Bændablaðið - 03.09.2002, Qupperneq 11
Þriðjudagur 3. september 2002
BÆNDABLAÐIÐ
1]
Broddaneshreppur á
Strðndum veitir milljón ó
bæ til að fegra og bæta
Verkefnið Fegurri sveitir hefur
verið í gangi síðustu misserin og
felst í því að fá bændur til að
snyrta hjá sér bæði íbúðarhús og
útihús sem og umhverfið.
Sveitarstjórn Broddaneshrepps
á Ströndum hefur gert myndar-
legt átak í þessum efnum með
því að veita á hvern bæ einni
milljón króna í styrk til þeirra
sem vilja bæta og fegra hjá sér.
Sigurður Jónsson, bóndi á
Stóra-Fjarðarhomi, er oddviti
Broddaneshrepps. Hann sagði í
samtali við Bændablaðið að það
gætu orðið upp undir 20 milljónir
króna sem hreppurinn myndi veita
í verkefnið.
Að fegra og lagfœra
„Við greiðum mönnum
kostnað við lagfæra útlit húsa
sinna, svo sem ef þeir þurfa að lag-
færa veggi eða þök þeirra og að
mála þau. Þessi styrkur heyrir líka
undir gæðastýringuna í sauð-
íjársamningnum ef menn eru að
setja loftræstiviftur í fjárhús, ný-
tísku brynningarbúnað eða annað
sem heyrir undir gæðastýringuna
Húsnæði og atvinna
Leitum að konu til dvalar hjá fullorðinni konu
á sveitaheimili skammt frá Flúðum.
í boði er frítt húsnæði, en greitt er fyrir vinnu við umönnun og
heimilisaðstoð.
Einnig er möguleiki á að geta stundað vinnu í nágrenninu
Gæti verið góður kostur fyrir fólk með skerta starfsorku.
Viðkomandi þarf að hafa bílpróf.
Þeir sem hafa áhuga að kynna sér málið vinsamlega hafið
samband við:
Pálmar í síma 486 6685 - 892 2370
eða Aðalsteinn í síma 486 6605 - 898 1591
Systkinin frá Herríðarhóli sem sáu um veitingar á Merkigili í sumar, talið
frá vinstri Kristín, Sigrún, Knútur, Ástaog Mæja. Bændablaðsmynd/Örn
Kafli eftir messu...
„Það hefur verið boðið upp á
kaffi á Merkigili eftir messu í
Abæjarkirkju í áratugi. Monika
Helgadóttir sem bjó þar lengst
gerði þetta meðan hún hafði
heilsu til, síðan tók Helgi bróðir
minn við og viðhélt þessum sið
og okkur systkinum hans fannst
við verða að halda þessa gömlu
venju í heiðri. Mér finnst að fólk
sé ánægt með þetta og þakklátt
þegar það kveður okkur. Sumir
hafa komið um langan veg og
hafa virkilega þörf fyrir
hressingu, og svo er líka ákveðin
stemming sem þarna skapast.
Umhverfíð er líka svo stórbrotið
og sérstakt að ég held að flestir
sem þarna koma komist í
ákveðna snertingu við landið,"
sagði Kristín Jónsdóttir hús-
freyja í Hraungerði í Vestur-
Skaftafellsýslu þegar frétta-
maður hitti hana á Merkigili um
verslunarmannahelgina.
Kristín er ein 15 systkina sem
kennd eru við bæinn Herríðarhól í
Rangárvallasýslu. Helgi Jónsson,
bróðir Kristínar, bjó á Merkigili í
Austurdal í Skagafirði frá 1974 til
1997, en þá lést hann af slysförum.
Helgi lét sér alla tíð annt um
Abæjarkirkju og var síðasta sóknar-
bamið í Abæjarsókn. Systkini
hans sem eru 12 á lífi eiga nú
Merkigil og hafa haldið jörð og
húsum í horfinu. í kirkjunni er
messað um verslunarmanna-
helgina á ári hverju. Þangað er
seinfarinn vegur, en engu að síður
kemur allmargt fólk til að vera við
messuna. Það hefur vakið athygli
að systkinin frá Herríðarhóli hafa
boðið öllum kirkjugestum til kaffi-
drykkju eftir messu, en það eru
yfirleitt um 120-150 manns. Árið
1997 voru þó kirkjugestir um 500
talsins. Systkinin búa öll á Suður-
landi, sex á höfuðborgarsvæðinu,
fimm í Rangávallasýslu og Kristín
í Vestur-Skaftafellssýslu. Hún á
um lengstan veg að fara til messu,
en heiman frá henni er um 7
klukkustunda akstur að Merki-
gili./ÖÞ.
þegar hún fer í gang. Sömuleiðis
greiðum við kostnað við að
hreinsa upp ónýtar girðingar í
framhaldi af því sem var í síðasta
búvörusamningi og ef menn fara í
að hreinsa fjörur sínar," sagði
Sigurður.
Hann var spurður hvort
hreppurinn þyrfti ekki að taka lán
til að geta veitt styrkina. Hann
sagði svo ekki vera. Sveitar-
sjóðurinn stæði mjög vel.
Hreppssjóðurinn vel staddur
„Það hefur orðið fólksfækkun
hér í sveitinni og bæir farið í eyði.
Við vildum því nota þá peninga
sem hreppurinn á til að styrkja þá
sem vilja halda áfram búskap til að
lagfæra og fegra hjá sér. Það hefur
verið talað um að bændur væru
hættir að mála hús sín vegna þess
að þeir hefðu ekki efni á því,"
sagði Sigurður.
Hann sagði að menn væru
byrjaðir að vinna samkvæmt
þessari ákvörðun hreppsnefndar-
innar og sumir raunar langt komnir
með milljónina. Hann tók það
fram að menn fengju ekki
peningana fyrr en þeir væru búnir
að gera hlutina. Það þýddi ekkert
fyrir þá að segjast ætla að gera
eitthvað. Þeir verða að fram-
kvæma.
Harðplast-
gluggar og
hurðir í allar
byggingar!
*
Aratuga rcyii sla
hcrlendis
Dalvegur 28 • 200 Kópavogi • Sími 564 4714 • Fax 564 4713
Bændablaðið kemur næst út 17. september
VIÐSKIPTAVINIR
Munid ný
símanúmer
Fóðurblöndunnar
Aðalnúmer:
Fax:
Verksmiðja:
Lager:
570-9800
570-9801
570-9814
570-9817
FÓÐURBIAN DAN HF.
l/í\j'JU7VL)
<Jr3 \/JUF 'Jj
Borgarplast er með vottað
umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt
alþjóðastaðlinum ISO 14001, eitt
fyritækja í eigu íslendinga. Fyrirtækið
framleiðir fjölmargar úrvalsvörur til
verndar náttúrunni.
Borgarplast framleiðir rotþrær, olíuskiljur,
sandföng, brunna, vatnsgeyma og
einangrunarplast. Öll framleiðsla fyrirtækisins
er úr alþjóðlega viðurkenndum hráefnum og
fer fram undir ströngu gæðaeftirliti. Rotþrær,
olíu- og fituskiljur Borgarplasts eru
viðurkenndar af Hollustuvernd ríkisins.
EINANGRUNAR-
PLAST
BORGARPLASTf
Sefgarðar 1-3 ■ 170 Seltjamames Sólbakka 6 • 310 Borgames
Slmi: 561 2211 ■ Fax: 561 4185 Sími: 437 1370 ■ Fax: 437 1018
borgarplasteborgarplast.is ■ www.borgarplast.is