu samráði við samningsaðila. Þær reglur liggja nú að mestu fyrir og verða hluti reglugerðar sem gefin verður út af landbúnaðarráðherra í samræmi við áðurnefnd lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. í lögunum er fjallað um landnot í 43. gr. og segir þar meðal annars: „Framleiðendur skulu hafa aðgang að nægu nýtan- legu beitilandi fyrir búfé sitt. Landnýting skal vera sjálfbær þannig að framleiðslugeta landsins sé nægileg og nýting innan þeirra marka að gróðurfar sé í jafnvægi eða framför að mati Landgræðslu ríkisins. Landgræðsla ríkisins leggur mat á land þeirra sem óska eftir að taka upp gæðastýrða sauð- fjárframleiðslu ....Matið skal byggjast á stærð gróðurlendis og gerð þess, gróðurfari og framleiðni ásamt fyrirliggjandi gögnum um nýtingu og ástand, t.d. vegna rofs, uppblásturs o.fl." Lögin og viljayfirlýsingin setja því þann ramma sem farið verður eftir við mat á þessum mikilvæga þætti við framleiðslu sauðíjáraf- urða. Lögin kveða einnig á um að skjóta megi ágreiningi um hvort einstakir framleiðendur uppfylli skilyrði um gæðastýrða sauðfjár- framleiðslu til úrskurðamefndar sem skipuð er af land- búnaðarráðherra. Því er heimilt að áfrýja úrskurði Landgræðslunnar til þessarar nefndar og ekki er gert ráð fyrir að framleiðendur beri neinn kostnað af því. Hlutverk Nytjalands Verkefnið Nytjaland fer fram á vegum Rannsóknastofnunar land- búnaðarins, Landgræðslu ríkisins, Bændasamtaka íslands og Land- búnaðarráðuneytisins. Samkvæmt viljayfirlýsingunni frá 11. mars 2000 er gert ráð fyrir að Nytjaland afli grunnupplýsinga um stærð ein- stakra jarða og gróðurfar þeirra. Nú þegar hefur verið aflað mikilla upplýsinga í gagnagmnn Nytjalands, þ.á.m. jarðamörkum um 4000 bújarða. Upplýsingar um gróðurfar einstakra jarða fela í sér flokkun lands í 10 gróðurflokka. Gróðurflokkur er notað sem hug- tak yfir gróðursamfélög sem hafa sérstaka eiginleika með tilliti til beitar, þ.á.m. uppskeru og samsetningu gróðursamfélagsins. Innan hvers gróðurflokks getur verið töluverður breytileiki, svo sem m.t.t. uppskeru. Upplýsingamar gefa vísbend- ingu um ástand beitilands hverrar jarðar og út frá því, auk annarra upplýsinga, má meta hvort við- komandi framleiðandi uppfylli skilyrði um landnýtingu. Áætlað er að stór hluti framleiðenda fái stað- festingu á grundvelli gagna Nytja- lands. Lengi hefur legið ljóst fyrir að töluverðan tíma tæki að byggja upp gagnagrunn Nytjalands svo unnt væri að nýta hann við mat á landi í jafn umfangsmiklu verkefni og gæðastýringunni, en reikna má með að töluvert á annað þúsund framleiðendur sæki um þátttöku í gæðastýringunni. Auk þess er um mikla hagsmuni að tefla fyrir hvern framleiðanda og hagur heildarinnar að vandað sé til verka og jafnræðis gætt. Samkvæmt nefndaráliti land- búnaðamefndar Alþingis við afgreiðslu laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvömm á liðnu vori kemur fram að það sé skilningur meirihlutans að kostnaður við mat á landi verði ekki lagður á landeigendur. Itarlegri skoðun Leiki vafi á að fullnægjandi beitiland sé fyrir hendi eða þar sem ástand lands er ekki ásættan- legt, t.d. vegna jarðvegsrofs eða óviðunandi nýtingar, fer fram ítarlegri skoðun á landinu. Slík skoðun felur í sér mat á ástandi landsins, þróun gróðurfars og annarri nýtingu, s.s. hrossabeit. Leiði niðurstaða þessarar skoðunar í ljós að ástand landsins