Bændablaðið - 03.09.2002, Side 16

Bændablaðið - 03.09.2002, Side 16
16 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 3. september 2002 KORNBÆNDUR Kornbændur athugið! Kornþreskivélar frá Sampo Rosenlew Bjóðum þessar þrautreyndu þreskivélar á verði sem er okkur líkt! Höfum eina nýja vél til afgreiðslu í byrjun september. Gerð: SR 2045. VéMOOhö. Vbr: 3,45 m. Verð: 4,38 millj. + vsk LANDSTÚLPI 'ÍH Lárus Pétursson s: 437 0023 / 869 4275 Arnar Bjarni Eiríksson s: 486 5656 / 898 9190 Búist við minni skeru sn í fyrra Sighvatur Hafsteinsson, for- maður Landssambands kartöflu- bænda, segir að síðasta vikan í Fáðu ÞÉR AUKA SÍMALÍNU MEÐ ALLT AÐ 38% AFSLÆTTI Nú býður Síminn 38% afslátt á stofngjaldi ISDN-síma og 20% afslátt af ISDN-búnaði ásamt því að nú kostar ekkert að fá sér ISDN sítengingu. Með ISDN er aldrei á tali og nettenging er öflugri en með hefðbundnu mótaldi. Kynntu þér tilboðin í næstu verslun Símans og á siminn.is. 12 VERSLANIR UM LAND ALLT PERSÓNULEG RÁÐGJÖF OG ÞJÓNUSTA Þjónustuver 800 7000 - Opið allan sólarhringinn Mikið úrval heimilissíma, gsm-síma og fylgihluta Hagstæðir greiðsluskilmálar - 12 MÁNUÐIR vaxtalausir siminn.is Tilboðin gilda ti! 20. september nk. SIMINN ágúst og tvær fyrstu í september ráði vanalega úrslitum um hvernig kartöfluuppskeran verður. Hann segir að nánast ekkert hafi rignt á Suðurlandi í maí og júní og eftir slíka þurrka þurfi mikla úrkomu til að bleyta í þessu. Þótt nokkuð hafí rignt í júlí sé það hvergi nærri nóg. Hann segir líka að það eigi eftir að koma í ljós hvort skemmdir hafl orðið þegar norðanáhlaupið gerði um miðjan júní. „En ég held að óhætt sé að fullyrða að uppskeran í ár verði heldur minni en hún var í fyrra. Þó gæti mjög góð tíð, tvær til þrjár síðustu vikurnar fyrir uppskeru, breytt miklu. Lokaspretturinn er alltaf mjög krítískur og þá er líka kominn sá tími sem hætta er á næturfrosti sem getur eyðilagt mikið," segir Sighvatur. Margar leiðir á markaðinn Ef sprettan er góð geta menn farið að taka upp kartöflur fyrir alvöru í síðustu viku ágúst- mánaðar, en venjulega er það ekki fyrr en um viku af september sem menn fara að taka upp kartöflur fyrir alvöru að sögn Sighvats. Hann segir að kartöfluupp- skeran undanfarin ár hafi verið 9 til rúmlega 11 þúsund tonn á ári. Þetta magn selst ekki allt en vegna þess hve kartöflur fara eftir mörgum leiðum á markaðinn sé tölfræðin ekki nákvæm hvað neysluna varðar. Hann sagðist telja líklegt að neyslan í landinu sé á bilinu sjö til átta þúsund lestir á ári. Því sem ekki selst verða menn bara að henda, þó eitthvað sé um að bændur fái afgangskartöflur sem skepnufóður en þar er ekki um sölu að ræða. Sðgur og samfélðg Borgarbyggð er í forsvari fyrir verkefnið "Sögur og samfélög" (Sagas and Societies) sem er sagnfræðilegt rannsóknarverk- efni er fjallar um sagnaritun og sagnagerð fyrri tíma og hvernig umhverfið mótaði og var mótað af sagnagerð, jafnvel öldum saman. Markmið verkefnisins er að ná saman fræðimönnum margra landa til að fá dýpri skilning á samspili sagnanna og samfé- laganna sem þær skópu og varð- veittu. Hápunktur verkefnisins er alþjóðleg, þverfagleg ráðstefna sem verður haldin á Hótel Borgar- nesi dagana 5. til 9. september 2002. Samhliða ráðstefnunni verða settar upp sýningar og menningar- viðburðir tengdir Egilssögu og að lokinni ráðstefnunni verður gefið út ráðstefnurit sem inniheldur alla fyrirlestra hennar. ■

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.