og nýting þess teljist viðunandi fær við- komandi framleiðandi staðfestingu á að hann uppfylli skilyrðin. Upp- fylli framleiðandi ekki skilyrði um landnýtingu skal honum greint frá ástæðum þess og honum kynnt þau úrræði sem hann á. Áætlað er að þessi skoðun fari fram sumarið 2003 þar sem þörf er á og að henni verði lokið fyrir 15. september sama ár. Ekki er unnt að áætla á þessu stigi hversu margar jarðir þarf að skoða með þessum hætti, en ræðst það af þeim gögnum sem Nytjaland skilar til úrvinnslu fyrir þennan tíma. Úrræði - landbótaáœtlun Uppfylli framleiðandi ekki skilyrði um landnýtingu getur hann samið tímasetta landbóta- áætlun til allt að 10 ára eftir eðli vandamáls. Slík áætlun þarf að hljóta staðfestingu Landgræðslu ríkisins, sem hefur einnig á hendi eftirlit með framkvæmd hennar. Staðfest áætlun þarf að liggja fyrir 15. febrúar 2004 til að framleið- andi uppfylli skilyrði um gæða- stýrða sauðfjárframleiðslu. Áætlun um landbætur getur falið í sér uppgræðslu lands, fækkun búfjár, bætta beitar- stjómun, friðun óbeitarhæfra svæða o.fl. Þegar staðfest áætlun liggur fyrir fær viðkomandi fram- leiðandi staðfestingu á landnýtingu sinni og er þar með orðinn þátttak- andi í gæðastýringu uppfylli hann aðra þætti hennar. Víða er nú þegar unnið að landbótum á jörðum sem nýttar eru til sauðfjárbeitar. Oft er þetta samstarfi við Landgræðsluna sem hefur á liðnum árum beitt sér fyrir stórauknu samstarfi við bændur um ýmis landbóta- verkefni, t.d. með verkefninu Bændur græða landið. Því má gera ráð fyrir að margir geti haldið áfram landbótum en vinni jafnframt áætlun um hvernig uppfylltar verði þær kröfur sem gerðar eru. Samstarfsverkefnið Betra bú, sem felur í sér gerð landnýtingaráætlana fyrir bú- jarðir, getur nýst beint inn í gæðastýringarferlið. Það byggist á því að bóndi vinni áætlun fyrir sína jörð og fái til þess ráðgjöf eftir því sem þarf. Nú þegar er hafið samstarf um þetta verkefni þar sem Bændasamtök Islands, Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri, Landgræðslan, búnaðar- sambönd og Skógræktin vinna að þróun námskeiðsefnis. Slík land- nýtingaráætlun ætti að stuðla að markvissari nýtingu landsins með tilliti til gæða þess og afurða bú- fjár. Afréttir Ljóst er að ástand þeirra afrétta sem í dag eru nýttir til sauðfjár- beitar er afar mismunandi m.t.t. gróðurs og jarðvegs. Hraðfara jarðvegsrof á sér enn stað og út- breiðsla auðna er mikil. Þar sem jarðvegsrof er útbreitt og auðnir eru ríkjandi hafa Landgræðslan og Rannsóknastofnun landbúnaðarins lengi bent á að bæta þurfi beitamýtingu með það fyrir augum að hlífa landinu og létta beit af auðnum. Það er hins vegar ljóst að þar sem úrbóta er þörf þarf að vera rúmur aðlögunartími, enda snerta þær fleiri en einn aðila. Urbætur á afréttum geta falist í fækkun fjár, breyttum upprekstrartíma, upp- græðslu, smölun á viðkvæmum svæðum utan hefðbundins smölun- artíma, friðun tiltekinna svæða, af- mörkun gróins beitilands, mark- vissri förgun Qár sem gengur á óbeitarhæfum svæðum o.fl. Frumkvæði heimamanna hefur verið leiðarljós starfshátta Land- græðslunnar og er ætlunin að halda þeirri stefnu, enda verður áætlun um úrbætur á afréttum að vera unnin í samráði heimamanna og Landgræðslunnar. fíjörn H. Barkarson sviðsstjóri landverndarsviðs Landgrœðslu ríkisins

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.